Morgunblaðið - 18.02.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 18.02.2000, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ N álægðin við valdið Nálœgð fólksins við valdið á íslandi œtti að vera eittskýrasta birtingarform þess styrks, sem ísmæðinni erfalinn. Þetta var ágætlega rið- vaxinn blökkumaður. í hægra eyranu var móttökutæki en upp úr hálsmálinu á jakk- anum stóð lítið loftnet. Hann virti fyrir sér dökkhærða, druslulega ístrubelginn, sem tekið hafði sér stöðu við inngang glæsihótelsins í höfuðborg Bandaríkjanna. - Með leyfi, hvað ert þú að gera hér? - Eg er að bíða eftir íslensku sendinefndinni. Ég þarf að taka viðtal við forsætisráðherra Is- VIÐHORF lands Eftir Asgeir Sverrisson Maðurinn starði á þenn- an fulltrúa fjórða vajds- ins á Islandi og sagði svo: - Ég verð að biðja þig að færa þig frá innganginum ... öryggis- ráðstafanir. Sá dökkhærði færði sig örlítið til hliðar og tók að sjúga í sig síg- arettu af viðunandi innlifun. Hann var að ljúka við vindlinginn þegar nokkrar glæsibifreiðar renndu í hlað. íslenska sendinefndin var komin. Fremstur fór forsætis- ráðherra Islands en einn úr fylgd- arsveitinni benti sendisveini Morgunblaðsins að slást í hópinn og gaf þannig vörpulega blökku- manninum til kynna að þar færi hvorki raðmorðingi né hryðju- verkamaður. Þegar upp á 10. hæð var komið strunsaði ístrubelgur- inn með hluta sendinefndarinnar framhjá öryggisvörðum og inn í íbúð forsætisráðherra íslands. Verðirnir stukku til en róuðust fljótt. Þeir voru sýnilega teknir að venjast því að þessi sendinefnd var sérstök og óformleg í fram- göngu. Og þeir kipptu sér ekki upp við það þegar menn tóku að æða inn og út um dyrnar á að giska 40 mínútum síðar og ógæfu- legi aðkomumaðurinn hjálpaði til við að koma föggum sendinefnd- arinnar niður í móttökuna. Vafalítið geta flestir þeir, sem eitthvað hafa sinnt því undarlega staríl, blaðamennsku, sagt svip- aða sögu. Enda er það svo að út- lendir starfsbræður íslenskra blaða- og fréttamanna fyllast oft undrun þegar þeir gera sér ljóst hvað fólkið frá þessari furðulegu eyju á hjara veraldar á greiðan aðgang að þeim sem ráða, hvort sem viðkomandi eru á íslandi eða erlendis. Þeir, sem búið hafa utan Norð- urlanda, þekkja hversu algengt það er að almenningur líti á ráða- menn sem framandi verur er eigi ekkert sameiginlegt með „venju- legu fólki“. Aðgangur almennings að fulltrúum þjóðarinnar er enda takmarkaður í flestum löndum. Þessi skipan mála hefur vafalaust átt þátt í því að draga úr áhuga á stjórnmálum þótt hún sé óhjá- kvæmileg í velflestum tilfellum. Almennt þykir mönnum ná- lægð fólks við valdið í örríkjum á borð við ísland heldur geðslegt fyrirbrigði. Útlendingar telja það gjarnan til marks um hversu opið stjórnkerfið sé í slíkum löndum og líta því oft svo á að þessisér- staða feli í sér heilbrigðisvottorð fyrir lýðræðið. Ekki verður því neitað - fá- menninu fylgja ótvíræðir kostir. Smæð þjóðarinnar hefur hins vegar óumdeilanlega einnig ókosti í för með sér. Hún kallar fram sérstöðu, sem ekki er að öllu leyti eftirsóknarverð. Á íslandi