Morgunblaðið - 18.02.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.02.2000, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR jPnumdrög að í Vatnsmýrínni Athafm Öskjuhlíð ■_____^ ^ íbúðarsvæði Ibúðarsvæði íbúðarsvæðH ’) Fossvogur Ærslast í snjón- um BÖRNIN kunna svo sannarlega að meta snjó- inn og þykir hann einkar hentugur í hvers konar leiki, enda er hægt að renna sér á sleða í hon- um, gera snjókarl úr honum, eða bara ærslast um í honum. Ekki hefur skort snjó í höfuðborginni síðustu daga og hafa borgar- börnin svo sannarlega kunnað að meta það. Svo er bara að laga aðeins húfuna áður en ærsla- gangurinn hefst að nýju. Morgunblaðið/Þorkell Borgarstjóri um tillögur Samtaka um betri byggð Lofsvert framtak að setja fram nýj- ar hugmyndir INGIBJORG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir það lofsvert framtak Samtaka um betri byggð að vinna og setja fram hugmynd- ir að skipulagi í Reykjavík en samtökin hafa kynnt nýjar tillög- ur að skipulagi vestan Elliðaáa. Borgarstjóri sagðist enn ekki hafa kynnt sér tillögurnar nema af fréttum en mikilvægt sé að fá svona innlegg inn í þá umræður sem þurfi að fara fram um þróun Reykjavíkur og alls höfuðborgar- svæðisins í tengslum við Svæða- skipulag höfuðborgarsvæðisins og Aðalskipulag Reykjavíkur sem ætti að fara í endurskoðun. Fáir mótað framtíðarsýn „I raun hafa mjög fáir tekið sér það fyrir hendur að móta ein- hverja framtíðarsýn fyrir borg- ina og borgarsamfélagið," sagði Ingibjörg Sólrún. „Við höfum veitt þeim þá aðstöðu sem þau hafa beðið um en þetta er þeirra vinna og við komum ekki að því máli enda eru þetta grasrótar- samtök, sem eru að setja fram af- gerandi skoðun. Ég held að það sé mjög mikilvægt. Ýmislegt orkar tvímælis Það má segja að ýmislegt orki tvímælis en það er mjög mikil- vægt að fá fram afgerandi skoð- anir, sem geta ýtt við umræð- unni. Svona viðfangsefni eins og þessi dreifða byggð á höfuðborg- arsvæðinu, sem þýðir að við göngum mjög á umhverfið, auk- um umferð og erfiðleika í al- menningssamgöngum svo dæmi séru tekin. Það er því mjög mikil- vægt að setja þessa umræðu á dagskrá þannig að við horfum heildstætt á þetta. Við erum svo upptekin af því að ræða einstök mál, ein gatnamót, eina byggingu eða eina lóð án þess að horfa á hlutina í heild,“ sagði Ingibjörg Sólrún borgarstjóri Ráðgjafar um skipulag höfuðborgarsvæðisins Kanna kosti og galla þess að flytja flugvöllinn RÁÐGJAFAR Samvinnunefndar um svæðisskipulag átta sveitarfé- laga á höfuðborgarsvæðinu, fagna drögum að skipulagi í Vatnsmýr- inni, sem vinnuhópur Samtaka um betri byggð hefur unnið. Þar er mið- að við að flugvöllurinn verði fluttur en forsenda þeirrar vinnu sem ráð- gjafamir miða við er að flugvöllur- inn verði óhreyfður til ársins 2016 og jafnframt að þeir kanni kosti þess og galla að hann verði fluttur. Komnir niður á jörðina „Þetta er lofsvert framtak og gott innlegg í umræðuna," sagði Richard Briem arkitekt. „Þetta eru drög og hátt svifið eins og við gerðum einnig í fyrstu en segja má að við séum komin niður á jörðina í okkar tillög- um. Munurinn er aðallega sá að við verðum að fmna og leggja fram raunhæfar tillögur. Þarna er farið út á ystu nöf og tillagan sett fram sem valkostur gegn okkar tillög- um.