Morgunblaðið - 18.02.2000, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
J
Skilafrestur
minningargreina
EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef
útfor er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og
þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í miðviku-
dags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að ber-
ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein
eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er
ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað
getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins til-
tekna skilafrests.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu
við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður,
tengdaföður og afa,
MAGNÚSAR S. BERGMANN
skipstjóra,
frá Fuglavík,
Kirkjuvegi 11,
Keflavík.
Sérstakar þakkir viljum við færa Vísi, félagi skipstjórnarmanna á
Suðurnesjum.
Pálmfríður A. Bergmann,
Vignir Bergmann, Jónína Holm,
Albert Bergmann, Eva Carlsen,
Gylfi Bergmann, Helga Jóhannesdóttir
og barnabörn.
+
Innilegar þakkir færum við öllum, sem sýndu
okkur samúð og hiýhug við andlát og útför
ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
SIGRÍÐAR J. BREIÐFJÖRÐ,
Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheim-
ilisins Sunnuhlíðar fyrir hlýlega og góða um-
önnun.
Sturla Snorrason, María Ingibergsdóttir,
Guðmundur Breiðfjörð, Kolbrún Kristinsdóttir,
Sigríður J. Breiðfjörð, Stig Lauridsen,
Anna E. Breiðfjörð, Ámundi Friðriksson,
Gunnar B. Breiðfjörð, Hulda Ingólfsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Hugheilar þakkir til allra, er sýndu okkur
samúð og hlýhug vegna andláts föður okkar,
LÚÐVfKS KRISTJÁNSSONAR
rithöfundar,
Hafnarfirði.
Véný Lúðvíksdóttir,
Vésteinn Lúðvíksson,
Arngeir Lúðvíksson.
KIRKJUSTARF
Safnaðarstarf
Kirkju-
göngur
Á MORGUN, laugardaginn 19. febr-
úar, verður á ný kirkjuganga. Þessar
göngur hafa notið vinsælda og hefur
myndast góður hópur, um 30-40
manns, sem gengið hefur á hverjum
laugardegi. Ferðin hófst frá Seltj-
arnarneskirkju í lok október og lá
um vesturbæinn og miðbæinn inn í
Laugameskirkju, en þar var áð yfir
jól og áramót. Framundan er ganga
á öllum laugardögum í febrúar og
mars og liggur leiðin frá Laugar-
neskirkju að Langholtskirkju og
þaðan um Fossvogsdal upp í Grafar-
vog, Árbæ, Breiðholt og um Kópa-
vog, endað verður í Kópavogskirkju
8. apríl nk. Fólk er hvatt til að kynna
sér auglýsingar í kirkjunum og koma
og taka þátt í gefandi og fræðandi
starfi.
Laugardaginn 19. febrúar- Ganga
nr. 6. Lagt verður af stað frá Um-
ferðarmiðstöðinni kl. 10 og hefst
gangan við Laugameskirkju. Göngu-
leiðin verður frá Laugameskirkju að
Áskirkju og þaðan af húsi KFUM &
K við Holtaveg, en síðan verður hald-
ið í Langholtskirkju. Hreyfing,
fræðsla og bænahald. Veitingar í
boði Langholtskirkjusafnaðar. Þátt-
tökugjald 500 kr. Frítt fyrir börn
undir 15 ára í fylgd með fullorðnum.
10O0
KRISTIN TRÚ
( bÚSUND ÁR
ÁRIÐ 2000
Langholtskirkja. Opið hús fyrir
alla aldurshópa kl.11-13. Létt hreyf-
ing, slökun og kristin íhugun. Kyrrð-
ar- og bænastund í kirkjunni kl. 12.
Orgelleikur, sálmasöngur. Fyrir-
bænaefnum má koma til sóknar-
presta og djákna. Kærleiksmáltíð,
súpa, salat og brauð eftir helgistund-
ina.
Laugameskirkja. Morgunbænir
kl. 6.45. Mömmumorgunn kl. 10.
Kaffispjall fyrir mæður, góð upplifun
fyrir börn.
Neskirkja.Félagsstarf aldraðra kl.
12.30. Sr. Fjalarr Sigurjónsson frv.
sóknarprestur í Hrísey segir á sinn
skemmtilega hátt frá mannlífi í
eynni. Fram verður borin tvíréttuð
heit máltíð. Allir velkomnir. Þátttaka
tilkynnist kl. 10-12 og 16-18 í dag. Sr.
Frank M. Halldórsson.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús í
Strandbergi laugardagsmorgna. Trú
og mannlíf, biblíulestur og kyrrðar-
stund.
