Morgunblaðið - 18.02.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.02.2000, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Rannsóknarráð Islands fjárfestir í 225 rannsóknaverkefnum Morgunblaðið/Þorkell Tilkynnt var um ráðstöfun Rannsóknarráðs íslands í gær á um 288 milljónum í 225 rannsóknaverkefni. Uthlutað var 288 milljón- um í ar UMSÓKNIR í TÆKNISJÓÐ Verkefni/ rannsóknasvið Fjöldi um- Fjöldi styrkja Sótt um til RANNÍS, Veitt 2000, millj. kr. Meðal- styrkur, millj. kr. I Framhaldsverkefni sókna millj. kr. Iðnaður og efnistækni 8 6 26,0 12,8 2,13 Upplýsingatækni 2 1 5,8 3,0 3,00 Lífefni og auðlindir 19 16 71,6 36,7 2,29 SAMTALS 29 23 103.3 52,5 2,28 1 Ný verkefni ' I Iðnaður og efnistækni 37 13 115,7 28,5 2,19 Upplýsingatækni 17 7 70,6 17,5 2,50 Lífefni og auðlindir 50 20 187,3 36,8 1,84 SAMTALS 104 40 373,6 82,8 2,07 UMSÓKNIR í VÍSINDASJÓÐ Verkefni/ rannsóknasvið Fjöldi um- Fjöldi styrkja Sótt um til RANNÍS, Veitt 2000, Meðal- styrkur, 1 Framhaldsverkefni | sókna millj. kr. millj. kr. millj. kr. Hugvísindi 20 19 28,7 15,8 0,78 Félagsvísindi Heilbrigðis- og lífvísind 11 33 10 33 32.1 80.2 11,0 31,4 1,10 0,95 I Náttúruvís. og umhverfisr. 27 27 47,9 29,0 1,07 SAMTALS 91 89 188,9 86,2 0,97 1 Ný verkefni l I Hugvísindi 54 19 108,5 17,8 0,94 Félagsvísindi 35 15 62,7 10,5 0,70 Heilbrigðis- og lífvísindi 52 21 138,4 18,9 0,90 1 Náttúruvís. og umhverfisr. 51 18 118,7 19,3 1,07 SAMTALS 192 73 428,4 66,5 0,91 ÚTHLUTUN úr Tæknisjóði og Vísindasjóði Rannsóknarráðs ís- lands var tilkynnt í gær en alls bár- ust 416 styrkumsóknir. Sótt var um einn milljarð króna til verkefna en samþykkt var að fjárfesta í 225 verkefnum og ráðstafa til þeirra 288 milljónum króna. Þorsteinn I. Sigfússon, formaður Rannsóknarráðs, sagði er úthlutun- in var kynnt að ráðið hefði aðgang að stóru neti sérfræðinga til að meta umsóknir um framlög til verk- efna. Alls uppfylltu 385 umsóknir kröfur sjóðanna um styrkhæfni og sagði Þorsteinn hafa verið sótt um vegna umfangsmikilla og metnaðar- fullra verkefna. Ákveðið var að fjár- festa í 225 verkefnum og var valinn sá kostur í Tæknisjóði að styrkja verkefni með upphæðum sem gætu komið þeim vel áleiðis. Meðalstyrk- ur var þar 2,1 milljón króna en í Vísindasjóði var reynt að styrkja fleiri verkefni en færri. Meðalstyrk- upphæð þar var 940 þúsund krónur. Vilhjálmur Lúðvíksson, fram- kvæmdastjóri Rannsóknarráðs, sagði að sífellt meira fjármagni væri ráðstafað til rannsókna og þróunar hérlendis. Hlutfall styrkja Rannsóknarráðs hefði árið 1986 verið um 8% af heildarfjármagni í rannsóknum en væri nú komið nið- ur í 3%. Mörgum fullgiidum umsóknum hafnað Formenn úthlutunarnefnda sjóð- anna, Jóhannes Torfason og Guð- mundur Sigvaldason, sögðu báðir slæmt að geta ekki veitt meira en tæplega 300 milljónir til verkefna, hafnað væri mjög mörgum umsókn- um sem hefðu verið metnar fullgild- ar. Sögðu þeir að fjárfesting í rann- sóknum væri arðbær og umsóknirnar bæru glöggt vitni um hugmyndaauðgi. Guðmundur lýsti reiði sinni í garð stjórnvalda fyrir að ráðstafa ekki meira fé til rann- sókna til að nýta mætti betur þá krafta og fjármuni sem lagðir hafa verið í menntun fólks. Það hefði góðar hugmyndir sem leiddu einatt til þekkingarauka og nýrra atvinnu- tækifæra og þjóðfélagið nyti allt hagnaðar af því. A fundinum kynntu fjórir styrk- þegar verkefni sín. Hildur Hrólfs- dóttir, verkfræðingur hjá Iðntækn- istofnun, sagði frá vistferlisgrein- ingu á þorskflökum en með henni er átt við aðferð sem metur umhverf- isáhrif, t.d. í matvælaframleiðslu, allt frá öflun hráefnis til neyslu. Vinnur