Morgunblaðið - 22.02.2000, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 22.02.2000, Qupperneq 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Rannsdkn á meintum tollsvikum við innflutning íslenskra hesta til Þýskalands Búast má við að málaferli hefjist í haust „Ekki einn einasti hestur kostaði það sem stóð á reikningnum - þeir voru allir dýrari - undantekningarlaust“ RANNSÓKN tollyfírvalda í Þýska- landi á meintum tollsvikum á inn- flutningi íslenskra hesta til Þýska- lands er að miklu leyti lokið og sagði Wolfgang Dudda, sem stjómar rannsókninni í Slésvík-Holtsetalandi, Mecklenburg, Brandenburg og Ber- lín, í gær að búast mætti við því að farið yrði að senda út sektir með vor- inu og höfða mál vegna tollsvika í haust. Stærsti þáttur rannsóknar- innar fer fram í Kiel, en einnig er meðal annars verið að rannsaka þessi mál í Oldenburg, Múnster, Köln, Lindau og Trier Dudda sagði að hann hefði rann- sakað innflutning á mörg hundruð hestum til Þýskalands og rétt verð hefði ekki verið gefið upp í einu ein- asta tilfelli. „Ekki einn einasti hestur kostaði það sem stóð á reikningnum," sagði hann. „Þeir voru allir dýrari, undan- tekningarlaust. Þar var heldur ekki um að ræða þrjú til fjögur hundruð mörk (10 til 15 þúsund krónur), held- ur allt að 375 þúsund mörkum (13,6 milljónum króna) eins og hægt er að sanna í einu tilfelli.“ Einn kaupandi hefði að meðaltali greitt milli 40 og 50 þúsund mörk (1,4 til 1,8 milljónir króna) fyrir hest, þótt uppgefið verð í tollskýrslum hefði verið þúsund mörk (36 þúsund krónur). Vitum hver gegndi hvaða hlutverki Dudda sagði að hann hefði þegar náð saman mestum upplýsingum, en hann biði enn eftir gögnum frá ís- landi. „Hvað varðar mína rannsókn er ég nú að ljúka við að ganga frá málum,“ sagði hann. „Þar á ég við að senda annað hvort út sektir eða gefa út ákærur. Eiginlega vitum við hvemig hlutirnir gengu fyrir sig og hver gegndi hvaða hlutverki. Við erum einnig komnir með yfirsýn yfir stærstu hneykslismálin og ég tel að á mínu rannsóknarsvæði í norðaustur- hluta Þýskalands verði rannsókninni lokið í sumar og annars staðar í Þýskalandi undir lok ársins eða á því næsta.“ Hjá ríkislögreglustjóra furðuðu menn sig á því í desember að þýsk yf- irvöld hefðu ekki farið fram á gögn vegna málsins og sögðu einnig að ekki hefðu borist gögn frá þýskum rannsóknaraðilum um rannsókn þess. Dudda lofaði samstarfið við ís- lensk tollyfirvöld í þessu máli. Hann sagði að tvíhliða samkomulag væri milli íslands og Þýskalands og sam- kvæmt því ætti tollrannsóknarlög- reglan í Þýskalandi að snúa sér til tollyfirvalda á íslandi og það væri síðan hlutverk þeirra að leita sam- starfs við lögregluyfirvöld á Islandi. Hann sagði einnig að yfirlýsingar um að hann hefði komið tómhentur til íslands á liðnu ári stæðust ekki. Hann hefði komið með fulla tösku af sönnunargögnum, sem þýdd hefðu verið á íslensku. Sannanir lægju því fyrir. „Samstarfið við íslensk tollyfirvöld var frábært," sagði hann. „Þeir voru framúrskarandi og gildir einu þótt ég bíði nú eftir gögnum.“ Hann bætti við að í því sambandi yrði að hafa í huga að miðað við Þýskaland væri mannafli á íslandi takmarkaður og því væri þolinmæði þörf. Dudda sagði að við rannsókn máls; ins væri fólki skipt í þrjá flokka. í fyrsta lagi væru þeir, sem með glæp- samlegum hætti hefðu gerst sekir um tollsvik á Islandi og í Þýskalandi. Þetta fólk yrði dregið fyrir rétt í haust og í síðasta lagi í upphafi næsta árs. Síðan kæmu þeir, sem tekið hefðu við hrossum í Þýskalandi og hefðu vitað að ekki var allt með felldu, en hefðu ákveðið að gera ekkert í því. Þeir gætu átt von á því með vorinu að fá sektir. Að lokum væru þau tilfelli þar sem menn hefðu sjálfir gefið sig fram og þá yrðu þeir einfaldlega látn- ir greiða vangoldinn skatt. Ekki yrði látið til skarar skríða gegn þeim, sem aðeins tengdust inn- flutningi á einum eða tveimur hest- um. í Þýskalandi eru reglumar þannig að refsa má fyrir skattsvik fimm ár aftur í tímann, en krefja um greiðslu vangoldins skatts 10 ár