Morgunblaðið - 18.02.2000, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 18.02.2000, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2000 47 UMRÆÐAN Skíðaganga - holl og góð hreyfíng HVER kannast ekki við að hafa fengið sam- viskubit yfir aðgerða- leysi sínu þegar frum- skógur geymslunnar er kannaður? Kostur slíkra staða er hin full- komna óvissa um hvað er handan við hornið og maður veit aldrei á hvað maður rekst næst! Fótanuddtækið, bumbubaninn alræmdi, gamla þrekhjólið og gönguskíði liggja þar ónotuð með þann eina tilgang að safna ryki. En það er ekki öll von úti enn fyrir þessi gömlu grey. Gönguskíði er víða að finna í geymslum landsmanna og ætla ég mér í þessari grein að færa rök fyrir því hvers vegna fólk ætti að taka þau fram, eða þá að kaupa sér nýjan búnað til að hafa til taks í geymslum sínum. Mikil vakning hefur átt sér stað á undanförnum árum um mikilvægi hreyfingar og heilsusamlegs lífern- is. Fólk hefur í vaxandi mæli til- einkað sér breytt viðhorf og orðið þátttakendur í þessari fjöldahreyf- ingu í átt til betri lífsstíls. Kyrr- setufólki er ekki lengur til setunnar boðið þar sem það er í sífellu minnt á að sófadagar frá 17-23 alla daga vikunnar, allt árið um kring er nokkuð sem beinlínis er ógn við heilsu þeirra og vellíðan. Aróður þessa efnis er mikill, enda ekki að ástæðulausu. Við höfum bara einn líkama sem verður að bera okkur á höndum sér þar til lífi okkar lýkur og því verðum við að hlúa vel að heilsunni. Vissulega getum við fengið ýmiskonar aukabúnað á líkamann sem óþarft er að minnast á, en þegar öllu er á botninn hvolft getum við til- einkað okkur hollar Mfsvenjur og á þann hátt fengið meira út úr lífinu en ella. Margir kostir eru í boði til þess að hreyfa sig og langar mig hér að fjalla um það út- breiðslustarf sem unnið er innan Skíða- sambands Islands, SKÍ, hvað skíðagöngu varðar. Undanfarin sex ár hefur SKI staðið fyrir umfangsmiklu út- breiðsluátaki með yfirskriftinni Skíðagöngukennsla fyrir almenn- ing. Tilgangur átaksins er að gefa almenningi kost á að kynnast íþróttinni og fá kennslu í grunnat- riðum hennar. Kennslan er almenn- ingi að kostnaðarlausu í samvinnu við fyrirtæki og sveitarfélög. Fólk sem kemur í kennslu til okkar get- ur fengið útbúnað að láni án endur- gjalds við kennsluna. Átakið hefur notið mikilla vinsælda meðal al- mennings og hefur SKI ferðast vítt og breitt um land í þessu skyni. Síð- asta vetur var metþátttaka hjá okk- ur jjegar um 6.000 manns voru með. I vetur ætlum við að einbeita okkur að höfuðborgarsvæðinu og munum við bjóða almenningi upp á kennslu á fleiri stöðum hér sunnan- lands en áður hefur verið. Með því viljum við koma til móts við fólk á svæðinu og hafa viðtökur nú þegar verið mjög góðar. Ennfremur höf- um við á síðustu árum boðið fyrir- tækjum, starfsmannahópum, skokkhópum og öðrum hópum upp á kennslu og hefur aukningin verið mikil á því sviði. Áhugasamfr geta haft samband við okkur með tölvu- pósti, netfang okkar er ski@toto.is. Upplýsingar um væntanlega dag- skrá verður að finna á íþróttasíðum DV og á visir.is. Dagskráin verður einnig uppfærð á textavarpi RÚV á Hreyfing Skíðaganga, segir Bjarni Friðrik Jóhannesson er ein besta alhliða hreyfíng sem völ er á. síðu 369 í allan vetur. Auglýsinga- veggspjöldum verður einnig dreift á alla kennslustaði. Okkur hefur í gegnum tíðina reynst erfitt að birta dagskrá langt fram í tímann sökum veðurfars, en viljum benda fólki á að dagskráin tekur stöðugum breytingum og því um að gera að hafa augun opin. Að gefnu tilefni vil ég taka það fram að fólk þarf ekki að skrá sig fyrirfram í almennings- kennslu okkar, heldur bara að mæta á staðinn. Styrktaraðilar átaksins í ár eru Bakkavör hf., Ingvar Helgason hf., Olís, Tóbaksvarnarnefnd, DV, Nan- oq, Fálkinn, Útilíf, Intersport og Leppin. Þetta eru þeir aðilar sem gera okkur