Morgunblaðið - 18.02.2000, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.02.2000, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2000 39 sera ég geng í ennþá. Sara Mar- grét á auðvitað sokka og vettlinga og fékk hún eitt svoleiðis par núna frá þér um síðustu jól og ætla ég að passa vel upp á þessar flíkur svo öll mín börn geti notað þau. Eg á erfitt með að sætta mig við að geta ekki spjallað við þig um heima og geima í eldhúsinu aftur, hvernig þú hélst annarri hendi upp við munninn þegar þú sagðir frá, eða sjá þig sitja í hægindastólnum og prjóna eins og þú gerðir fram á síðasta dag. Allt þetta var hluti af því að koma til ykkar afa en ekk- ert verður eins og áður. Eg sé þig svo sterkt fyrir mér, hvernig þú talaðir og brostir og hvernig það var að taka utan um þig þegar við heilsuðumst eða kvöddumst. Eg er afar þakklát fyrir allar þessar ynd- islegu minningar og stundir sem við áttum saman. Eg vona bara að þú hafir vitað hvað mér þótti of- boðslega vænt um þig, elsku amma mín. Það er ekkert skemmtilegra en að vera umkringdur stóri-i fjöl- skyldu og mátt þú vera stolt af henni. Það hlýtur að hafa verið erfitt á tímum að eiga svona mörg börn, en þessi síðustu ár hefur það eflaust hjálpað þér mikið að vita af svona stórum hópi á bak við þig, að finna fyrir ástinni og hlýjunni sem þau gáfu þér. Eg fann það sérstaklega á sunnudaginn þegar við vorum öll samankomin á Seljó, hvað það er yndislegt að eiga stóra fjölskyldu. Það var erfitt að sjá alla í sorg sinni en það gaf mér einnig styrk og hjálpaði mér mikið. Ég kveð þig núna elsku amma með trega og söknuði. Stórt skarð hefur myndast í fjölskylduna og í mitt hjarta en við hittumst seinna á betri stað. Hafðu ekki áhyggjur af afa, hann er umkringdur fólki sem elskar hann og hjálpar honum við að takast á við lífið á ný án þín. Guð geymi þig og gefi okkur styrk til að líta fram á veginn. Þúsund kossar til þín, ég elska þig- Þín Berglind Grétarsdóttir. Elsku amma okkar, nú ert þú farin frá okkur og eftir standa góð- ar minningar um þig, þú munt æt- íð skipa stóran sess í hjarta okkar í þeim fjölmörgu minningum sem við eigum um þig. Við munum eftir því að alltaf þegar við komum í heimsókn til þín og afa, tókst þú á móti okkur með mikilli hlýju og umhyggju. Þú gafst þér alltaf tíma til þess að setjast niður og tala við okkur þó svo að þú hefðir alltaf nóg að gera. Þú varst líka alltaf vön að bjóða okkur upp á þínar fínustu kræsingar þegar að við heimsóttum þig og afa. Við sjáum það núna að þú geymdir alla þá hluti sem við höfðum búið til fyrir ykkur í gegnum ævina og þú hafð- ir þá alltaf uppi sem skraut. Þú áttir svo sannarlega skilið að fá þessa hluti og hefðum við viljað búa til miklu fleiri hluti fyrir þig. Þú varst líka alltaf að prjóna á okkur ullarsokka og vettlinga og aldrei skorti mann það, þetta voru líka bestu ullarsokkar og vettling- ar sem maður eignaðist. Elsku amma, þú hafðir þann einstaka hæfileika að láta öllum líða vel í návist þinni því hlýjan geislaði af þér. Gjafmildi þín var óþrjótandi. Þér eigum við svo margt að þakka. Þökk fyrir allt, elsku amma. Guð geymi þig. Þórunn Sif, Agnes Sif og Herdís Olöf. Elsku amma. Það er erfitt að sætta sig við að þú sért farin frá okkur með svo snöggum hætti. Við fréttum af veikindum þínum á