Morgunblaðið - 18.02.2000, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.02.2000, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2000 9 FRETTIR Aukinn rottugangur í Reykjavík á síðasta ári ALLS bárust 902 kvartanir um rottu- og músagang á höfuðborgar- svæðinu til Meindýravarna Reykja- víkurborgar á síðasta ári og em það 89 fleiri kvartanir en bárust Meindýravörnum árið á undan. Af þessum 902 kvörtunum voru 619 vegna rotta og 283 vegna músa. Ekkert lát virðist heldur vera á rottugangi á þessu ári og bárust Morgunblaðinu fregnir á miðviku- dag af nokkrum rottum á vappi við húsnæði Landssíma íslands við Ár- múla í Reykjavík. Ein þeirra gerðist svo óforskömmuð að bregða sér inn í hlýjuna innanhúss mörgum starfs- mönnum til mikillar hrellingar. Að sögn Guðmundar Björnssonar verkstjóra hjá Meindýravörnum Reykjavíkurborgar bárust nær allar kvartanii-nar á síðasta ári frá svæð- inu sem nær frá borgarmörkunum í vestri og austur að Elliðaánum. Guðmundur bendir á að rottur sjáist nær eingöngu ofanjarðar þar Verkamanna- sambandið Varar við tilboðum frá erlend- um vinnu- miðlunum VERKAMANNASAMBAND Islands varar atvinnurekend- ur við að svara tilboðum frá erlendum vinnumiðlunum sem bjóða fram starfsmenn frá Fil- ippseyjum og fleiri löndum til að vinna verksmiðjuvinnu. Segir VMSÍ að slík tilboð séu gersamlega ósiðleg og jafnvel ólögleg. I tilkynningu frá VMSI seg- ir að fyrirtæki hér á landi hafi sent sambandinu bréf, sem fyrirtækinu barst frá dönsku fyrirtæki. Þar sé íslenskum fyrirtækjum bent á að hægt sé að útvega starfsmenn frá Fil- ippseyjum til að vinna verk- smiðjuvinnu. Starfsmenn frá Filippseyjum séu iðnir, heið- arlegir og traustsins verðir og séu einnig tilbúnir að greiða sjálfir flug frá Manila til Keflavíkur. VMSÍ segist vilja vara at- vinnurekendur við að svara slíkum tilboðum því þar sé um vinnumiðlun að ræða þar sem einkafyrirtæki taki umboðs- laun fyrir að útvega eða selja ódýrt vinnuafl. Segist Verka- mannasambandið harma að slík þrælasala sé stunduð. sem holræsakerfi eru biluð og telur að aukninguna milli ára megi rekja til þess hve mikið hafl verið um framkvæmdir í Reykjavík á síðasta ári. „Miklar framkvæmdir voru við holræsakerfi Reykjavíkurborgar í sumar en það þýðir að menn skilja holræsalagnir eftir opnar á meðan á framkvæmdunum stendur. Þannig eiga dýrin greiðarí leið upp á yflr- borðið," segir hann. Því má bæta við að jarðfram- kvæmdir standa nú yfir við póstmið- stöðina rétt hjá húsakynnum Sím- ans við Armúla og er það líkleg skýring á rottuganginum þar að undanförnu. Fleiri kvartanir á sumrin Guðmundur skýrir frá því að fjöldi kvartana vegna rottugangs rokki upp og niður milli ára, til að mynda bárust fleiri kvartanir árið 1997 en 1998, en tekur þó fram að mun meira sé um kvartanir á tíma- AUGLÝSINGADEILD Sími: 569 1111, Bréfsími: 569 1110 Netfang: augl@mhl.is ^mbl.is /\LLTAf= eiTTHXSAÐ NÝTl Búðixt orðixi full aftur af spennandi og falleguxn vorvörum Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. bilinu frá apríl til mars en á öðrum tímum ársins. Hann leggur hins vegar áherslu á að Meindýravarnir sinni öllum þeim kvörtunum sem þeim berist og grípi auk þess til sér- stakra aðgerða verði vart við fleiri kvartanir frá einu svæði fremur en öðru. I samantekt frá Meindýravörnum Reykjavíkurborgar segir m.a. að fjórir starfsmenn hafi unnið að meindýraeyðingu hjá borginni allt árið í fyrra en að auki hafi 6 sumar- starfsmenn verið ráðnir til þessara starfa yfir sumarmánuðina. „Eins og undanfarin ár var eitrað kerfisbundið í holræsi borgarinnar og voru flest hverfi yfirfarin tvisv- ar,“ segir í samantektinni en þar sem mest hafði orðið vart við rottur voru farnar þrjár yfirferðir. Eitrun- in fer þannig fram að settar eru svokallaðar rottubeitur í holræsa- brunna sem rotturnar éta og drep- ast síðan af. UTSALA Pelskápur stuttar og síðar. Úlpur frá kr. 5.900 Ullarjakkar Kápur Hattar, alpahúfur Opið laugardag frá kl. 10-16 Mörkinni 6, sími 588 5518 Bílastæði við búðarvegginn. Nýtt frá París TES5 Léttar buxur og bolir Neðst við Dunhaga Opiðvirka daga frá kl.9-18 —A simi 562 2230 Laugardaga frá kl. 10-14 Lagersala Fatnaður - Töskur - Skart - Hárskraut Þekkt tískuvörumerki Frábært verð Erum á Hjallahrauni 8, Hafnarfirði Opið í dag frá kl. 14 til 20, laugardag frá kl. 11 til 18, sunnudag frá kl. 13 til 18, mán.-mið. frá kl. 14 til 20.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.