gilda leikreglur kunn- ingjasamfélagsins. Verðleika- þjóðfélagið er enn fjarlægur draumur. í sumum efnum þarf að leita út fyrir Evrópu til að finna lönd þar sem iðkaðar eru viðlíka leikreglur og á íslandi. Auðlindir eru afhentar útvöldum, valda- stéttin er óháð hinum efnahags- lega veruleika og pólitískur klíku- skapur ræður meiru um upphefð manna en hæfni og hæfileikar. Ráðherravald er nánast óhamið og skattborgarar eru varnarlaus- ir með öllu gagnvart duttlungum og gæluverkefnum stjórnmála- manna. Afar frumstæð flokks- hyggja getur af sér hags- munavörslu og mótar framgang stjórnmála og þjóðfélagsumræðu. Þótt vitanlega séu til undan- tekningar verður því vart haldið fram að íslenskir stjórnmálamenn séu almennt hrokafullir og sýni af sér yfirlæti í samskiptum við fólk- ið í landinu. Hinu verður tæpast neitað að sumir þeirra, einkum þeir sem glata öllu jarðsambandi við að verða ráðherrar, sýna dóm- greind alþýðunnar oft litla virð- ingu og leiða skipulega hjá sér al- menningsálit og siðferðiskröfur. Og komast á stundum upp með framgöngu, sem kostað hefði þá starfið í flestum öðrum löndum. Spurningin er því þessi: Hvem- ig má það vera að Island greini sig frá Norðurlöndum og raunar flestum ríkjum Vesturlanda í þessum efnum? Felur nálægð fólksins við valdið ekki í sér virkt lýðræði og að ráðamenn sæta að- haldi? Getur almenningur ekki krafið valdhafa svara og gagnrýnt þá á opinberum vettvangi? Eru fjölmiðlar í slíku örríki ekki í sér- lega góðum tengslum við lífið í landinu og hinn eðlilegi farvegur fyrir óánægju almennings, mis- noti ráðamenn vald sitt á ein- hvem veg? En þessari spurningu má einn- ig snúa við í leitinni að skýringum á „hinni íslensku sérstöðu". Spurnin er þá sú hvort nálægð- in við valdið verði til þess að al- menningur allur og fjölmiðlar veiti ráðamönnum ekki það „að- hald“, sem ýmsir hafa kallað eftir í seinni tíð. Leiða leikreglur kunn- ingjasamfélagsins til þess að þeir sem ráða komast upp með stjórn- arhætti, sem aldrei yrðu liðnir á meðal fjölmennari þjóða? Felur nálægðin við valdið í sér að stjórnmálin verða úr hófi fram persónubundin á kostnað kröf- unnar um faglega embættis- færslu og siðleg vinnubrögð? Get- ur nálægðin af sér fmmstæða flokkadrætti þar sem persónur skipta meira máli en gjörðir og sú siðferðislega afstaða, sem þær af- hjúpa? Nýrri hugsun fylgir ný nálgun og framfarasinnaðs fólks bíður að knýja fram breytingar á mörgum sviðum á Islandi. Nálægð fólksins og valdsins er um margt heillandi fyrirbæri, án vafa eftirsóknarvert og þjóðlegt vel. Það ætti að vera eitt birtingarforma styrks smæð- arinnar á tímum ásýndar og yfir- borðs svo ekki sé minnst á ríkja- samruna og linnulausa „sam- ræmingu". Geti nálægðin hins vegar af sér gagnrýnisleysi, sofandahátt og undirgefni við valdið hefur ljósi verið brugðið á „hina íslensku sérstöðu" og um leið á margt það, sem farið hefur úrskeiðis í þessu landi á undanliðnum áratugum. ELÍNBJÖRG ÓLÖF GUÐJÓNSDÓTTIR + Elínbjörg Ólöf Guðjónsdóttir fæddist í Svína- skógi, Fellsströnd í Dalasýslu 13. júlí 1924. Hún lést 12. febrúar