Morgunblaðið - 18.02.2000, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+
í Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
ÞÓRUNN SIGURJÓNSDÓTTIR,
Flúðabakka 2,
Blönduósi,
verður jarðsungin frá Blönduóskirkju laugar-
daginn 19. febrúar kl. 10.30.
Hermann Sigfússon, Ósk Óskarsdóttir,
Brynhildur Friðriksdóttir, Sigtryggur Ellertsson,
Guðrún Friðriksdóttir, Sigmundur Magnússon,
Indíana Friðriksdóttir, Fritz Berndsen,
Sigríður Friðriksdóttir, Steindór Jónsson,
Sigurlaug Friðriksdóttir,
Björn Friðriksson, Guðrún Tryggvadóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og langalangömmubarn.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og
afi,
ÆVAR KLEMENZSON,
Smáravegi 4,
Dalvík,
verður jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju mánu-
daginn 21. febrúar kl. 13.30.
Jónína Jónsdóttir,
Hafdís Ævarsdóttir, Pétur Már Pétursson,
Bóas Ævarsson, Soffía Kristín Höskuldsdóttir,
Ævar Pétursson,
Þorsteinn Pétursson,
Freydís Inga Bóasdóttir,
Hjördís Jóna Bóasdóttir,
Ævar Bóasson,
Arnar Óli Bóasson.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐBJÖRG JÓSEFSDÓTTIR,
áður til heimilis á Skeggjagötu 21,
hjúkrunarheimilinu Skjóii,
lést miðvikudaginn 16. febrúar.
Útförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju fimmtu-
daginn 24. febrúar kl. 13.30.
Jarðsett verður í Hafnarfjarðarkirkjugarði.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á hjúkrunarheimilið Skjól.
Guðmundur Ottósson, Anna Þ. Sigurþórsdóttir,
Sigríður Hera Ottósdóttir, Ástvaldur H. Arason,
Ólafía G. Ottósdóttir, Hreinn Ó. Sigtryggsson,
Berglind J. Ottósdóttir, Daníel Helgason,
ömmu- og langömmubörn.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
RANNVEIG STEINUNN ÞÓRSDÓTTIR,
Litlu-Hámundarstöðum,
sem lést af slysförum sunnudaginn 13. febrú-
ar, verður jarðsungin frá Stærri-Árskógskirkju,
á morgun, laugardaginn 19. febrúar, kl. 14.00.
Jón Guðmundsson,
Hólmfríður Ósk Jónsdóttir, Ólafur Snæbjörn Bjarnason,
Sólveig Oiga Jónsdóttir, Bjarni Jónas Jónsson,
Kristín Erna Jónsdóttir, Óli Jón Hermannsson,
Ingi Steinn Jónsson,
Valdimar Þór Jónsson,
Guðmundur Geir Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
ANNA KRISTÍN JÓHANNESDÓTTIR
) frá Fossbergi, •
sem lést á Sjúkrahúsi Þingeyinga laugardag-
inn 12. febrúar, verður jarðsungin frá Húsavík-
urkirkju laugardaginn 19. febrúar kl. 10.30.
Lára Benediktsdóttir,
Jón Ingólfsson
og fjölskylda.
KNÚTUR STEINAR
EÐVARÐSSON
+ Knútur Steinar
Eðvarðsson
fæddist 3. febrúar
1970. Hann lést 4.
febrúar síðastliðinn.
Foreldrar hans eru
Steinunn Ólafsdóttir,
f. 27. maí 1944, maki
Ólafur Þór Hall-
grímsson, f. 18. sept-
ember 1938, og Eð-
varð T. Jónsson, f.
29. desember 1943.
Börn Knúts eru: Kar-
en Bergljót Knúts-
dóttir, f. 4. júlí 1988,
móðir Ellen Guð-
mundsdóttir, f. 3. júlí 1971, og
Steinar Ernir Knútsson, f. 27.
aprfl 1991, móðir Særún Ágústs-
dóttir, f. 4. október 1966. Systkini
sammæðra: Guðfinna Alda Ólafs-
dóttir, f. 31. janúar 1982, og
Gunnhildur Ólafsdóttir, f. 19. júlí
1984. Systkin samfeðra: Eskil Eð-
varðsson, f. 25. maí 1977, Ólafur
B. Eðvarðsson, f. 2. janúar 1980,
Dagur N. Eðvarðssson, f. 29. jan-
úar 1981, d. 3. nóvember 1981, Ja-
kob R. Eðvarðsson, f. 23. febrúar
1983, Dagbjartur Á. Eðvarðsson,
f. 13. janúar 1988, Linda Rós Eð-
varðsdóttir, f. 27. júlí 1989. Móðir
þeirra er Ólafía K. Ólafsdóttir, f.
17. nóvember 1956. Móðurfor-
eldrar Knúts voru:
Guðrún Ágústa Jú-
líusdóttir, f. 14. maí
1914, d. 20. septem-
ber 1982, og Olafur
E. Einarsson, f. 4.
júní 1910, d. 5. nó-
vember 1996. Föður-
foreldrar eru: Fann-
ey Hjartardóttir, f.