laugardagsmorgun en við vorum sannfærð um að þú myndir ná þér af þessu líkt og í fyrra skiptið en því miður fór það ekki svo, þú lést þá um kvöldið og þvílíkt reiðarslag fyrir okkur öll. Það eru margar minningar sem koma upp í huga okkar systkin- anna þegar við hugsum til þín. Alltaf var gott að koma til ykkar afa niður á Seljó og fá að borða ljúffengu pönnukökurnar þínar sem að þú bakaðir svo oft og erfitt var að fá þig til þess að hætta að stjana í kringum okkur og færa okkur kræsingar þegar við komum í heimsókn. Og þegar afi, pabbi og við systkinin fórum í hestaferðalag komu mamma og þú amma alltaf með nesti til okkar og voru þá pönnukökurnar þínar alltaf með í farteskinu. Það var alltaf eitthvað nýtt að frétta af ykkur og alltaf var gott að koma og tala við þig ef eitthvað bjátaði á. Ekki var ama- legt að fá frá þér vettlingana, ull- arsokkana og peysurnar sem þú prjónaðir svo vel til að hlýja fingr- um og tám okkar barnabarnanna á veturna þegar sem kaldast var og skrítið er það að labba inn í húsið ykkar afa og sjá þig ekki lengur við prjónaskap í stólnum þínum í stofunni. Elsku amma, ég (Hug- borg) hlýja mér og minningum mínum um þig í nýju lopapeysunni sem þú prjónaðir á mig fyrir síð- ustu jól. Þar sem þú ert búin að kveðja lofum við að líta vel til með afa í sorginni sem ber á dyr hjá okkur öllum núna. Elsku amma, hvíl þú í friði. Þín barnabörn Hjalti Jón, Hugborg og Herdís Ólöf. Elsku amma mín. Nú ert þú far- in og er þín sárt saknað. Þú hefur skilið eftir þig svo stórt pláss í hjörtum allra og er tilhugsunin um það að sjá þig aldrei aftur í stóln- um þínum á Seljó að gera handa- vinnuna þína, mjög kvíðafull. Þetta gerðist allt svo skyndilega. Þú fórst á spítala á laugardags- morgun og varst dáin um kvöldið. Þegar pabbi sagði mér að þú værir á spítala hugsaði ég með mér að þar sem þú hefðir áður þurft að kljást við samkonar vandamál og komist yfir þau þá myndir þú kom- ast yfir þessi. En þú varst bara svo miklu veikari en áður. Þú ætlaðir að koma og horfa á mig og Hugborgu keppa eftir tæp- an mánuð og einnig ætlaðir þú í fermingarveisluna hjá Agnesi og Herdísi. Það mun alltaf vera sæti tileinkað þér á þessum stöðum og þó að við sjáum þig ekki, vitum við að þú munt alltaf vera hjá okkur. Þú varst alltaf svo gjafmild og alltaf þegar maður kom í heimsókn laumaðir þú einhverju góðgæti að manni og einhverju í nesti. Þegar maður átti afmæli gafst þú manni alltaf eitthvað fallegt og þrátt fyrir að maður væri búinn að ná þeim aldri þegar þú hættir að gefa gjaf- ir gafst þú manni alltaf rós eða smá peninga. Þú varst alltaf að prjóna og á jólunum fékk maður alltaf vettlinga frá þér sem voru svo vel gerðir að þeir entust alltaf fram að næstu jólum og vel það þótt maður notaði þá allan vetur- inn. Ekki má gleyma stríðninni. Þú varst svo stríðin að það hálfa væri nóg og það hefur erfst í börnin þín og barnabörn og mun örugglega erfast áfram. Myndavélar voru ekki þínir bestu vinir, þú vildir aldrei láta taka mynd af þér. Ann- aðhvort snerir þú þér við eða grettir þig framan í myndavélina og var alveg sama hvort það var myndavél eða upptökuvél. Svona gæti maður haldið áfram því minningarnar eru svo margar en svo erfitt að skrifa um því sökn- uðurinn er svo sár. Megi Guð styrkja afa, börnin þín og