Morgunblaðið - 18.02.2000, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 18.02.2000, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2000 41 Spumingin um upphaf alheimsins, þenslu hans og ef til vill endanlega samþjöppun liggur nú stirðnuð úti í snjónum. Ég hugga mig gagnvart lífsins missi með þeim tilfinningalega sannleik að utan við alheiminn sé ann- ar alheimur. Þeir sem deyi komi þar út úr svartholinu, því að í því sé tím- inn aftur-á-bak afstæður. A elskuleg- um ódáinsvelli, fyrir utan allt sem er, hitti ég Torsten og hann útskýrir íyr- ir mér það sem ég er of vitlaus til að skilja. Þórunn Valdimarsdóttir. Við nefndum hann jafnan Þorstein. Það lýsir því vel hversu náinn hann var íslenskum veruleika. Þegar hann dvaldi hér á landi var hann í lifandi samskiptum við samfélagið og lífið í landinu. Hann var að vísu alltaf gest- urinn og sá með augum hans. Talaði ekki málið en skildi flest, lagði mat á það sem fyrir augu bar en bar ekki álit sitt á torg. Til þess var hann of hógvær, var þó sýnu fúsari að telja fram það sem jákvætt var en hitt. Þorsteinn átti að baki viðburðaríkt líf þegar hann komst í kynni við Is- land og Islendinga. Uppruni hans úr sænskum og frönskum jarðvegi mót- aði hann. Fom frönsk aðalsætt í móðurkyni og sænskir athafnamenn og iðnjöfrar í föðurætt, átti hvortveggja sæti hið næsta valdamönnum þjóða sinna. Þorsteinn sinnti herskyldu sem ungur maður og gerði uppfrá því her- þjónustu að ævistarfi sínu. Menntað- ist sem verkfræðingur, varð liðsfor- ingi og voru fengnar ábyrgðarstöður. Hann varð yfirmaður herdeilda og tók þátt í herráðsstörfum, hlaut of- urstatign. Eftir að herþjónustu lauk sinnti Þorsteinn verðbréfaviðskiptum og ýmsum ráðgjafar- og umsýsluverk- efnum. Hann las margt, einkum sögu og stjömufræði sem hann varð mjög fróður um. Gaman að ræða við hann um þau efni og njóta fróðleiks hans og góðrar frásagnargáfu. Reyndar enn meira gaman að tala við hann um mál- efni líðandi stundar, því þá kom betur fram frumleg kímnigáfa hans og einn- ig andieg'víðátta því hann var marg- fróður og skírskotaði til margra átta í athugasemdum sínum. Þorsteinn kynntist íslandi best fyrir tveimur áratugum gegnum ís- lenska konu, Sigrúnu Jónsdóttur, vefjarlistakonu sem síðar varð eigin- kona hans. Þá kom í Ijós fágætur riddaraleiki hans því þau kynntust þegar Sigrún átti í alvarlegri sjúk- dómsbaráttu í Svíþjóð. Þorsteinn studdi hana af miklum drengskap í erfiðleikum hennar og markaði það upphaf samleiðar sem er nú á enda. Þorsteinn tók öllu því sem Sigrúnu fylgdi með alúð og vinsemd. Hann eignaðist mikilvægan sess í fjölskyldu hennar og vinahópi og var reiðubúinn að styðja og hjálpa þegar þörf var og eftir leitað. Signin hefur lengi haft með hönd- um mikilsvert lista- og menningar- starf. Þorsteinn reyndist henni hinn traustasti bakhjarl í þeim efnum og þannig á Island honum þökk að gjalda. Að garði þeirra Sigrúnar og Þorsteins hefur borið ótal gesta og móttökur einlægt verið höfðinglegar. Þau búa vel og leyfa gestum að njóta þess af örlæti sínu. Þorsteinn var orðinn aldraður þeg- ar ég kynntist honum en aldrei fannst mér þó hann vera það. Það var ein- hvemveginn ekki hægt að taka mark á ellimörkum á honum. Hann var svo reisnarlegur og virkur. Hann þakkaði það reyndai- Sigrúnu sem er einkar lífleg og athafnasöm. Það var alltaf eitthvað mikilvægt og brýnt á döfinni hjá henni