Morgunblaðið - 18.02.2000, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR18. FEBRÚAR 2000
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Samið við Línu.Net um fjarskiptatengingu um ljósleiðara
milli Landspitala og Sjúkrahúss Reykjavlkur
Tilboð Landssímans 1%
hærra en tilboð Línu.Nets
Kristján Antonsson, innkaupastjóri Ríkisspitala, Kristján Valdimarsson,
innkaupastjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur, og Eiríkur Bragason, fram-
kvæmdastjóri Línu.Nets, að lokinni undirritun samnings um fjarskipta-
tengingu sjúkrahúsanna.
Seðlabanki Islands í greinargerð
um f]ármálastöðugleika:
Forgangsmál að
draga úr við-
skiptahallanum
LÍNA.NET skrifaði í gær undir
samning við Ríkisspítala og Sjúkra-
hús Reykjavíkur um að fyrirtækið
annist fjarskiptatengingu um ljós-
leiðara milli Landspítalans og SHR.
Útboð á þessari fjarskiptateng-
ingu sjúkrahúsanna er eitt það
fyrsta sem fram fer hér á landi. Auk
Línu.Nets bauð Landssíminn í
verkið og var tilboð Landssímans
1% hærra en tilboð Línu.Nets. Til-
boðsupphæð Línu.Nets var
13.172.000 kr.
Samkvæmt upplýsingum frá
Línu.Neti má í framhaldi af þessum
samningi búast við holskeflu af út-
boðum á fjarskiptatengingum, jafnt
hjá opinberum aðilum og einkafyr-
irtækjum. Fram til þessa hafi ekki
verið val um tengingar á fjarskipta-
neti aðrar en hjá Landssímanum og
þá samkvæmt fastri verðskrá. Nú
hafi fyrirtæki og stofnanir í fyrsta
skipti kost á því að kaupa mjög öfl-
ugar fjarskiptatengingar sem
byggjast á ljósleiðaraneti, allt að 1
GB á sekúndu.
Annar jafnt símakerfum og
öðrum upplýsingakerfum
Ljósleiðarakerfi Línu.Nets um
höfuðborgarsvæðið gerir það að
verkum að aðeins þarf að leggja 200
metra af viðbótarlínum til að tengja
sjúkrahúsin tvö. Fjarskipti milli
sjúkrahúsanna fer um ljósleiðara-
par hjá Línu.Neti sem enginn annar
hefur aðgang að. Öryggi gagna-
flutninga er því tryggt eins og best
verður á kosið. Flutningsgeta ljós-
leiðarans milli sjúkrahúsanna er
mikil og annar hann jafnt símakerf-
um og öðrum upplýsingakerfum.
Ennfremur er hægt að senda mynd-
efni um ljósleiðarann, þar á meðal
sjónvarpsupptökur og myndir með
hárri upplausn, svo sem röntgen-
myndir.
Samband verður komið á milli
sjúkrahúsanna í næsta mánuði og
fyrstu kerfin til að tengjast verða
rannsóknarstofukerfi og bókunar-
kerfi fyrir röntgenmyndatökur.
Íslandssími hefur tekið að sér fyr-
ir hönd Línu.Nets að annast vara-
leið tengingarinnar í gegnum ATM-
net sitt á öðrum hluta Ijósleiðara-
kerfisins. Varaleiðin tekur við innan
nokkurra sekúndna ef aðalleiðin fer
í sundur.Fyrsti áfangi Ijósleiðara-
kerfis Línu.Nets á höfuðborgar-
svæðinu er alls 40 km. Lagning ljós-
leiðarans hófst í ágúst á síðasta ári.
Lagning á öðrum áfanga hefst innan
tíðar, en nú þegar er hægt að bjóða
fyrirtækjum alhliða gagnaflutninga
á öllu höfuðborgarsvæðinu.
Lína.Net er dótturfyrirtæki
Orkuveitu Reykjavíkur. Starfsemi
fyrirtækisins er annars vegar á sviði
burðarkerfis í fjarskiptum í gegnum
ljósleiðara og hins vegar við gagna-
flutninga út frá burðarkerfinu inn
til notandans, þar sem stuðst er við
mismunandi tækni. Þær tengingar
eru m.a. með ljósleiðara, örbylgju,
koparlínum og síðar einnig í gegn-
um rafdreifikerfið.
STJÓRN efnahagsmála ætti öðru
fremur að beinast að því að draga úr
viðskiptahallanum auk þess að draga
úr verðbólgu, að því er fram kemur í
grein í febrúarútgáfu Peningamála
Seðlabanka íslands. Þar kemur einn-
ig fram að dragi eklri verulega úr við-
skiptahallanum á komandi misserum
geti hann grafið undan trúverðug-
leika gengisins og aukið líkur á gjald-
eyriskreppu.