okkur öll í þessari miklu sorg. Þín Sylvía Karen. Elsku amma mín. Ég segi við sjálfa mig aftur og aftur að þú sért farin og ég kvíði þeirr stund þegar ég átta mig á því. Þú hefur alltaf verið til staðar fyrir okkur öll og það er skrítið að hugsa til þess að eiga ekki eftir að sjá þig sitja í stólnum þínum á Seljó. Við áttum svo margt sameigin- legt, ég og þú, amma. Það var svo gaman að hlusta á sögur af æsku þinni því eins og þú hef ég gaman af sögu liðinna tíma. Báðar vorum við miklir lestrarhestar og það má segja að þú hafir verið sú eina sem skildir þessa brennandi þrá mina til að lesa. Það varst þú sem fórst með mig í bókasafnið í fyrsta sinn. Ekki má gleyma húmornum, þú hefur yndislegan húmor og það var alltaf stutt í brosið og hláturinn hjá þér enda varstu líka svo stríð- in. Ég veit að þér líður ofsalega vel þar sem þú ert núna og ég veit að ég hef alltaf talað til þín. Ég veit að þú hlustar. Ég bið Guð að styrkja afa og okkur öll, okkur öll- um er brugðið. Það eru erfiðir tím- ar framundan en það sem styrkir mig og huggar er að ég veit að við sjáumst aftur. Þú átt alltaf stað í hjarta mínu, ég elska þig, amma. Þín Signý Lind. Er sárasta sorg okkar mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur af skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.I.H.) Elsku amma mín. Það er erfitt að trúa því að þú sért farin frá okkur. Andlát þitt bar svo brátt að. Við sem eftir lifum erum agndofa og drúpum höfði í sorginni. Þegar þú komst í afmælið mitt viku áður en þú lést gat ég ekki ímyndað mér að það væri í síðasta sinn sem ég sæi þig á lífi. Nú þakka ég guði fyrir að þið afi gát- uð komið og átt með mér þessa yndislegu og dýrmætu stund. Elsku amma mín, ég sakna þín svo sárt. Þú varst alltaf svo yndis- leg, hlý og góð og alltaf leið mér svo vel eftir að hafa hitt þig. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um huga minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku amma mín, allar minning- ar tengdar þér eru svo góðar og nú streyma þær fram. Bestu minningarnar eru frá því að ég var yngri og fékk að vera hjá þér og afa um helgar. Það var allt- af svo gaman að koma til ykkar og heyra þig segja sögur um hitt og þetta og sérstaklega þá sögurnar um pabba frá því að hann var lítUl. Það var yndislegt að horfa á þig prjóna í stólnum þínum og sitja hjá þér í eldhúsinu þegar þú varst að búa til matinn. Maturinn þinn var alltaf svo góður og enginn gat gert betri fiskibollur eða kokkteil- sósu en þú, amma mín. Því miður hafa samverustund- irnar með ykkur afa verið alltof fá- ar undanfarin ár og sé ég svo eftir því núna að hafa ekki komið oftar í heimsókn til ykkar. Amma mín, þegar ég varð sex- tán ára gafst þú mér hálsmen í af- mælisgjöf. Þetta var silfurkross með Jesú á krossinum og sagðir þú við mig að þetta væri verndar- gripur minn frá þér. Frá þessum degi hef ég aldrei farið neitt án þess að vera með þennan kross, annaðhvort hangandi um hálsinn eða í veskinu mínu. Núna er hann mér svo mikils virði og ég hef oft kysst hann undanfarna daga og hugsað til þín. Elsku amma mín, eins og ég sakna þín sárt er ég jafn fegin að þú þurftir ekki að kveljast lengi og fékkst að sofna fljótt eins og þú hafðir óskað. Elsku afi, pabbi og aðrir ætt- ingjar, ég og Jón Gunnar vottum ykkur