Morgunblaðið - 18.02.2000, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 18.02.2000, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2000 J MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Hólmfríður Þu- ríður Guðmun- dsdóttir fæddist á Raufarhöfn 19. apríl 1936. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 12. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Guð- mundur Halldór Jó- hannesson, f. 16.10. * 1903, d. 7.7. 1980, og Sigríður Magnús- dóttir, f. 3.3. 1915, d. 11.11. 1979. Systkini Hólmfríðar eru Jó- hannes Kr. Guðmun- dsson, f. 13.10. 1934, maki Guð- laug Guðlaugsdóttir, Árni H. Ámason, f. 10.10. 1943, maki Hlín Pálsdóttir Wium; Ingigerður R. Ámadóttir, f. 21.7. 1947, maki Ámi Sigurðsson; Magnea R. Ámadóttir, f. 21.6. 1957, maki Pétur Þorgrímsson. Böm Hólmfríðar em: Sigrún Guðmundsdóttir, f. 28.4. 1953, d. ** Elsku mamma mín. Nú ertu farin, laus við allar þrautir. Nú getur þú hlaupið um og dansað eins og þú hafðir svo gaman af að gera. Alltaf hélt ég nú að þú yrðir 100 ára eins og langamma. Þitt lífshlaup var nú oft á tíðum afar erfitt, en þú hafðir þó krafta og þol til að koma okkur öllum til manns. Það var með ólíkindum hvað þú varst dugleg. Margt fleira gæti ég nú skrifað um en það og allar góðu og yndislegu 1959; Sigríður Ragn- heiður Guðmun- dsdóttir, f. 21.11. 1955, sambýlismað- ur Guðmundur Emil Hjaltason; Antonia Escobar Bueno, f. 25.7. 1967, börn hennar eru Iris Fríða, f. 22.6. 1986, og Aron Logi, f. 20.4. 1992; Haukur Hauksson, f. 10.4. 1970, sambýliskona Sigurrós Friðbjarn- ardóttir, börn þeirra eru Alexander, f. 9.9. 1997, og Tinna, f. 2.5. 1999; Gunnar Öm Gunnarsson, f. 18.2. 1972, sambýliskona Steinunn Ósk Arnarsdóttir; Inga Lind Gunnars- dóttir, f. 14.10. 1973, bara hennar er Andri Már, f. 14.3. 1990. Sam- býlismaður Arnar Helgason. Útför Hólmfríðar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. stundirnar geymi ég í hjarta mínu. Hafðu þökk fyrir allt og ég veit að það var tekið á móti þér opnum örm- um hjá góðum guði sem geymir þig. Margt er það, og margt er það, sem minningamar vekur, ogþæremþaðeina, sem enginn frá mér tekur. (Davíð Stef.) Sigríður Ragnheiður. Elsku besta mamma mín, þessi kveðjuorð eru mér svo erfið. Það er svo margt sem ég vildi hafa sagt en ég er svo tóm, en ég veit að nú líður þér vel og ég á svo óteljandi margar góðar minningar um þig sem ég varðveiti í hjarta mínu alltaf. Veikindi þín voru erfið en þú varst svo sterk, þessi ótrúlegi styrkleiki, sem einkenndi þig, lifir í mér og hann mun ég varðveita, alveg eins og orðin þín: „Það á að gera hlutina vel eða bara að sleppa þeim.“ Takk fyrir allt, elsku mamma mín. Hvíl í friði. Þín dóttir Inga Lind. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mínverivörnínótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Elsku mamma mín, nú ertu farin, aldrei mun ég gleyma þér. Þú lifir alltaf í hjarta mínu. Hvíl í friði. Þinn sonur Haukur. Elsku mamma. Ég á í erfiðleikum með að finna réttu orðin sem segja hvaða hug ég ber til þín. Ég bjóst aldrei við að þurfa að kveðja þig þennan laugardag, laugardag sem byrjaði eins og hver annar dagur en endaði hörmulega á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Æðri máttarvöld hafa haft annað í huga með þig. Ég vil trúa því að þér líði betur núna og með tímanum