Morgunblaðið - 18.02.2000, Blaðsíða 60
60 FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Kvikmyndin Þrír kóngar var kynnt á Kvikmyndahátíðinni í Berlín
MYNDBÖND
ALLT VIRKAR STÆRRA
Á HVÍTA TJALDINU
Leikarinn og fyrirsætan Mark Wahlberg er
í bitastæðu hlutverki í myndinni Þremur
kóngum sem frumsýnd er hérlendis í dag.
~ Pétur Blöndal hitti hann að máli í Berlín og
komst að því að það er enginn glamúr við
það að vera kvikmyndastjarna.
SÍÐHÆRÐUR þungarokkari
sest gegnt blaðamanni og
segir drafandi röddu: „Hæ,
maður.“ Undir hárlokkunum sést
ógreinilega í kunnuglegt andlit.
Hann er með fráhneppt niður á
nafla og með keðjur um hálsinn.
Maðurinn er Mark Wahlberg sem
fer með stórt hlutverk í stríðsmynd-
inni Þrír kóngar eða „Three Kings“.
Blaðamaður horfir forviða á hann
“um stund þangað til hann stynur
upp: „Ertu genginn í Guns’n Ros-
es?“
„Þetta er nýja vinnan, maður,“
svarar Wahlberg og dregur seym-
inn. „Lánið hefur leikið við mig upp
á síðkastið, maður, og ég hef fengið
nóg að gera.“ Hann horfir glettnis-
lega á blaðamann og skiptir skyndi-
lega um tóntegund. „Eg leik aðal-
söngvara í þungarokkssveit í
kvikmynd sem George Clooney
framleiðir. Steve Harrick leikstýrir
Aem gerði myndina Mr. Holland’s
Opus.“
- Er líf rokkstjörnu svipuð lííi
kvikmyndastjörnu?
„Það er drepleiðinlegt að vera
kvikmyndastjarna," svarar hann og
hristir höfuðið. „Það vantar glamúr-
inn. Þegar ég byrjaði hélt ég að það
væri mun betra en vera í tónlistar-
bransanum. En nei, maður þarf
venjulega að ganga svona um í sex
mánuði," segir hann og sveiflar til
hárinu, „eða hanga á afskekktum
stað í hálft ár eins og í Þremur
kóngum. I „Perfect Storm“, sem ég
var að ljúka við, var ég rennandi
blautur og nærri drukknun í sex
mánuði. Nei, égfæ aldrei hlutverkin
þar sem ég kyssi stúlkurnar, geng í
jakkafötum og er aðalgæinn.“
- Pú kysstir nú nokkrar í Boogie
Nights.
„Já, en það var allt annað,“ segir
hann. „Eg var samt barinn í klessu.
Svo er erfitt að fara á stefnumót eft-
ir að hafa leikið í þeirri mynd því
stúlkurnar halda að það sé svo stórt
undir mér. En ég segi þeim bara að
allt líti út fyrir að vera stærra á
hvíta tjaldinu. Ekki er Sylvester
Stallone hár í loftinu.“
- Mætirðu öðru viðhorfi með sítt
hár? Þekkir fólk þig svona útlít-
andi?
„Nei, og það er af hinu góða. Sér-
staklega í Los Angeles. Þar hef ég
-jSÓtt staði á borð við Rainbow Room,
' Whiskey og fleiri i þeim dúr og eng-
inn kannast við mig. En þegar ég
reyni að fitja upp á samræðum við
stúlkur líta þær bara á mig eins og
ég sé það auvirðilegasta af öllu au-
virðilegu. Ef ég spyr hvað sé að, líta
þær bara á mig með fyrirlitningar-
svip og segja mér að hunskast í
burtu.“ Hann heldur áfram að rifja
upp: „Stundum halda strákar að ég
sé stúlka, elta mig uppi og missa
andlitið þegar þeir líta framan í
mig. Og mér hefur nokkrum sinnum
verið ruglað saman við Axl Rose.
