Morgunblaðið - 18.02.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.02.2000, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Bangkok. AFP, AP. Samkomulag rrkja á UNCTAD-ráðstefnunni sagt vera í augsýn Fátækari ríki fái tolla niðurfellda FULLTRÚAR á ráðstefnu Samein- uðu þjóðanna (SÞ) um viðskipti og þróun, UNCTAD, sögust í gær vongóðir um að samkomulag væri í augsýn sem muni fela í sér að 48 fá- tækustu ríki heims fái niðurfellda tolla á útflutningsvörum sínum í öðr- um ríkjum. Ríki á ráðstefnunni, sem eru 160, hefur hingað til greint á um innihald samkomulagsins og vest- ræn iðnríki sökuð um að vilja ekki opna markaði sína fyrir vörum frá þróunarlöndunum. Bent hefur verið á að 48 fátækustu ríkin standi nú ein- ungis fyrir 0,5% af heimsversluninni. Hermt er að Vesturlönd hafi verið treg til að samþykkja áætlun sem fæli í sér skuldbindingu af þeirra hálfu til að lækka innflutningstolla af vörum þróunarríkjanna, einkum landbúnaðarvörum. Er sagt að iðn- Kanada Heimsókn Haiders mótmælt Montreal, Vín. AFP. TUGIR manna söfnuðust saman við hótel í Montreal í gær til að mótmæla skoðunum Jörgs Haiders, leiðtoga Frelsisflokksins, FPÖ, í Austurríki sem kom þangað í óvænta heimsókn. Mun söfnuður strangtrúaðra gyð- inga, Tash, hafa boðið flokksleiðtog- anum sem hefur lengi verið gagn- rýndur fyrir vinsamleg ummæli um vissa þætti nasistatímans. Ekkert varð þó úr því að Haider færi í heimsókn í safn um helför gyð- inga eins og til stóð, honum var meinað að fara inn. Er hann sneri aftur til hótelsins í fylgd fjögurra líf- varða sagði hann aðspurður að um einkaheimsókn væri að ræða. ríkin hafí viljað fjalla um málið á vettvangi Alþjóðaviðskiptastofnun- arinnar (WTÓ) í stað þess að taka það fyrir á UNCTAD-ráðstefnunni. Vesturlönd ósammála Ekki hafa Vesturlönd þó verið á einu máli í afstöðu sinni og innan Evrópusambandsins (ESB) hefur verið deilt nokkuð um markaðsað- gang fyrir vörur frá þróunarríkjun- um. í gær lýstu fulltrúar Hollands og Svíþjóðar vilja til að veita greiðari aðgang að mörkuðum sínum en til- lögur framkvæmdastjórnar ESB gera ráð fyrir og hafa Bretar og Danir lýst þessu yfír áður. Ósam- komulagið hefur skapað vanda vegna þess hvernig ákvörðunarvaldi um viðskiptamál er hagað innan ESB. Bæði Evrópusambandið sem heild og aðildarríkin hvert í sínu lagi fara sameiginlega með vald til að gera alþjóðlega viðskiptasamninga. MIKE Moore, framkvæmdastjóri WTO, sagði í erindi sínu á ráðstefn- unni á fimmtudag að ólíklegt væri að fjölþjóðlegar viðræður um viðskipta- mál hæfust aftur í bráð. Viðræður WTO um aukið frelsi í viðskiptum milli ríkja strönduðu í Seattle á síð- asta ári, m.a. vegna ágreinings aðild- arríkja stofnunarinnar. Moore hvatti ríki heims til að leita málamiðlana til að ágreiningurinn leystist. Ýmislegt benti til að ríki væru reiðubúin til að veita tilslakan- ir við samningaborðið, en of snemmt væri að slá því föstu að grundvöllur frekari viðræðna hefði myndast. Meiri sveigjanleika væri þörf ef sam- staða um breytingar ætti að nást. Ráðamenn fátækari ríkja heims hafa sakað auðugari þjóðir um að hafa komið í veg fyrir að árangur næðist í Seattle með því að neita þróunarríkj- um um aukinn markaðsaðgang. Herferð gegn fílum betlara BORGARYFIRVÖLD í Bangkok sögðust í gær ætla að gera gang- skör að því að fjarlægja tugi ffla, sem notaðir eru á götum borgar- innar til að betla peninga. Yfirvöldin tilkynntu þetta eftir að 3,9 tonna ffll fékk æðiskast í helsta verslunarhverfi borgarinnar og æddi um göturnar í þrjár klukkustundir. Loka varð nokkrum verslunargötum þar til starfsmanni dýragarðs í Bangkok, sem sést hér á myndinni, tókst að skjóta róandi lyfi í fflinn. „Hann var skelfingu lostinn vegna