Morgunblaðið - 18.02.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ
HESTAR
Viðtal við Pál Imsland birtist í Morgunblaðinu 26. nóvember 1999. Með
því birtust myndir af stóðhestinum Dyni frá Hvammi sem sýna vel lita-
skipti eins og þau verða hjá litföróttum hestum.
FÖSTUDAGUR 18. PEBRÚAR 2000 51
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Helgi Kristjánsson
Fánar voru dregnir að húni á nýrri viðbygginu Hótels Höfða í Ólafsvík.
Hótel Höfði stækkar
fram að niðurstöður tilrauna sem
hann hefur gert með að blanda lit-
föróttu við aðra liti í íslenska
hestakyninu bentu til að litförótt
blandaðist öllum litum. Meira að
segja kom fram einstaklingur sem
er bleikvindóttur, sokkóttur, litför-
óttur, þótt hann sé algengastur í
grunnlitunum, rauðu, brúnu og
jörpu.
Sumum fínnst litför-
ótt hross ljót
Áhugi manna hefur beinst að því
að finna álitlegan litföróttan stóð-
hest og nota á bestu hryssur lands-
ins, til dæmis hinar háttdæmdu
stóðhryssur skólabúsins á Hólum, í
þeirri von að fljótlega megi fá upp
úrvals góðan litföróttan stóðhest.
Hingað til hafa eigendur úrvals-
hryssna ekki boðið þær fram í slíkt
verkefni.
Umræðan á undanförnum mán-
uðum hefur vissulega vakið athygli
á þeirri hættu sem er á því að lit-
förótti liturinn geti týnst úr ís-
lenska hrossakyninu og vakið
áhuga fólks á að snúa dæminu við.
Staðreyndin er hins vegar sú að
mörgum finnst litförótti liturinn
ljótur og hefur því ekki fundist eft-
irsóknarvert að eiga litföróttan
hest. Þetta kann hins vegar að
breytast ef fram koma úrvals hross
með þessum lit.
Þegar haft var samband við Pál
Imsland sagði hann að vissulega
væru litförótt tryppi á vissum aldri
dálítið ljót, sérstaklega útigangs-
tryppi sem væru að ganga úr hár-
um. Aftur á móti væru litförótt
hross með dökkum grunnlitum oft
ákaflega falleg.
Hann sagði að umræða um inn-
flutning á sæði ætti ekki við þar
sem það væri bannað með lögum
og fyrst þyrfti að ræða um lögin
áður en nokkuð slíkt kæmi til
greina. Einnig telur hann útilokað
að um arfhreinan litföróttan hest
sé að ræða. Það sé þá einsdæmi í
heiminum. Hins vegar viti hann að
til eru litförótt hross sem gefa nán-
ast alltaf litförótt afkvæmi. Hann
tók dæmi af tveimur hryssum, önn-
ur hefur átt fjögur folöld og voru
þrjú þeirra litförótt og hin hafði átt
fimm folöld og voru fjögur þeirra
litförótt.
Álitlegir litföróttir folar
að vaxa úr grasi
Páll sagði margt álitlegra litför-
óttra ógeltra fola vera að vaxa úr
grasi hér á landi og alls ekki ólík-
legt að á næstu árum komi fram
góður stóðhestur í þessum lit sem
gæti náð miklum vinsældum og
snúið dæminu við. Hestamenn
þekkja einmitt dæmi þess. Lítið
var orðið um bleikálótt hross þegar
Ófeigur frá Flugumýri, afkvæmi al-
systkina og vel að merkja arf-
hreinn, sneri því dæmi heldur bet-
ur við. Svo sterk eru áhrif hans í
stofninum að bleikálótti og móál-
ótti liturinn erfist frá honum í
gegnum margar kynslóðir.
