Morgunblaðið - 18.02.2000, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 18.02.2000, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2000 43 + Ragiiar Svein- björnsson fædd- ist að Uppsölum í Seyðisfirði við Isa- fjarðardjúp 25. júní 1916. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness hinn 14. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Svein- björn Rögnvaldsson, f. 15. september 1886, d. 28. mars 1975, bóndi á Upp- sölum og síðar verkamaður í Bol- ungarvík, og Kristín Hálfdánardóttir, f. 22. nóvember 1896, d. 2. janúar 1951, frá Hesti í Hestfirði. Systkini hans voru: El- ísabet, f. 4.10. 1917, gift Einari Gíslasyni. Þau eru bæði látin; Kristján, f. 23.9. 1918, kvæntur Guðbjörgu G. Jakobsdóttur. Þau eru bæði látin; Kristín Guðrún, f. 5.1. 1920, gift Ingólfi H. Þorleifs- syni, Bolungarvík; Rögnvaldur, f. 22.2. 1921, d. 13.2. 1943; Daðey, f. 31.3. 1922, gift Sigurði Jóhanns- Þó ég sé látinn harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Eg er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlægið og syngið með glöðum hug sál mín lyftist upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur. Og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífmu. (Höf.ók.) Elsku Raggi afi. Okkur systurnar langar til að þakka þér fyrir allar stundirnar sem við fengum að njóta með þér. Sérstaklega þær stundir eftir að þú og Elsa amma fluttuð á Akranes. Það hefur alltaf verið jafn gott að koma í heimsókn upp á Garðabraut til ykkar, svo ekki sé nefnt hversu vinsælt það hefur verið hjá langafa- og langömmubörnunum að koma og fá nýbakaðar grautarlummur eða pönnukökur með mjólkinni hjá ykk- ur. Þessar heimsóknir munu að sjálfsögðu halda áfram hjá ömmu en þín verður sárt saknað. Einnig viljum við þakka þér og ömmu allan þann stuðning sem við fengum frá ykkur þann tíma er mamma og pabbi bjuggu í Noregi og þá var alltaf jafn gott að leita til ykkar. Elsku amma, mamma og bræður, megi guð styrkja ykkur í sorginni. Dóra, Hrefna, Elva, Ragna, Erna, Bryndís og ljölskyldur. Já, öll förum við sömu leið, Jakob minn. Þetta var eitt af því síðasta sem hann Raggi afi sagði við mig og þetta þótti mér gott að heyra. Ég hitti afa í síðasta sinn 3. janúar í ár og vissi að hann átti ekki svo mikið eftir. Hann spurði mig hvernig mér fyndist hann líta út og ég sagði hon- um að hann væri kannski ekki sá fyrsti sem ég myndi hringja í í dag ef mig vantaði einhvern til að beita og þá hló hann eins og honum ein- um var lagið. Hann afi var hörkutól og vann eins og hestur alla sína vinnuævi og fyrir mér var hann síð- asti sjóarinn. Hann hætti á sjó 1984 sama ár og ég byrjaði og hætti. Sumarið ’84 var alveg frábært, ég og afi saman á færum og þegar við svo fórum á net komu frændur mín- ir Svenni og Bjarni Kalli líka um borð. Ég veit ekki hvað hann afi hugsaði þegar Svenni hljóp á eftir Bjarna og ég á eftir Svenna og allir slógust fram á stefni eins og smá- krakkar, en ætli afi hafi ekki skemmt sér best af okkur öllum þótt hann hafi þurft að öskra á orm- ana út úr stýrishúsinu á öllum stím- um. Þegar ég hugsa ennþá lengra syni, Hafnarfirði; Hálfdán, f. 8.3. 