hávaða frá bifhjólum og áhorfendum," sagði hann. Engin meiðsl urðu á fólki og ffll- inn olli engu eignatjóni. Um það bil 30-40 fflar eru á göt- um Bangkok og þeim hefur Ijölgað frá því efnahagskreppan í Taflandi hófst árið 1997. Borgaryfirvöldin hafa margsinnis lofað því að Qar- lægja fflana en ekki staðið við það vegna fjárskorts. Embættismaður borgarstjómarinnar sagði í gær að nú væri hún staðráðin í að standa við loforðið og hygðist meðal ann- ars senda nokkra lögreglumenn á námskeið þar sem þeim yrði kennt hvernig taka ætti á fflunum. „Það er sorglegt að sjá hvernig dýrin eru misnotuð á götunum," sagði hann. Eigendur fflanna nota þá til að betla peninga af vegfarendum. Margir Taflendingar telja að það færa gæfu að ganga undir kvið ffla og erlendir ferðamenn vilja oft láta taka myndir af sér með fflunum. Rannsókn á kynferðismisnotkun í Lettlandi Æðstu ráðamenn bendl- aðir við barnaklámsmál Riga. AP. TILKYNNT var á lettneska þing- inu í gær, að nöfn þriggja hátt- settra embættismanna, þ. á m. for- sætisráðherra landsins, hefðu komið upp við rannsókn á barna- klámi og kynferðislegri misnotkun á bömum. Rannsóknin á málsins hefur staðið lengi og í marga mánuði hef- ur verið á kreiki orðrómur um að háttsettir menn væru því tengdir. Engin nöfn voru þó nefnd fyrr en í gær er þingmaðurinn Janis Adam- sons og formaður rannsóknar- nefndar þingsins, skýrði frá að Andris Skele forsætisráðherra, Valdis Birkavs dómsmálaráðherra og Andrejs Sonciks, yfirmaður skattheimtunnar, væru bendlaðir við málið. Gaf hann engar frekari skýringar, en mennirnir harðneita allri sök. Ugis Salna, talsmaður Skele, forsætisráðherra Lettlands, sagði í gær, ekki neinar sannanir vera fyrir einu eða neinu enda ekki flugufótur fyrir þessum áburði og Birkavs kvaðst ætla í hungurverk- fall til að mótmæla ásökununum. Ríkissaksóknari vísar á bug Málið kom upp á síðasta ári er Juri Jurievs, yfirmaður mynd- bandafyrirtækis, var handtekinn, sakaður um að versla með barna- klám. Á sama tíma birti lettneska sjónvarpið viðtöl við drengi, sem kváðust hafa verið neyddir til kyn- maka við fullorðna menn í höfuð- borginni, Riga. Var gefið í skyn, að háttsettir embættismenn hefðu átt hlut að máli og hóf þingið sjálf- stæða rannsókn. Talsmaður ríkissaksóknara, sem einnig rannsakar málið, sagði í gær ekkert hafa komið fram um aðild háttsettra embættismanna að at- hæfinu og segja sumir ásakanirnar tilraun til að steypa ríkisstjórninni. Andstæöingarnir nota öll vopn Haider sagði í viðtali sem birtist í vikuritinu News í gær að hann hafn- aði ósk samstarfsflokks FPÖ í ríkis- stjórn, hins íhaldssama Þjóðar- flokks, um að tala gætilegar en ríki Evrópusambandsins hundsa nú eftir mætti Austurríki vegna stjómarað- ildar FPÖ. Andstæðingar hans not- uðu öll vopn, sagði Haider og hann léti ekki hræða sig. „Allir vita að ungliðar Jafnaðar- mannaflokksins fá milli 1.500 og 1.800 schillinga (7.500-9.000 krónur) fyrir hvern mótmæladag," sagði Haider. Einnig sagði hann að forseti Frakka, Jacques Chirac, gagnrýndi Austurríkismenn eingöngu til að reyna að afla atkvæða heima fyrir í ljósi þess að búist er við að hann muni keppa við forsætisráðherrann Lionel Jospin um að sitja á forseta- stólnum næsta kjörtímabil. Reuters Birting skýrslu um pyndingar og kynferðislega misnotkun barna í Wales vekur óhug Kerfið brást börnun- um kerfisbundið London. Morgfunblaðið. ALISON Taylor sér ekki ástæðu til þess að stökkva hæð sína í loft upp af gleði yfir því að opinber rannsókn skuli hafa hreinsað nafn hennar. Til þess þykja henni aðrar niðurstöður rannsóknarinnar of þungbærar, en rannsóknaraðilar hlustuðu á ásakan- ir um pyndingar og kynferðislega misnotkun 750 barna í 40 barna- heimilum í Wales á tuttugu ára tíma- bili; frá sjöunda áratugnum fram á þann níunda. Tuttugu og fjögurra manna, sem störfuðu á bamaheimil- um í Wales á þessum tíma, er nú leit- að og munu menn fyrst leita af sér allan gmn um að þeir starfi á bama- heimilum annars staðar í Bretlandi. Alison Taylor kom til starfa á barnaheimili í Gwynedd .