siðastliðinn. Elínbjörg var dóttir hjónanna Jensínu Olafsdóttur, f. 26. ágúst 1889, d. 15. júlí 1929 og Guðjóns Jóhannessonar, f. 31. ágúst 1896, d. 28. febrúar 1983. Eftir andlát móður sinnar fór hún í fóst- ur til frænda síns Guðna Jónas- sonar og konu hans Petrínu Kristjánsdóttur á Valþúfu í sömu sveit og var þar fram á unglings- ár. Systkini hennar voru Ebenes- er, Reynir Gestur og Nanna, sem ein lifir þau systkinin. Elínbjörg gekk í Héraðsskól- ann að Laugarvatni og var þar í tvo vetur, þar sem hún kynntist eftirlifandi eiginmanni sínum, Hjalta Þórðarsyni frá Kvíarholti í Holtum, sem hún giftist 25 október 1946. Þeim varð sex barna auðið, sem eru: Grétar Þórir; Rúnar Jökull, maki hans er Elisabet Jensdóttir; Heimir Guðni, maki hans Ingibjörg Gunnars- dóttir; Arna Krist- ín, maki _ hennar Kjartan Ólafsson; Jónina Sóley, maki hennar Ólafur H. Jónsson og Svala Huld, maki hennar Júlíus Helgi Eyjólfsson. Einnig ólu þau upp sonardóttur sína Elínbjörgu Hjaltey Rúnars- dóttur og er maki hennar Sig- urður Andrés Ásgeirsson. Barnabörnin eru sautján og barnabarnabörnin tvö. Utför Elínbjargar fer fram frá Selfosskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Það er skyndilega komið að kveðjustund, hún mamma mín er dáin. Mikið er ég þakklát fyrir allar þær stundir sem ég hef átt með þér elsku mamma og sérstaklega er ég þakklát núna fyrir allar þær stundir sem ég átti með þér og pabba þegar ég var að þrífa húsið fyrir ykkur fyrir síðustu jól. Þið pabbi hafið alltaf reynst mér og fjöldskyldu minni sérstaklega vel í gegnum árin. Það er með miklum söknuði í huga sem við kveðjum þig elsku mamma og ég veit að þegar fram líða stundir munu fal- legar minningar koma í stað sárs- aukans, og vona ég að góður Guð styrki pabba í hans miklu sorg. Margs er að minnast Margt er hér að þakka Guð sé lof fyrir liðna tíð Margs er að minnast Margs er að sakna Guð þerri tregatárin stríð. (V.Briem) Fyrir hönd fjölskyldu minnar, þín dóttir, Sóley. Far þú í friði friður guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku mamma mín, þú varst tekin snögglega frá okkur og mikið var það sárt að sjá á eftir þér. Ekki kom mér það til hugar þegar ég talaði við þig í símann á föstu- deginum að þú yrðir tekin frá okk- ur daginn eftir. Þú varst alltaf svo Ijúf og góð við mig og alltaf til staðar þegar þurfti á að halda. Þótt þú værir stundum ströng við mig met ég það mikils þegar ég horfi til baka. Það var alltaf svo gott að koma heim til ykkar pabba. Og alltaf ef mér leiddist reyndirðu að hafa ofan af fyrir mér. Þegar við Hjaltey vorum litlar þótti mér alltaf gott að koma inn og vita hvað þú værir að gera, mér fannst það visst öryggi ef við vorum úti að leika okkur. Mikið man ég vel eftir því að þú varst alltaf svo dug- leg að sauma og prjóna öll föt á okkur. Hjaltey og ég vorum stund- um alveg eins og í eitt skiptið vor- um við svo leiðar á að útskýra hvernig við værum skyldar því fólk var alltaf að spyrja okkur hvort við værum systur að við ákváðum að segja bara já. Svo þegar ég var flutt til Reykjavíkur ákvað ég að hringja í