Morgunblaðið - 18.02.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.02.2000, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Bæjarbókavörður í Kópavogi Samanburður á tekjum og rekstrargjöldum sveitarfélaga Vill útibú í Smáranum Kópavogur HEIMSÓKNIR í Bókasafn Kópavogs eru um 140.000 á hverju ári. Það jafngildir því að hver Kópavogsbúi komi að meðaltali 6 sinnum í bóka- safnið árlega. Ekki er hins vegar að heyra á Hrafni Harðarsyni, bæjarbókaverði, að Kópavogsbúar séu sérstak- ir bókaormar. Fólk sé einfald- lega forvitið og nógu vel gefið til að átta sig á gildi bókarinn- ar. Hann á sér draum um að opna útibú í þjónustumiðstöð í Smáranum. „Við verðum auðvitað að gera okkur grein fyrir því að ákveðinn hópur sækir safnið stíft og hækkar aðsóknartöl- ur. Aðrir koma sjaldnar eða aldrei. Engu að síður er fjöldi heimsókna orðinn gríðarlegur yfir árið. Þróunin er svipuð í öðrum söfnum og jafnvel enn meiri en hér í Hafnarfirði. Bókin hefur haldið velli í harðri samkeppni við aðra miðla. Sjónvarpið átti að hafa þau áhrif að bóklestur dræg- ist saman. Hið sama átti að gerast með myndböndunum og vefnum. Spámar hafa ekki ræst eins og sést á aðsóknar- tölunum. Ein skýringin á því er að nýju miðlamir vísa á bókina. Almenningur vill lesa sér betur til um upplýsingar í sjónvarpi, í útvarpi, á mynd- bandi eða vefnum. Við megum aldrei gleyma því að fólk er að jafnaði forvitið og vel gefið - vill skyggnast undir yfirborð- ið eftir dýpri merkingu. Önn- ur staðreynd er að við sækj- um ekki skáldsögur af vefnum til að lesa á skjánum eða prenta út. Algengara er að vafrari rekist á umsögn um áhugaverða bók á vefnum og fái bókina lánaða á bókasafn- inu. Bókina er hægt að lesa í góðu tómi, taka með sér upp í rúm o.s.frv." Eins og íþrótt Hrafn segir að því miður hafi hrakspár um að almenn- ingur myndi leita upplýsinga annars staðar en í bókum valdið því að ekki hafi verið farið út í dýrar framkvæmdir við byggingu stórra bókhlaða á Islandi fyrir um áratug. „Spámönnunum sást yfir að fólk myndi alltaf velja bókina sér til ánægju og dægradval- ar,“ segir Hrafn og segist halda því fram að lestur geti verið eins konar íþrótt. „Að lesa bækur byggist á ákveð- inni leikni. Besta leiðin til að ná betri árangri er að æfa al- veg eins og í íþróttum. Kort- hafar í safninu eru 7.000 til 8.000. Sá fjöldi gæti myndað stærsta íþróttafélag í bænum með langalmennastri þátt- töku. íþróttafélagið gæti farið fram á styrk frá lottóinu og getraunum og fengið úthlutað fjármunum til að byggja íþróttaleikvang samkvæmt sérstökum stöðlum frá FIFA. Ef farið væri eftir stöðlum um bókasöfn miðað við notkun ætti Bókasafn Kópavogs að hafa yfir að ráða 2.600 fm. Núna erum við aðeins með 870 fm. Fyrstu áætlanir gerðu því miður aðeins ráð fyrir að við fengjum um 1.000 fm í framtíðarmenningarmiðstöð bæjarins. Nú er verið að at- huga hvort hægt verður að rýmka húsnæðið. Ekki er heldur óeðlilegt að huga að því að koma upp útibúi í vax- andi íbúðarbyggð í „suður- bænum“. Ekki síst til að hægt Morgunblaðið/Þorkell Hrafn Harðarson, bæjar- bókavörður í Kópavogi. sé að gera börnin snemma að fíklum. Annar gamall draum- ur minn er að fá útibú í stóru þjónustumiðstöðinni í Smár- anum. Bókasafnið myndi draga að gesti og þeir myndu nýta sér annars konar þjón- ustu í leiðinni. Þessi hópur ætti ekki síst að vera eftir- sóknarverður af því að gestir bókasafna eru þverskurður samfélagsins, konur og karlar á öllum aldri. Ég veit ekki hvort þessi gamli draumur minn verði að veruleika - held bara í vonina um að menn sjái ljósið.