sem hreif hann með. En nú hefur þessi gamli herforingi lagt niður vopn sín og sagt: Adjö, adieu. Sú kveðja reiknar með næstu endurfundum hjá Guði. Þó Þorsteinn reiknaði meir með þessu lífi en öðru þá veit ég að endurfundir þar munu ekki koma flatt upp á hann. Þar mun honum vísað til sætis meðal hinna trúu verkmanna í eilífum fagnaði Heira alls. Við þökkum líf hans og kynni og segjum því einnig: Adieu, Þorsteinn, adjö! Auður og Jakob Hjálmarsson. SIGURÐUR HELGI ÞORLÁKSSON + Sigurður Helgi Þorláksson fædd- ist í Bolungarvík 22. júní 1922. Hann lést á Landakoti 14. febr- úar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Jóna Guðmundsdótt- ir frá Fljótum í Skagafirði, f. 31.7. 1891, d. 7.8. 1971 og Þorlákur Þorsteins- son, f. 13.9. 1894, d. 1.4. 1973. Bróðir: Jón Bæring Þorláksson, f. 25.7. 1925, d. 5.1.1942. Fóstursyst- ir: Inga Guðbjörg Ingólfsdóttir, f. 15.7. 1935, dóttir Ingólfs Lárus- sonar og Guðbjargar Guðnadótt- ur, gift Hauki Ólafssyni, f. 5.6. 1928. Þau eiga ílmm börn og 13 barnabörn og eru búsett í Bolung- arvík. Sigurður ólst upp í foreldrahúsum í Bol- ungarvík og átti þar heima fram á full- orðinsár og vann við sjómennsku bæði í Bolungarvík og á vertíðum sunnan- lands. Um 1955 flutt- ist hann til Reykja- víkur og hóf störf sem bréfberi hjá Pósti og síma og sinnti því starfi ára- tugum saman þar til síðustu starfsárin að hann starfaði innan- dyra við póstflokkun. Hann lét af störfum á sjötugusta aldursári ár- ið 1992. Útför Sigurðar fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13:30. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr.Pét.) Elskulegur fósturbróðir minn er látinn eftir erfið veikindi undanfarna mánuði. Alltaf vonaði ég að hann kæmist eitthvað til heilsu á ný en hjartað var farið að gefa sig og ekk- ert sem læknar gátu gert. Eg minn- ist hans með söknuði því hann var mér afar kær frá fyrstu tíð og síð- ustu stundimar sem ég sat hjá hon- um fann ég glöggt æðruleysið og friðinn sem ávallt fylgdi honum. For- eldrar hans, Jóna Guðmundsdóttir og Þorlákur Þorsteinsson, sem jafn- framt var móðurbróðir minn tóku mig í fóstur níu vikna gamla vegna veikinda móður minnar. Þá voru þeir tveir bræðumir fyrir á heimilinu, Sigurður og Jón Bæring, sem lést 1942 á sautjánda aldursári og var öll- um harmdauði. Uppeldi okkar ein- kenndist af ástúð og öryggi og sýndi Siggi mér ávallt tillitssemi og ljúft viðmót. Aldrei gerði hann kröfur til eins eða neins og lifði alltaf í sátt við alla. Atvinnu sína stundaði hann af mikilli trúmennsku og meðan hann var í bréfberastarfinu kunni hann ekki við að biðja um frí í jólamánuð- inum til að koma vestur til okkar. Síðustu tíu árin hjá póstinum vann hann inni við flokkun og heimsótti okkur um hver jól eftir það. Þess vegna vom síðustu jól tómlegri hjá okkur því Siggi var þá rúmfastur á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Snyrti- mennska og reglusemi var honum í blóð borin og allir hlutir í röð og reglu í litlu íbúðinni sem hann bjó í síðustu árin. Alltaf bjó hann einn og kunni því vel en fyrr á ámm stundaði hann gömlu dansana og sótti skemmtanir með samstarfsfólki sínu hjá Pósti og síma. Síðustu árin fór hann í félagsmiðstöðina á Vestur- götu 7 á hverjum degi þótt þátttaka hans í því sem var á boðstólum væri minni en áður. Ég og fjölskylda mín þökkum þér, elsku Siggi, allt sem þú varst