1924, d. 2.3. 1954, kvæntur Sigrúnu Halldórsdótt- ur, sem nú býr á Ak- ureyri með seinni manni sfnum, Jónatan Olafssyni; Jónatan Helgi, f. 27.1. 1925, d. 28.1. 1925; Halldóra Þórunn, f. 14.9. 1926, gift Hjalta Ólafi Jóns- syni, Reykjavi'k; Einar Jónatan, f. 17.2. 1928, kvæntur Margréti R. Halldórsdóttur, Bol- ungarvík; Jónína Þuríður, f. 19.3. 1930, gift Guð- mundi H. Kristjánssyni, Bolungar- vík; Sigurjón, f. 28.9. 1931, kvæntur Kristínu Magnúsdóttur, Bolungarvík; Sveinbjörn Stefán, f. 17.9. 1932, kvæntur Stellu Finn- bogadóttur, Bolungarvík; Marta, f. 19.4. 1934, d. 2.9. 1934; Marta Kristín, f. 27.8. 1935, gift Karveli Pálmasyni, Bolungarvík; Svein- barn, andv. f. 26.12. 1936. Hinn 4. júní 1949 kvæntist til baka man ég eftir kvöldi þegar ég var 8 eða 9 ára og ég, pabbi og afi vorum niðri í beitningarskúr að beita það sem vantaði upp á leguna. Allir byrjuðu á sínum bala og þegar pabbi var búinn tók hann við af mér og ég byrjaði á nýjum, þá var afi búinn og hann tók minn og ég byrj- aði á nýjum og þegar allt var upp- beitt þá hafði ég byrjað á 7 bölum. Þegar við vorum svo að labba heim til Elsu ömmu sagði afi við mig. Belli minn, nú ert þú orðinn beitningarmaður, þú beittir 7 bala. Þessu gleymi ég aldrei, ég var 2 metrum hærri þetta kvöld. Eitt get ég sagt að ef við bræðumir, ég og Maggi Már vorum latir, þá fengum við líka að heyra það. Hann afi sagði frá hvort við vorum seigir eða latir að hjálpa pabba. Hann var stríðinn og skemmtilegur karl hann afi minn og hann ljómaði þegar hann var að stríða. T.d. sumarið ’84 þegar við vorum á færunum, þá hafði ég verið við kvenmann kenndur í fyrsta sinn og þetta frétti auðvitað afi. Þegar líða tók á mánudaginn fékk ég tvo þorska á sama krókinn og þá sagði afi: Belli minn, ertu þú nú ekki of ungur fyrir þetta? Þetta hvað? sagði ég. Nú, að verða pabbi, sagði afi. Allir sem fá tvo á einn krók þeir verða pabbar og ég eyddi því rest- inni af deginum með tvo stóra og þunga netasteina í maganum. Ég var jú bara að verða 14. Já, það var gott að koma til afa og ömmu hvort sem var í Bolungarvík eða á Skag- anum. Ég á eftir að sakna hans afa. En svona er lífið og við hittumst hinum megin þegar minn tími kem- ur. Hvíldu í friði, elsku afi. Þinn Jakob Elías Jakobsson. Elsku Raggi afi, nú er þú leggur upp í þína hinstu ferð langar mig að segja svo margt. Þú varst alla tíð mjög sterkur maður, en þó einnig blíður í senn. Þrátt fyrir veikindi þín og litla heilsu var alltaf hægt að treysta á góða skapið og prakkara- skapinn hjá þér. Þú hafðir alltaf eitthvað sniðugt að segja og alltaf mætti okkur brosið þitt þegar við komum við á Skaganum, svo ekki sé minnst á fallegu bláu augun þín sem lýstust alltaf upp þegar þú varst að hugsa eða segja eitthvað sniðugt, já eða að stríða einhverjum. Það er nú ekki langt síðan ég var að tala við hana Elsu ömmu í símann og heyrði hana allt í einu segja: „Viltu koma þér þarna niður.