Morgunblaðið - 18.02.2000, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
+ Thorsten Folin
fæddist í París
27. desember 1911.
Hann lést í Dander-
yd-sjúkrahúsinu í
Stokkhólmi 13. jan-
úar síðastliðinn á 89.
aldursári. Thorsten
Folin ólst upp að
mestu leyti í Svíþjóð
en dvaldist einnig
um tíma á æskuár-
um í Frakklandi og í
Québec-fylki í Kan-
ada. Faðir hans var
sænskur, Thorild
Folin að nafni. Var
hann umsvifamikill athafnamað-
ur og verksmiðjueigandi í papp-
írsiðnaði. Móðir Thorstens var
frönsk og hét Marguerite de la
Moussaye de Keregano. Hún var
af gamalli og þekktri greifaætt í
Vestur-Frakklandi. Thorsten var
elstur fjögurra systkina. Hin
systkinin voru: 1) Lennart,
myndlistarmaður (f. 1913). 2)
Margret, læknisfrú á Skáni (f.
1915). 3) Victor, lögfræðingur (f.
1919). Bræður Þorsteins eru báð-
ir látnir en Margret lifir.
Thorsten - Þorsteinn eins og
Thorsten Folin er látinn. Hann
hafði búið við nokkra vanheilsu und-
anfarin tvö ár og mikil veikindi síðan
á nýliðnum jólum.
Thorsten - Þorsteinn eins og Is-
lendingar kölluðu hann - var fæddur
27. desember 1911 í París. Hann var
kominn af merku fólki í báðar ættir.
Móðir hans, Marguerite de la Mouss-
aye de Keregano, var frönsk. Hún var
af gamalli greifaætt frá norðaustan-
verðum Bretaníuskaga í Vestur-
Frakklandi. Hún fór, þunguð og kom-
in langt á leið, með jámbrautarlest
' frá Svíþjóð til Parísar til þess að eign-
ast bamið. Var það til að tryggja að
ungviðið sem þá sá dagsins ljós nyti
arfborinna réttinda sinna í Frakk-
landi. I heiminn kom hraustur og
efnilegur drengur sem skírður var
Thorsten. Um aðalsætt hans, sem
einnig teygir anga til Norður-Frakk-
lands og Hollands, eru til skráðar
heimildir allt frá 12. öld a.m.k. Ætt-
arkastalinn á Bretagne er enn við
lýði.
Faðir Thorstens var sænskur.
Hann hét Thorild Folin. Var hann
umsvifamikill athafnamaður í papp-
írsmassaiðnaði og byggði verksmiðj-
ur í því skyni, ekki aðeins í Svíþjóð
heldur einnig í Frakklandi og Kan-
• ada. Föðurbróðir Thorilds, Victor
Folin, var brautryðjandi í sænskum
pappírsiðnaði. Störfuðu þeir frændur
saman að því að þróa þessa fram-
leiðslu.
Þorsteinn sleit bamsskónum að
mestu í Bergvik, litlum bæ í Hels-
ingjalandi í Norður-Svíþjóð, en þar
um slóðir rak fjölskyldan öflugan
sellulósaiðnað. Hann fór í mennta-
skóla í Söderhamn, sem er nærlendis,
og tók þar stúdentspróf. Þorsteinn
var íþróttamaður á námsámnum,
einkum í frjálsum íþróttum, var t.d.
með bestu mönnum Svía þá í 400
metra hlaupi.
Að loknum menntaskóla gekk Þor-
steinn í sænska ríkisherinn. Stundaði
hann íyrst nám í tveimur háskólum
hersins og varð verkfræðingur og
liðsforingi. Síðan þjónaði hann í ýms-
um deildum stórskotaliðs og flughers.
Hann starfaði á árunum 1946-1949 í
herforingjaráðinu í Stokkhólmi og
annaðist þar kennslu og þjálfvm ung-
liða við háskóla flughersins. Seinast
varð Þorsteinn yfírmaður hersvæðis-
stjómarinnar í Skövde í Suður-Sví-
þjóð.