ykkur pabba daglega og ég vissi að ykkur fannst það gott að heyra í mér. Svo þegar ég var nýbyrjuð með Júlíusi og þú varst búin að sjá hann í fyrsta skipti man ég að þú skammaðir mig fyrir að hafa sagt að hann væri ekki myndarlegur. Þú sagðir að hann væri mjög myndarlegur og að þú fyndir það að hann væri góður strákur og þú hafðir rétt fyrir þér. Elsku pabbi minn, það er mikill missir hjá okkur, en ég og Júlíus munum styðja þig í gegnum sorg- ina og við hugsum um þig, að þú verðir ekki einn á Seljaveginum ég ætla að hringja í þig oft á dag ef þú vilt. Svala Huld Hjaltadóttir. Hinn 12. febrúar síðastliðinn lést á Sjúkrahúsi Suðurlands tengda- móðir mín, Elínbjörg Ólöf Guð- jónsdóttir, og langar mig til að minnast hennar hér í örfáum orð- um. Ég kynntist Elínbjörgu, eða Ellu eins og hún var ávallt kölluð, um haustið 1981 er ég heimsótti væntanlega tengdaforeldra mína í fyrsta sinn. Strax þá fann maður fyrir þeirri hlýju væntumþykju og fórnfýsi sem ávallt einkenndi Ellu, ekki síst fengum við að njóta þess er við eignuðumst börnin okkar en þá var hún ávallt reiðubúin að að- stoða nýbakaða foreldra og dvald- ist þá jafnan fyrstu dagana á heim- ili okkar, og eru þessar stundir okkur hjónum ómetanlegar í minn- ingunni. Á fallegu heimili þeirra hjóna, Ellu og Hjalta, sem þau byggðu sér við Seljaveg 2 hér á Selfossi voru ég og fjölskylda mín ávallt aufúsugestir og höfðum við átt þar margar ánægjustundir, ekki síst á þeim tíma er við bjugg- um í Reykjavík og eyddum þá gjarnan jólum, páskum eða ein- stökum helgum í góðu yfirlæti á Seljaveginum. Frá þeim tíma er margs að minnast en vil ég þó sér- staklega minnast á giftingardag okkar, 25. október 1986, sem þau Ella og Hjalti gerðu okkur svo eft- irminnilegan, en það var jafnframt 40 ára brúðkaupsafmæli þeirra hjóna. Það var ákaflega þægilegt að umgangast Ellu, hún var hlý í viðmóti og næm á að finna út ef eitthvað bjátaði á eða eitthvað skorti, og var jafnan fljót til að leysa úr. Þessum eiginleikum hennar kynntist maður ekki síst í fjölmörgum ferðum sem við fórum saman með henni og Hjalta um landið og til dvalar í sumarhúsum þar sem hún hafði ávallt þarfir og velferð annarra í fyrirrúmi. Ég veit að Ellu er sárt saknað af sinni stóru fjölskyldu, kannski ekki síst af barnabörnunum sem hún reyndist svo vel. Hjalti minn, tengdafaðir og vin- ur, missir þinn er mikill en minn- ingin um Éllu og fjölskyldan þín munu veita þér styrk inn í framtíð- ina, ég votta þér og börnum þínum sem og ástvinum mína dýpstu samúð og Ellu þakka ég samfylgd- ina og kveð hana með virðingu og þakklæti. Ólafur Hafsteinn Jónsson. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri trega tárin stríð. (V. Briem.) Það var í október 1997 sem ég fyrst hitti Elínbjörgu, hafði ég þá hitt Svölu mína helgina áður þar sem við kynntumst á Landsþingi Junior Chamber sem þá var haldið á Hótel Örk. Man ég eftir því hvað þau tóku mér vel og hve gott var að koma til þeirra á Seljaveginn. Einnig vil ég minnast á sumarið 1998 þegar við, ég, Svala, Hjalti og Ella, fórum vestur í dali, gistum í Búðardal og