aftur í tímann frá þeim tíma, sem rannsókn hófst. Grunur í 20 ár Dudda sagði að hann gæti ekki greint frá því hvemig sú rannsókn sem nú stendur yfir hefði hafist: „En svo mikið get ég sagt að þetta hefur staðið yfir í 20 ár og við höfum vitað af því, þótt ekki hafi verið hægt að aðhafast neitt. Eg ræddi við fyrrver- andi tollrannsóknarmann, sem nú er sestur í helgan stein, og hann sagði að við hefðum reynt að komast inn í þetta mál frá 1979, en það hefði ekki verið hægt að sanna neitt. Það var meðal annars vegna þess að af hálfu ykkar yfirvalda [á íslandi] vom stimplar settir á skjöl, sem ekki fengu staðist. En þegar við viljum sanna eitthvað verðum við að hafa sönnun. Hana gátum við ekki fengið þar til nú. Þetta vita tollembættis- menn á íslandi jafn vel og við.“ Dudda kvaðst vera þess fullviss að íslensk yfirvöld hefðu orðið af jafn- miklum tekjum og þýsk; ef ekki meiri þar sem skattar á Islandi væm hærri. „Hestarnir vom seldir á hundrað þúsund krónur hver að því er sagt var og það fær enginn hest fyrir slíka upphæð,“ sagði hann og bætti við að aðeins í þeim málum, sem hann væri að rannsaka væri um að ræða tvær milljónir marka, en samanlagt mætti gera ráð fyrir 12 milljónum marka, sem dregin hefðu verið undan í Þýskalandi. í Þýskalandi væm gjöld- in 18%, en á íslandi um 26%. Menn gætu því reiknað sjálfir um hvaða upphæðir væri að ræða fyrir íslensk yfirvöld. Dudda sagði að ein ástæðan fyrir því að nú væri spilaborg tollsvikar- anna að hrynja eftir að hafa verið í sigti tollyfirvalda í tvo áratugi sú að nýir menn hefðu komið til starfa með reynslu af skipulagðri starfsemi af þessu tagi. Þrír eða fjórir útflytjendur á Islandi „Ég starfaði til dæmis áður við að rannsaka skipulagt sígarettusmygl frá Rússlandi," sagði hann. „Það ger- ir manni kleift að komast aðeins bet- ur inn í hugsunarhátt afbrotamanns- ins. Þeir, sem áður unnu að þessu, vom vel að sér um skjalasvik af öðr- um toga. En þama var um skipu- lagða starfsemi að ræða. Á íslandi vom þrír eða fjórir útflytjendur, sem í samstarfi við nokkra bændur, sem vildu ekki borga tekjuskatt, skiptu við ákveðinn aðila í Þýskalandi. í þessu umhverfi gilti einu þótt ég vildi fá hest og flytja inn með eðlilegum hætti var það ekki hægt vegna þess að þessir þrír aðilar sáu til þess að verðið var alltaf hundrað þúsund krónur. Ef til vill hefði ég eftir nokk- ur skipti getað sagt að nú vildi ég þetta ekki lengur, en það hefði þá verið of seint því að með því að fá allt í einu dýrari hesta hefði ég dregið að mér athyglina. En þessir þrír útflytj- endur á Islandi skrifuðu alltaf sama reikninginn, sama hvað hesturinn kostaði í raun, og sendu í símbréfi hingað og þýskir embættismenn tollafgreiddu í samræmi við það. Við- takandi hestsins gat ekkert gert og þetta var erfitt að sanna.“ íslenskir hestar, argentínskir og rússneskir Innflutningur á íslenskum hestum hefur ekki aðeins verið til rannsókn- ar í Þýskalandi undanfarið. Mikið hefur verið um innflutning á hestum frá Rússlandi til landsins með þess- um hærri og reyndar hafa yfirvöld í Frakklandi og á Bretlandi til rann- sóknar innflutning á tollsvikum í sambandi við innflutning á argen- tínskum hestum, sem notaðir eru til að spila póló. Dudda sagði að sama aðferð væri notuð við innflutning á argentínskum og rússneskum hestum. 50 þúsund hrossum hefði verið smyglað frá Argentínu og hefði þeim öllum verið gefið sama andvirði í innflutnings- gögnum, líkt og gert var við íslensku hestana. Hann hefur einnig verið að rann- saka innflutning rússneskra hesta og sagði hann að sú rannsókn væri að mörgu leyti einfaldari en á innflutn- ingi íslenskra hesta. Uppgefið sölu- verð á rússnesku hestunum hefði verið 800 til 1.000 mörk (30 til 37 þús- und krónur). Meginmunurinn á þess- um málum væri sá að á Islandi hefði allur útflutningurinn farið í gegnum ákveðna aðila, en því hefði ekki verið þannig farið í Rússlandi. Jarðeðlisfræðingur á Raunvísindastofnun um Yellowstone „Ekkert ofureld- gos yfirvofandi“ EKKERT bendir til þess að svokall- að