Þorsteinn fór á eftirlaun sem of-
ursti frá sænska hemum árið 1967.
Tók hann þá að stunda verðbréfavið-
skipti, svo sem áður hafði gert faðir
"* hans á efri árum. Viðskiptin gengu
vel og varð fjárhagur Þorsteins vel
stæður og traustur.
Thorsten Folin var ættrækinn
maður og lagði sig fram um að halda
sambandi við skyldfólk sitt, sem bjó
m.a. í Svíþjóð, Frakklandi og Eng-
landi.
Þorsteinn var þrígiftur. Fyrsta
' kona hans hét Kerstin. Með henni átti
íslendingar kölluðu
hann - gekk að
loknu stúdentsprófi
í sænska ríkisher-
inn, stundaði nám í
háskólum hans og
varð verkfræðingur
og liðsforingi. Þjón-
aði hann í ýmsum
deildum hersins
víða um Svíþjóð, þ.á
m. í herforingjaráð-
inu í Stokkhólmi.
Þorsteinn fór á eft-
irlaun frá hernum
sem ofursti árið
1967. Eftir það
fékkst hann aðallega við verð-
bréfaviðskipti.
Thorsten Folin var þrígiftur:
1) Kerstin. Þau áttu saman dótt-
urina Charlotte (f. 1943). Thor-
sten og Kerstin skildu. 2) Krist-
ine. Hún átti þrjár dætur af fyrra
hjónabandi. Kristine dó 1976. 3)
Sigrún Jónsdóttir, kirkjulista-
kona og kennari frá Islandi. Þau
giftust 1983. Hún átti þá flmm
uppkomin böm.
lítför Folin fer fram frá Lid-
ingö-kirkju við Stokkhólm í dag
og hefst athöfnin klukkan 10.30.
hann dótturina Charlotte. Þau hjón,
Þorsteinn og Kerstin, skildu. Hafa
mæðgumar búið lengi í Lundúnum.
Önnur kona Þorsteins, Kristine, sem
átti þrjár dætur af fyrra hjónabandi,
dó 1976. Nokkrum árum síðar kynnt-
ist hann Sigrúnu Jónsdóttur, vefnað-
arlistakonu og kennara frá Islandi.
Þau giftust árið 1983. Bjuggu þau í
stóru, fallegu húsi við Södra Kungs-
vágen 250 á Lidingö, eyju rétt austan
við Stokkhólm. Ráku þau þar saman
myndarlegan rausnargarð. Öðru
hverju dvöldust þau hjón á Islandi, í
íbúðinni sem krýæir húsið á Skóla-
vörðustíg 12 í Reykjavík, og í „Höll“
Sigrúnar, sumarhúsi hennar í átthög-
unum að Vík í Mýrdal. Hefur fjöldi
manns, einkum íslenskir vinir og
kunningjar en einnig margir útlendir,
notið á öllum þessum stöðum gest-
risni þeirra og alúðar.
Eg sem þessar línur rita var tengd-
ur Þorsteini Folin vegna þess að kona
mín, Svava Siguijónsdóttir, er dóttir
Sigrúnar Jónsdóttm-. Var með okkur
mikil og náin vinátta. Auk þess sem
við Svava nutum gistivináttu þeirra
hjóna heimsóttu þau okkur oft, þ.á m.
mörg árin sem við bjuggum í París
(1980-1983 og 1992-1998) og í New
York (1988-1992). Stundum komu
þau saman en einstaka sinnum líka
sitt í hvoru lagi. Þorsteinn var afskap-
lega góður, viðfelldinn og þægilegur
gestur. Gaman var að fylgjast með
honum þegar hann hreiðraði um sig í
djúpum hægindastól og las stjömu-
fræðirit lengi, niðursokkinn og salla-
rólegur. Einnig er minnisstætt þegar
hann leigði sér bíl í New York og
keyrði með Sigrúnu til Kanada þar
sem hann hafði átt heima um tíma
sem drengur, í smábæ milli Montréal
og Québec, þegar faðir hans stjómaði
pappírsverksmiðju þar. Hann fann á
þessari slóð gamlar rætur, bæði fólk
sem mundi og kunnugleg mannvirki.
