Morgunblaðið - 18.02.2000, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 18.02.2000, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2000 jT UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ m Neytendur eru herrar markaðarins í UMRÆÐU síðast- liðinna vikna um sam- anburð á matvöruverði á íslandi annars vegar og í Evrópu hins vegar hafa menn gert ítrekað- ar tilraunir til að finna sökudólg í ímynduðum „glæp“. Meginástæðan íyrir lækkun matvöruverðs í Evrópulöndum er að þar ríkir verðstríð með tilkomu bandarísku Wall Mart-verslunar- keðjunnar inn á mark- aðinn, sem hefur tapað hundruðum milljóna dollara í viðleitni sinni til að hasla sér völl á markaðnum. A íslandi hafa hins vegar orðið nokkrar verðhækkanir á matvörumarkaði, þótt rétt sé að benda á að þær eru ekki nærri eins miklar og ýmis opin- ber þjónusta og skattar s.s. fasteigna- skattar og bílastæðagjöld. Staðan á íslenska matvörusmásölumarkaðn- Haukur Þór Hauksson um er sú að of fáir aðilar keppa á markaðnum til að samkeppnin sé nægi- lega skörp. Fulltrúi bresku Samkeppnis- stofnunarinnar, The Office of Fair Trade, var gestur á fundi Sam- taka verslunarinnar á síðasta ári. Þar lýsti hann m.a. þeirri skoðun sinni að til að sam- keppni á matvörumark- aði virkaði yrðu að lág- marki að vera íyrir hendi fimm eða sex verslunarkeðjur. Ef þær væru færri sæju aðilar sér hag í auknu samráði, færu í auknum mæli að taka tillit hver tii annars og jafnvel semja um yfirráð og markaðshlutföll. Forstjóri Baugs nefnir réttilega í grein sinni í Morgunblaðinu nýlega að nauðsynlegt sé að reikna út heild- söluvísitölu til jafns við neysluvöru- vísitölu, til að geta betur rakið þróun Markaðsmál Neytendur eru herrar markaðarins, segir Haukur Þór Hauksson. Þeir eru og eiga að vera harðir húsbóndar. Peningarnir eru at- kvæðaseðlar neyt- andans og það er kosið á hverjum degi. markaðsverðs á því sölustigi. Hins vegar breyta orð hans engu um þær markaðsaðstæður sem ríkja á Is- iandi. A íslenska matvörumarkaðin- um ríkir fákeppni stórra smásala sem hafa mikla og góða markaðshlutdeild og eru að nýta sér þá stöðu sem þeir hafa náð. Það er eðli markaðarins og góðra kaupsýslumanna að fá sem best verð fyrir afurðir sínar. Það er enginn eðl- ismunur á íslenskum fiskútflytjanda, sem selur fisk á erlendum markaði og reynh- að fá sem hæst verð fyrir framleiðslu þjóðarinnar, og íslensk- um matvörukaupmanni, sem selur ís- lenskum neytendum nauðsynjavörur. Eini munurinn er að útflytjandan- um er hrósað fyrir að fá gott verð, en matvörukaupmaðurinn fær skammir. Viðbrögð hans eru að fela sig bakvið búðarborðið og ef hann er dreginn fram fyrir reynir hann að benda á alla hugsanlega aðila aðra en sjálfan sig sem sökudólg í glæp, sem er í raun enginn glæpur. Menn verða að gera sér grein fyrir því að við lifum í sam- keppnisþjóðfélagi, en ekki miðstýrðu eftirlitsþjóðfélagi, og það er hlutverk neytenda að velja og hafna og veita hinum mismunandi aðilum á markað- inum aðhald. Fijáls samkeppni er öruggasta trygging neytenda fyrir góðu vöru- vali og hagstæðu verði á markaði. Markaðurinn og samkeppnin sem knýr hann áfram er hins vegar ekki fullkominn og verður það aldrei og er það endalaust verkefni neytenda og ýmissa aðila á markaðinum að veita aðhald - að velja og hafna. Hins vegar geta myndast þær aðstæður á mark- aðnum að neytandinn hefur takmark- að val og eðlileg samkeppni viðhelst ekki. Þar kemur að hlutverki sam- keppnisyfirvalda sem ætlað er að sporna gegn slíkri þróun. í flestum vestrænum ríkjum er lögð síaukin áhersla á vandaða samkeppnislöggjöf sem er fylgt fast eftir. Hvergi er sú löggjöf viðameiri og viðurlög harðari en í Bandaríkjunum, þar sem sam- keppni er jafnframt hörðust í verslun og framleiðni