okkur. Farþúífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þérnúfylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Þín fóstursystir, Inga Guðbjörg. í dag verður borinn til moldar ein af hversdagshetjum þessar þjóðar. Það fór ekki mikið fyrir honum Sig- urði frænda mínum sem lifði lífinu í sátt við alla og skilaði sínu ævistarfi með sannri reisn. Eftir nokkura mánaða veikindi kvaddi hann hljóð- lega eins og hann hafði gengið gegn- um lífið í rúmlega 77 ár. Sigurður + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANN PÁLSSON skipstjóri, frá Vestmannaeyjum, til heimilis á Dalbraut 18, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli miðvikudaginn 16. febrúar. Ósk Guðjónsdóttir, Guðrún Jóhannsdóttir, Heiðmundur Sigurmundsson, Ragnhildur Jóhannsdóttir, Gunnlaugur Vignir Gunnlaugsson, Steinar Jóhannsson, Ingigerður Axelsdóttir, Herjólfur Jóhannsson, Dagný Másdóttir, afabörn og langafabörn. + Okkar ástkæri faðir og sonur, JÓN INGIBERG SVERRISSON, Aðalgötu 12, Stykkishólmi, verður jarðsunginn frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 19. febrúar kl. 14.00. Gísli Kr. Jónsson, Ólöf Guðbjörnsdóttir og aðrir aðstandendur. lifði einföldu en vel að merkja ánægjulegu lífi án þess að sanka að sér veraldlegum gæðum. Frá því að ég man eftir mér vann Siggi sem bréfberi hjá póstinum og var ánægð- ur í því starfi. Ekki sóttist hann eftir veraldlegum gæðum og lét sér nægja að búa í einu leiguherbergi með einföldum húsgögnum og sjón- varpi. Eitt mottó hafði hann þó varð- andi búsetu, hann fór ekki útfyrir gamla vesturbæinn í Reykjavík Fyr- ir sex árum benti ég Sigga á litla íbúð sem var til sölu í hverfinu hans og fórum við saman að skoða hana. Ekki hélt hann sig nú hafa efni á því að kaupa hana enda kominn á eftir- laun og ekki gat hann hugsað sér að skulda krónu í henni. Eftir smá for- tölur samþykkti hann þó að taka lán í lífeyrissjóðnum fyrir því sem uppá vantaði til kaupanna og flutti inn í desember 1994. í þessari íbúð undi hann sér vel enda í göngufæri við gamla mötuneytið sitt hjá póstinum, félagsmiðstöð aldraðra á Vesturgöt- unni og Kolaportið sem var fastur punktur í hans tilveru um hverja helgi. Hann þurfti ekkert að sækja útfyrir hverfið sitt og það eina sem hann ferðaðist var á æskuslóðir sínar í Bolungarvík. Rúmri viku fyrir and- látið var hann fluttur af Sjúkrahúsi Reykjavíkur á Landakot sem er í hverfinu hans. Svo sterk var upplif- un hans að komast í umhverfi sem hann þekkti að minn maður lifnaði allur við, reis úr rekkju og klæddi sig og naut þess að horfa hinsta sinni á umhverfið þar sem hann þekkti hvem krók og kima. Ég kom í heim- sókn til hans þennan dag og hafði á orði að andrúmsloftið væri greini- lega miklu heilnæmara þama vestur frá. Þetta vora hans síðustu kraftar, það var eins og hann hefði beðið eftir því að komast heim í sitt gamla hverfi, fyrr gafst hann ekki upp. Kæri frændi, haf þú góða ferð yfir móðuna miklu. Jóhann Hauksson. Hann Siggi frændi er dáinn. Þess- ar fréttir fékk ég þegar mamma hringdi í mig á mánudagsmorgun. Hann var búinn að vera mikið veikur undanfarið og lá síðustu viku sína á Landakoti þar sem vel var hugsað um hann. Ég var í heimsókn hjá hon- um daginn fyrir andlátið og það var ljóst hvert stefndi. Hinsvegar vonaði maður alltaf það besta og vissi hvað hann langaði að komast í íbúðina sína á Tryggvagötu. Hann var alltaf fastur punktur í tilvera minni frá