okkar dýpstu samúðarkveðj- ur og biðjum góðan guð um styrk fyrir okkur öll í sorginni. Elsku amma mín, það er svo erf- itt að þurfa að kveðja þig, en ég geri það að sinni og veit að við munum hittast aftur. Ég sendi þér líka kveðju frá Jóni Gunnari. Ég elska þig, amma mín, og mun alltaf gera og ég lofa þér því að styðja afa, pabba, Hjalteyju og alla hina eins vel og ég get. Far þú í friði, friður guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með guði, guð þér nú fylgi hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Ég vildi að við hefðum fengið að hafa þig lengur hjá okkur, en minningarnar lifa nú með okkur. Elsku amma, takk fyrir að hafa verið amma mín, ég elska þig. Hvíl í friði. Þín sonardóttir, G. Harpa Rúnarsdóttir. Ég trúi á Guð, þótt titri hjartað veika og tárin blindi augna minna Ijós; ég trúi, þó mér trúin fínnst reika og titra líkt og stormi slegin rós; ég trúi, því að allt er annars farið og ekkert, sem er mitt, er lengur til, og lífið sjálft er orðið eins og skarið, svo ég sé varla handa minna skil. (Matthías Jochumsson.) Mín elskulega, yndislega amma, þetta Ijóð lýsir því kannski best hvernig líðanin hjá mér er þessa dagana, en ég þakka þó Guði fyrir, að þú fekkst það andlát, sem þú alltaf þráðir, og ég trúi því að nú líði þér vel, að þú hafir öðlast frið og að veikindin og þjáningar þínar séu nú loks á enda. Það er svo óbærilega erfitt að setjast niður og skrifa þér kveðju- bréf, amma mín, þetta er svo sárt. Ég læt kertaljós loga eins og þú gerðir alltaf fyidr mig þegar eitt- hvað bjátaði á. Hugurinn reikar,sorgin gnýstir, allt hringsnýst um í höfðinu á mér, svo mikið að segja og svo mikið að þakka fyrir, að það er sjálfsagt efni í margar bækur. Hvern hefði grunað á föstudags- kvöldinu, þegar ég talaði við þig í símann, að þú myndir kveðja þenn- an heim kvöldið eftir, og að þetta væri okkar síðasta samtal. Þú varst hress í símann og sagðir eins og vanalega að heilsan væri sæmi- leg, þú líktir henni alltaf við veðr- ið, sagðir að hún ætti sína góðu og slæmu daga. Ung kom ég í fóstur til ykkar afa, og tókuð þið mér strax eins og einu af börnunum ykkar. Olst ég upp við gott atlæti, hlýju, öryggi og mikla ástúð, og er ég ykkur afa ævinlega þakklát fyrir það, því ég mun búa að því alla ævi. Þú ert og hefur alltaf verið mín fyrirmynd í Iífinu, elsku amma mín, hjartahlýjan og umhyggju- semin, var eitt af því sem ein- kenndi þig, auk margs annars, og eiga sjálfsagt ótal margir eftir að sakna þess. Þú hafðir einstaklega gaman af því að segja sögur frá gamla tím- anum, og voru ófáar stundirnar, sem við áttum saman tvær einar í eldhúsinu heima á Seljó, þar sem þú sagðir frá og var frásagnagleð- in slík, að hún birtist manni ljóslif- andi fyrir sjónum, slík var ná- kvæmnin í öllu sem þú sagðir , hver þúfa, hver hola og hver steinn. Reyndar var nákvæmnin í fyrirrúmi í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur, þú hafðir mikið gam- an af öllum hannyrðum , og einnig hafðir þú mikið dálæti á ljóðlist og söng. Alltaf var best að koma heim til ykkar afa þegar hugarangur og veikindi áttu sér stað, slík var ást- úðin og umhyggjan, að þar öðlaðist maður strax ró og góðan bata. Það er svo ótal margs að sakna, amma mín,og er mér þá efst i huga