kleift að halda þessu mikla starfi gangandi. En hvers vegna ætti ég að vilja Bjarni Friðrik Jóhannesson Röskva vill bæta aðstöðu háskólanema Húsnæðisvandi Há- skólans verður sífellt alvarlegri. Bygginga- framkvæmdir hafa ekki haldist í hendur við aukinn fjölda nem- enda og því er brýnn skortur á kennslustof- um, lesaðstöðu og tölvuaðstöðu. Röskva hefur í vetur hafið markvissa baráttu fyr- ir betri aðstöðu. Tók hún málið m.a. upp á háskólafundi þar sem samþykkt var að Há- skólinn markaði sér skýra stefnu í aðstöðu- málum stúdenta. Einn- ig var haft gott samráð við yfirmenn Háskólans, kennara og nemendur um bráðabirgðaaðgerðir þar sem ástandið var verst. Röskva hefur nú sett fram skýra húsnæðisstefnu fyrir kosningarnar til Stúdentaráðs og háskólaráðs hinn 23. febrúar næstkomandi. Aukinn þrýstingur á stjórnvöld Röskva leggur höfuðáherslu á markvissan þrýsting á stjórnvöld um aukið fé til byggingaframkvæmda. Eins og staðan er í dag byggjast fjárveitingar til nýbygginga og við- halds Háskólans nær eingöngu á afkomu Happdrættis Háskóla íslands. Þótt happ- drættið hafi verið góð hugmynd fyrr á öldinni er Ijóst að aukið fé þarf að koma úr ríkissjóði, enda um ótrygga fjár- mögnunarleið að ræða. Opna þarf augu stjórn- valda iýrir þeirri miklu nemendaaukningu sem qrðið hefur í Háskóla íslands. Einnig þarf virkt að- hald með Háskólanum sjálfum, þannig að þær bygginga- framkvæmdir sem svigrúm er til fyr- ir séu raunhæfar og hagkvæmar. Meginmarkmiðið er að veita sem flestum aðstöðu en ekki að byggja listaverk. Betri nýting Bókhlöðunnar Auk meginmarkmiðsins um aukið fé úr ríkissjóði vill Röskva hrinda í framkvæmd skipulögðum bráða- birgðaaðgerðum til að slá á brýnustu húsnæðisþörfina. Röskva vill nýta Stúdentarád Ef Háskólinn vill ekki dragast aftur úr, segir Margrét Vilborg Bjarnadóttir, er brýnna úrbóta þörf í húsnæðismálum. Þjóðarbókhlöðuna betur með skil- virku skráningarkerfi. Einnig vill Röskva kanna möguleika á fjölgun lesborða á fyrstu hæð safnsins og að þar verði komið upp nestisaðstöðu. Kennslustofur opnaðar Röskva vill að kennslustofur verði opnaðar sem lesaðstaða utan kennslustunda. Slíkt þarf að gera á skipulegan hátt svo ljóst sé hvar megi lesa og hvenær. Það er synd að horfa upp á læstar kennslustofur meðal skorturinn á lesaðstöðu er jafn mikill og raun ber vitni. Fleiri lesborð Nauðsynlegt er að Háskólinn nýti sem best þær byggingar sem fyrir Margrét Vilborg Bjarnadóttir ^vié/f4\v\\ Brúðhjón Allnr I)orðbUnaður - GIæsi 1 eg (jjáfdvara - Brúðhjóndlistar VERslunín Laugavegi 52, s. 562 4244. fara á gönguskíði? Skíðaganga er éin besta alhliða hreyfing sem völ er á og reynir á flesta vöðva líkam- ans. Allar hreyfmgar em mjúkar, fitubrennsla er mikil og hver og einn ræður því sjálfur hve hratt hann fer yfir. Það er vitaskuld með skíðagönguna eins og allt annað að æfingin skapar meistarann. En það er rnikill misskilningur að skíða- ganga sé ekki fyrir hvern sem er. Á síðustu árum hefur skíðagangan orðið vinsæl almenningsíþrótt og sí- fellt fleiri slegist í hóp þeirra sem vilja nýta sér kosti þessarar hollu og góðu íþróttar. Skíðagangan er fyrir alla og er afar góð fjölskyldu- íþrótt. Þess vegna viljum við hvetja fólk sem ekki hefur prófað þennan valkost, eða þarfnast leiðbeiningar um hvernig bera eigi sig að, til þess að nýta sér það starf sem er unnið í þessum efnum á vegum Skíðasam- bandsins. Við erum þeirrar skoðunar að skíðaganga sé spennandi kostur og hin gríðarmikla aukning iðkenda síðustu ár staðfestir að almenning- ur er sama sinnis. Iþróttina er hægt að stunda alls staðar svo fremi sem snjór og eitthvert slétt- lendi sé fyrir hendi og er afar góð fjölskylduíþrótt. Aðbúnaður skíða- manna hefur batnað mjög síðustu ár, þótt vissulega megi alltaf gera betur í þeim efnum. Eg vil sérstak- lega benda á Heiðmörk, en hún er eitt allra