Vinur minn á Bentley-blæjubíl og
lánaði mér hann. Eg ók um borgina
með höfuðband og sólgleraugu og
þegar þungarokkari ekur um á
svona bfl heldur fólk að það sé rokk-
stjarna. Svo fólk hrópaði: „Þetta er
Axl Rose!“ Og ég reyndi bara að líta
út fyrir að vera svalur."
- Þú varðst frægur sem fyrir-
%æta og sumir segja að þú hafír að-
eins náð langt út á líkamann.
Hvernig fínnst þér að verða fyrir
svona gagnrýni?
„Ég er að reyna að taka hana ekki
nærri mér. Ef ég get ekki leikið
hlutverk og sýnt á mér fleiri hliðar
er ég í slæmum málum. Ég hefði þá
bara átt að halda mig við fyrirsæt-
ustörfin." Hann segir þetta með
áherslu og svo bætir hann við bros-
andi: „Það er mun meiri glamúr í
því að vera fyrirsæta. Maður vinnur
í tvo klukkutíma með naktri fyrir-
sætu og það eru teknar myndir til
að sanna það.“
- Af hverju tókstu að þér hlut-
verk í Þrem ur kóngum ?
„Ég hafði aldrei lesið handrit í
líkingu við þetta, David [O’ Russel]
var í miklu áliti hjá mér sem leik-
stjóri og hlutverkið var bitastætt.
Það var ólíkt öðrum sem ég hafði
fengist við og það veigamesta í
myndinni. Ég gat samsamað mig
því hlutverki eins og ég held að
flestir menn á mínum aldri í Banda-
ríkjunum hefðu gert. Því maður
heldur að maður viti hvað er á seyði
í heiminum af því að horfa á fréttir
og lesa blöðin. I Persaflóastríðinu
var eins og maður væri að horfa á
tölvuleik. Það var ekkert voðalega
spennandi, fór fram í sjónvarpinu
og maður gat alltaf fundið hnefa-
leika, körfubolta eða eitthvað annað
áhugaverðara að horfa á. Ég hugs-
aði með mér að við værum bara að
bjarga Kúveit og steypa Saddam af
stóli; að bjarga heiminum eins og
alltaf. En þegar ég las handritið og
fékk upplýsingar um hvað fór þarna
fram í raun og veru var mér brugð-
ið. Mér fannst atriðið þar sem ég er
píndur af íröskum hermanni skipta
sköpum í myndinni. Ef það væri
sannfærandi myndi það opna augu
manna fyrir þessum atburðum. Al-
menningur myndi þá kannski leita
sannleikans og viða að sér upplýs-
ingum í stað þess að einblína á
fréttaflutninginn. Sjálfur trúði ég
ekki Enquirer heldur New York
Post en komst að því að ekki er mik-
ill munur þar á. Raunar finnst mér
Enquirer skemmtilegri, - svo lengi
sem það er ekki skrifað um mig.“
- Þekkirðu einhverja sem börð-
ustí stríðinu?
„Já, ég þekki nokkra sem fóru í
stríðið en lentu þó aldrei í bardaga.
Og auðvitað hittum við fjölmarga
þegar við undirbjuggum okkur fyrir
myndina, ekki aðeins úr Persaflóa-
stríðinu heldur líka úr Kóreustríð-
inu og Víetnam. Við hittum líka
nokkra íraska hermenn. Það var
mjög áhugavert og það nýttist
manni vel að hafa allt þetta fólk til
að ráðgast við. Ég reyni alltaf að
viða eins miklum upplýsingum að
mér og mögulegt er, svo ég viti hvar
ég stend þegar tökur hefjast. En
þegar allt kemur til alls er það leik-
stjórinn sem ræður. Ég mæti bara í
vinnuna á hverjum degi og kann
textann. Síðan hef ég ákveðna hug-
mynd um hvernig á að leika hlut-
verkið en það er leikstjórinn sem á
síðasta orðið. Ég lauk einmitt nýl-
ega við aðra mynd og leikstjórinn
hringdi í mig til þess að segja að
honum þætti það mjög miður en
hann hefði þurft að klippa út eitt at-
riði. „Mér gæti ekki verið meira
sama,“ sagði ég. „Hvað áttu við?“
spurði hann. „Þetta er ekki mitt
mál. Þú ert að gera þessa mynd. Ég
skilaði mínu og ljúktu bara við
myndina eins og þér sýnist," svar-
aði ég. Hann var óskaplega þakklát-
ur og fjasaði heillengi um alla þá
leikara sem yrðu svo reiðir að þeir
vildu ekki kynna myndina og slitu
öllu sambandi við leikstjórann. Ég
vinn aldrei þannig. Ég set allt
traust mitt á leikstjórann og hef þá
líka útgönguleið ef myndin gengur
illa; ég segist bara hafa farið að ósk-
um leikstjórans: „Talaðu við hann.
