Morgunblaðið - 18.02.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.02.2000, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Larry læknir (Ingvar E. Sigurðsson) er upp á kvenhöndina og lætur kynhvötina á köflum hlaupa með sig í gönur. Fatafellan Alice (Brynhild- ur Guðjónsdóttir) lætur sér þó fátt um fínnast. Morgunblaðið/Golli Larry kemst í kynni við afar athyglisverða „konu“ á því merkilega fyr- irbæri Netinu. Þau kynni draga svo sannarlega dilk á eftir sér. Hin eðlilega hringrás ringulreiðarinnar Komdu nær, nýlegt breskt verðlaunaleikrit eftir Patrick Marber, verður frumsýnt á Stóra sviði Þjóðleikhússins í kvöld. Fjallar það um ástir, afbrýði og aðskilnað á okkar tímum. Sýningin er ekki fyrir börn og við- kvæma. Orri Páll Ormarsson leit inn á æf- ingu, kynnti sér hugmyndir höfundarins og ræddi við leikstjórann, Guðjón Pedersen. ÞAU eru fjögur. Tveir karlar og tvær konur. Osköp venjuleg. Ung. Lundúnabúar í leit að lífsfyllingu. Dan er misheppnað skáld sem end- aði í Síberíu blaðamennskunnar, minningargreinum. Alice er um- komulaus fatafella sem veit hvað karlmenn vilja. Hún lítur aldrei til hliðar. Larry er læknir, með húð- sjúkdóma sem sérgrein. Hann er líka sérfræðingur í að rannsaka fólk með grímur og finnur fjölina sína á því merkilega fyrirbæri Netinu. Anna er ljósmyndari. Prinsessa sem kyssir stundum froska en vill eigi að síður engin vandræði. Þau eru í senn fáguð og frumstæð og forlögin færa þau nær hvert öðru og fjær - á víxl. Þau fá ekki rönd við reist. „Holdið er svo heiftúðugt". „Komdu nær er ekki sjálfsævi- sögulegt leikrit en samt sem áður hefur hvert einasta augnablik leiks- ins einhver tengsl við líf mitt eða vina minna, sem hafa sagt mér frá sorglegum ástarævintýrum sínum,“ segir leikskáldið, Patrick Marber, 35 ára gamall Breti, í viðtali við Sunday Times. „Ég held að það sé ekki til heiðarlegt samband við ann- að fólk. Það eina sem þú getur bund- ið einhverjar vonir við er heiðarlegt samband við sjálfan þig.“ Sinnti kvenpersónunum betur Og Marber heldur áfram: „Ein af ástæðunum fyrir því að ég skrifaði Komdu nær er sú að frá því að Steven Soderbergh gerði kvikmynd- ina Sex, Lies and Videotape hafði ég ekkert séð sem af alvöru fjallað um rómantíska þrá kynslóðar minnar. Sápuóperur gera það að einhverju leyti, en þær eru um fólk úr verka- mannastétt. Textar mínir fjalla um millistéttarfólk. Ég vildi fjalla um eitthvað sem vinir mínir og ég, fólk á þrítugs- og fertugsaldri, er að tala um. Svo sem hina svonefndu póst- feminísku karlmennsku og þesshátt- ar þvætting. Það var alltaf hluti hug- myndarinnar að verkinu að ég skrifaði um stórar og ljótar tilfinn- ingar í - vonandi - fallegu formi og uppbyggingu, sem gerir þær enn ljótari, held ég. Ég sé allar pers- ónurnar í ákveðinni fjarlægð." Marber er þess sinnis að það eigi Leikendur o g listrænir stjórnendur KOMDU nær á Stóra sviði Þjóðleikhússins. Höfundur: Patrick Marber. Þýðing: Hávar Sigurjónsson. Leikendur: Baltasar Kor- mákur, Brynhildur Guðjóns- dóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir og Ingvar E. Sigurðsson. Lýsing: Páll Ragnarsson. Leikmynd og búningar: Helga I. Stefánsdóttir. Dramatúrg: Hafliði Arn- grímsson. Leikstjóri: Guðjón Peder- sen. við um öll leikrit að setningar pers- ónanna samsvari ekki endilega sjón- armiðum leikskáldsins! „Ég er ekki endilega þeirrar skoðunar að besta kynlífið sé nafn- laust og ég er heldur ekki endilega sammála áliti Önnu á karlmönnum: „Þú ert karlmaður. Þú fengir það ef barbídúkka blikkaði þig.