“ Jafnmikið og tvær pylsur, kók og prins pdló Hrafn segir að hægt sé að leika með tölur og gera ráð fyrir að hver íbúi í Kópavogi fái um 9 gögn að láni í bóka- safninu á hverju ári. „Þó eru ekki allir gestir safnsins Kópavogsbúar. Safnið er opið öllum og aðeins 700 kr. kostar að fá skírteini. Jafnmikið og fá sér tvær pylsur með öllu, kók og prins póló. Böm undir 18 ára aldri og yfir 67 ára aldri fá skírteini frítt. Við emm auð- vitað alltaf að reyna að bæta þjónustuna og viljum fylgjast vel með nýjungum. Við eram með eina tölvu fyrir almenn- ing, t.d. til að komast inn á netið og hafa aðgang að tölvu- póstkerfi. Héma er hægt að fá lánuð myndbönd og marg- miðlunardiska og uppi era hugmyndir um að kaupa play- station tölvuleiki. Kvikmyndir á DVD-diskum era næsta skrefið. Annars hamlar hús- næðið okkur töluvert, t.d. varðandi fjölgun tölva. Bókin stendur alltaf fyrir sínu og gaman að fylgjast með því hvað oft er vísað í bókina í nýj- um kvikmyndum. Kvik- myndaframleiðendur era ald- ir upp við greiðan aðgang að bókum og vita hvers virði bók- in er!“ Húsahverfi AFHENDING , lausrar kennslustofu frá Árbæjar- skóla til Húsaskóla hefur dregist vegna tafa á fram- kvæmdum við viðbyggingu Árbæjarskóla. Að auki mun stofan engu breyta um of stórar bekkjardeildir í 5. bekk Húsaskóla þar sem hún á að leysa vanda sex ára barna í skólanum. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við Reyni Þór Sigurðsson, varamann R-listans í fræðsluráði, og kennara við Húsaskóla. í fyrradag greindi Morg- unblaðið m.a. frá áhyggjum foreldraráðs Húsaskóla vegna fjölmennis í bekkjar- deildum 5. bekkjar Húsa- Jöfnunarsjóður er Bessa- staðahreppi mikil búbót Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu Yfirlit yfir tekjur og nokkra gjaldstofna 1998 krónur á hvern íbúa H = hæst L = lægst Reykjavík Kópavogur Seltjamames Garðaþær Hafnartjörður Bessastaðahr. Mosfellsbær Fiöldi Ibúa 108.351 H 21.370 4.691 7.895 18.600 1.417 L 5.496 I Skatttekjur: Útsvör 124.204 135.785 H 145.832 140.427 124.501 120.926 L 123.509 Fasteiqnagiöld 26.764 H 14.768 14.869 14.456 17.995 12.478 L 13.894 Framlag úr jöfnunarsjóði 273 L 3.868 1.860 3.540 8.628 30.330 H 10.314 Framleiðslugiald 0 0 0 0 10.878 H 0 0 Samtals skatttekjur 151.241 154.421 162.561 158.423 162.003 163.734 H 147.717 L Rekstrarniöld Yfirstjórn sveitarfélaga 4.273 L 6.480 10.303 10.679 6.903 13.071 H 11.110 Félagsþiónusta 41.827 H 22.467 27.636 17.746 26.853 14.423 L 26.268 Fræðslumál 43.600 L 44.632 56.102 52.756 50.672 58.770 60.842 H Menningarmál 6.413 H 3.200 3.990 2.084 L 4.628 3.542 4.352 Æskulýðs- og íþróttamál 11.192 5.860 L 10.769 11.295 H 10.756 6.762 11.136 I I Höfuðborgarsvæðið BESSASTAÐAHREPPUR hafði hæstar en Mosfellsbær lægstar skatttekjur á hvem íbúa af sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu árið 1998. Rífleg framlög úr Jöfnunar- sjóði sveitarfélaga færa Bessastaðahreppi efsta sætið en útsvarstekjur era þar lægstar á hvem íbúa. Framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til Bessastaða- hrepps jafngilda ríflega fjórð- ungi af útsvarstekjum hrepps- ins á árinu 1998. Heildartekjur era hins veg- ar lægstar í Mosfellsbæ þrátt fyrir að bærinn hafi fengið 10.314 kr. framlag á hvem íbúa úr Jöfnunarsjóði. í töflunni hér að ofan er birtur samanburður á skatt- tekjum sveitarfélaganna á höftiðborgarsvæðinu og út- gjöldum þeirra til helstu mála- flokka, miðað við krónur á hvem íbúa. Samanburðurinn byggist á upplýsingum úr Ár- bók sveitarfélaga árið 1999. Mikið af atvinnuhúsnæði í samanburðinum vekur at- hygli að Reykjavík hefur mun hærri tekjur af fasteigna- gjöldum á hvem íbúa en önnur sveitarfélög á svæðinu. Skýr- ingin felst í því, sem fram kemur í árbók sveitarfélaga, að um 61% tekna borgarinnar af fasteignagjöldum era vegna skattlagningar á atvinnuhús- næði. Hvergi annars staðar er hlutfall atvinnuhúsnæðis í fasteignaskatti líkt því jafn hátt; næsthæst er það í Hafn- arfirði þar sem skattlagning atvinnuhúsnæðis stendur und- ir 46,3% af fasteignagjöldum. Félagsþjónusta í borginni Við samanburð á útgjöldum til rekstrar fjárfrekustu mála- flokka sker í augu hve félags- þjónusta tekur til sín mun hærri framlög á hvem íbúa í Reykjavík en í öðram sveitar- félögum. Reykjavík er einnig með töluvert hærri framlög til menningarmála á hvern íbúa