Morgunblaðið - 18.02.2000, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 18.02.2000, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2000 55 Morgunblaðið/Ásdís Tveir þátttakendur úr Rcykjavíkurmaraþoni vígja hlaupabrettið; Berglind Anna Bjarnadóttir og Óli Vernharður Ævarsson. Með þeim eru Jóhannes Jónsson, eigandi Bónuss, og sjúkraþjálfararnir Helga Bogadóttir og Steinunn Unnsteindsóttir. Barnaspítalinn fær hlaupabretti BÓNUS, sem var einn af styrktar- aðilum Reykjavíkurmaraþons í fyrra, ákvað að gefa Barnaspítala Hringsins þúsund krónur með hverju barni sem þátt tók í mara- þoni eða skemmtiskokki. Alls hlupu sex hundruð börn og lagði Bónus því fram 600 þúsund krónur. I samráði við forráðamenn Barnaspítalans og Reykjavíkur- maraþons var ákveðið að nota féð til að efla endurhæfingu á Barna- spítalanum og keypt hlaupabretti fyrir börn ásamt öryggisbúnaði. Kostaði búnaðurinn alls um eina milljón króna og lagði Bónus einn- ig til viðbótarféð og var gjöfin af- hent nýlega. Tvö börn sem þátt tóku í maraþoninu vígðu hlaupa- brettið. Sýningin Handverk og ferða- þjónusta í Höllinni FERÐAMÁLASAMTÖK íslands og handverksfólk hafa tekið höndum saman um að sýna fólki það áhuga- verðasta sem er að gerast í íslensku handverki og ferðaþjónustu á lands- byggðinni. Unnið er að kappi við undirbúning sýningarinnar sem verður haldin í Laugardalshöll dagana 28. apríl til 1. maí. Undirtektir hafa verið góðar og ljóst er að sýnendur verða fjölmargir. íslenskt handverk hefur verið í mikilli sókn undanfarin ár. Fjöldi fólks um land allt hefur lagt mikla vinnu í að þróa hugmyndir sínar og framleiðslu og íslenskar handverks- vörur njóta æ meiri vinsælda meðal þjóðarinnar jafnt sem erlendra ferðamanna. Handverksfólk frá Grænlandi og Færeyjum sýnir á sýningunni og geta áhorfendur borið saman fram- leiðslu þjóðanna. Reynt hefur verið að ná til sem flestra væntanlegra sýnenda, en þeim sem ekki hafa fengið boð um þátttöku á sýningunni er bent á að hafa samband við skifstofu sýningar- innar, Laugavegi 3, sem allta fyrst til að tryggja sér öruggt sýningarpláss. Fundur um sjávarútvegs- og kvótamál ALMENNUR fundur um sjávarút- vegsmál og kvótamál verður haldinn laugardaginn 19. febrúar kl. 11 í Al- þýðuhúsinu, Hafnarfirði. Framsögu á fundinum hafa: Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráð- herra, Hjálmar Árnason, alþingis- maður og Jóhann Ársælsson, alþing- ismaður. í pallborðsumræðum verða, auk ofangreindra: Guðrún Lárusdóttir, útgerðarmaður og Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Félags smábátaeigenda. Umræður stjórnar Guðmundur Árni Stefánsson, alþing- ismaður. Lýst eftir vitnum LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að umferðaróhappi sem átti sér stað á bifreiðaplani austan við hús nr. 39 í Síðumúla 16. febrúar milli kl. 18.30 og 19.40. Ekið var utan í hvíta Renault Meg- ane bifreið, árgerð 1997 með skrá- setningarnúmerinu MJ-333. Bif- reiðin stóð mannlaus í bifreiðastæði en tjónvaldur ók af vettvangi. Þeir sem upplýsingar kynnu að geta veitt um mál þetta eru vinsamlega beðnir um að hafa sam- band við lögregluna í Reykjavík. Sýning á loðfeldum SAMBAND íslenskra loðdýra- bænda og Eggert feldskeri standa að sýningu á skinnum og loðfeldum á Hótel Sögu laugardaginn 19. febrúar nk. Húsið verður opnað fyrir almenning kl. 13, verðlauna- afhending hefst kl. 13.30 og tísku- sýning á vegum Eggerts feldskera verður kl. 14. Tríó Ólafs Stephen- sen leikur undir. Á sýningunni má sjá skinn frá allflestum loðdýrabúum á landinu og verða til sýnis yfir 600 skinn í helstu litaflokkum sem íslenskir loðdýrabændur framleiða. Veitt verða verðlaun fyrir stigahæsta búnt í hverjum litaflokki, þ.e. búnt með fimm minkahögnaskinnum eða þremur refaskinnum, þar sem gef- in eru stig fyrir stærð, gæði, lit og hreinleika í litnum. Einnig eru veitt verðlaun fyrir bestu verkun á skinnum. Það er von íslenskra loðdýra- bænda að sem flestir láti sjá sig á sýningunni og fræðist um skinna- framleiðslu, hönnun loðfelda o.m.fl., segir í fréttatilkynningu. Barnadagskrá í Garðabæ VETRARFRÍ er í grunnskólum Garðabæjar dagana 21.-23. febrúar. Af þvi tilefni stendur Bókasafn Garðabæjar fyrir dagskrá fyrir börn. Dagskráin er fjölbreytt og hefst mánudaginn 21. febrúar kl. 10 með gátukeppni og myndbandssýningu. Kl. 14 sama dag kemur Ragnheiður Stephensen handbolta-„Stjarna“ og les upp úr uppáhaldsbarnabókinni sinni. Þriðjudaginn 22. febrúar kl. 10-12 verður sögusmiðja, brandara- keppni og myndbandssýning. Kl. 14 kemur Gunnar Helgason leikari og rithöfundur og verður með eitthvað skemmtilegt sprell í farteskinu, seg- ir í fréttatilkynningu. Miðvikudaginn 23. febrúar kl. 10-12 verður bóka- getraun og myndbandssýning og eft- ir hádegið kl. 14 kemur Helga Þ. Steffensen og sýnir brúðuleikhús. Gömlu dansarnir GÖMLU dansarnir verða haldnir í Hreyfilshúsinu 19. febrúar á vegum Félags harmonikuunnenda. Leiðrétt kort ÓNÁKVÆMNI var í korti, sem birtist í Morgunblaðinu í fyrradag af lóðinni, sem borgin hefur veitt Islenskri erfðagreiningu fyrirheit um í Vatnsmýrinni. Á kortinu tók lóð IE yfir þjónustumiðstöð gatna- málastjóra við Eggertsgötu en svo mun ekki vera, að sögn Stefáns Hermannssonar, borgarverkfræð- ings, heldur stendur til að úthluta fyrirtækinu 18.000 fermetra lóð austan við þjónustumiðstöðina. Dekraðu við konuna í lífi þínu með ROMANCE konudagsilminum. Hjá okkur færð þú góða þjónustu og gjöf fyrir þig í kaupbæti. Glæsibær snyrtivöruverslun, s. 568 5170, Hygea Kringlunni, s. 533 4533, Hygea Laugavegi, s. 511 4533, Libia Mjódd, s. 587 0203, Snyrtivv. Sara Bankastræti, s. 551 3140, Sigurboginn Laugavegi, s. 561 1330, Andorra Hafnarfirði, s. 555 2615, Bylgjan Kópavogi, s. 564 2011, Bjarg Akranesi, s. 431 2007, Fína Mosfellsbæ, s. 568 8000, Hilma Húsavík, s. 464 1837, Hjá Maríu Akureyri, s. 462 1730, Miðbær Vestmannaeyjum, s. 481 1505.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.