hjartagæskan, umhyggjusemin, umburðarlyndið, heiðarleikinn, hreinskilnin, tilgerðarleysið, þrjóskan og brosið þitt. Eins er svo margt að þakka fyr- ir, allar þær stundir sem við áttum saman, alla þína ástúð og hlýju, stuðninginn í gegnum lífið og þá miklu trú sem þú hafðir alltaf á mér. Sérstaklega vil ég þó þakka þér fyrir þína ómetanlegu vináttu sem þú sýndir mér, því þú varst ekki bara amma mín og fósturmóð- ir, heldur varstu líka mín besta vinkona, og þú ert sú sem ég hef mest dálæti á og þykir vænst um í lífinu, en þetta veist þú, amma mín, því ég var búin að koma því til skila og er ég mjög fegin því. Elsku amma mín, ég gæti haldið endalaust áfram, en ég ætla að hætta hér. Ég kveð þig bara í bili, því ég trúi því og veit, að við mun- um hittast aftur og að þú munir taka á móti mér með opinn faðm- inn, eins og ævinlega, og hlakka ég mjög til þeirrar stundar. Hvíl í friði, elsku amma mín. Ég elska þig svo heitt. Vort líf er svo ríkt af ljóssins þrá, að lokkar oss himins sólarbrá, og húmið hlýtur að dvína, er hrynjandi geislar skína. Vor sál er svo rík af trausti og trú, að trauðla mun bregðast huggun sú. Þó ævin sem elding þjóti, Guðs eilífð blasir oss móti. Vort hjarta er ríkt af hreinni ást, að hugir í gegnum dauðann sjást. - Vér hverfum og höldum víðar, en hittumst þó aftur - síðar. (Jóhannes úr Kötlum.) Elsku hjartans afi minn, megi. Guð vera með þér og styrkja þig í þessari miklu sorg. Kveðja, Hjaltey Rúnarsddttir. Að lokinni vegferð Ellu mág- konu minnar vil ég minnast hennar örfáum orðum. Snemma á búskap- arárum Ellu og Hjalta bróður míns naut ég sem unglingur skjóls á heimili þeirra. Þá sannaðist að þar sem er hjartarúm þar er líka húsrúm þótt þröngt sé búið. Þai» þáði ég hvort tveggja sem sjálf- sagðan hlut og þakkaði aldrei fyrir mig. Til þess var aldrei ætlast. Þar átti ég athvarf um árabil og þótt lengdist á milli okkar var hver heimsókn æ síðan eins og að koma heim. Aldrei minnist ég þess að Ella hefði ekki tíma til að sinna öllum sem að garði bar og gestrisnin var fölskvalaus. Við hlið Hjalta bjó hún stórum barnahópi gott og fallegt heimili. Engum duldist að þar unnu tvenn- ar hendur en einn hugur. Það lá í augum uppi. Hitt vissu e.t.v. færri að Ella var fróð kona, minnið skarpt, frásagnargáfan í góðu lagi. er tóm gafst til og stutt í kímni. Þessu var ekki flíkað og þótt tómstundir væru oft ekki margar á annasömu heimili naut hún þess að lesa góðar bækur, hafði yndi af skáldskap og var raunar sjálf vel hagmælt. Tónlistin skipaði líkaði sinn sess í huga hennar. Ella helgaði fjölskyldu og heim- ili alla sína krafta. Þar var hennar verksvið og það víkkaði með ár- unum eftir því sem afkomendum fjölgaði. Umhyggjan náði yfir allan hópinn. Barnabörnin og barna- barnabörnin áttu þar ævinlega vís- an samastað. Þar var eiginlega alltaf einhver heima. Hún stóð vaktina sína til síðasta , dags. Hennar fari hefur nú verið stýrt heilu heim. Við leiðarlok fylgja henni hlýjar hugsanir sam- ferðafólks og bjartar minningar sefa sorgina. Minnumst þess að ef einskis væri að sakna og ekkert að syrgja væri til lítils lifað. Blessuð sé minning hennar. Hulda Þórðarddttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðrir nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum,.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.