sætti ég mig við þitt skyndilega fráfall. Elsku mamma, þakka þér fyrir alla aðstoðina sem þú veittir mér, þá sérstaklega með börnin mín írisi Fríðu og Aron Loga. Ég man að þegar ég var að þakka þér fyrir pössun sagðir þú: „Það er nú létt í vasa,“ og auðvitað hlógum við að þessu. Elsku hjartans mamma mín og amma. Hvíl í friði. Antonia, íris Fríða og Aron Logi. Elsku systir, komið er að kveðju- stund. Þú fæddist við hið ysta haf þar sem sólin aldrei gengur undir á sumrum, en kolsvart myrkrið grúfir yfir allan sólarhringinn á vetrum. Þar varð að búa þrautseigt fólk og þú fékkst þrautseigjuna í arf. Þótt lífið væri ekki alltaf dans á rósum léstu aldrei bugast, enda voru sólsk- insstundimar miklu fleiri en myrk- ursins. Saga þín var hljóðlát, yfirlætis- laus og fögur mynd um lífshamingju sótta beint að eigin barmi. Sorgin situr í hjartanu en minningarnar lifa og ylja okkur um hjartarætur. Élsku Fríða, við þökkum fyrir að hafa fengið að ganga með þér á þessari jörð og kveðjum þig í þeirri vissu að lífið hér er ekki nema hluti tilverunnar og við eigum eftir að hittast aftur. Börnum þínum, barnabörnum og þeirra fjölskyldum vottum við okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að styrkja þau á þessum erfiðu tíma- mótum. Jóbannes (Nenni) og Guðlaug. Systir mín, ÞÓRUNN HALLBERG, fædd THEÓDÓRSDÓTTIR, er látin. Hún verður jarðsett miðvikudaginn 23. febrúar kl. 13.00 frá Norre Kapellet, Trelleborg, Svíþjóð. Fyrir hönd aðstandenda, Kristín Theódórsdóttir, Kirkjuvegi 1, Keflavík. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ást- kærrar eiginkonu, móður, dóttur, tengdadóttur, systur og mágkonu, ÖNNU MARGRÉTAR PÉTURSDÓTTUR, Einihlíð 12, Hafnarfirði. Páll Kristjánsson, Kristján Pálsson, Fjóla Gunnarsdóttir, Pétur Valdimarsson, Ása Heigadóttir. systkini, tengdasystkini og fjölskyldur þeirra. HOLMFRIÐUR , ÞURÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR + Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÞÓRU HANNESDÓTTUR, Vallargerði 40, Kópavogi. Sérstakar þakkir til líknarfélagsins Karitas og starfsfólks deildar A7 á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Guðjón Aðalsteinn Guðmundsson, Guðmundur Guðjónsson, Tove Bech, Gísli Guðjónsson, Julia Guðjónsson, Þóra Margrét Guðmundsdóttir, Guðjón Aðalsteinn Guðmundsson. Svo leggur þú á höfin blá og breið á burt fá mér og óskalöndum þínum, og stjama hver, sem lýsir þína leið, er lítill gneisti, er hrökk af strengjum mínum. Þú skilur eftir minningar hjá mér um marga gleðistund frá liðnum árum, og alltaf mun ég fagna og þjást með þér og þú skalt vera mín - í söng og tárum. (Davíð Stefánsson.) Þínar systur. Ó, elsku amma, ég fékk þær frétt- ir seinasta laugardagskvöld að eitt- hvað alvarlegt hefði gerst, að amma mín væri dáin, að Hólmfríður amma væri dáin. Sjokk. Ég fékk sjokk, ég vissi ekki hvernig ég ætti að bregð- ast við en ég gerði eins og flestir, ég fór að gráta, ég grét eins og lítið barn. Ég trúði þessu ekki þá og trúi þessu ekki enn. Að amma Éríða væri farin, það er nær óhugsandi að vita að þú sért ekki hérna hjá mér. Það var sagt við mig að þú lifðir ávallt í hjarta mínu, það er satt en þar get ég ekki snert þig, talað við þig og beðið um ráð. Ég hafði hræðst þetta í langan tíma að þú myndir fara og ég gæti ekki kvatt þig og sagt þér hversu heitt ég elska þig og