Greinin „Fjármálakerfið: styrkur
og veikleikar" er sú fyrsta sinnar
tegundar sem birt er í ársfjórðung-
sriti Seðlabankans, Peningamálum.
Fyrirhugað er að slíkar greinargerð-
ir um fjármálastöðugleika birtist
reglulega í Peningamálum, líkt og
gerist hjá öðrum seðlabönkum en
þeir hafa í vaxandi mæli tekið að
fylgjast sérstaklega með þáttum sem
varða stöðugleika fjármálakerfisins í
heild, að því er fram kemur í inn-
gangi greinarinnar. „Algengt er að
seðlabankar hafi tvö meginmarkmið,
að stuðla að stöðugleika verðlags
annars vegar og að heilbrigði fjár-
málakerfisins hins vegar. Heilbrigði
fjármálakerfisins er nauðsynleg for-
senda hagstæðrar framvindu í efna-
hagsmálum og virkrar stefnu í pen-
ingamálum.“ Fram kemur að slík
starfsemi sé frábrugðin eftirliti fjár-
málaeftirlits að því leyti að hún bein-
ist öðru fremur að þáttum sem kynnu
að fela í sér hættu fyrir fjármálakerf-
ið í heild sinni og efnahagslegan stöð-
ugleika. „Mjög mikilvægt er að seðla-
bankar og fjármálaeftirlit eigi með
sér náið samstarf um að stuðla að
traustum undirstöðum og heilbrigði
fjármálakerfisins,“ segir í greininni.
Lánastofnanir hefðu átt að
efla eiginfjárstöðu sína
„Hættan við ríkjandi aðstæður
felst í því að núverandi þróun, of-
þensla, mikill viðskiptahalli, verð-
bólga og hækkandi raungengi, leiði
til vaxandi erfiðleika í eftiahagsmál-
um og auki líkur á gjaldeyriskreppu.
Áföll í ytra umhverfi hagkerfisins
gætu haft hliðstæðar afleiðingar.
Hæfni fjármálakerfisins til þess að
takast á við skyndilegar breytingar
yrði meiri ef betra jafnvægi ríkti í
viðskiptum þjóðarbúsins gagnvart
útlöndum. Auk þess að draga úr
verðbólgu ætti stjóm efnahagsmála
því öðru fremur að beinast að því að
draga úr viðskiptahallanum,“ segir í
greininni.
Meginveikleiki íslensks fjármála-
kerfis nú er í greininni talinn felast „í
miklum viðskiptahalla, peninga- og
útlánaþenslu, lágu eiginfjárhlutfalli
margra lánastofnana og að nokkru í
viðkvæmri erlendri skammtíma-
stöðu. Verðbólga hefur vaxið í seinni
tíð og raungengi krónunnar hefur
hækkað og er nú nálægt meðaltali
síðustu 20 ára. Seðlabanki Islands
telur að innlánsstofnanir og sumar
aðrar lánastofnanir hafi farið full-
geyst í að auka útlán í seinni tíð.
Þetta endurspeglast í versnandi eig-
infjárstöðu.“
Að mati Seðlabankans hefðu lán-
astofnanir frá sjónarhóli fjármálast-
öðugleika átt að efla eiginfjárstöðu
sína til þess að verða betur búnar
undir að mæta erfiðari tímum. „Erf-
itt kann að reynast að styrkja eigin-
fjái’stöðu lánastofnana við lakari
efnahagsaðstæður og rekstrarskil-
yrði en nú ríkja,“ segir í greininni.
Seðlabankinn telur hættu á því að
lánastofnanir verði fyrir útlánatöp-
um þegar að þrengir í efnahagslífi og
sú hætta sé þeim mun meiri sem fyr-
irtæki og heimili eru skuldsettari.
Nokkuð dró úr vexti útlána undir lok
síðasta árs þótt enn væri hann hrað-
ur, að því er fram kemur í Peninga-
málum.
I greininni kemur fram að ýmsir
jákvæðir þættir einkenni íslenskt
fjármálakerfi um þessar mundir,
m.a. mikill hagvöxtur. Afkoma at-
vinnuvega virðist góð þótt hækkun
raungengis krónunnar þrengi að
sumum greinum. Seðlabankinn telur
að ofhitnun í hagkerfinu og mikil út-
lánaþensla hafi kynt verulega undir
hækkun eignaverðs að undanfórnu.