í Wales 1976. Henni lenti fljótlega saman við samstarfsfólk, sem hún sá beita börn harðræði, og hún hótaði að kæra við- komandi fyrir lögreglunni, ef hún sæi slíkt endurtaka sig. Eftir fram- haldsnám var henni árið 1982 falin stjórn nýs heimilis í nágrenni Bang- or. Þá fyrst segist hún hafa farið að gera sér grein fyrir vandanum í al- vöm. Börn, sem til hennar komu frá öðmm heimilum, höfðu ljótar sögur að segja af líkamlegu og kynferðis- legu ofbeldi starfsfólks. Taylor safn- aði upplýsingunum saman og 1986 lagði hún málið fyrir félagsráðgjafa, sem hún treysti, og hann kærði til lögreglunnar. Lögreglan í Norður- Wales komst að þeirri niðurstöðu, að Alison Taylor væri niðurrifsmann- eskja og hún var rekin. Hún hélt samt áfram að skrifa bréf og segja frá þeim misþyrming- um, sem hún hafði haft fréttir af. Loks brást Tony Newton heilbrigð- isráðherra við með því að fyrirskipa opinbera rannsókn, en henni lauk á þá lund að ekkert óeðlilegt var sagt hafa komið í ljós. En í millitíðinni gerðist það, að 14 ára dengur skýrði frá því, að hann hefði verið misnot- aður kynferðislega af forstöðumanni barnaheimilisins, sem hann dvaldi á. Forstöðumaðurinn játaði og var dæmdur til fangelsisvistar og yfir- völdum í Gwynedd og Clwyd var ekki stætt á öðru en að láta fara fram rannsókn í kjölfar þess. í þess- ari rannsókn komu 2.700 vitni fram með um 500 ásakanir um misnotkun og hún leiddi til sakfellingar sex manna. Nú þótti ljóst, að potturinn væri mölbrotinn, og þegar yfirvöld í Clwyd neituðu 1996 að birta skýrslu um rannsókn á stöðu barnarvernd- armála, fyrirskipaði William Hague, þáverandi ráðherra Wales, ítarlega rannsókn á barnaverndarmálum í Clwyd og Gwynedd. Þessari rann- sókn er nú lokið og skýrsla um hana komin út. Það er þessi skýrsla sem nú skekur brezku þjóðina. Á meðan á þessari rannsókn stóð hélt lög- reglan í N-Wales áfram rannsóknum sínum og hafa um 20 manns, starfs- menn barnaheimila, núverandi og fyrrverandi, og fólk, sem tók börn inn á heimili sitt, verið dæmd fyrir alls kyns ofbeldi, líkamlegar sem andlegar pyndingar, og kynferðis- lega misnotkun. I skýrslunni kemur fram hörð gagnrýni á það kerfi í Wales, sem átti að vernda börnin, en brást þeim svo hrapallega. Rannsóknarnefndin segir ástæðu þess, hve lengi þetta viðgekkst, vera einskonar samsæri þagnarinnar. Fá börn kvörtuðu og þegar Alison Taylor kom með sínar ásakanir brugðu yfirvöld sér á bak við þagnarmúr. Rannsóknai'nefndin hlýddi á vitnisburö 575 manns, þar af 259 sem báru fram ásakanir um mis- notkun, og fór í gegnum skrár 9.500 starfsmanna barnahjálgarinnar og 3.500 lögregluskýrslur. í skýrslunni kemur fram, að nefndin hefur hlýtt á frásagnir af hrikalegum misþyrm- ingum og kynferðislegu ofbeldi. I kjölfar skýrslunnar hefur ríkis- stjórnin þegar gripið til ýmissa ráð- stafana. Hún mun skipa nokkurs konar umboðsmann bama og ýmsar ráðstafanir verða gerðar til þess að tryggja það að kvartanir barna og starfsmanna fái réttláta meðferð. Þá verður eftirlit með börnum á barna- heimilum og fósturheimilum hert og auknar kröfur gerðar um menntun og hæfni starfsfólks. Alan Milburn, heilbrigðisráð- herra, segir skýrsluna sýna stórfelld svik við þá sem hvað höllustum fæti standa í þjóðfélaginu. „Þessi svik eru óafsakanleg og þau mega ekki end- urtaka sig,“ sagði ráðherrann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.