Ffladelffa. Unglingasamkoma kl.
20.30. Ræðumaður Jón Indriði Þór-
hallsson. Allir hjartanlega velkomn-
ir.
Fríkirkjan í Reylqavík.
Keflavíkurkirkja. Alfanámskeið í
kirkjunni kl. 20.
Útskálaprestakall. Æskulýðsstarf
í Sæborgu kl. 20.30. Ásgeir Páll kem-
ur í heimsókn.
Boðunarkirkjan, Illíðarsmára 9.
Samkomur alla laugardaga kl. 11 og
á sunnudögum kl. 17 er námskeið í
Daníelsbók. Allir hjartanlega vel-
komnir. Á morgun er Magnús
Bjamason með prédikun en Ragn-
heiður Laufdal Ólafsdóttir sér um
prédikun. Samkomunum er útvarpað
á FM 107. Barna- og unglingadeildir
á laugardögum. Súpa og brauð eftir
samkomuna.
Landakirkja, Vestmannaeyjum.
Kl. 12.30 Litlir lærisveinar, eldri
deild. Kl. 13.15 Litlir lærisveinar,
yngri deild.
Hofskirkja á Skaga. Kirkjuskóli kl.
14.
Víkurprestakall í Mýrdal. Kirkju-
skólinn í Mýrdal er með samverur á
laugardagsmorgnum kl. 11.15 í Vík-
urskóla.
Frelsið, kristileg miðstöð. Bæna-
stund kl. 20 og Gen X, frábær kvöld
fyrir unga fólkið kl. 21.
Bræðrafélag Fríkirkjunnar er
með félagsfund á morgun, laugar-
dag, kl. 11, í safnaðarheimilinu, Lau-
fásvegi 13. Á fundinum mun Gísli
Sigurðsson, starfsmaður hjá Ama-
stofnun og sérfræðingur í miðalda-
fræðum, flytja okkur erindi sem
hann nefnir Sögur af Vínlandsferð-
um og frumkristni. Gísli vinnur nú að
doktorsritgerð um túlkun íslend-
ingasafna og undirbýr einnig útgáfu
á riti, sem fjallar um munnlegar
sagnir Vestur-íslendinga. Félögum
Bræðrafélagsins og öðra fríkirkju-
fólki gefst hér tækifæri til að hlýða á
mjög fróðlegt og skemmtilegt erindi,
sem tileinkað er m.a. 1000 ára afmæli
kristnitöku hér á landi. Að venju
verður framreiddur léttur hádegis-
verður.
Sjöundadags aðventistar á fs-
landi:
Aðventkirkjan, Ingólfsstræti:
Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjón-
usta kl. 11.15. Ræðumaður Björgvin
Snorrason.
Safnaðarheimili aðventista,
Blikabraut 2, Keflavík: Guðsþjón-
usta kl. 10.15. Biblíurannsókn að
guðsþjónustu lokinni. Ræðumaður
Finn F. Eckhoff.
Safnaðarheimili aðventista,
Gagnheiði 40, Selfossi: Biblíu-
fræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11.
Ræðumaður Eric Guðmundsson.
Aðventkirkjan, Brekastíg 17,
Vestmannaeyjum: Biblíufræðsla kl.
11.
Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafn-
arfírði: Biblíufræðsla kl. 11. Ræðu-
maður Ólafur Kristinsson.
ekíwpractic tflboð
la Queen 69,900 én rafnma
§§§ King 89,900 án rarams
Hpl Queen 89,900.-én ramma
Kíng 119,900.- ínramma
Heilsudýnur Svejhherbergishúsgögn Jámgajlar
Heilsukoddar Hltfðardýnur Rúmteppasett Hágæða
bómullarlök Sœngur Sængurver Lampar Speglar
CHIROPRACTIC sru einu hellsudýnurnar sem
eru þróeöar og viöurkenndar af amerfsku og kanadlsku
kfrópraktorasamtökunum
Einmestselda
heilsudýna á landinu
Chiwpractic eru einu heilsudýnurnar sem eru þróaðar
og viðurkenndar af amerísku og kanadísku kíró-
praktorasamtökunum. Yfir 32 þúsund kírópraktorar
mæla því með ChÍWpWCtÍC þar á meðal þeiríslensku.
Svefn&heilsa
★ ★ ★ 'k íp
s/ 1
avík - AKOrÉ
Lísthúsiriu Laugardaí, símí 581 2233 • Dalshraut I, Akureyri, sírni 461 1150 • www.svefr109heilsa.is