Nú er til dæmis verið að temja
jarplitföróttan fola á 5. vetur hjá
Sólveigu Stefánsdóttur og Jóhanni
Þorsteinssyni á Miðsitju. Að sögn
Jóhanns er folinn, sem heitir
Hrannar og er frá Gröf í Víðidal,
fjórgangshestur og sé hann kominn
vel á veg. Hann segir að folinn sé
hreyfingagóður, með góða fótalyftu
og beri sig vel. Stefnt er að því að
sýna hann í vor og er bjartsýnn á
að það gangi vel. Hrannar er und-
an Gassa frá Vorsabæ og jarplit-
föróttri hryssu frá Gröf.
Þá eru til þriggja vetra folar,
rauðlitföróttur undan Anga frá
Laugarvatni og brúnlitföróttur
undan Kolfinni frá Kjarnholtum.
Ásgeir Gestsson á Kaldbak í
Hrunamannahreppi átti litföróttan
stóðhest sem hefur verið geltur.
Undan honum eru til tveir ógeltir
folar. Þeir eru ungir en annar
þeirra hefur verið notaður í Hrepp-
unum, en hinn, brúnskjóttlitförótt-
ur, í Dölunum.
Spennandi stóðhestsefni gæti
leynst hjá Jóni Friðrikssyni á
Vatnsleysu. Páll segir hann eiga
fola frá því síðasta vor undan hin-
um fræga Glampa frá Vatnsleysu
og góðri litföróttri hryssu. Þrjár
litföróttar hryssur frá Vatnsleysu
eru skráðar í Feng, gagnagrunn
BI, allar undan hinum litförótta
Erpi frá Erpsstöðum sem á alls 59
skráð afkvæmi, þar af mörg litför-
ótt.
Auk þessara hesta eru til folar
undan Dyn frá Hvammi sem komu
út úr litatilraunum Páls. Hann seg-
ir þá vera með Ijósa grunnliti sem
ef til vill er ekki æskilegt til fram-
ræktunar. Loks má nefna fjögurra
vetra fola hjá Magnúsi Finnboga-
syni á Lágafelli. Páll segir að hann
sé grálitföróttur og eigi samkvæmt
öllum kenningum alls ekki að geta
verið litföróttur enda foreldrarnir
ekki litföróttir. Talið var að folinn
væri rangt feðraður en niðurstaða
úr blóðrannsókn bendir til að svo
sé ekki. Páll telur þetta hljóta að
vera einhvers konar erfðaslys.
Hestinn segir hann álitlegan en
grálitföróttur litur sé ef til vill ekki
æskilegur þar sem litaskiptin
hætta að sjást eftir því sem hrossið
eldist og lýsist.
Peningunum best
varið í tilraunabú
Á ferðum sínum um landið þar
sem Páll hefur verið að skoða lit-
brigði íslenskra hrossa segist hann
hafa séð margt undarlegt sem
nauðsynlegt væri að rannsaka
frekar og fá svör við. Hann tók
sem dæmi að síðasta sumar sá
hann moldótt, vindótt folöld sem
margir hefðu skilgreint sem leir-
Ijós.
„Eg fagna því að rætt sé um það
á Alþingi að auka fjárframlög til
verndar litförótta Utnum,“ sagði
Páll. „Þeim peningum yrði án vafa
best varið með að setja á stofn
ræktunarbú þar sem menn ein-
beittu sér að því að gera tilraunir
og svara aragrúa spurninga sem
vaknað hafa í sambandi við litför-
ótta litinn og fleiri liti og eiga enn
eftir að vakna. Mjög erfitt hefur
reynst að svara þessum spurning-
um vegna þess hve lítið er vitað um
litaerfðir. Eg sé fyrir mér að litir
og litaafbrigði í íslenska hrossa-
stofninum verði kortlögð og leitað
verði sem mestrar vitneskju um
hvernig þau erfast. Það er lykillinn
að því að Islendingar geti farið að
rækta sérstaka liti í hrossunum
sínum.“
Húnvetn-
ingar taka
forskot á
sæluna
NY og glæsileg reiðhöller nú risin á
Blönduósi fyrir tilstilli Árna Þor-
gilssonar. Höllin verður formlega
tekin í notkun 11. mars næstkom-
andi, en hestamenn eiga erfitt með
að bíða og ætla að prdfa hana á
morgun laugardag.