en nokkurt annað sveitarfélag á svæðinu. Hæst framlög til fræðslu- mála á hvem íbúa greiðir Mosfellsbær að því er fram kemur í árbók sveitarfélaga. Lægst framlag til fræðslu- mála greiðir Reykjavíkurborg' og framlag Kópavogs er litlu hærra. Gunnlaugur Júlíusson, forstöðumaður hagdeildar Samtaka íslenskra sveitarfé- laga, sagði í samtali við Morg- unblaðið að líklegt væri að Reykjavík og Kópavogur nytu hagkvæmni stærðar grann- skóla sinna í litlum kostnaði á hvem íbúa. Á sama hátt virðist fólks- fjöldi í sveitarfélögunum end- urspegla kostnað við æðstu stjórn þeirra. Sá kostnaður er hæstur í fámennasta sveitar- félaginu, Bessastaðahreppi, en lægstur í því fjölmennasta, Reykjavík. Garðabær er með hæst framlög á íbúa til æskulýðs- og íþróttamála, tæplega tvöfalt hærra framlag en Kópavogs- búar, sem vörðu minnstu til þeirra mála, árið 1998, miðað við íbúafjölda. Nemendur Húsaskóla héldu íþróttahátíð sína í gær Keppt í sippi, brenni- bolta og förðun NEMENDUR Húsaskóla héldu íþróttahátíð í gær og kepptu í knattspymu, brennibolta, förðun, sippi og mörgum öðrum greinum. Lið unglingadeildanna keppti við kennara í knattspymu og tapaði en skoraði þá á kenn- arana í reiptog. Aftur unnu kennararair. Að sögn Valgerðar Selmu Guðnadóttur, skólastjóra í Húsaskóla, er íþróttahátíðin orðin ein af föstum hefðum skólans. Þann dag er öll kennsla felld niður. 1.-4. Morgunblaðið/Jim Smart Það var íjör á áhorfendapöllunum í Iþróttahúsi Húsaskóla í gær. bekkur halda sína hátíð í skólanum sjálfum, þar sem þau nota stofur, ganga, sal og miðrými undir leiki og keppa t.d. í gæsagangi og boðhlaupi. Eldri nemendurnir safnast saman í íþróttahúsinu og keppa þar t.d. í knattspyrnu, bandí, brennibolta, förðun, sippi, húlahoppi, í að spila á spil, skák, sundi, körfuhittni, boðhlaupi, reiptogi, auk við- ureignarinnar við kennara. Valgerður Selma sagði að mikil stemmning skapaðist í skólanum í kringum íþrótta- hátíðina, ekki síst hjá ungl- ingunum en árshátíð þeirra fór svo fram í gærkvöldi. Afhending lausra kennslustofa tafíst skóla, þar sem 60 nemendur eru í tveimur bekkjardeild- um, en viðmiðun grunnskóla- laga gerir ráð fyrir að ekki séu fleiri en 28 nemendur í bekk á miðstigi grannskóla. í blaðinu í gær sagði Sigrún Magnúsdóttir, formaður fræðsluráðs, að Húsaskóla hefði verið úthlutað viðbótar- kennslustundum til sveigjan- legs skólastarfs í samræmi við fjölgun nemenda frá því skólastarfið hófst í haust, auk þess sem komið hefði verið til móts við skólann með því að ílytja þangað lausa skólastofu frá Árbæj- arskóla. Reynir Þór hafði samband við Morgunblaðið í gær og sagði að nýbúið væri að skipta 1. bekk skólans, sex ára bekk, upp í þrjár bekkj- ardeildir, en þar höfðu áður verið 50 nemendur í tveimur bekkjardeildum. Lausu kennslustofunni væri ætlað að leysa þann vanda en bekkjunum þremur er ennþá kennt í tveimur stofum. „Þar af leiðandi verður þessi stofa engin lausn á vanda 5. bekkj- ar,“ sagði Reynir Þór. Þá sagði hann að þrátt fyrir að loforð væri fengið fyrir þess- ari lausu stofu hefði hún ekki skilað sér til Húsaskóla vegna þess að tafir hefðu orðið á framkvæmdum við viðbyggingu Árbæjarskóla. Hann sagði að ummæli Sig- rúnar í blaðinu í gær bentu til að hún hafi ekki kynnt sér málið og það ylli sér von- brigðum. Hann sagði að ár- gangurinn í fimmta bekk væri allt of stór fyrir tvo bekki og þar þyrftu að koma til önnur úrræði en lausa kennslustofan, sem leysa á vanda sex ára barnanna í Húsaskóla. „Koma lausu kennslustofunnar á sér for- sögu, því mál 1. bekkjar höfðu þróast þannig að það kallaði á lausn. Vonandi finnst einnig lausn á máli 5. bekkjar. Nú er búið að skipta hópnum í sex ára bekk upp í þrjá bekki og þriðji kennar- inn er kominn til starfa, en börnunum er ennþá kennt í tveimur stofum. Það er engin föst dagsetning komin á það hvenær þessi lausa stofa kemur frá Árbæjarskóla," sagði Reynir Þór.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.