Morgunblaðið - 18.02.2000, Síða 14

Morgunblaðið - 18.02.2000, Síða 14
14 FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Rannsóknarráð Islands fjárfestir í 225 rannsóknaverkefnum Morgunblaðið/Þorkell Tilkynnt var um ráðstöfun Rannsóknarráðs íslands í gær á um 288 milljónum í 225 rannsóknaverkefni. Uthlutað var 288 milljón- um í ar UMSÓKNIR í TÆKNISJÓÐ Verkefni/ rannsóknasvið Fjöldi um- Fjöldi styrkja Sótt um til RANNÍS, Veitt 2000, millj. kr. Meðal- styrkur, millj. kr. I Framhaldsverkefni sókna millj. kr. Iðnaður og efnistækni 8 6 26,0 12,8 2,13 Upplýsingatækni 2 1 5,8 3,0 3,00 Lífefni og auðlindir 19 16 71,6 36,7 2,29 SAMTALS 29 23 103.3 52,5 2,28 1 Ný verkefni ' I Iðnaður og efnistækni 37 13 115,7 28,5 2,19 Upplýsingatækni 17 7 70,6 17,5 2,50 Lífefni og auðlindir 50 20 187,3 36,8 1,84 SAMTALS 104 40 373,6 82,8 2,07 UMSÓKNIR í VÍSINDASJÓÐ Verkefni/ rannsóknasvið Fjöldi um- Fjöldi styrkja Sótt um til RANNÍS, Veitt 2000, Meðal- styrkur, 1 Framhaldsverkefni | sókna millj. kr. millj. kr. millj. kr. Hugvísindi 20 19 28,7 15,8 0,78 Félagsvísindi Heilbrigðis- og lífvísind 11 33 10 33 32.1 80.2 11,0 31,4 1,10 0,95 I Náttúruvís. og umhverfisr. 27 27 47,9 29,0 1,07 SAMTALS 91 89 188,9 86,2 0,97 1 Ný verkefni l I Hugvísindi 54 19 108,5 17,8 0,94 Félagsvísindi 35 15 62,7 10,5 0,70 Heilbrigðis- og lífvísindi 52 21 138,4 18,9 0,90 1 Náttúruvís. og umhverfisr. 51 18 118,7 19,3 1,07 SAMTALS 192 73 428,4 66,5 0,91 ÚTHLUTUN úr Tæknisjóði og Vísindasjóði Rannsóknarráðs ís- lands var tilkynnt í gær en alls bár- ust 416 styrkumsóknir. Sótt var um einn milljarð króna til verkefna en samþykkt var að fjárfesta í 225 verkefnum og ráðstafa til þeirra 288 milljónum króna. Þorsteinn I. Sigfússon, formaður Rannsóknarráðs, sagði er úthlutun- in var kynnt að ráðið hefði aðgang að stóru neti sérfræðinga til að meta umsóknir um framlög til verk- efna. Alls uppfylltu 385 umsóknir kröfur sjóðanna um styrkhæfni og sagði Þorsteinn hafa verið sótt um vegna umfangsmikilla og metnaðar- fullra verkefna. Ákveðið var að fjár- festa í 225 verkefnum og var valinn sá kostur í Tæknisjóði að styrkja verkefni með upphæðum sem gætu komið þeim vel áleiðis. Meðalstyrk- ur var þar 2,1 milljón króna en í Vísindasjóði var reynt að styrkja fleiri verkefni en færri. Meðalstyrk- upphæð þar var 940 þúsund krónur. Vilhjálmur Lúðvíksson, fram- kvæmdastjóri Rannsóknarráðs, sagði að sífellt meira fjármagni væri ráðstafað til rannsókna og þróunar hérlendis. Hlutfall styrkja Rannsóknarráðs hefði árið 1986 verið um 8% af heildarfjármagni í rannsóknum en væri nú komið nið- ur í 3%. Mörgum fullgiidum umsóknum hafnað Formenn úthlutunarnefnda sjóð- anna, Jóhannes Torfason og Guð- mundur Sigvaldason, sögðu báðir slæmt að geta ekki veitt meira en tæplega 300 milljónir til verkefna, hafnað væri mjög mörgum umsókn- um sem hefðu verið metnar fullgild- ar. Sögðu þeir að fjárfesting í rann- sóknum væri arðbær og umsóknirnar bæru glöggt vitni um hugmyndaauðgi. Guðmundur lýsti reiði sinni í garð stjórnvalda fyrir að ráðstafa ekki meira fé til rann- sókna til að nýta mætti betur þá krafta og fjármuni sem lagðir hafa verið í menntun fólks. Það hefði góðar hugmyndir sem leiddu einatt til þekkingarauka og nýrra atvinnu- tækifæra og þjóðfélagið nyti allt hagnaðar af því. A fundinum kynntu fjórir styrk- þegar verkefni sín. Hildur Hrólfs- dóttir, verkfræðingur hjá Iðntækn- istofnun, sagði frá vistferlisgrein- ingu á þorskflökum en með henni er átt við aðferð sem metur umhverf- isáhrif, t.d. í matvælaframleiðslu, allt frá öflun hráefnis til neyslu. Vinnur