ofureldgos sé að hefjast í Yellow- stone-þjóðgarðinum í Wyoming í Bandaríkjunum að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, dósents í jarðeðlisfræði við Háskóla Islands. Á forsíðu Morgunblaðsins í fyrradag var fjallað um eldgosahættuna í þjóð- garðinum og vitnað í breska dag- blaðið The Daily Express. í greininni var sagt að eldgos á þessum slóðum myndi geta valdið miklum hörmung- um um allan heim og að Breska jarð- fræðifélagið hefði nokkrar áhyggjur af stöðu mála. „Hún vakti nú svolítið forvitni mína þessi frétt svo ég grennslaðist aðeins fyrir um þetta og athugaði hvort það væri eitthvað nýtt á seyði,“ sagði Magn- ús TumL „Ég hlustaði á erindi í haust, þar sem meðal annars var talað um mælingar á landrisi og sigi í Yellowstone og í því kom ekkert fram sem benti til þess að eldgos væri í aðsigi, þannig að ég var svolítið hissa þegar ég sá fréttma." Magnús Tumi sagði að Yellow- stone væri mjög frægur staður jarð- fræðilega. Heitur reitur eins og fsland „Þetta er heitur reitur, eins og til dæmis Hawai og ísland,“ sagði Magnús Tumi. „Munurinn á íslandi og Yellowstone er hinsvegar sá að Yellowstone er inni í miðju megin- landi og þar er jarðskorpan annarrar gerðar og miklu þykkari en hér og við þær aðstæður geta myndast mjög stór kvikuhólf. Vitað er um þrjú mjög stór eldgos í Yellowstone, miklu stærri en þau eldgos sem við þekkjum. Það elsta varð fyrir um 2 milljónum ára, en í því komu um 2.500 rúmkflómetrar af efni upp, sem er svona eins og 150 sinnum meira en í Skaftáreldum. Næst gaus í Yellowstone fyrir um 1,2 milljónum ára og síðasta gos var fyr- ir um 600 þúsund árum. Ég held að það bendi ekkert til þess að svona eldgos sé yfirvofandi og þó að bent hafi verið á það að um 600 þúsund ár hafi liðið á mflli gosa, þá er ekki hægt að álykta út frá því að gos sé yfirvofandi. Þá má geta þess að Yellowstone-svæðið er eitt- hvert besta vaktaða eldfjallasvæði í heiminum. Þar eru stöðugar GPS- mælingar og aðrar mælingai- í gangi, þannig að mjög náið er fylgst með landbreytiungum eins og þeim sem gætu verið forboði eldgoss. Hér á landi er ekki fylgst eins vel með neinu eldfjalli, það er helst að Mýr- dalsjökull komist nálægt því eftir að vöktun var hafin þar síðasta haust.“ Um aðild Breska jarðfræðifélags- ins að málinu sagði Magnús Tumi: „Breska jarðfræðifélagið tók að- eins saman skýrslu, þar sem fjallað er um það hvers konar áhrif svona risaeldgos hefði í dag. I því felst hins- vegar enginn spádómur um það að svona stórgos sé yfirvofandi.“ Andlát OTHAR ELLINGSEN OTHAR Edwin Elling- sen, fyrrverandi for- stjóri Verslunar O. Ellingsens hf., er látinn 92 ára að aldri. For- eldrar Othars voru Marie Ellingsen frá Kristiansund í Noregi og Othar P.J. Elling- sen, skipasmiður og kaupmaður í Nord- krokö í Namdalen í Noregi. Othar fæddist í Reykjavík 27. maí 1908. Hann varð gagn- fræðingur frá MR 1925 og stundaði verslunar- nám við Myklands Handelskole í Þrándheimi 1927- 1928. Frá 1925-1936 var hann starfsmaður við Verslun O. Elling- sen og forstjóri frá 1936 til 1992. Hann var í stjórn Hvals hf. og einn stofnenda 1947, einn stofnenda Steypustöðvarinnar 1947 og Trygg- ingar hf. 1951. Othar var í stjórn Verslunarráðs íslands 1951 til 1978 og í stjórn Nordmannslaget í Reykjavík 1933, for- maður 1935, 1956, 1957 og 1961. Hann var varaformaður stjórnar Skíðafélags Reykjavíkur 1930- 1934. Othar var í skólanefnd ísaksskóla 1952 til 1962, fulltrúi Reykjavíkurborgar við byggingu Isaks- skóla um tveggja ára skeið. Hann var for- seti Rotaryklúbbs Reykjavíkur 1966. Othar var norskur ræðismaður 1957 og norskur aðalræðis- maður 1974. Hann hlaut riddarakross St. Olavsorð- unnar 1968, Det norske Kommand- örkorset 1987 og stórriddarakross hinnar íslensku fálkaorðu 1992. Eftirlifandi eiginkona Othars er Sigríður Steingrímsdóttir Elling- sen og eiga þau saman fjögur eftir- lifandi börn. Með fyrri eiginkonu sinni, Ástu Láru Jónsdóttur, átti Othar eftirlifandi dóttur. Othar Edwin Ellingsen.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.