18. febrúar 1919, og
Jón B. Hannesson, f.
3. aprfl 1920.
Knútur fæddist í
Lundi í Svíþjóð og
átti þar heima til
tveggja ára aldurs,
en fluttist til íslands með foreldr-
um sínum að námi þeirra þar
loknu. Hann bjó í Smáíbúðahverf-
inu í Reykjavík ásamt móður
sinni þar til hann ellefu ára gam-
all fluttist að Bólstað í A-Húna-
vatnssýslu ásamt móður sinni og
manni hennar. Tveim árum síðar
fluttu þau að Mælifelli í Skaga-
firði. Hann tók grunnskólapróf
frá Reykjaskóla í Hrútafirði 1986
og stundaði framhaldsnám á ísa-
firði og Sauðárkróki. Hann var
við nám í Biblíuskóla í Kirkju-
lækjarkoti og í Noregi.
Utför Knúts fer fram frá Laug-
arneskirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 13.30.
Elsku pabbi minn. Nú ertu dáinn.
Ég veit að þú hefur verið veikur og
þess vegna gátum við ekki verið
mikið saman. En ég hugsa nú um
góðu stundirnar sem við áttum sam-
an og ég sakna þeirra.
Guð geymi þig.
Þinn sonur,
Steinar Ernir.
Hálar brautir lífsins, sem virðast
svo mörgum bjartar og auðrataðar,
villa því miður oft ungu fólki sýn.
Þannig var því farið með hann
Knút frænda okkar, sem við systur
fylgdumst ávallt með þótt úr fjar-
lægð væri.
Yndislegur, fallegur lítill drengur
óx úr grasi. Vildi svo gjarnan standa
einn og óstuddur.
Hélt á vit framtíðar, fagurra
drauma og ævintýra. En hamingju-
sólin staldraði stutt við í lífi Knúts
og þrátt fyrir sterkan vilja reyndist
honum ferðin um viðsjála veröld
þungbær. Að höndla gæfuna er ekki
öllum gefið eins og Freysteinn
Gunnarsson lýsir svo vel í ljóði sínu
Glerbrot:
Eg fann það um síðir, að gæfan er gler
svo grátlega brothætt hún reyndist mér,
því æskan er léttstíg og leikur sér
að ljömandi gullinu fríða.
En glerið er brothætt og grjótið er víða.
Mér gersemin dýra var gefin í hönd,
í gáskanum héldu mér engin bönd,
ég lék mér á æskunnar Ijómandi strönd,
sá leikur varð gullinu að meini.
Eg braut það í ógáti á örlagasteini.
Tengsl Knúts við ömmu og afa í
Keflavík, sem einkenndust af gagn-
kvæmri virðingu og kærleiksríkri
hlýju, voru alltaf ákaflega sterk.
Minningin um Knút er afar dýr-
mæt, lærdómsrík, ljúf og sár í senn.
Við vottum fyrrverandi mágkonu
okkar, Steinunni Ólafsdóttur, bróð-
ur okkar Eðvarði, börnum og systk-
inum Knúts okkar dýpstu samúð.
Sigurborg og Bjarnfríður
Jónsdætur.
Vinur minn og bróðir í Jesú Kristi
hefur kvatt okkur og kom það eins
og þruma úr heiðskíru lofti að heyra
um andlát hans. Ég man þegar þú
komst fyrst í bænahópinn okkar og
svo þegai- þú varst heilt sumar að
hjálpa okkur Hvítasunnumönnum
að byggja samkomuhúsið Örkina í
Fljótshlíð, þú komst síðan um
haustið í biblíuskólann. Það komu
oft tár í augun á mér þegar þú fórst
upp í púlt og vitnaðir um þitt eigið
líf og hvað þú þráðir líf í fullri
gnægð með frelsaranum þínum. Þú
vildir ekki gefast upp svo að þú fórst
í meðferð og nám í Noregi þar sem
sjúkdómur þinn tók sig upp. Þú
komst aftur heim og eyddir síðustu
lífdögunum þínum með móður þinni
sem elskaði þig mest af öllum.
Þinn vinur
Kjartan Ólafsson.
Elsku bróðir okkar. Þar sem góð-
ir menn fara eru Guðs vegir. Þú
varst alltaf svo hjartahlýr, örlátur
og blíður. Við viljum þakka þér fyr-
ir allar góðu stundirnar sem við átt-
um saman, sérstaklega í sumar,
ferðina okkar í Bláa lónið, sem við
fórum með þér, börnunum þínum
og mömmu. Þeirri ferð munum við
aldrei gleyma. Og heldur ekki öll-
um hinum ferðunum og bíltúrunum,
sem við fórum með þér í. Þú hafðir
líka svo gaman af að keyra, enda
varstu flinkur bílstjóri.Við minn-
+
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og dóttir,
MARÍA BJÖRK EIÐSDÓTTIR,
Holtsbúð 14,
Garðabæ,
sem lést fimmtudaginn 10. febrúar, verður
jarðsungin frá Vídalínskirkju í Garðabæ,
mánudaginn 21. febrúar kl. 13.30.