“ Byggð í norður eða suður Benti hann á að ráðgjafahópur- inn, en hann samanstendur af dönskum og íslenskum ráðgjafar- fyritækjum undir heitinu Nesplan- ers, hafi fyrst og fremst verið að velta upp hugmyndum að nýrri byggð á norður- og suðursvæðum höfuðborgarsvæðisins en hugmynd- ir Samtaka um betri byggð miði að- allega að þéttingu byggðar á nesinu. „Forsenda okkar vinnu er að flug- völlurinn verði óhreyfður út skipu- lagstímabil aðalskipulags Reykja- víkur, sem nær tfi ársins 2016,“ sagði hann. „Það er ólíklegt að flug- völlurinn verði færður fyrir þann tíma þótt það sé ekki útilokað og rétt að ræða þann möguleika strax því fimmtán ár líða fljótt og mikið fyrirtæki að flytja flugvöll." Kostir og- gallar Sagði hann að ráðgjafahópurinn væri að kanna kosti þess og galla að færa flugvöllinn og skipuleggja þar byggð. „Að flytja flugvöllinn er eitt og annað er að koma þar fyrir byggð og sjá um samgöngur að svæðinusagði Richard. „Það verður að hugsa um byggð- arlagið í heild og hvað hentar best,“ Skerjafiörður sagði Peder Boas Jensen arkitekt. Sagði hann að þau drög sem hann kynnti nú væru fyrstu frumdrög að skipulagi í Vatnsmýrinni, sem lagt yrði fyrir framkvæmdanefnd um svæðaskipulag á höfuðborgarsvæð- inu. Sagði hann að munurinn á hug- myndunum væri ekki mikill. Báðar gerðu ráð fyrir þéttingu byggðar- innar en hans hugmynd miðaði við 10 þús. íbúa byggð ef svæðið yrði allt lagt undir íbúðabyggð en milli 7 og 8 þús. íbúa ef hluta yrði ráðstaf- að undir atvinnuhúsnæði fyrir um 5 þús. störf. Sagði hann að tillagan næði ekki lengra en til þess að leggja út svæðið og segja til um fjölda íbúa og starfa. I tillögu Sam- taka um betri byggð er gert ráð fyr- ir allt að 40 þús. manna byggð í randbyggingum með garði í miðju og sagði hann að sú tillaga minnti um margt á skipulagshugmyndir eftirstríðsáranna en í dag væri leit- ast við að draga bæjarmyndina inn í landslagið og taka tillit til umhverf- isins. * 8 4' Formaður þjóðminjaráðs segir rekstrarvanda Þjóðminjasafns ekki stafa af flutningum safnsins \ i Fullnægjandi skýr- ingar ekki fengist á 30 milljóna halla GUNNAR Jóhann Birgisson, for- maður þjóðminjaráðs og bygging- arnefndar Þjóðminjasafnsins, segir að það standist ekki að íjárhags- vandræði safnsins séu yfirfærð á flutningskostnað sem til hefur orðið vegna þreytinga á húsnæði safnsins við Suðurgötu. Þá segir Gunnar Jó- hann að engar fullnægjandi skýr- ingar hafi fengist á því hvers vegna endurskoðuð fjárhagsáætlun, sem samþykkt var í september 1999, hafí ekki staðist og að Þjóðminja- safnið hafi farið 30 milljónir fram úr þeirri áætlun. Að sögn Gunnars Jóhanns brá meðlimum þjóðminjaráðs mjög þegar umframútgjöldin komu í ljós í bráðabirgðauppgjöri fyrir 1999, án þess að viðhlítandi skýringar fylgdu með. Af þeirri ástæðu ákvað þjóðminjaráð að óska eftir því við menntamálaráðuneytið að fjárreið- ur Þjóðminjasafnsins yrðu skoðað- ar, til þess að botn fengist í ástæð- ur fjárhagsvandræða safnsins. Fjárhagsáætlun safnsins í upp- hafí ársins 1999 gerði ráð fyrir rekstrarútgjöldum að upphæð 142 milljónir. „Endurskoðuð fjárhags- áætlun, sem menn fóru í að gera á miðju ári þegar ljóst var að fjár- hagur safnsins var að fara úr bönd- unum, gerði ráð fyrir útgjöldum sem voru um 170 milljónir. Þarna var um talsvert mikla framúr- keyrslu að ræða og menn höfðu miklar áhyggjur af því að útgjöldin hefðu farið svona mikið úr böndun- um.