hvað ég vildi að ég hefði sinnt þér betur, en það má góður Guð vita, að ég átti ekki von á þessu strax, svona fljótt. Þegar svona lagað gerist þá fljúga minningarnar um hugann og allar minningarnar um þig flugu 1 gegn hjá mér, allar stundirnar sem við eyddum saman. Þú varst alltaf tilbúin að gera allt fyrir mig og gerðir allt til að láta mér líða sem best. Eiginlega var ég ofdekruð hjá þér, þér fannst svo gaman að troða í mig mat því ég tók endalaust við honum. Núna loksins skil ég afhverju ég er svona þybbin! Þú sagðir alltaf að ég væri „spes“ enda var ég þitt fyrsta bamabarn og plús það heiti ég í höfuðið á þér, það fannst þér nógu góð ástæða til að dekra mig. Núna á seinni ámnum varstu allt- af að gefa mér pening til að kaupa nammi eða föt, þú varst alltaf að hugsa um heilsuna mína og það hvort mér liði ekki vel. T.d. varstu fljót að gefa mér pening til að kaupa önnur föt en þessar „kúkabuxur” eins og þú vildir kalla það. Fyrir fjómm ámm veiktistu mjög mikið, sem varð til þess að þú lamað- ist algerlega hægra megin og í fyrstu gastu ekki talað en þér fór fram smátt og smátt, skriftin batn- aði stöðugt með vinstri hendinni og gangurinn var orðinn mjög góður undir það síðasta. Þú tókst framförum og varst svo stolt að sýna okkur árangurinn. En samt sem áður lamaðist hluti af hjartanu þínu með og það var eini líkamshlutinn sem aldrei læknaðist, því miður. Þú lést okkur barnabörnin aldrei vita en af andlitinu að dæma varstu ekki ánægð með þá braut sem Guð hafði ætlað þér í lífinu. Eins og ein- hver sagði lifðir þú fyrir okkur barnabörnin og samt vomm við svo léleg að sýna þér hvað okkur þætti vænt um þig. Laugardaginn 5. febrúar kom ég til þín og gisti hjá þér, við vomm þvílíkt fegnar að Sigga ætlaði að losa okkur við Aron Loga og það að við yrðum bara tvær ásamt fjölvar- pinu! Þú spurðir mig út í allt, skól- ann, ferminguna, hvernig ég hefði það og svo framvegis. Við töluðum í smástund saman en fóram svo að horfa á sjónvarpið. Þar sem það eru nærri 50 ár á milli okk- ar vorum við að vonum að rífast um fjarstýringuna og hvað við ættum að horfa á. Ég gafst á endanum upp fyrir frekjunni í þér og horfði á leið- inlegar myndir það sem eftir var af kvöldinu, reyndar með þér. Um nóttina svaf ég á sófanum vegna þess að það var ekki h'ft vegna hrotnanna í þér. Þú hafðir miklar áhyggjur af mér og vildir allt gera til að mér liði sem best, þú varst óvenju hugulsöm við mig og vildir að ég fengi bara það besta. Daginn eftir töluðum við meira saman um ferminguna mina og þú talaðir um það að þú yrðir að kaupa þér einhver föt. Hvað um dragt? spurðirðu mig, og við töluðum sam- an heillengi þangað til Sigga fór með okkur í bfltúr til Ingu Lindar. Þegar þangað kom reyndi amma að gera sitt besta til að reyna að ráða fram úr vandamálum allra og gaf ráð af miklum heilhug þótt lítil glæta væri íþeim! Við komum heim og ég fór heim til mömmu, þaðan fór ég til þín aft- ur. Eftir að hafa verið hjá þér í smá- stund kvöddumst við, ég kyssti þig og knúsaði og sagði bless, ég sé þig ekkert aftur - fyrr en eftir hálfan mánuð. Láttu þér líða vel þangað til - og það seinasta sem ég sá var löpp- in þín í hvíta inniskónum dinglandi til og frá. Þetta var það síðasta sem ég sáafþér. Það er sagt að þér líði betur þar sem þú ert núna og að sál þín hafi loksins fengið frið og