Thorsten Folin var sannur herfor-
ingi eins og menn geta ímyndað sér
þá besta. Hann var glæsimenni og
bar sig vel á velli fram undir hið síð-
asta. Hann hafði ákveðnar skoðanir á
málum, var fastur fyrir og strang-
heiðarlegur. Það sópaði að Þorsteini.
Hann hafði og til að bera náttúrlega
kurteisi, tillitssemi og velvilja. Fólk
laðaðist að honum og þótti vænt um
hann.
Um manninn Thorsten Folin má
raunar segja svipað og einhvern tíma
var skrifað um Cleomenes Spart-
veijakonung, sem ríkti þar í borg fyr-
ir 2222 ámm (227-221 f. Kr.): hann
hafði sjarma sem sjaldgæfur er nema
til komi fágun margra ættliða.
Þessi öðlingur og heiðursmaður er
nú allur. Eg vil fyrir hönd okkar
Svövu, svo og fjölmargra vina hans á
Islandi, þakka Thorsten Folin - Þor-
steini - fyrir kær og ógeymanleg
kynni. Vandaður þegn er horfinn á
braut, drengur góður genginn veg
allrar veraldar. Signi hann sól.
Andri ísaksson.
Thorsten Folin, eða Þorsteinn eins
og við kölluðum hann í hinum íslenska
armi fjölskyldunnar, þriðji eiginmað-
ur móður minnar, er fallinn. Þessi
heiðursmaður og höfðingi skilur eftir
sig stórt tómarúm, sem þó fyllist
skjótt af minningum um mikinn
mann. Minningum, sem nú leiftra í
huga mínum eins og ljóseindir og ör-
eindapör í hinu eðlisfræðilega tóma-
rúmi, sem við ræddum svo oft um.
Sýndarveruleiki, sem er svo sannur,
að tilveran stæðist ekki án hans.
Jafnsannur og góður orðstír ágæts
manns, sem aldrei deyr.
Ég kynntist Þorsteini fyrir tæpum
tveimur áratugum, þá hann og móðir
mín höfðu fellt hugi saman. Hún var
þá að jafna sig eftir harðvítuga bar-
áttu við illkynja mein og erfiða lækn-
ismeðferð. Fyrir utan glæsileika,
höfðingsskap og kurteisi held ég að
hún hafí fallið fyrir samlíðan og hjálp-
semi, sem Þorsteinn sýndi henni á
þessum erfíðu tímum. Þótt hún sjálf
trúi á mátt sinn og megin, auk hins al-
máttka Guðs, er ekkert jafn mikil-
vægt mönnum á jörðinni og hjálp
meðbróður. Þorsteinn var þá ekkju-
maður og sestur í helgan stein. í móð-
ur minni sá hann líka konu fulla af
lífsvilja og sköpunarmætti, sem lífg-
aði upp á gráan hversdagsleika hins
einstæða manns.
Móðir mín náði sér skjótt og fyllti
nánasta umhverfi lífí og fjöri, svo hinn
helgi steinn bergmálaði. Það var kátt
í höllinni og meira fjör en Þorsteinn
hafði hugsað sér í upphafi. En hann
tók sér nýtt hlutverk, sem ekki var
fjarri honum, höfðingjanum. Gest-
risni þeirra hefi ég því notið marg-
sinnis á mörgum undaniomum árum,
þegar ég heimsótti þau á Lidingö. Við
þá eyju er leiðvangur skipa sem sigla
til Stokkhólms, og svo hefur verið um
aldir.
Móðir mín, sem er Skaftfellingur í
húð og hár, henti oft gaman að því, að
þau gen sem gera hana svolítið sér-
staka gætu verið franskir arfberar er
bylgjan bar forðum á land í Meðal-
landsfjöru, sem síðan skolaði upp í
einhverja hjónasængina þama í tíma-
rúminu. Þetta voru skipbrotsmenn,
sjómenn frá Bretagneskaganum.