því ég man eftir mér. Ein fyrsta minning mín um Sigga frænda er gjöf sem hann gaf mér einu sinni á jólum þegar ég var 3-4 ára gömul, það var dúkka sem gat gengið fyrir rafhlöðum og var á hjólaskautum. Ég nefndi hana Siggu í höfuðið á honum og er hún til enn . þann dag í dag, orðin rúmlega 30 ára - gömul. I þá daga var þetta ekki al- geng eign og var ég öfunduð af vin- konunum. Siggi kom alltaf til Bolungarvíkur, á heimaslóðir sínar, á hverju sumri og hin síðari ár einnig á hverjum jól- um og dvaldi hjá mömmu og pabba. Það var alltaf gaman að fá Sigga í heimsókn. Ekki var hann ræðinn og lét lítið fyrir sér fara. Hinsvegar eignaðist hann góða vinkonu þegar lítil tveggja ára hnáta kom labbandi inn í stofu og henti til hans bolta. Þessi hnáta var Heiða Hrönn dóttir - , mín. Upp frá því m-ðu þau mjög góð- ir vinir. Ef hún sat ekki á hnjánum á honum og ræddi við hann um allt á milli himins og jarðar, þá sat hún fyrir framan hann og þau hentu á milli sín bolta. Hin síðari ár eftir að við fluttumst suður vora alltaf miklir fagnaðarfundir með þeim, hvort sem við komum í heimsókn eða hittum hann í Kolaportinu, en það var fastur punktur í hans tilvera um helgar. Einnig mátti hann ekki missa af sín- um daglega göngutúr um miðbæ Reykjavíkur, en það var hans heim- ur, miðbærinn, því mestalla starfs- ævi sína bar hann út póstinn þar. Siggi byrjaði hjá póstinum um þrí- tugt og starfaði þar alla ævi eða þar til að hann hætti störfum kominn fast að sjötugu. Einu sinni fóram við fjölskyldan með Sigga í Kringluna. Honum þótti nú ekki mikið til koma og vildi komast sem fyrst í miðbæinn aftur. Þannig maður var Siggi, hæg- látur og ekki mikið fyrir fjölmennið og hávaðann. Siggi vildi helst aldrei missa af einum einasta fréttatíma, hvorki í út- varpi eða sjónvarpi og var því mjög vel inní öllu sem var að gerast í þjóð- félaginu. Það var gaman að fylgjast með þegar hann stilti á rás 1 í út-\ varpinu því það var hans háttur að hlusta bara á rás 1. Siggi hafið alltaf mikla unun af harmonikkuleik. Hann átti sjálfur harmonikku en hann spilaði lítið á hana. Harmonikkuna gaf hann Hauki syni mínum sem upp frá því fór að læra á harmonikku. Siggi fór alltaf á gömlu dansana því hann hafði gaman af því að dansa. Elsku Siggi minn. Nú ertu laus við þjáningarnar og ég vona að þér líði vel. Ég veit að þú hittir fullt af fólki sem þú þekktir. Þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið mér og mínum. Guð blessi þig elsku frændi. María Elva. A. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AÐALHEIÐUR GUÐRÚN ELÍASDÓTTIR, Rauðalæk 28, Reykjavík, sem lést á Vífilsstöðum að morgni þriðju- dagsins 8. febrúar, verður jarðsungin frá Sel- fosskirkju laugardaginn 19. febrúar kl. 13.30. Gunnar Andrésson, Ragnar Andrésson, Ingibjörg Andrésdóttir, Guðbjörg Andrésdóttir, Hallmundur Andrésson, Jóakim Tryggvi Andrésson, Halldór Ingi Andrésson, Hafsteinn Andrésson, barnabörn og Guðbjörg Þorsteinsdóttir, Lilja Ólafsdóttir, Rögnvaldur Haraldsson, Gunnar Jónsson, Kristín Tómasdóttir, Sigríður A. Jónsdóttir, Hafdís Ósk Kolbeinsdóttir, Gunnhildur M. Vésteinsdóttir, barnabarnabörn. 1 + Elskulegur eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGGEIR ÞORBERGUR JÓHANNESSON, Snæbýli II, Skaftártungu, lést miðvikudaginn 16. febrúar. F.h. aðstandenda, Ingunn Ragna Sæmundsdóttir. < 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.