Árni Þorgilsson á Blönduósi hef-
ur ráðist í það þrekvirki að byggja
reiðhöll sem er 48 x 21 m að grunn-
fleti. Árni hefur fjármagnað bygg-
inguna og unnið mikið við hana
sjálfur ásamt iðnaðarmönnum.
Hestamenn hafa einnig lagt hönd á
plóginn svo um munar með sjálf-
boðavinnu.
Að sögn Hjartar Einarssonar for-
manns hestamannafélagsins Neista
var ákveðið að hafa opið hús næst-
komandi laugardag frá kl. 14.00 til
16.00 og töltkeppni um kvöldið.
Sagðist hann vonast til að fólk úr
Húnavatnssýslum og Skagafirði og
fleiri fjölmenntu en skráð verður á
staðnum.
Mikill hugur er í Húnvetningum
og mikið riðið út. Hjörtur sagði að
veturinn hefði verið einstaklega
góður þar nyrðra og einnig væri
ljóst að reiðhöllin yrði mikil lyfti-
stöng fyrir hestamennskuna á
staðnum. Hann sagði að margir
hefðu komið og skoðað húsið og
sýnt byggingu þess áhuga enda um
vandað og fallegt hús að ræða.
Aðstaða væri til fyrirmyndar, reið-
salurinn 42 x 20 m að stærð, aðstaða
fyrir menn og hesta niðri, snyrting
og kaffistofa og uppi væri stór fund-
arsalur þar sem hægt er að fylgjast
með því sem fram fer í reiðsalnum.
Fjörug
fundarferð
ÁGÚST Sigurðsson hrossa-
ræktarráðunautui- Bændasam-
taka Islands og Kristinn Guðna-
son formaður Félags hrossa-
bænda eru nú á ferð um landið
til að ræða við hestamenn.
Ágúst sagði í samtali við
Morgunblaðið að þeir hefðu
byrjað á Höfn í Homafirði, farið
þaðan á Egilsstaði, síðan til Ak-
ureyrar og í Skagafjörð og ætla
að vera í kvöld með Húnvetn-
ingum. Á þriðjudaginn verður
síðan fundur á Hvanneyri, á
miðvikudag hjá Gusti í Kópa-
vogi og loks á IngólfshvoU í Olf-
usi á fimmtudag.
Ágúst sagði að þeir Kristinn
hefðu farið í slíka ferð í fyrra og
fundist það bæði skemmtilegt
og gagnlegt. Því hafi þeir ákveð-
ið að endurtaka þetta nú. Hann
sagði að mæting hafi verið góð
og fundimir hefðu verið líflegir
og skemmtilegir og umræður
málefnalegar. Rætt væri um allt
milM himins og jarðar en nýtt
ræktunarmarkmið og félags-
kerfi hestamanna væra ofarlega
á blaði. Velt hefði verið upp
ýmsum hugmyndum svo sem
hvort við ættum að fara að
dæmi annarra landa þar sem
samtök eigenda íslenskra hesta
era öll undir sama hatti. Félög-
unum er þá skipti í deildir, til
dæmis ræktunardeild, íþrótta-
deild og svo framvegis.
Þeir Agúst og Kristinn gefa
sér góðan tíma á hverjum stað
og hafa komið við í hesthúsa-
hverfum til að hitta fólk, ræða
við það og skoða hesta. Veður
og færð hafa leikið við þá, en
Agúst sagði að þeir hefðu
greinilega valið góðan tíma til
ferðarinnar. Enda sé þessi tími
árs góður til slíkra fundarhalda.
Hann sagðist vonast til að þess-
ar fundarferðir yrðu árlega því
þær mæltust greinilega vel fyr-
ir.
Ólafsvík - Risin er fjögurra hæða
viðbygging við Hótel Höfða í Ólafs-
vík. Þetta er einingahús sem ístak
hf. reisti. Framkvæmdir hafa gengið
vel, þrátt fyrir erfitt tíðarfar. Bhðu-
veður var svo þegar fánar vora
dregnir að húni á byggingunni.