Kannski var það sú manngerð, sem
spratt fram af þessum arfberum, sem
heillaði Þorstein þegar hann kynntist
móður minni. Einhver samhljómur
aldanna. Móðir Þorsteins var nefni-
lega af frönskum aðalsættum frá
Bretagne. Handan hafsins, á Leið-
vangseyju, snem þessi gen að lokum
vöngum saman, á nýjum stað í tíma-
rúminu.
Strax við fyrstu kynni okkar Þor-
steins kom í ljós, að við áttum sameig-
inlegt áhugamál, stjarneðlisfræðina,
þar sem skammtafræðin og afstæðis-
kenning Einsteins sameina hið ör-
smáa og hið risavaxna, sem urðu eitt,
heimsfræðin (cosmologian). Við
teygðum okkur heimsenda á milli, en
reyndum þó að forðast svarthol eigin
vanþekkingar. Ég dáðist að því hve
þessi emi öldungur fylgdist vel með
öllum nýjungum á þessu sviði. Hann
kaus að lesa þessi fræði á móðurmáli
sínu, frönskunni. Og þegar hann kom
frá París var hann oft klyfjaður bók-
um um heim hins smæsta og hins
stærsta. Við skeggræddum sköpun
heimsins í Miklahvelli, ofurþenslu
tímarúmsins í kjölfarið og myndun
efnisins. Við lifðum meðal stjama og
skoðuðum hugmyndir vísindamanna
um þróun þeirra og hvemig örlög
stjamanna urðu okkar líf að lokum.
Við ræddum þó aldrei, held ég, um líf
eftir okkar eigin dauða. Og þótt sköp-
unarverkið væri okkur hugleikið töl-
uðum við heldur aldrei, held ég, um
skaparann. Hann er líka eins og rit-
hönd á óskrifuðu blaði? Eða var hann
kannski, þrátt fyrir allt, stærðfræð-
ingur í huga Þorsteins? Er líf Þor-
steins nú ef til vill falleg stærðfræði-
formúla, fagur tónn í eilífri
örlagasymfóníu?
Ég kveð Þorstein nú með þakklæti
fyrir ánægjulega samferð um heima
og geima. Og ef við eigum eftir að
hittast síðar fáum við kannski svör við
spumingum okkar.
Lifiídimmu
dulúðugu lofti.
Líthiminhnetti
umhábjartandag.
Lifi meðal stjama,
ofar laufskrúði vorsins.
Ofarþokusemfær
trén að tárast,
laufinaðlíðaniður
ámarblettihaustsins.
Lifi á nöktum greinum
vetramætur.
Lífi sem löngu
erliðið.
Sigurður V. Sigurjónsson.
Sænskur maðui’ deyr í heimaborg
sinni Stokkhólmi eftir stutta legu.
Umferðarpestir höfðu hrjáð hann
en þegar hann sjálfur og aðstandend-
ur hans héldu að batinn væri á leið-
inni sló honum niður aftur og hann
lézt úr lungnabólgu, 88 ára að aldri.
Ungur maður gekk Thorsten Folin
í sænska herinn og var löngu kominn
á eftirlaun, þegar við kynntumst.
Leiðir okkar lágu saman, vegna þess
að örlögin beindu honum til Islands.
Löngu kominn yfír miðjan aldur,
eins og kallað er, verður hann brenn-
andi ástfanginn af íslenzkri konu,
Sigrúnu Jónsdóttur, frænku konu
minnar, Brynju Benediktsdóttur.
Sigrún er þekktust hér heima fyrir
kfrkjulega list.
Hjónin Sigrún og Thorsten áttu að
baki fyrri hjónabönd og uppkomin
böm.
Er þau voru komin hingað til
Reykjavíkur í fyrsta sinn þótti Thor-
sten þó ekki rétt að þau byggju sam-
an fyrr en að nokkrum formsatriðum
frágengnum.