“ Þá var nýbúið að skipta um glugga hjá ykkur og það átti að fara að mála nýju gluggana. Þú varst víst kominn hálfa leið upp í gluggakistu og ætlaðir að fara að mála sjálfur. Ég gat nú ekki annað en hlegið, því ég sá þig alveg fyrir mér að klifra upp í glugga með grallarabros á vör og glampa í aug- Ragnar Elísu Rakel Jakobsdóttur, f. 18.5. 1929 á ísafirði. Kjörfor- eldrar hennar voru Jakob R. El- íasson, f. 5.7.1897, d. 1.12.1970 og Halldóra Sigríður Jónsdóttir, f. 12.7. 1889, d. 3.10. 1980. Börn Ragnars og Eh'su eru: 1) Jakob Halldór Sverrir, f. 8.9. 1948, kvæntur Elísabetu Maríu Péturs- dóttur. Þau eiga Ijögur börn og tvö barnabörn. 2) Sveinbjörn Kristinn, f. 16.2. 1950, kvæntur Jensínu Ólöfu Sævarsdóttur. Þau eiga þrjú börn og eitt barnabam. 3) Bryndís, f. 28.2. 1951, gift Gylfa Borgþóri Guðfinnssyni. Þau eiga sex dætur og átta barnabörn. 4) Arnar Smári, f. 16.3. 1957, kvænt- ur Daðeyju Steinunni Einarsdótt- ur. Þau eiga þrjú börn. 5) Bjarni Karvel, f. 24.1. 1964, kvæntur Ar- nýju Huldu Friðriksdóttur. Þau eiga tvö börn saman og eitt átti hún áður. Ragnar starfaði lengst af sem sjómaður, var skipstjóri meðan þau bjuggu í Súðavík og starfaði síðan lengst af við fiskverkun og að útgerð með sonum sínum í Bol- ungarvík og á Akranesi. Um nokk- urra ára skeið var hann húsvörður í Sambandshúsinu í Reykjavík. Utför Ragnars fer fram frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. unum. Þetta er gott dæmi um dugn- aðinn sem hafði alltaf yfirhöndina hjá þér. Ég man þegar við Bjössi vorum nýbúin að trúlofa okkur og þú komst og baðst um að fá að sjá handjárnin, en þá varstu víst að tala um hringana okkar. Mér þótti það alltaf svolítið sniðug myndlíking hjá þér, ég veit að þér verður tekið opn- um örmum þar sem ferðin þín end- ar, og ég bið góðan Guð að geyma þig og vona að þér líði vel hjá hon- um. Ég vil að þú vitir að minning þín og prakkarinn í augum þínum munu fylgja mér alla tíð, svo lengi sem ég lifi. Guð blessi þig elsku afi minn, ég bið þess líka að hann blessi og styrki hana Elsu ömmu og leiði hana í gegnum sína miklu sorg og þennan mikla missi. Ég votta öllum aðstandendum mína dýpstu samúð er við kveðjum ástkæran og yndis- legan mann. Hvíldu í friði elsku Raggi afi. Elísa Rakel, Björn og Friðrik Rósinkar. Ég man þegar ég leit upp úr hlát- urrokunum og sökk í hafsjó augna mannsins sem kitlaði mig. Ég synti svo um þvi ég vildi leysa þennan mikla leyndardóm, hvaðan þetta gleðismitandi og sannsögla blik augnanna hans afa kæmi. Af öllum þeim litfögru þráðum sem tilvist hans hefur spunnið í hjarta mínu veit ég að enginn mun þar vaka eins og þau áhrif sem augu hans höfðu á mig. Þau sögðu allt. Ur augum hans gat ég alltaf lesið væntumþykju, kæti og síðast en ekki síst grallaraskap sem eink- enndi hann alla þá daga sem ég þekkti hann. Án nokkurra orða gat hann sagt meira á fáum augnablikum en margur megnar að segja á heilli lífstíð. Þótt hann sæti þögull í lengri tíma og horfði á sjóinn með virðing- arblik í augum varð þögnin aldrei á nokkurn hátt þrúgandi. Ég kenndi aldrei nokkurra óþæginda frá þeirri þögn. Oft er sagt að þá þú þagað getir með einhverjum