Viðbyggingin er fjórar hæðir eins
og fyrr sagði, þrjár með herbergjum,
200 fm hver hæð, og á jarðhæðinni er
samkomusalur. 18 herbergi bætast
við þau sem fyrir era og ræður þá
hótelið 29 góðum tveggja manna her-
bergjum. Nú er unnið að frágangi á
þaki og við múrverk. Áformað er að
taka húsið í notkun 15. apríl í vor.
HAPPDRÆTTI
nnningarnirfÓBt @IO0
Vinninga skr á
39. útdráttur 17. febrúar 2000
íbúðarvinningur
Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvðfaldur)
6 2 3 1 9
Ferðavinningnr
Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur)
3 6 51 9
59733
69349
70258
Ferðavinningur
Kr. 50.000 Kr. 100.000 frí
8071 23550 31270 38489 64988 66829
17800 29220 38271 56256 65869 69572
Húsbú
Kr. 10.000
naða
rvin
Kr. 20.
ningur
654 10313 18215 26591 42947 51459 58482 71268
1553 11255 18763 27039 43305 52149 58718 71893
2538 12095 19353 27794 43555 52614 62721 72935
3113 12528 19553 28669 44616 52739 63349 76146
4097 12905 19672 31456 44671 53168 63500 76464
4171 13488 20268 32048 44745 53344 64723 76884
4318 14980 20861 32509 45653 53926 64751 77357
5172 15009 20904 33942 45769 54134 65247 77921
5655 15031 21420 34246 48733 56265 65504 79906
6209 15751 24198 34960 49743 57496 65549
6336 15996 24269 36827 49918 57630 66351
6793 16298 25791 36995 50253 57764 67340
8322 16756 26196 40852 51048 57900 70709
Hnsbú
Kr. 5.000
n a ð
arvi
Kr. 10J
n n i n g u r
26 8211 18821 28369 38194 53248 61871 69752
867 8736 19436 28437 38448 53467 62214 69922
1004 8977 19482 28818 38739 53770 62623 70098
1026 9033 19961 29595 38841 53806 63342 70118
1432 »280 20051 29688 39309 54053 63778 71327
1659 9708 20101 29908 39797 54853 63791 71382
1980 9912 20249 30033 40708 55032 63881 72125
1986 10541 20486 30248 40875 55104 64027 72576
2386 10864 20973 30553 41294 55343 64159 73054
2611 11149 21269 31353 42631 55365 64162 73075
2681 11449 21739 31653 43060 56036 64465 73281
2761 11752 21985 32024 43234 56095 64758 73320
3629 12098 22261 32346 43297 56253 65001 73528
3738 12365 22996 32361 44028 56407 65344 74177
3784 13536 23360 32737 44102 56483 65363 75345
3984 13764 23882 32906 44267 57140 65396 76357
4238 13830 24026 32987 44934 57170 65881 76579
4344 13896 25277 33094 45172 57249 66148 76883
4430 14305 25322 33763 46428 57581 66269 77330
4537 14442 25453 33810 47138 57624 66667 77962
4965 14775 25743 34185 47393 57772 67406 78370
5174 15339 26426 34887 49466 58348 67515 78942
5391 15874 26540 35068 49836 58625 67717 79193
5613 16296 26570 35133 50182 58965 67913 79322
5868 16474 26799 35536 50308 58995 67974 79509
6492 17064 27013 35792 50375 59196 68265 79607
6526 17526 27270 35916 50741 59441 69194
6836 17561 27412 36076 51355 59504 69202
7003 17807 27541 36924 51615 60058 69372
7697 18098 27730 37259 52333 60354 69513
7737 18462 27821 37271 52504 60690 69583
8210 18667 28127 37998 52586 60916 69659
Næsti útdráttur fer fram 24. feb. 2000
Heimasíða á Intemcti: www.das.is