hún verkefnið með Helgu R. Eyjólfsdóttur hjá Rannsóknastofn- un fiskiðnaðarins. Sigmar Guðbjörnsson, frá Stjörnu-Odda hf., kynnti hugmynd um staðsetningarkerfi fyrir sjávar- dýr. Sagði hann miklar vonir bundnar við slíkt kerfi í fiskirann- sóknum, þar sem staðsetja mætti fiska og fylgjast með ferðum þeirra. Fornleifar og ónæmisgen Steinunn Kristjánsdóttir forn- leifafræðingur kynnti verkefni um uppruna kristni á Islandi sem felur í sér fornleifafræðilega rannsókn á heiðnum og kristnum minjum frá fyrstu öldum íslandsbyggðar. Er markmið hennar að kanna upphaf og þróun kristninnar hérlendis. Verður byggt á úrvinnslu gagna frá fornleifarannsóknum verkefnisins „Mörk heiðni og kristni“ og skoðað- ar verða niðurstöður eldri fornleifa- kannana sem fjalla um heiðni og kristni. Steinunn segir að niður- stöður verkefnisins ættu að geta nýst á mörgum sviðum hugvísinda. Karl G. Kristinsson, dósent og yf- irlæknir sýklafræðideildar Land- spítala, gerði grein fyrir þróun og útbreiðslu ónæmisgena í íslenskum pneumókokkum, sem hann vinnur ásamt Sigurði E. Vilhelmssyni líf- fræðingi. Karl segir hlutfall sýkla- lyfjaónæmis í heiminum háð því hversu mikið sé notað af sýklalyfj- um og að aðeins á Islandi hafi tekist að draga úr því með minni notkun sýklalyfja. Markmið verkefnisins er að fylgjast með þróun og útbreiðslu ónæmisgena pneumókokka og eiga niðurstöður að gefa frekari innsýn í samspil sýklalyfjanotkunar og ónæmis pneumókokka sem nýtast í baráttunni við sýklalyfjaónæmi. Hækkun bréfa Opinna kerfa Gengi bréfa fór yfir 200 GENGI hlutabréfa Opinna kerfa hf. fór hæst í gær í 206, og er það í fyrsta sinn sem gengi bréfa á Verð- bréfaþingi fer upp fyrir 200, sam- kvæmt upplýsingum frá VÞI. Næst- mest viðskipti með bréf einstaks félags á þinginu í gær, urðu með bréf Opinna kerfa. Alls urðu þau 35 tals- ins, fyrir tæpar 59 milljónir króna. Hækkunin í lok dags nam 2,6%. Tvö verðbréfafyrirtæki veltu fyrir sér í morgunfréttum sínum í gær, ástæðu hækkana á gengi bréfa Op- inna kerfa að undanförnu. I morgunpunktum Kaupþings sagði að Stöð 2 hefði birt frétt í lok janúar þess efnis að FBA, Opin kerfi og Landssíminn hefðu keypt erlent fjarskiptafyrirtæki. 31. janúar hafi síðan fréttin verið dregin til baka. „Athygli vekur hins vegar hin mikla hækkun á gengi bréfa Opinna kerfa áður en fréttin birtist. Að sama skapi má velta fyrir sér hinum.miklu hækkunum undanfarna daga,“ sagði í morgunpunktum. Fram kom í markaðsyfirliti við- skiptastofu Landsbankans að í nokkurn tíma hefði orðrómur verið á kreiki þess efnis að félögin þrjú væru að kaupa fjarskiptafyrirtæki. Opin kerfi hefðu sent frá sér frétta- tilkynningu sem dregið hefði nokkuð úr þeim orðrómi. Arðurinn ofmetinn Heiðar Már Guðjónsson, hjá Is- landsbanka F&M, segir að ef fjár- festing félagsins í fjarskiptafyrir- tækinu sé drifkraftur hækkana á verði bréfanna, séu menn að ofmeta þann arð sem hljótast muni af fjár- festingunni. „Hvergi hefur komið fram hversu hátt kaupverðið á hlutnum í fjarskiptafyrirtækinu er. Eins og ég horfi á þessi kaup, þá er ekki þarna á ferðinni ýkja stór fjár- festing hjá Opnum kerfum, því hlut- ur þess í fyrirtækinu er 4%.“ Heiðar segh- erfitt að skilja ástæðu hækkunarinnar öðruvísi en að kaupin í fyrirtækinu hefðu haft áhrif, en benti samt á að skýringuna gæti einnig verið að finna í því að Öpin kerfi ættu hlut í Tæknivali og Skýrr. Bréf í þeim félögum hefðu hækkað mikið að undanförnu. Hann sagði að út frá arðsemi og rekstrarhorfum þætti sér verð bréfa í Opnum kerfum vera fullhátt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.