vitir þú fyrst að hann er þér kær, það er fyrst núna sem ég sé hversu satt og rétt mér þótti þetta þegar ég sat og hlustaði á þögnina með afa. Annað sem alltaf mátti sjá í aug- um hans var lífsgleðin og viljinn til að halda áfram að lifa, ekki endilega fyrir sjálfan sig heldur og fyrir stoð sína og styttu, hana ömmu. Ömmu sem óhagganleg hefur staðið við hið hans í gegnum alla erfiðleika sem dunið hafa á þeim, ömmu sem öllum hleypir fram fyrir sig í röðinni, ömmu sem alltaf, alltaf hefur verið öllum til taks. Til hennar lít ég nú með stolti og aðdáun í hjarta og vona að nú verði hún verðlaunuð fyrir styrk sinn og leidd í gegnum erfiða tíma líkt og hún hefur ávallt verið tilbúin að leiða alla aðra. Ég skal aldrei reyna að gera mér í hug- RAGNAR SVEINBJÖRNSSON arlund líðan hennar á þessum tíma- mótum og engin orð finn ég hjá sjálfri mér til að reyna að lýsa upp daga hennar. Laxness sagði þó eitt sinn: „Blóm eru ódauðleg ... þú klippir þau í haust og þau vaxa aft- ur í vor, - einhversstaðar." í hjarta mínu ríkir ekki hinn minnsti vafi á því að sál sem fært hefur svo mörg- um gleði og hamingju fái á ný að standa uppi sem hin fegursta rós. María Elísabet Jakobsdóttir. Það er aldrei að vita hverjum klukkan glymur. Þó var það svo sl. sunnudagskvöld að margt benti til þess að lífshlaup móðurbróður míns væri að renna sitt skeið í okkar mannlega heimi. Hann lést aðfara- nótt sl. mánudags. Heilsu Ragga hafði hrakað frá því á Þorláksmessu. Þó komu góðar stundir á milli sem þakka ber al- mættinu. Það er ljúft að minnast þess að sl. miðvikudags- og fimmtu- dagskvöld, 8. og 9. febrúar, áttum við góðar stundir saman þar sem Raggi, þrátt fyrir veikindi sín, lifn- aði allur við, varð skýr í frásögn og viðræðu um sjósókn og skyld mál. Ragnar hefði orðið 84 ára 25. júní n.k. og því orðinn nokkuð fullorð- inn. En hann var með á nótunum um þjóðfélagsmálin og hafði ákveðnar skoðanir. Eitt held ég þó að hann hafi aldrei getað sætt sig við, en það er ófrelsið sem fiski- mönnum á smábátum hefur verið skapað á Islandi með fiskveiði- stjórnunarkerfi því sem ríkir. Raggi talaði um sjómennsku og fiskveiðar af tilfinningu og nær- færni þess sem alinn er upp við að bera virðingu fyrir náttúruöflunum og því sem aflað er á sjó og landi. Seint hefði hann kastað veiddum fiski í hafið eða á annan hátt misvirt þann afla sem úr sjó er dreginn. Frelsi fiskimannsins, óravíddir hafsins, þekking á straumum og sjógangi einkenndu og mótuðu lífs- skoðun Ragnars. Þessi viðhorf og sjónarmið ásamt sterkri réttlætis- kennd og sanngirni voru ríkir þætt- ir í fari hans sem ég minnist í þess- um kveðjuorðum. Ragnar var ekki einn á lífsleið- inni, Elísa R. Jakobsdóttir var hans trausti förunautur frá upphafi þeirra kynna. Börn, tengdabörn og barnabörn bera vott um fjölskyldu- farsæld þeirra hjóna frá upphafi þeirra kynna til síðustu stundar. Hafi ég þekkt til einstaklings sem má líkja við klett í hafinu þá er það hvernig Elsa stóð við hlið Ragga á lífsferli þeirra. Það verður ekki rak- ið hér í einstökum atriðum, en þau kynntust hörðum