“ Hún má vel segja þetta um karlmenn en ég er alls ekki viss um að maðurinn sem hún ávarpar sé einmitt þannig. Ég held að Larry láti stjórnast ansi mikið af kynhvöt sinni. Ég býst við að Dan sé ekki þannig. Það er eitt- hvað afar undarlegt að gerast í kolli hans sem er í senn kynferðislegt og ókynferðislegt. Þetta angrar hann afar mikið. Hann getur talað sig inn á kvenfólk uppá ágætasta drátt en ég held hann sé ekkert endilega fær um að bjóða upp á tilþrifamikið kyn- líf. Svona hlutir eru mjög algengir. Stundum finnst mér ég hafa sinnt kvenpersónum verksins betur en körlunum. Þeir fá ekki eins mörg tækifæri til að lýsa því sem þeir þarfnast eins og konurnar og nú vildi ég óska þess að ég hefði komið því meira á framfæri. Eg hefði átt að gefa körlunum fleiri tækifæri til að slá hnefanum í borðið.“ Hvað segir leikstjóri sýningarinn- Blaðamaðurinn Dan (Baltasar Kormákur) gengur með grasið í skónum eftir ljósmyndaranum Önnu (Elva Ósk Ólafsdóttir). Skyldi engan undra - blaðamaður og ljósmyndari eru hið klassíska tvíeyki. ar í Þjóðleikhúsinu, Guðjón Peder- sen, um þetta? Er rödd karlanna of lágvær? „í raun ekki. Mér finnst hann sýna mikinn kjark að opinbera karl- ana með þessum hætti - þora að sýna þá berrassaða. Það er hins veg- ar ljóst að hann er argur út í sam- tímann vegna þess hve fá leik- ritaskáld hafa tekið þetta þema fyrir - þorað að taka út sína kynslóð. Við höfum þörf fyrir að afhjúpa okkur, óþverrann þar með talinn.“ - Finnst þér hann þá taka á mál- um með raunsæjum hætti? „Því meir sem ég hef kynnst verk- inu verð ég að svara þessari spurn- ingu játandi. Sumum mun örugg- lega þykja mikið um klisjur og frasa - „kjölfræði", eins og maður kallar það. En er ekki samtíminn einmitt að verða þannig? Ég er hræddur um það.“ - Það eru ekki þrjú ár síðan Komdu nær var frumsýnt í Lundún- um og verkið hefur farið sem eldur í sinu um allan heim. Slegið ærlega í gegn. Hvað veldur þessum vinsæld- um? „Ef við vissum það í leikhúsinu! Þá værum við vel stödd,“ svarar Guðjón og hlær. „Nei, að öllu gríni slepptu virðist Marber einfaldlega hafa rambað inn á verk sem fellur að tíðarandanum. Hann hefur augljós- lega reynst sannspár - það vantaði verk af þessum toga!“ - Hreinskilni er miðlæg í verkinu. Persónurnar sætta sig ekki við neitt nema blákaldan sannleikann, jafnvel þótt þær geri sér grein fyrir því að hann muni ganga gegnum merg og bein. Er þetta öðrum þræði kennslustund í hreinskilni og afleið- ingum hennar? „Meira afleiðingunum. Persón- umar vita ekki hvað þær vilja. Lyk- ilsetningar, eins og „Ég elska þig“, eru orðnar að frösum og hafa enga þýðingu lengur. Persónurnar remb- ast líka við að vera töff. Vilja engin böm og láta framann ganga fyrir. Það er klárlega partur af hreinskilni þeirra." - Þetta er eigingjarnt fólk! „Já, elskan mín góða,“ segir Guð- jón og skellir upp úr. „Ég verð þvi miður að segjajá.