fórum síðan alla leið inn í Bjarkalund, var þá einnig stoppað á Valþúfu og farið inn að Staðarfelli og fann ég hve henni þótti gott að koma þarna á æsku- slóðir sínar. Síðan var einnig mjög gaman að hafa þau hjá okkur um síðustu verslunarmannahelgi þeg- ar ég fékk sumarbústaðinn hjá SÍBS hér í Mosfellsbæ fyrir neðan Reykjalund. Fannst henni þetta vera alveg dýrlegur staður þar sem hann er umkringdur trjá- gróðri allt um kring og manni finnst maður ekki vera staddur í bæ heldur lengst frá allri byggð. Fórum við síðan í bíltúr á sunnu- deginum, ég Svala, Hjalti, Ella og Grétar, sem er elsti sonur þeirra. Ég er þakklátur fyrir að hafa verið þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa átt margar góðar stundir með þér og fjölskyldunni. Júlíus Helgi Eyjólfsson. Elsku amma mín. Að þú færir svona fljótt frá okk- ur átti ég alls ekki von á. Þó svo að þú værir búin að vera frekar slöpp í nokkur ár er ekkert sem getur búið mann undir að missa þig. Ég tók það alltaf sem sjálfsagðan hlut að þú myndir halda áfram að eld- ast og deyja mjög gömul en 75 ár finnst mér ekki hár aldur. Ég og allir sem eftir eru getum huggað okkur við að þurfa ekki að horfa á þig þjást í mörg ár. Minning okkar um þig er hvernig þú varst alla tíð; yndisleg, blíð og góð og alltaf til staðar þegar eitthvað bjátaði á. Ég hef alltaf verið afar þakklát fyrir að hafa kynnst ykkur afa svona vel. Þó svo að mamma og pabbi skildu þegar ég var barn held ég að það hafi orðið til þess að ég hafði fleiri tækifæri til að umgangast ykkur og tel ég það mikil forréttindi. Ég var auðvitað svo mikið hjá ykkur þegar ég var hjá pabba um helgar, á sumrin og á jólum. Það var alltaf nóg um að vera, húsið fullt af fólki og krakkar vaðandi inn og út allan daginn. Svo var farið í sunnudagsbíltúr eða í lengri ferðalög. Það síðasta sem við fórum saman var sumarið 1992, þegar við vorum á Akureyri í viku. Þú, amma mín, hefur alltaf verið fastur punktur í tilverunni. Það kom varla fyrir að maður kæmi á Seljó og þú værir ekki þar. Sterk- ar hefðir voru á heimilinu, t.d. há- degismatur kl. 12, kaffi kl. 16 og kvöldmatur kl. 19. Svo man ég eft- ir því þegar ég var krakki að alltaf fékk maður ávexti fyrir svefninn þegar maður var háttaður og horfði á sjónvarpið á meðan. Ávextir þóttu auðvitað lúxusvara á þeim árum. Ég hef flutt svo oft á ævinni að ég er hætt að telja skiptin, bæði innanlands og svo til Ástralíu og til baka. En það breyttist ekki á þess- um árum að þú, afi og Seljavegur 2 voruð alltaf á ykkar stað. Þetta veitti manni öryggi á flakkinu og auðvitað hélt ég að það myndi ekki breytast en ekkert er eilíft. Það er svo margt sem þú hefur gert fyrir mig í gegnum tíðina. Ég gleymi því aldrei þegar þú sendir mér 20 pönnukökur á sjö ára af- mælinu mínu, alla leið til Hnífs- dals, því það var það sem ég hafði beðið um. Pönnukökurnar þínar voru auðvitað þær bestu í heimi og ég borðaði þær allar sjálf, mamma og Denis fengu ekki eina einustu! Þú hefur alltaf verið dugleg að prjóna og á ég tvær ullarpeysur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.