Þess vegna fengum við hjónin þann
heiður og ánægju að fá að vera gest-
gjafar Thorsten Folin um skeið á
heimili okkar Laufásvegi 22. Þessa
gistivináttu áttu þau Sigrún og Thor-
sten margfalt eftir að endurlauna í
litlu höllinni sinni, þar sem þau
bjuggu á Södra Kungsvágen 250 á
Lidingö í Stokkhólmi.
Aldursmunur okkar Thorstens var
þó nokkur. Thorsten vai- sjö ára í lok
fyrri heimsstyrjaldarinnar, en ég var
sjö ára við upphaf þeirrar seinni.
Okkur varð samt sem áður strax vel
til vina, og ég varð hrifinn, þegar
hann dreif í því að fá sér kennslubæk-
ur til að kynna sér íslenzka tungu.
Þótt fundir okkar væru stopulir, enda
átttum við heima sinn í hvom landinu,
og yrðu þess vegna ekki margir, þá
nutum við hjónin hverrar stundar
með þeim Sigrúnu og Thorsten. Öll-
um var auðvelt að bera virðingu fyrir
þessum prúða, drengilega og háttvísa
manni.
Við hjónin samhryggjumst inni-
lega Sigrúnu, ekkju hans, og dóttur
hans, Charlotte. Éinnig samhryggj-
umst við bömum Sigrúnar og bama-
bömum, sem fengu að þekkja og vera
samvistum við þennan heiðursmann.
Erlingur Gislason.
Við Södra Kungsvágen á Lidingö
stendur reisulegt, aldargamalt stein-
hús með rauðu múrsteinsþaki. Af efri
hæðum hússins er fagurt útsýni yfír
Riddarafjörðinn og þar líða Finn-
landsferjurnar hjá með landinu.
Lauftrén í garðinum gnæfa við
himin og veita forsælu á heitu sumar-
síðdegi. A neðstu hæð hússins er
bókasafn og veglegir veislusalir,
svefnherbergi á hæðum og í hátimbr-
uðu risinu em vinnustofur. Þetta hús
var arfleifð Thorstens Folin og heim-
ili hans og Sigrúnar Jónsdóttur frá
því að þau hófu samvistir fyrir tveim-
ur áratugum. Hjá þeirn var ávallt opið
hús og gestum og gangandi veitt af
stakri rausn. Sigrún fylgist grannt
með komu góðra gesta frá íslandi og
þau hjón vora samhentir gestgjafar
með virðingu og reisn, en þó alltaf
þannig að félagsskapurinn og
skemmtilegheitin sátu í fyrirrúmi.
Margir era þeir íslendingar sem hafa
notið gestrisni þein-a hjóna og er þá
ekki minnst um vert það hlutverk,
sem þau hafa gegnt við að eíla tengsl
Islendinga og Islandsvina í Svíþjóð
við meginstrauma í menningu og list-
um á Islandi.
Thorsten var áhugasamur um að
vel væri gert við gesti þeirra þótt þeir
væra ekki beint á hans vegum og þeg-
ar fundir vora haldnir í kvenfélögum
á borð við Soroptimistakonur eða
Emblur var Thorsten ávallt vakandi á
THORSTEN FOLIN
bak við tjöldin og gætti þess í hví-
vetna að ekkert skorti á í viðurgjöm-
ingi. Hann hafði næmt auga fyrir
kvenlegri fegurð og var ekki að sjá að
hann hefði neitt á móti því að konur
fjölmenntu á heimilið af ýmsu tilefni,
og konur nutu þess að sama skapi að
umgangast þennan hálffranska
„sjentilmann".
Thorsten Folin var af vel stæðu
fólki kominn. Faðir hans efnaðist á
tijávinnslu, en Thorsten kaus að ger-
ast liðsmaður í her Svíakóngs þar
sem hann komst til æðstu metorða.
Móðir hans var af frönskum greifa-
ættum og franska því hans eiginlega
móðurmál. Það sem helst vakti at-
hygli í fari Thorstens var hvemig hjá
honum fór saman háborgaralegt upp-
eldi og formfesta sem hann hafði tam-
ið sér í hemum og alúðleg og hlý
framkoma við alla sem sóttu þau hjón
heim. Hann var maður víðlesinn og
vel að sér í flestu því sem bar á góma.