Hann er í næsta herbergi og kemur
hingað eftir smástund."
- Hvernig var að leika ípíningar-
atriðinu?
„Sársaukafullt," svarar hann og
hlær. „Upphaflega var atriðið mun
lengra og ansi harkalegt, en það
varð að stytta það. Kringumstæð-
urnar voru samt dálítið spaugilegar.
Mestur hluti myndarinnar var tek-
inn undir bemm himni og þetta var
eitt af fáum atriðum sem voru tekin
í kvikmyndaveri. Svo ekki þurfti að
hafa áhyggjur af sólsetri eða flug-
vélum. En það fyndna var að allir
mættu til að horfa á atriðið. George
[Clooney] mætti og samt átti hann
ekki að leika; hann vildi bara sjá þá
pína mig. Það mættu allir leikararn-
ir og þeim fannst meiriháttar að sjá
mig engjast í heilar 25 tökur. Við
tókum atriðið á tveim dögum en
björgunaratriðið ekki fyrr en tveim
vikum síðar. Þá fannst mér við ekki
ná sama neistanum áður en ég sá
síðar að ég hafði rangt fyrir mér.
Það er kannski þess
vegna sem David er leik-
stjórinn en ekki ég.“
Fullur sjálfstrausts
- Getur maður hlakk-
að til að horfa á þig í
myndinni The Yards?
„Já, ég hef horft á
hana þrisvar sinnum og
hún er ein af uppáhalds
myndunum mínum. Ég
hef raunar haft gaman
af öllum mínum mynd-
um, sumum meira en
öðrum; stundum hef ég
þurft að sannfæra mig
um að þær séu góðar.
En ég lýg engu þegar ég
segi að þessi mynd er
frábær. Aðalsögupers-
ónan er ekkert alltof
mikil mannvitsbrekka.
Hann er látinn laus úr
fangelsi í upphafi mynd-
arinnar og það kemur í
ljós að hann var að taka
á sig sökina fyrir ein-
hvern annan. Helst af
öllu vill hann hugsa vel
um móður sína, sem
leikin er af Ellen Burst-
yn. I öðrum hlutverkum
eru allir helstu skap-
gerðarleikarar í New
York, Faye Dunaway,
James Caan, Joaquin
Phoenix og Sharon
Stone. Myndin er á viss-
an hátt eins og Guðfaðir-
inn þar sem hún fjallar um fjöl-
skylduna, með ákveðnum greini, en
hún er samt ekki um mafíuna. Hún
fjallar um spillingu en líka þennan
unga mann sem er að reyna að átta
sig á lífinu, hugsa um móður sína og
fullorðnast."
- Hvenær verður hún frumsýnd?
„Það er búið að velja hana í
keppnina í Cannes."
- Var ekkert átak á sínum tíma
að venda kvæði sínu í kross og ger-
ast leikari?
„Ég hef alltaf verið fullur af sjálf-
strausti og aldrei hlustað á úrtölur,
allt frá því ég var krakki. Ekki það
að ég sé grobbinn. Ég hef bara trú á
sjálfum mér og treysti mér í hvað
sem er. En ég veit líka að enginn
bjóst við að þetta tækist hjá mér.