hvfli nú í friði. Ef til vill trúi ég því með tímanum en núna kemst ekkert að nema söknuður og sorg - ætli það sé sjálf- selska? Vildiru fara? Hvernig leið þér? Saknarðu mín? Vonandi líturðu eftir mér og hjálpar mér á þessari erfiðu lífsbraut, kennir mér að velja og hafna. Ég vil enda þetta á ljóði eftir Tómas Guðmundsson og mínar inni- legustu samúðarkveðjur til barna hennar, sem ég veit að hún elskaði og dáði. Ó, dauði, taktu vel þeim vini mínum, sem vitjað hefur þreyttur á þinn fund. Oft bar hann þrá til þín í huga sínum og þú gafst honum traust á banastund. Nú leggur hann það allt, sem var hans auður, sitt æviböl, sitt hjarta að fótum þér. Er slíkt ei nóg? Sá einn er ekki snauður, sem einskis hér á jörðu væntir sér. Þá hefnir sín að hafa margs að sakna. En hinn, sem aldrei líf sitt jörðu batt, fær sofnað rótt án óskar um að vakna, fær óttalaust án fyrirvara kvatt. Hann á hér engu framar til að tjalda og trúir ekki á neitt, sem glatast má, og þarf því ekki á heiminum að halda, en heilsar glaður því, sem koma á. Ei spyr ég neins, hver urðu ykkar kynni, er önd hans, dauði, viðjar sínar braut, og þú veizt einn, hvað sál hans hinzta sinni þann sigur dýru verði gjalda hlaut. En bregztu þá ei þeim, er göngumóður og þjáðri sál til fundar við þig býst. Ó, dauði, vertu vini mínum góður og vek hann ekki framar en þér lízt. Elsku amma, nú er þín erfiða ævi að enda komin og ekki veit ég hvort ég eigi að verða glöð og gleðjast með þér eða verða sár og reið út í allt. Ég sakna þín og elska þig meir en orð fá lýst, þú munt ávallt lifa inni í mér. Hvfl í friði. Þín dótturdóttir, íris Fríða. Elsku Fríða, mig setti hljóða þeg- ar ég heyrði andlátsfrétt þína, því í mínum huga var það óhugsandi möguleiki að Fríða frænka myndi einhvern tímann deyja. En þegar ég hugsa um það nú veit ég að þú munt aldrei deyja. Ekki í huga okkar sem þekktum þig dáðum þig, virtum þig og elskuðum. Minning þín mun lifa um aldur og ævi. Börnin þín, sem ég veit að vom þinn fjársjóður, munu segja börnun- um sínum og barnabörnum frá þess- ari ótrúlegu konu. Konu sem barðist í gegnum hverja þrautina á fætur annarri hvað sem á dundi. Hvorki fötlun þín né annað mótlæti stöðvaði lífsgleði þína. Hvar sem þú varst geisluðu augu þín og dillandi hlátur þinn gat komið hverjum manni til að hlæja. Fyrsta minning mín um þig er þegar við Sigga Ragga voram litlar að leika okkur niðri í Brunnvör, þar sem þið bjugguð, og þú baðst okkur að greiða þér. Við Sigga nutum þess alltaf að geiða þykka síða hárið þitt á meðan þú sagðir okkur einhverjar skemmtilegar sögur sem við hlógum okkur máttlausar að. Þannig var það líka þegar ég hitti þig á frænkuk- völdinu forðum, þegar við fóram út að borða saman og síðan í Naust- kjallarann. Byijaðir þú ekki að hlæja að einhverju og við hinar vor- um farnar að veltast um af hlátri án þess að vita að hverju við vorum að hlæja. Bara fallega brosið þitt og dillandi hlátur veitti okkur þá ómet- anlegu gleði sem enginn þakka kann að fullu. Kæra Fríða frænka, það era for- réttindi að hafa kynnst konu eins og þér. Ég kveð þig með trega og bið góðan Guð að geyma þig. Einnig votta ég börnum þínum og barna- börnum, systkinum þínum og öðrum ástvinum mína dýpstu samúð og bið Guð að styrkja þau í sorginni. Þín frænka, Særún.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.