verslunar með því mesta sem þekkist. A nokkrum sviðum samfélagsins er ástæða tU að óttast viðgang virkrar samkeppni á íslandi. Þar er fyrst að telja sjóflutninga, þar sem einn aðili hefur drottnunarstöðu á markaðnum og matvörusmásölu, þar sem þrjár stórar verslunarkeðjur ráða yfir um 80% af markaðnum. Þá ber að nefna greiðslukortamiðlun, þar sem ástand samkeppnismála er sýnu verst. Ein- ungis tveir aðUar annast greiðslu- kortamiðlun hér á landi og stefna þeir að „peningalausu" landi innan fárra ára. Það sem gerir ástandið verra á þeim markaði en öðrum er að megin- kostnaði við greiðslukortakerfið er ýtt yfir á aðila, sem eiga ekki nema takmarkaða aðild að viðskiptunum, þ.e. kaupmenn og aðra greiðslu- móttakendur sem eru ekki í neinni samningsstöðu gagnvart greiðslu- kortaiyrirtækjunum. Með núverandi samkeppnislögum hafa íslensk sam- keppnisyfivöld ekki neina burði tU að taka á ofangreindum aðstæðum og ryðja heilbrigðri samkeppni braut. Neytendur eru herrar markaðar- ins. Þeir eru og eiga að vera harðir húsbóndar. Peningamir eru at- kvæðaseðlar neytandans og það er kosið á hverjum degi. Forsendan fyr- ir áframhaldandi hagvexti og velmeg- un hér á landi er að samkeppnin virki og það eru neytendur sem ráða því hvort hún gerir það. Það er hins vegar hlutverk stjórn- málamanna að innleiða samkeppnis- löggjöf sem hefur burði til að grípa inn í markaðinn þar sem hann fer út af sporinu. Höfundur erformaður Samtaka verslunarinnar, FIS. 15 milljarðar FJÁRMÁLASTJÓRN og fjár- hagsstaða borgarsjóðs og fyrirtækja og stofnana Reykjavíkurborgar er sífellt til umræðu. Ym- ist er rætt um stöðu borgarsjóðs eða sam- eiginlega stöðu borgar- sjóðs og fyrirtækja borgarinnar. Borgar- fulltrúar R-listans með borgarstjóra í farar- broddi hreykja sér af góðri fjármálastjóm og góðri stöðu borgar- sjóðs. Gott ef svo væri. Því miður er stað- reyndin önnur. Til að ná tímabundinni góðri stöðu borgarsjóðs hef- ur R-listinn flutt fjár- magn frá fyrirtækjum borgarinnar í borgar- hver em að öðm leyti afrek R-listans í fjármálastjórn? Nýtt holræsagjald frá og með ár- inu 1995 sem hefur fært borgarsjóði 3,4 milljarða króna, hækk- un á arðgreiðslum veit- ustofnana í borgarsjóð frá og með árinu 1995 sem færir borgarsjóði 3,2 milljarða króna, hækkun á útsvari frá og með 1999 sem færir borgarsjóði 2,1 milljarð króna og sala borgar- sjóðs á leiguíbúðum til Félagsbústaða hf. sem er 100% í eign borgar- sjóðs sem færði borg- arsjóði 2,4 milljarða króna en skuldsetti Fé- lagsbústaði um sömu Skattheimta R-listinn hefur, segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, flutt fjármagn frá fyrir- tækjum borgarinnar í borgarsjóð. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sjóð. Þessi vinnubrögð ,era ígildi upphæð. Síðasta afrek R-listans í góðra sjónhverfinga en eiga ekkert fjármálastjórninni var færsla á 4 skylt við trausta fjármálastjóm. En milljörðum króna frá Orkuveitu Reykjavíkur í borgarsjóð, sem sam- tímis jók skuldir Orkuveitunnar um sömu upphæð. Með ofangreindum hætti hefur borgarsjóður fengið nýjar viðbótar- tekjur á 6 árum sem nema 15 mil- ljörðum króna. Þrátt fyrir það hafa skuldir borgarsjóðs aukist töluvert á þessum árum. Þetta kalla borgar- fulltrúar R-listans trausta og örugga fjármálastjórn. Dæmi nú hver fyrir sig. Höfundur er borgarfulltrúi. Nýjctr vörur fro La Strada og aria. La Strada® er nýtt hjá okkur og framleiðir léttan fatnað á frábæru verði, m.a. stretch-gallabuxur í mörgum litum á aðeins kr. á.900, blússur, pils og buxur frá kr. 4.900. clNcL blá og græn gallalína, m.a. jakkar, buxur, pils og síð vesti Opið laugardag kl. 10-16. otfíanon Reykjavíkurvegi 64 • Hafnarfírði ■ Sími 565 1147
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.