“ Marklausar fjárhagsáætlanir og ófullnægjandi skýringar 1 greinargerð fjármálastjóra á þeim tíma kemur fram að nánast allur sá kostnaður sem stafar af fráviksatburðum hafí fallið til á fyrri hluta ársins og sé þegar kom- inn fram í bókhaldi safnsins. A móti séu sértekjur safnsins fyrst og fremst bundnar við mitt ár og seinni hluta ársins og því hafí mjög lítill hluti þeirra verið kominn fram. Gunnar Jóhann segir að það hafi meðal annars verið vegna þessara ástæðna sem þjóðminjaráð sam- þykkti endurskoðaða fjárhagsáætl- un upp á rúmar 170 milljónir, og var sú áætlun endanlega afgreidd í september. „Það sem síðan gerist og olli auð- vitað vonbrigðum og kom mönnum á óvart var framúrkeyrslan hjá safninu eftir að þessi áætlun hafði verið samþykkt. Og þegar bráðab- irgðauppgjör ársins 1999 var kynnt í upphafi þessa árs í þjóðminjaráði, þá kemur í ljós að þessi endur- skoðaða áætlun upp á 170 milljónir stenst ekki, heldur er áætlunin þá komin upp í 202 milljónir. Full- nægjandi skýringar á því fengu menn aldrei. Menn sátu hins vegar uppi með marklausar fjárhagsáætl- anir og skýringar, sem menn töldu ekki nægjanlega góðar.“ Þjóðminjaráð ákvað því að á fundi sínum 4. febrúar sl. að beina því til menntamálaráðuneytis að leita að fullnægjandi skýringum og ástæðum fyrir þessari framúrk- eyrslu, þannig að hægt væri að taka ákvarðanir um frekari meðferð málsins. Sú athugun stendur nú yf- ir. Verðum að geta treyst starfsfólkinu Að sögn Gunnars Jóhanns stenst það engan veginn að fjárhagsvand- ræði safnsins séu yfirfærð á flutn- ingskostnað vegna breytinga á hús- næði safnsins við Suðurgötu. Hann segir að jafnvel þó að byggingar- nefndin hefði tekið að sér að greiða allt sem eyrnamerkt var flutningi safnsins, þá stæðu menn engu að síður eftir með gríðarlegan vanda. Byggingarnefnd er þegar búin að greiða 6 milljónir og er búin að ábyrgjast greiðslu á 7,6 milljónum - til viðbótar, en í upphafi lá fyrir fjárhagsáætlun frá safninu um að ' kostnaður vegna flutninganna yrði 4,5 milljónir. „Og þó svo að bygg- ingarnefnd taki á sig að greiða ein- hverjar 13 milljónir í viðbót, þá er vandi safnsins ekkert leystur," seg- ir Gunnar Jóhann. Vegna þeirra ábendinga starfs- manna um að þjóðminjaráð beri ábyrgð á fjárhagsvanda safnsins segir Gunnar Jóhann að ráðið verði að geta treyst starfsfólkinu fyrir því að áætlanir standist, enda geti * þjóðminjaráð á engan hátt fylgst með fjárreiðum safnsins frá einum mánuði til annars. „Við verðum að treysta starfs- fólkinu þarna, og það er verið að leggja fram endurskoðaða fjárhags- áætlun í september og það er eng- inn sem hafði áhuga á því að vekja athygli þjóðminjaráðs á því að þessi áætlun standist ekki. Að halda því fram að okkur hafi átt að vera þetta ljóst er náttúrlega bara þvaður."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.