Verð íbúðarhúsnæðis á höfuðborgar-
svæðinu hækkaði um 20% á síðasta
ári, úrvalsvísitala hlutabréfa um
nærri 50% og verð á þorskkvóta um
25%, að því er fram kemur í grein-
inni. Fremur litlar líkur eru taldar á
skyndilegri almennri lækkun eigna-
verðs í ár eftir hraða hækkun að und-
anfömu. Lánastofnunum virðist því
ekki búin sérstök hætta af breyting-
um eignaverðs í nánustu framtíð,
eins og segir í Peningamálum.
Hlutur skammtímalána hefur
minnkað í samsetningu fjármagns-
innstreymis frá þvi síðla árs 1998 og
framan af ári 1999. Erlend skamm-
tímastaða þjóðarbúsins er því skárri
nú en á fyrstu mánuðum síðasta árs
þótt hún mætti vera betri, eins og
segir í greininni. Islenskar lánastofn-
anir hafa átt allgreiðan aðgang að er-
lendum lánsfjármörkuðum og í
greininni er vísað til þess að opinbert
lánshæfismat sem íslenskir bankar
hafa hlotið í seinni tíð, styrki stöðu
þeirra á erlendum mörkuðum.
Umfjöllun um verðbráfaviðskipti í skýrslu Verslunarráðs íslands
Skilgreina þarf betur innherja
og tilkynningaskyldu þeirra
VERSLUNARRÁÐ leggur til að meiri vinna
verði lögð í að skilgreina það hvaða hópur telst
vera innherjar og hvemig tilkynningarskyldu inn-
heija er háttað, að því er fram kemur í skýrslu
ráðsins til viðskiptaþings.
„Þetta er ekki síst nauðsynlegt þar sem nú er
vinsælt, sérstaklega í nýsköpunarfyrirtækjum, að
gera kaupréttarsamninga við helstu stjórnendur
og starfsmenn með það fyrir augum að treysta
samband þeirra við viðkomandi fyrirtæki og gefa
stjórnendum og starfsmönnum möguleika á að
öðlast hlutdeild í hagnaði fyrirtækisins ef það nær
sér á strik og verður að verulegu verðmæti á
markaði.
Ennfremur hafa sum fyrirtæki gefið starfs-
mönnum hlutabréf með almennum hætti eða gefið
þeim kost á að kaupa bréf á undirverði. Þessi þró-
un bendir til þess að í framtíðinni muni innherjum
mjög fjölga þannig að ráðlegt er að vanda sem
best til skilgreininga og starfsreglna skráðra fyr-
irtækja varðandi innherja," segir í skýrslunni.
Þar er spurt hvar skilin liggi milli eftirlitshlut-
verks Fjármálaeftirlitsins annars vegar og Verð-
bréfaþings hins vegar. „Ennfremur vakna spurn-
ingar um ábyrgð aðila þegar svör eru gefin við
spurningum og álitamálum sem tengjast skrán-
ingu hlutafélaga, upplýsingagjöf þeirra til mark-
aðarins og viðskiptum með hlutabréfin."
Tilboð innherja
verði merkt
Minnt er á að Verðbréfaþing hafi eftirlitshlut-
verk með innherjaviðskiptum gagnvart útgefend-
um skráðra hlutabréfa.
„í reynd hefur eftirlitið með innheijaviðskipt-
um almennt virkað aðgerðalítið gagnvart mark-
aðnum. Það er mikilvægt fyrir trúverðugleika
markaðarins og almennt traust á honum að
markmiðssetningin með eftirliti á þessu sviði sé
skýr og að ekki séu göt í fyrirkomulaginu. Yfir
þau mál þarf að fara vandlega.
Ein af hugmyndunum, sem hafa verið nefndar í
því skyni að hamla gegn ólögmætum innheijavið-
skiptum, er að tilboð innherja verði merkt sem
slík og jafvel nafngreind en ekki verði látið nægja
að merkja sjálf viðskiptin með nafngreiningu við-
komandi aðila.“ Skýrsluhöfundar segja að meðal
þeirra atriða, sem almennt sé fjallað um vegna
innherjaviðskipta, séu viðskipti starfsmanna fjár-
málafyrirtækja. Augljóst sé að ýmsir viðskipta-
vinir fjármálafyrirtækja velta vöngum yfir því
hvort það sé eðlilegt að starfsmenn fjármálafyrir-
tækja hagnist mun meira í viðskiptum með verð-
bréf en sjóðir sem viðkomandi íyrirtæki reki eða
fyrirtækið sjálft með veltubók sinni.
„Slíkt vekur jafnan upp spumingar um hvort
verið sé „að reka fyrirtæki inni í fyrirtækinu".
