Morgunblaðið - 17.02.2000, Síða 63

Morgunblaðið - 17.02.2000, Síða 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR17. FEBRÚAR 2000 63 1001 DIGITAL MAGNAÐ BÍÓ /DD/ síiy" l.aiimavcf>i 94 ^Sw^-PIXAR Sýnd kl. 5, 7 og 11. ísl. tal. Sérstök lokuð forsýning á BICENTENNIAL MAN Lokuð forsýning kl. 9. BEINASAFNARINN OENZKL WASHINGTON .jm. ANGELINA JOLIE * THEBONE COLLECTOR Sýnd kl. 9 og 11.05. B. i. 16 Sýnd kl. 5. B.i. 16. sjáið allt um BICENTENNIAL MANá www.5tjornubio.is Grillmatur og blús á Amigos í kvöld Blúsinn er eilífur VINIR Dóra spila Texas-tregatónlist á veit- ingastaðnum Amigos í kvöld fyrir matar- gesti sem munu að vonum snæða grillmat þar sem yfirskrift kvöldsins er „Barbeque og blús“. Tónleikarnir hefjast kl. 22 og eru þeir fyrstu á dagskrá hjá nýstofnuðum lista- klúbbi Amigos, þar sem hugmyndin er að bjóða upp á nýja og spennandi TexMex-rétti og menningartengda viðburði einu sinni í mánuði. í kvöld er ætlunin að endurskapa Texas-stemmninguna: „Blúsinn er vinsæll í Bandaríkjunum og sérstaklega í Texas og það er mjög algengt að boðið sé upp á grill- mat á blússtöðum þar,“ segir Dóri. Vel kunnugir blúsnum Dóri er Halldór Bragason, jgítarleikari og söngvari, og vinir hans eru Asgeir Óskars- son trommuleikari, Jón Ólafsson, sem leikur á bassa, og Guðmundur Pétursson gítarleik- ari. Þeir hafa ekki spilað í bænum í meira en eitt og hálft ár og segir Halldór að vegna fjölda áskorana sé löngu kominn tími til að láta í sér heyra. „Hljómsveitin öll hefur farið þrisvar í tón- leikaferð til Bandaríkjanna, og við spiluðum m.a á Chicago Blues Festival 1993 og er eina erlenda blúshljómsveitin sem hefur spilað þar,“ segir Halldór. „Við lékum líka fyrir mörgum árum í Texas á Anthone’s-klúbbn- um sem er mjög frægur blúsklúbbur og þar kynntumst við Texas-blúsnum og munum leika eitthvað af honum í kvöld.“ Halldór segir Texas-blúsinn einstakan hvað taktinn snerti sem „svingi“ mjög sterkt og að mjög margir frægir blúsarar komi ein- mitt frá Texas; Johnnie Winter, T-Bone Morgunblaðið/Þorkell Vinir Dóra leika Texas blús og annan á veitingastaðnum Amigos í kvöld. Walker og Janis Joplin sem er frá Austin. „En við ætlum líka að spila blús úr öllum þeim áttum sem við höfum orðið fyrir áhrif- um frá, en við spiluðum mikið á árum áður með erlendum blúskörlum og þekkjum þetta út og inn,“ segir Halldór Bragason að lokum. ★./_ ★ ★ ★ >M5=553^75 ALVQBUBfd! ŒDolby ====.==, 8TAFR/atfF ==:== = HLJÓBKHRaí UV — —— — — ÖLLUMSÖLUMI 1 7 TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA BESTA MYNDIN BESTI LEIKARI [ AÐALHLUTVERKI (RUSSELL CROWE) BESTA LEIKSTJÓRN (MICHAEL MANN) BESTA MYNDATAKA BESTA KLIPPING BESTA HUÓÐ BESTA HANDRIT 'AL PACINO RUSSELL CROWEI AMichaelMannFam THE INSIDER Sannleikurinn getur verið lífshættulegur DHN/l l. WASHINGTON #%\NGEUNA JOUi: BEINASAFNARINN THEyBONE COBEECTOR Sýnd kl. 4.40, 6.50, 9 og 11.15. B. i. 16. Djass, matur og ferðalög á Borginni Oformlegt og skemmtilegt TRÍÓ Sigurðar Flosasonar mun leika djass- tónlist á Hótel Borg í kvöld fyrir matargesti, en tríóið skipa ásamt honum Matthías Hem- stock trommuleikari og Þórir Baldursson sem leikur á Hammond-orgel. Verður boðið upp á sérstakan matseðil útbúinn af þessu tilefni. Húsið verður opnað kl. 20 og verður ferða- áætlun Samvinnuferða-Landsýnar kynnt og er Anna Björk Birgisdóttir kynnir kvöldsins. Auk þess mun einn heppinn gestur vinnaferð fyrir tvo til London á Ronnie Scott’s djass- klúbbinn þekkta. Aðgengilegt úrval djasstónlistar „Ég verð með tríó og við ætlum að spila fjölbreytta og skemmtilega djasstónlist,“ segir Sigurður. „M.a. leikum við lög af plötunni minni, Himnastiganum, sem kom út fyrir jólin. Hún seldist upp, svo það er vonandi að þeir þúsund manns sem eiga plötuna komi að hlusta á okkur. En við ætlum að spila eitthvað af fönkdjassi líka, þannig að yfir heildina verður þetta mjög breitt og frek- ar aðgengilegt úrval af djasstónlist á óform- legan en skemmtilegan máta.“ Sigurður segir samsetninguna á tríóinu klassíska og var hún fyrir og eftir 1960 mjög algeng og þótti hagstæð af fjárhagslegum ástæðum. Tnókarlarnir vorukátiráæfíneu. •mart „Þá var mikið af Hammond-böndum, bæði tríóum og kvartettum, og einmitt mjög oft. með trommum og sax og gítar ef það var kvartett,“ útskýrir Sigurður. „En okkur finnst þetta mjög skemmtilegt „sánd“ og Þór- ir er svo flottur á Hammondinum að það er mjög gaman að prófa þetta.“ |>i<IEI3| /7^77

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.