“ Ást, egó og framagirni - Marber glímir þarna við stórar tilfinningar en ástin er að hans mati „hin eðlilega hringrás ringulreiðar- innar“. Þarna ríkir ringulreið! „Já, það má nú segja. Enda óhjá- kvæmilegt þegar við ástina blandast Leik- skáld, leikstjóri og leikari PATRICK Marber fæddist 1964 í Lundúnum. Hann nam enskar bókmenntir og starfaði um nokk- urra ára skeið sem grínisti á sviði í heimalandi sfnu. Hann hefur einnig unnið til verðlauna fyrir þáttagerð í útvarpi og sjónvarpi og samið nokkur sjónvarpsmynda- handrit fyrir BBC, meðal ann- ars After Miss Julie sem byggir á leikriti Aug- usts Strind- bergs, Fröken JÚIlU. Fyrsta leikrit Marbers, Deal- er’s Choice, var frumsýnt á Cott- esloe-leiksviðinu í Konunglega þjóðlcikhúsinu í Lundúnum fyrir réttum fimm árum í leikstjórn höfundar. Var það síðar flutt í Vaudeville-leikhúsið á West End. Leikritið hlaut Evening Standard- verðlaunin sem besta gamanleik- ritið 1995 og Writer’s Guild- verðlaunin sem besta leikritið á West End. Verkið hefur nú verið sett á svið viða um heim. Annað leikrit Marbers, Komdu nær, Closer á frummálinu, var frumsýnt 29. maí 1997 í Cottes- loe-leikhúsinu og leikstýrði höf- undur verkinu sjálfur. I október sama ár var sýningin flutt á stærra svið Þjóðleikhússins, Lytt- elton. Að Iokum var verkið sett upp í Lyric Theatre á West End. Komdu nær hefur unnið til fjölda verðlauna. Meðal annars hlaut verkið Time Out-verðlaunin sem besta leikritið á West End 1997, Evening Standard-verðlaun- in sem besta gamanleikrit ársins 1997, Critics Circle-verðlaunin sem besta leikrit, ársins og Laur- ence Olivier-verðlaunin sem besta nýja leikrit ársins. Síðustu tvö ár hefur Komdu nær verið leikið um alla Evrópu, allt frá Finnlandi til Slóveníu, í Ástralíu og New York. Marber hefur á siðustu árum starfað töluvert sem leikstjóri í Lundúnum, og sett upp 1953 eftir Craig Raine (byggt á Andr- ómökku Racines) í Almeida- leikhúsinu, Blue Rcmcmbered Hills eftir Dennis Potter í Lyttel- ton og The Old Neighbourhood eftir David Mamet í Royal Court- Ieikhúsinu. Patrick Marber egó og framagirni. Marber er þarna að fjalla um fólk í millistétt og það er svo erfitt að vera alltaf vel til fara, vera töff og halda sínum standard. Fólk þarf að hafa fyrir hlutunum!" - Þið takið skýrt fram að sýningin sé ekki ætluð börnum og viðkvæmu fólki. Þar hlýtur orðfærið að ráða mestu um? „Já, okkur þótti rétt að koma þessum skilaboðum til áhorfenda. Þetta er ekkert sem bömin eiga að hlusta á. Leyfum börnunum að vera börn. Þau eiga eftir að heyra þetta allt og læra í fyllingu tímans." - Þama er sitthvað látið flakka, persónurnar klæmast hressilega á köflum, án þess þó að menn velti sér upp úr klúryrðunum. Þvert á móti þjónar orðfærið tilgangi í framvindu leiksins og liggur til grundvallar skilningi á eðli persónanna. „Það er rétt. Ef áhorfendur fá það á tilfinninguna að við séum að velta okkur upp úr dónaskapnum hefur okkur mistekist hrapallega. Það höf- um við ekki lagt neina áherslu á.“ - Þið eruð þá ekki hrædd um að særa blygðunarkennd leikhúsgesta? „Nei, það erum við ekki. Ég held að sú manneskja sem komin er á fullorðinsár og hefur ekki heyrt þessi orð sé vandfundin!"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.