skemmtilegasta útivistar- svæði landsins að mínu mati. Þar er hægt að ganga á skíðum innan um skóglendið í fjölbreyttu landslagi, sem verður nú að teljast framandi fyrir okkur íslendinga. Göngu- brautir eru troðnar á meðan að- stæður leyfa og aðgengi að svæðinu er yfirleitt gott. Þegar þessi orð eru skrifuð er snjórinn kominn aftur og veðurguð- irnir aftur farnir að taka tillit til okkar skíðafólksins. Enginn veit hve lengi þetta ástand varir, en við verðum bara að bíða og vona að við fáum meiri snjó. Við höfum þó alltaf möguleikann á að dansa snjódans- inn ef bið verður á frekari snjó- eru. Röskva vill t.d. vinna að því að fá aftur þá lesbása sem töpuðust í Odda þegar nýja tölvuverið þar var opnað á efstu hæðinni. Það er ófært að flytja alla lesaðstöðu út úr bygging- um Háskólans yfir í Þjóðarbókhlöðu sem engan veginn getur tekið á móti þeim fjölda stúdenta sem stundar nám við skólann. Brýnna úrbóta er þörf Ef Háskólinn vill ekki dragast aft- ur úr er brýnna úrbóta þörf í hús- næðismálum. Röskva mun berjast af krafti fyrir slíkum umbótum, enda er Háskólinn vinnustaður tæplega 7.000 nemenda sem þurfa aðstöðu til að búa sig sem best undir framtíðina. Höfundur er verkfræðinemi og skipar 5. sæti á lista Röskvu til Stúdentaráðs. Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður. Nýbýlavegi 12, sími 5544433 komu, en við skulum vona að til þess þurfi ekki að koma! Ég vil því hvetja þig lesandi góð- ur til að nýta tækifærið á meðan snjórinn er ti! að draga fraJþj gönguskíðin úr kjallaranum og slást í hópinn með okkur. Þeim sem ekki eiga útbúnað vil ég benda á að skíðabúðirnar bjóða upp á hagstæð tilboð þar sem unnt er að fá skíði, skó, bindingar og stafi saman í pakka á mjög góðu verði. Mikil söluaukning hefur orðið hjá skíða- búðunum, sem er til marks um vax- andi áhuga almennings á skíða- íþróttinni. Við munum jafnframt dreifa upplýsingum um gönguskíða- tilboð frá Nanoq, Fálkanum, Utilífi og Intersport til þátttakenda í kennslu okkar í vetur. Ég vonast tffr' að sjá sem flesta með okkur í vetur, gangandi á skíðum í átt til betra lífs. Höfundur situr ínorrænu- greinanefnd SKI. CQ 3 ÖJ 0588 55 30 Bréfsimi 588 5540 o> c 3 00 <Ð (O Sæberg Þórðarson, löggiltur fasteigna- og skipasali, Háaleitisbraut 58, sími 588 5530, gsm 897 6657. Opið mán.-fim. frá kl. 8-17 og þriðjudaga frá kl. 8-18 4ra-6 herb. KAMBSVEGUR - NEÐRI SÉRHÆÐ Vorum að fá í sölu fallega 4ra herbergja íbúð, 95 fm, á 1. hæð, parket á gólfum. FAL- LEG EIGN MEÐ GÓÐA STAÐ- SETNINGU. V. 11,5 M. 1674 EFSTALAND Höfum í einka- sölu fallega 3-4ra herbergja íbúð á 2. hæð. Parket, stórar suðursvalir. EIGN MEÐ GÓÐA STAÐSETN- INGU. V. 9,5 M. 1670 3ja herb. MIKLABRAUT - SÉRINN- GANGUR Höfum f einkasölu 3ja herbergja íbúð, 63 fm, á jarð- hæð í þríbýlishúsi, með sérinn- gangi. Nýir gluggar og þrefalt hljóðeinangrunargler með hljóð- vörn. Tvö herbergi. V. 6,9 m. Ahv. 3 M.1607 ÁLFASKEIÐ - HF. - M. BÍLSKÚR Höfum í einkasölu 3ja herbergja íbúð, 86 fm, á 1. hæð í góðu fjölbýlishúsi ásamt góðum 24 fm bílskúr. ÁHV. BYGGINGASJÓÐUR. 4,9% VEXTIR. V. 8,9 M. 1658 2ja herb. SAFAMÝRI - SÉRINN- GANGUR Höfum í einkasölu 2ja herbergja íbúð, 50 fm, á jarð- hæð, með sérinngangi. Parket. GÓÐ STAÐSETNING. V. 5,9 M. Áhv. 3,0 M. 1664 NJÁLSGATA - SÉRHÆÐ Höfum til sölu 50 fm 2]a herb. á sértiæð. Parket. V. 5,3 m. Áhv. 2,7 m. 1478 Byggingaplatan WD(E©(S® sem aliir hafa beðið eftir VIROC®byggingaplatan er fyrir VIROCbyggingaplatan er platan'’! 7 veggi, loft og gólf sem verkfræðingurinn getur VIROC byggingaplatan er eldþolin, fyrirskrifað blint. vatnsþolin, höggþolin, frostþolin og hljóðeinangrandi VIROCbyggingaplötuna er hægt að nota úti sem inni VIROCbyggingaplatan er umhverfisvæn PÞ &CO Leitið frekari upplýsinga Þ.ÞORGRÍMSSON & CO ÁRMÚtA 29 S: 553 8640 & 568 6100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.