tímum eins og margir Islendingar sem þekkja lífs- kjör frá því fyrir seinni heimsstyrj- öld og til okkar daga. Ég minnist þess að sem barn kom ég á heimili þeirra hjóna í Súðavík, það er ein af fáum minningum mín- um þaðan. Þá voru þau í sambúð með foreldrum Elsu og minnist ég þess hve hlýjar móttökur ég fékk. Síðan þegar þau bjuggu í Sam- bandshúsinu í Reykjavík þar sem Raggi var húsvörður, fékk ég að gista hjá þeim á leið í sveitina vest- ur í Isafjarðardjúp. Þá var mér tek- ið sem einum af börnum þeirra hjóna og ég þakka þær góðu stundir sem og fleiri síðar á lífsleiðinni. Eft- ir að Raggi og Elsa fluttu á Akra- nes höfum við hjónin haft við þau traust samband og samskipti, okkur til mikillar ánægju og þær stundir lifa. Það er ekki meiningin að rifja upp eða segja hetjusögur, þær eru til staðar hjá flestum þeirra sem stundað hafa sjó og hafa mikla lífs- reynslu. Raggi hefði heldur ekki verið mjög hrifinn af einhverju slíku. En mig langar að segja frá öðru sem var og er ríkur þáttur í lífw Uppsalasystkina. Það er lífsgleðin*- glettnin og kátína í kringum har- monikkumúsik, söng og sögur frá sveitinni kæru í Seyðisfirði. Öll systkinin ólust upp við nikkuspil afa Sveina, Dana frænda, Halla og Tana. Sú lífsgleði berst vonandi mann fram af manni í okkar ætt og lifir í margbreytilegum hljóðfærum, ljóðum og söng ásamt því að verða nýtir þjóðfélagsþegnar. Við vottum þér, kæra Elsa, og börnum, tengdabörnum og barna- börnum, innilega samúð okkar við leiðarlok. Megi góð minning um eig-. ^ inmann, föður og afa lifa, með þökk fyrir góða samveru. Edda og Gísli Einarsson. Mig langar að minnast hans Ragnars eða Ragga eins og hann var yfirleitt kallaður. Það eru góðar stundirnar sem við Maggi höfum átt með ykkur Elsu. Að koma og heimsækja ykkur á Akranes er yndislegt, það er alveg sama hvenær tíma dags við komum, alltaf eru móttökurnar jafn hlýjar og elskulegar. Elsa með fullt af kræsingum í eldhúsinu og þú sitj- andi í hægindastólnum horfandi út á hafið. Þær voru ófáar sögumar^ sem þú sagðir honum Magga sem gerst höfðu í gamla daga, og alltaf hafðl Maggi jafn gaman af þeim. Umhyggja þín var mikil, það var al- veg sama hve veikur þú varst, alltaf gafst þú þér tíma til að spyrja um mig og mitt fólk í Grindavík. Ég á eftir að sakna þess að sjá brosið þitt og glampann í augum þínum. Ég vil þakka fyrir að hafa fengið að kynn- ast þér. Þú varst afinn sem ég alltaf þráði. Hvfldu í friði. Elsku Elsa, Jakob, Svenni, Bryn*- dís, Smári Bjarni og fjölskyldur, ykkur vil ég senda mínar samúðar- kveðjur. Salbjörg Júlía. Persónuteg, alhliða útfararþjónusta. Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Atlan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ 'M-J'St uiidtói; 'im uli líöiiduiiJ Utfararstofan annast meginhluta allra útfara á höfuðborgarsvæðinu. Þar starfa nú 15 manns við útfararþjónustu og kistuframleiðslu. Alúðleg þjónusta sem byggir á langri reynslu * Utfararstofa Kirkjugarðanna ehf. Vesturhlíð 2-Fossvogi-Sími 551 1266-www.utfarastofa.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.