Sama gerist þegar starfsmenn fjármálafyrirtækja
veita einstaklingum einkaráðgjöf eða einkaþjón-
ustu vegna fjárvörslu til hliðar við starfsemi við-
komandi fyrirtækja. í lögum um verðbréfavið-
skipti er fjallað um þessi mál og í meginatriðum
eru ákvæði laganna þau að gæta verði ýtrustu
hagsmuna ótengdra viðskiptavina og að fullur
trúnaður ríki gagnvart þeim.
Skrá þarf sérstaklega öll viðskipti eigenda,
stjómenda starfsmanna og maka þeirra og stjóm
viðkomandi fyrirtækis þarf að fá kerfisbundnar
upplýsingar um viðskiptin og staðfesta þau. Fjár-
málafyrirtæki eiga að setja starfsreglur um við-
skipti starfsmanna sem Fjármálaeftirlitið þarf að
samþykkja. Þannig em lögin tiltölulega skýr i
þessu efni.“
Verslunarráð telur helst vera tilefni til að fjalla
um hvort ekki sé rétt að bæta því inn að hver ein-
stök viðskipti stjómenda og starfsmanna eða
maka þeirra séu samþykkt af viðkomandi yfir-
manni í því skyni að gera ábyrgðina skýrari í
þessum tilvikum. Það hljóti að vera í þágu hags-
muna verðbréfafyrirtækjanna að skapa á sér
traust að þessu leyti.
Ákvæði vantar um upplýsingagjöf
vegna skýldrar eignar
Vikið er að nýlegum umræðum um undanþágur
frá verklagsreglum verðbréfafyrirtækja, vegna
viðskipta með óskráð bréf. „Reglur sem em þann-
ig að þörf er á undanþágum skapa varla nægileg-
an trúverðugleika, jafnvel þótt yfirmannsábyrgð
sé skýr. Því er nauðsynlegt að verklagsreglur nái
til allra venjulegra tilvika sem upp koma. Hafa
ber í huga að starfsmenn fjármálafyrirtækja geta
í mörgum tilfellum tengst ýmiss konar rekstri, s.s.
fjölskyldurekstri í smáum stíl, án þess að slíkt sé
til skaða fyrir nokkum aðila,“ segir í skýrslunni.
Að mati Verslunarráðs em hérlendis ekki skýr
ákvæði um upplýsingagjöf vegna skýldrar eignar
(e. beneficial ownership reporting), en ekki óal-
gengt að aðilar sem af einhverjum ástæðum vilji
ekki koma fram opinberlega nýti verðbréfafyrir-
tæki sem fulltrúa sína til að kaupa hlut í skráðum
fyrirtækjum.
„Sama gildir ef fjárfest er í gegnum eignar-
haldsfélög sem sjálf em ekki skráð á markaði. Á
þessu þarf að taka enda er ekki unnt að fyglja eft-
ir flöggunarreglum og í sumum tilvikum sam-
keppnisreglum ef fjárfestir getur skýlt eign sinni.
Verðbréfaþing, Fjármálaeftirlit og jafnvel sam-
keppnisyfirvöld geta ekki sinnt eftirlitsskyldu
sinni nema að eignarhald liggi fyrir. Þetta er ekki
séríslenskt vandamál en þróun löggjafar mun al-
mennt vera í þá átt að gera kröfur um að upp-
lýsingar séu gefnar um skýlda eign.“
Engin skylda til að opinbera
niðurstöðu rekstraráætlana
Um birtingu uppgjöra félaga á markaði, segir í
skýrslunni að athyglisvert sé að ekki sé farið fram
á að fyrirtæki opinberi niðurstöður úr rekstrar-
áætlun sinni fyrir líðandi ár eða það næsta þrátt
fyrir að þær upplýsingar liggi fyrir og séu lykil-
upplýsingar um væntanlega afkomu viðkomandi
fyrirtækis.
„Ekki er heldur nein skylda til þess að stjóm-
endur skráðra fyrirtækja láti neitt frá sér fara um
sýn sína á umhverfi og starfsemi þeirra til lengri
tíma, þrátt fyrir að þetta séu forsendur fyrir
veigamiklum fj árfes tingarákvör ðunum.
Áherslan á upplýsingagjöf er fyrst og fremst á
liðna tíð og markaðnum látið meira eftir að meta
framtíðarhorfur. Þessi áhersla getur leitt til þess
að of mikill þrýstingur verði á framsetningu upp-
gjöra vegna liðins tíma en minna gert úr mögu-
leikum viðkomandi fyrirtækis til þess að skila
hagnaði þegar til framtíðar er horft.“