Hæst bar þó áhuga hans og þekkingu
á sköpunarsögu himingeimsins. Hann
var hugfanginn af Miklahvelli, svört-
um götum í himinfestingunni og því
hvemig alheimurinn þenst út með
ótrúlegum hraða. Stundum gat hann
skotið manni verulega skelk í bringu
þangað til hann hafði botnað útlegg-
ingar sínar með því að þær hamfarir,
sem hann taldi vísindalega sannað að
ættu eftir að dynja á jörðinni, yrðu þó
ekki fyrr en eftir nokkra milljarða
ára.
Það er okkur hjónum sannur heið-
ur að hafa fengið að kynnast Thor-
sten og vera gestir á heimili þeirra
Sigrúnar. I minningunni sitjum við
enn í forsælu á svölunum á sólríku
sunnudagseftirmiðdegi og Thorsten
fræðir okkur um stjörnurnar meðan
við dreypum á eðalvíni úr kristals-
glösum.
Við vottum Sigrúnu og fjölskyldu
hennar samúð okkai-.
Guðni Jóhannesson og
Bryndís Sverrisdóttir.
Hugsjónir leiddu okkur Sigrúnu
Jónsdóttur saman á útmánuðum í
fyrra og nú eram við orðnar miklar
vinkonur. Fyrir vikið kynntist ég Tor-
sten eiginmanni hennar, og átti með
honum stundir sem era einstakar í
mínu lífi. Hann fór með mig að upp-
hafí og enda alls, tók mig á fleygiferð
inn í efnið þar sem ekkert er nema
orka og þaðan með ógnarhraða út á
ystu mörk geimsins. Þar stóð himins-
tórt skilti með spurningarmerki. Það-
an fór hann með mig að svartholinu í
okkur öllum þar sem allt efni leysist
upp. Það gerði þessa stund enn heil-
agri að Torsten var 89 ára, holdtekja
hins vísa gamla manns, og það gerir
þessa minningu enn fallegri að nú er
hann dáinn. Eg sakna hans sárt, þótt
ég hafi bara búið hjá þeim hjónum
tvisvar sinnum í vikutíma. Ég hlakk-
aði til að láta hann taka mig aftur í
svona ferð - trúarlegustu upplifun lífs
mlns - samt var hann jarðbundinn
maður og lítið hrifinn af guðfræði.
Torsten var sonur sænsks pappírs-
iðnaðarjöfurs og franskrar greifa-
dóttur, ættaðrar frá Bretaníuskaga.
Hann fékk mikinn áhuga á eðlisfræði,
kjameðlisfræði og stjameðlisfræði
þegar hann var 14 ára, sem varð hon-
um ævilöng ástríða, hann las allt sem
var útgefið um efnið á þeim tungum-
álum sem hann réð við, sem vora
mörg. Hann útskrifaðist sem verk-
fræðingur úr háskóla hersins, þjónaði
sem slíkur ýmsum herdeildum og
varð seinast ofursti. Torstén hafði yf-
ir sér mikila siðfágun og mjúkan
húmor, sem freistandi er að tengja
við móðurættina: þegar fólk hefur
ekki í kynslóðir þurft að engjast af af-
komubasli kemur í það mýkt og næmi
öryggis og lífsgæða.
Torsten útskýrði fyrir mér afstæð-
iskenninguna yfii’ einum morgun-
verði og kvantum-kenninguna yfir
þeim næsta. Hann hafði sérhæft sig í
að vígja gáfaða unglinga inn í dul-
mögn þessara vísinda, lagði sig fram
við að gera flókna hluti einfalda.
Hann var göfugmenni og vildi láta
aðra njóta með sér þeirrar fegurðar
sem hann hafði aðgang að. Ég skildi
þessi undur á meðan ég sat hjá hon-
um við hringlaga borðið og fann það
leysast upp í sólskininu, en ég þurfti
sárlega að láta hann útskýra þau aft-
ur nokkram sinnum þannig að ein-
hver ending yrði í skilningnum.