Morgunblaðið - 22.02.2000, Side 8

Morgunblaðið - 22.02.2000, Side 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 22. PEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ráðherrasirkus Blekktur ráðherra strunsaði út Upphlaup varð á fundi Markaðs- og atvinnumálanefndar Reykjanesbæjar með þingmönnum, sveitarstjómarmönnum og öðrum hagsmunaöilum um ( , tvöföldun Reyk anesbrautar i Eldborg í Svartsengi gær þegarÁmi M. . I' Sveiattan bara. Þið kunnið ekki einu sinni leikreglurnar, þið eigið ekki blekkja mig. Það er ég sem á að blekkja ykkur, asnarnir ykkar. Heimsókn forsetans til Indlands frestað öðru sinni FYRIRHUGAÐRI heimsókn Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta ís- lands, til Indlands hefur verið frestað um nokkra mánuði. I til- kynningu frá forsetaskrifstofunni segir að ástæður frestunarinnar séu einkum þær að ekki hafi reynst unnt að skipuleggja þá dagskrá á sviði verslunar og viðskipta sem ætluð var innan þess tímaramma sem heimsókninni var settur í mars. Fulltrúar indverskra og ís- lenskra stjórnvalda vilji að vandað sé til heimsóknarinnar þar sem um sé að ræða fyrstu heimsókn forseta Islands til Indlands. Þetta er í annað sinn sem heim- sókn forsetans til Indlands er frestað, en upphaflega var búið að tímasetja upphaf hennar 20. mars. Henni var síðan frestað um viku. Nú er ljóst að ekki verður af heim- sókninni fyrr en í sumar eða haust. Ferðaskrifstofan Samvinnuferð- ir-Landssýn hafði skipulagt og auglýst ferð til Indlands á sama tíma og heimsóknin átti að fara fram, þ.e. 27. mars til 3. apríl. Helgi Jóhannsson, framkvæmda- stjóri Samvinnuferða, sagði að ákvörðun um frestun forsetaheim- sóknarinnar hefði engin áhrif á ferð Samvinnuferða. Margir hefðu sýnt ferðinni áhuga og því yrði haldið áfram að bóka í hana. VICTOR - klæðaskápur úr beykilitu melamíni. Bioi x H203 x D55 sm. Einnig fáanlegur f kirsuberjalit. Hafðu pláss fyrir meira BLITZ - klæðaskápur úr beykilitu melamíni. B181 x H197 x D557sm. Einnig fáanlegur í kirsuberjalit. HUSGAGNAHOLLIN Bfldshðfði 20 110 Reykjavfk Síml 510 8000 www.husgagnahollin.is Hjónanámskeið um land allt Hægtað læra að leysa mál Þórhallur Heimisson Fræðsludeild kirkjunnar og séra Þórhallur Heimis- son hafa í vetur staðið fyrir hjónanámskeiðum víða um land. Þessi nám- skeið eru ætluð öllum í hjónabandi og sambúð og eru að sögn séra Þórhalls hugsuð til sjálfsstyrking- ar fyrir pör. „Yfir þrjú þúsund manns hafa mætt á þessi námskeið og þau síðustu verða í mars í Þorláks- höfn og í Hruna í Hruna- mannahreppi,“ sagði Þór- hallur ennfremur. En hvert er inntak þessara námskeiða? „Það er leitast við að fara í gegnum þau vanda- mál sem geta komið upp í sambúð og hjónabandi og bent á ýmsar leiðir til að vinna úr þeim. Einnig skoðum við það dá- lítið hvað það er að vera karl- maður og kona, mismun kynj- anna í samskiptum og hvernig þau geta nálgast hvort annað og skilið hvort annað betur. Þetta eru ekki fyrirlestrar heldur meira samtalsform þar sem pör- in eru látin vinna hvert og eitt með ákveðin verkefni sem tengj- ast þeirra sambandi.