Það vissi enginn hvað í mig væri
spunmð. En við því var ekkert að
gera. Ég setti mér bara að vinna af
einurð með góðu fólki og velja
myndir af réttum ástæðum; ekki
láta peninga spila inn í þá ákvarð-
anatöku. Þegar ég lít til baka voru
margir mjög undrandi á því að ég
ætlaði mér frama í kvikmyndum,
fjölmargir hlógu að mér og fóru
ekki leynt með það.“
- Sá hlær best sem síðast hlær.
„Já,“ hrópar hann upp yfir sig.
„Þetta eru sömu mennirnir og eru
núna að bjóða mér tíu milljónir doll-
ara fyrir að leika í geimmynd."
- Tíu milljónir doliara!?
„Já. Hehumm. Eða þannig. Það
er sko heildarkostnaðurinn við
myndina."
Hlaupa-
gikkurinn
Lóla
MYNDBÖND
Lola Rennt
SPEJVIVUIVIYIVD
★★★'Æ
Leikstjórn og handrit: Tom
Tykwer. Kvikmyndataka: Frank
Griebe. Aðalhlutverk: Fanka Pot-
ente, Moritz Bleibtreu. (80 mín)
Þýskaland. Stjörnubíó, febrúar
2000. Öllum leyfð.
ÞÝSKA myndin um hlaupagikk-
inn Lólu hefur hlotið verðlaun á kvik-
myndahátíðum og fengið góða að-
sókn utan Þýskalands. Myndin þykir
bera með sér
ferska strauma í
þýska kvikmynda-
gerð en hún er til-
raunakennd og
blandar saman
tækni í anda tölvu-
leikja og MTV-
sjónvarpsstöðvar-
innai' til að ná fram
hraðri og mjög
sjónrænni heild. Söguþráðurinn er
einfaldur, Lóla þarf að ná ákveðnu
takmarki innan ákveðins tíma, þ.e.
að útvega 100.000 mörk handa
kærastanum ellegar verður hann
drepinn. Þessi frásögn er hins vegar
ekki aðalatriðið í myndinni, hún er
aðeins grunnefniviður í leik leikstjór-
ans. Þannig lýtur frásögnin fremur
lögmálum tölvuleikja en veruleikans.
Sjónræn áhrif fást fram með klipp-
ingum, ýmsum innskotum og kraft-
mikilli teknótónlist. Sterk hreyfing
er í myndinni og myndar samfellt
flæði sem vegur skemmtilega upp á
móti brotakenndri frásögninni.
Myndin er athyglisverð og frumleg
tilraun sem vel hefur tekist til með.
Heiða Jóhannsdóttir
Apaspil í
Mexíkó
MOOKIE
Mookie
GAMAIVMYIVD
★★%
Leikstjóri: Hervé Palud. Handrit:
Igor Aptekman og Simon Michael.
Aðalhlutverk: Jacques Villeret, Er-
ic Cantona og Emiliano Suarez. (90
mín) Frakkland. Skífan, 2000. Öll-
um leyfð.
HÚMORINN í þessari frönsku
mynd er lúmskt skemmtilegur.
Þar segir frá munki sem starfar
við trúboð í Mexíkó. Hann finnur
apa illa haldinn í
eyðimörkinni og
nefnir Mookie.
Þegar upp kemst
um einstaka tal-
hæfileika Mookie
verður allt vit-
laust. Munkurinn
leggur á flótta
með apann sinn
og slæst í för með
atvinnuboxaranum Anthony (Eric
Cantona). Myndin er þokkalega
vönduð og vel gerð, létt og krydd-
uð með frönskum húmor. Það
skemmtilegasta í myndinni er þó
tengslamyndun harðjaxlsins Anth-
onys og apans, sem er nokkurs
konar útúrsnúningur úr sögunni
um töffarann sem lærir að sýna
ástúð og umhyggju. Fótboltakapp-
inn Eric Cantona virðist vera hinn
sæmilegasti leikari. Cantona er
bráðskemmtilegt framlag f -mynd-
ina og má vel mæla með henni sem
ágætri fjölskylduskemmtun.
Heiða Jóhannsdóttir