Ingólfur Hansen,
Reynir Harðarson, Rosemary Wanjiku Kihuri,
Ester Birna Hansen,
Valgerður Ósk Hansen,
Freyja Reynisdóttir,
Hallur Reynisson,
Valgerður Magnúsdóttir.
umst allra heimsókna þinna í Mæli-
fell, sérstaklega þeirrar síðustu nú í
janúar, þegar þú birtist skyndilega
eins og svo oft áður. Þú áttir þín
góðu ár á þínu bernsku- og æsku-
skeiði. Þú ferðaðist mikið, enda
mikill ævintýramaður. Þú varst
góður íþróttamaður og skákmaður.
Þú varst svo fallegur og góðhjar-
taður og í börnunum þínum býr feg-
urð þín og góðvild. Margt höfum við
lært af lífi þínu og reynslu þinni, en
við vitum að núna líður þér vel og
við finnum að þú ert á góðum stað.
Við söknum þín mjög mikið, þú
varst alltaf svo góður við okkur. Óg
við eigum margar fallegar minning-
ar um þig. Það er erfitt að hugsa til
þess að við fáum aldrei að sjá þig
aftur. Og nú hringir þú ekki oftar í
okkur. En minning þín lifir að eilífu.
Núna fær ljós þitt að skína.
Löng þá sjúkdómsleiðin verður,
lffiðhvergivægirþér,
þrautir magnast, þrjóta kraftar,
þungt og sárt hvert sporið er.
Honum treystu, hjálpin kemur,
hann af raunum sigur ber.
Drottinn elskar, Drottinn vakir,
dagaognæturyfírþér.
Þegar freisting mögnuð mætir,
mælir flátt í eyra þér,
hrösun svo þig hendir, bróðir,
háðung að þér sækja fer.
Vinir flýja, æðrast ekki
einn er sá er tildrög sér.
Drottinn skilur, Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
Þegar æfíröðull rennur,
rökkvar fyrir sjónum þér.
Hræðstu eigi, hel er fortjald
hinum megin birtan er.
Höndin sem þig hingað leiddi
himins til þig aftur ber.
Drottinn elskar, Drottinn vakir
dagaognæturyfir þér.
(S. Kr. Pétursson.)
Við gleymum þér aldrei.
Guðfinna og Gunnhildur.
Laugardaginn 5. febníar fékk ég
þá sorgarfrétt að frændi minn og
vinur væri látinn. Þetta kom sem
þruma úr heiðskíru lofti, því aldrei
hugsar maður til þess að svo ungir
menn falli frá. Mér verður hugsað
til æsku- og unglingsáranna er ég
minnist hans nú með trega og sorg í
hjarta. Ég minnist þess tíma þegar
við vorum öllum stundum saman.
Það var fátt sem við gerðum ekki
sameiginlega. Ég minnist allra úti-
hátíðanna, Reykjaskóla og þegar
við unnum saman í fiski úti á landi,
hvað við skemmtum okkur oft vel
þegar við fórum á puttanum í bæinn
um helgar. Við áttum margar góðar
og ánægjulegar stundir í Fífuselinu.
Þú varst fyrirmynd mín þegar við
vorum litlir strákar. Þegar við fór-
um á fótbolta- og handboltaleiki,
hvað við skemmtum okkur vel og þá
sérstaklega þegar Víkingur vann.
Þú varst svo góður í marki, að allir
stóðu og göptu þegar þú flaugst á
milli stanganna og menn töluðu um
þig sem framtíðarlandsliðsmark-
vörð. Einnig minnist ég þess þegar
við hlupum upp á svið þegar leikrit-
ið sem verið var að sýna stóð sem
hæst, og við læstir inni í geymslu
fyrir vikið.
Þú sem átt svo yndisleg börn, en
lífið er ekki bara dans á rósum eins
og við vitum báðir. Það er svo margt
sem ég vildi að hefði farið öðruvísi,
en maður veit ekkert fyrírfram, við
sem ætluðum að gera svo margt
saman þegar við yrðum stærri og
þroskaðri.
Elsku frændi, ég veit að það hefur
verið tekið vel á móti þér, því við töl-
uðum ekki svo sjaldan um lífið og
tilganginn hér. Ég mun aldrei
gleyma þér og ég mun halda í góðu
minningarnar.
Elsku frændi, þetta hefur verið
mjög erfitt og sorglegt, það er svo
erfitt að trúa þessu, en það eina sem
við vitum fyrir víst er að við förum
öll einhverntíma.
Elsku Steinunn, Eddi, Guðfinna,
Gunnhildur, Karen, Steinar Ernir,
megi góður Guð gefa ykkur styrk á
þessum tímum. Þú munt alltaf eiga
stað í hjarta mínu.
Þinn frændi.
Einar G. Einarsson.