hún verkefnið með Helgu R. Eyjólfsdóttur hjá Rannsóknastofn- un fiskiðnaðarins. Sigmar Guðbjörnsson, frá Stjörnu-Odda hf., kynnti hugmynd um staðsetningarkerfi fyrir sjávar- dýr. Sagði hann miklar vonir bundnar við slíkt kerfi í fiskirann- sóknum, þar sem staðsetja mætti fiska og fylgjast með ferðum þeirra. Fornleifar og ónæmisgen Steinunn Kristjánsdóttir forn- leifafræðingur kynnti verkefni um uppruna kristni á Islandi sem felur í sér fornleifafræðilega rannsókn á heiðnum og kristnum minjum frá fyrstu öldum íslandsbyggðar. Er markmið hennar að kanna upphaf og þróun kristninnar hérlendis. Verður byggt á úrvinnslu gagna frá fornleifarannsóknum verkefnisins „Mörk heiðni og kristni“ og skoðað- ar verða niðurstöður eldri fornleifa- kannana sem fjalla um heiðni og kristni. Steinunn segir að niður- stöður verkefnisins ættu að geta nýst á mörgum sviðum hugvísinda. Karl G. Kristinsson, dósent og yf- irlæknir sýklafræðideildar Land- spítala, gerði grein fyrir þróun og útbreiðslu ónæmisgena í íslenskum pneumókokkum, sem hann vinnur ásamt Sigurði E. Vilhelmssyni líf- fræðingi. Karl segir hlutfall sýkla- lyfjaónæmis í heiminum háð því hversu mikið sé notað af sýklalyfj- um og að aðeins á Islandi hafi tekist að draga úr því með minni notkun sýklalyfja. Markmið verkefnisins er að fylgjast með þróun og útbreiðslu ónæmisgena pneumókokka og eiga niðurstöður að gefa frekari innsýn í samspil sýklalyfjanotkunar og ónæmis pneumókokka sem nýtast í baráttunni við sýklalyfjaónæmi. Hækkun bréfa Opinna kerfa Gengi bréfa fór yfir 200 GENGI hlutabréfa Opinna kerfa hf. fór hæst í gær í 206, og er það í fyrsta sinn sem gengi bréfa á Verð- bréfaþingi fer upp fyrir 200, sam- kvæmt upplýsingum frá VÞI. Næst- mest viðskipti með bréf einstaks félags á þinginu í gær, urðu með bréf Opinna kerfa. Alls urðu þau 35 tals- ins, fyrir tæpar 59 milljónir króna. Hækkunin í lok dags nam 2,6%. Tvö verðbréfafyrirtæki veltu fyrir sér í morgunfréttum sínum í gær, ástæðu hækkana á gengi bréfa Op- inna kerfa að undanförnu. I morgunpunktum Kaupþings sagði að Stöð 2 hefði birt frétt í lok janúar þess efnis að FBA, Opin kerfi og Landssíminn hefðu keypt erlent fjarskiptafyrirtæki. 31. janúar hafi síðan fréttin verið dregin til baka. „Athygli vekur hins vegar hin mikla hækkun á gengi bréfa Opinna kerfa áður en fréttin birtist. Að sama skapi má velta fyrir sér hinum.miklu hækkunum undanfarna daga,“ sagði í morgunpunktum. Fram kom í markaðsyfirliti við- skiptastofu Landsbankans að í nokkurn tíma hefði orðrómur verið á kreiki þess efnis að félögin þrjú væru að kaupa fjarskiptafyrirtæki. Opin kerfi hefðu sent frá sér frétta- tilkynningu sem dregið hefði nokkuð úr þeim orðrómi. Arðurinn ofmetinn Heiðar Már Guðjónsson, hjá Is- landsbanka F&M, segir að ef fjár- festing félagsins í fjarskiptafyrir- tækinu sé drifkraftur hækkana á verði bréfanna, séu menn að ofmeta þann arð sem hljótast muni af fjár- festingunni. „Hvergi hefur komið fram hversu hátt kaupverðið á hlutnum í fjarskiptafyrirtækinu er. Eins og ég horfi á þessi kaup, þá er ekki þarna á ferðinni ýkja stór fjár- festing hjá Opnum kerfum, því hlut- ur þess í fyrirtækinu er 4%.“ Heiðar segh- erfitt að skilja ástæðu hækkunarinnar öðruvísi en að kaupin í fyrirtækinu hefðu haft áhrif, en benti samt á að skýringuna gæti einnig verið að finna í því að Öpin kerfi ættu hlut í Tæknivali og Skýrr. Bréf í þeim félögum hefðu hækkað mikið að undanförnu. Hann sagði að út frá arðsemi og rekstrarhorfum þætti sér verð bréfa í Opnum kerfum vera fullhátt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.