“ -Hvenær hófust þessi nám- skeið? „Þau hófust 1996 í Hafnar- fjarðarkirkju, ég byrjaði á þessu þegar ég kom heim frá Svíþjóð og fyrst ætlað ég að hafa eitt á vorin og eitt á haustin en vegna mikillar eftirspurnar varð að fjölga námskeiðunum. Þau hafa verið haldin á hverju ári síðan í Hafnarfjarðarkirkju og í vetur varð það úr vegna óska og fyrir- spurna frá prestum úti á landi að tengja námskeiðin við fræðslu- deild kirkjunnar og bjóða upp á þau í söfnuðum landsins. Það eru prestar á hverjum stað sem óska eftir námskeiðinu, annast skrán- ingu og sitja sjálfir námskeiðið, eftir námskeiðin er boðið upp á einkaviðöl fyrir þá sem það vilja og þá eru það prestar á hverjum stað sem annast viðtölin." - Teldir þú ástæðu til að koma svona námskeiðum inn í fram- haldsskólakerfið okkar? „Nei, það geri ég ekki, þetta er ætlað fyrir hjón eða fólk í sam- búð og þau byggja á þátttöku beggja maka og því eru þau ekki heppileg fyrir einstaklinga. Það hafa komið fram fyrirspurnir frá einstaklingum en við höfum ekki getað tekið þá inn á námskeiðin." - Virðist þér meiri þörf fyrir svona námskeið í þéttbýli en í sveitum? „Nei, alls ekki, það virðist alls staðar vera sami áhuginn og mér virðist búseta ekki hafa áhrif á spurningar og þátt- töku. Það virðast alls staðar vera svipuð vandamál á ferðinni og áhyggjur og auðvitað líka gleði og gaman.“ -Eru þessi námskeið tii að hjálpa þeim sem eru í skilnaðar- hugleiðingum? „Þau eru ætluð öllum, bæði þeim sem eiga við vandamál að stríða og líka þeim sem vilja styrkja það sem gott er. Þetta byggist allt á þeirri vinnu sem fólkið vinnur sjálft og tekur mið af aðstæðum þess. Þess vegna er ekki um fyrirlestra að ræða held- ► Þórhallur Heimisson fæddist í Reykjavík 30. júlí 1961. Hann lauk stúdentsprófi 1981 frá Menntaskólanum á Laugarvatni og kandítatsprófi í guðfræði frá Háskóla Isiands 1988. Hann vígð- ist til Langholtskirkju í Reykja- vík 1989, var í framhaldsnámi í Svíþjóð til 1996 og var jafnframt prestur í sænsku kirkjunni. Hann var kosinn prestur við Hafnar- Ijarðarkirkju 1996 og er þar enn. Þórhallur er kvæntur Ingileif Malmberg, sjúkrahúspresti á Landspitalanum í ReyHjavík, og eiga þau þrjár dætur. ur samtöl.“ - Hver eru helstu vandamálin sem fólk ber upp á þessum nám- skeiðum? „Þau eru alls staðar þau sömu, það er tímaleysi og samskipta- leysi, fjarlægð og ákveðinn doði í sambúðinni vegna þessa." -Hvað er hægt að gera í þessu? „Við reynum að hjálpa fólki að forgangsraða verkefnum og kenna fólki að gefa sér tíma fyrir hvort annað og sambandið." - Telur þú að það skorti undir- búningin undir sambúð og hjóna- bönd hér á landi? „Já, ég held að oft sé fólk full- fljótt til að taka upp sambúð og geri sér ekki almennilega grein fyrir hvað það felur í sér. Þetta einkennir okkur ef miðað er við t.d. Norðurlandaþjóðirnar hinar. Við hefjum sambúð og lífsgæða- kapphlaup fyrr en gerist í ná- grannalöndunum. Það þyrfti að undirbúa ungt fólk miklu meira en gert er fyrir lífið, þar með tal- ið hvað sambúð feli í sér, hvað það þýði að eignast börn og að taka á sig þá ábyrgð sem fjöl- skyldu fylgir." - Virðast fjármál vera undir- rót margra vandamála? „Ef samband er gott og traust þá tekst fólki að vinna sig í gegnum sjúkdómatímabil, fjár- málaerfiðleika og ann- að sem lífið krefst af okkur að leysa. Fjármálaerfið- leikar eða aðrir erfiðleikar eru ekki forsenda sambúðarslita, það eru frekar vandkvæði í sjálfu sambandinu - sem stenst svo ekki þegar gefur á bátinn. Reynslan sýnir að það má hjálpa fólki í þessum málum og ég vil hvetja fólk til að leita sér aðstoð- ar fyrr en seinna ef erfiðleikar koma upp í sambandinu. Fólk ætti að leita aðstoðar fyrr en seinna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.