Morgunblaðið - 22.02.2000, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2000 1 3
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Jákvæð reynsla af gerð 30 km hverfa í Reykjavík
Slysum hefur fækkað
og hraðinn minnkað
Reykjavík
GÓÐUR árangur hefur náðst í
fækkun slysa í kjölfar þess að gerð
hafa verið svokölluð 30 km hverfi í
Reykjavík, en umferðarslysum
hefur fækkað í þeim fjórum 30 km
hverfum borgarinnar sem gerð
voru árið 1996 og 1997. Frá því að
leyfílegur hámarkshraði í hverfun-
um var lækkaður í 30 km, ásamt
öðrum ráðstöfunum, hefur þar orð-
ið eitt minniháttar slys, en á
hverju ári urðu samanlagt fjögur
slys á ári fyrir breytingar í þessum
fjórum hverfum. Þar af var rúm-
lega þriðjungur alvarleg slys.
Árið 1996 voru gerð tvö 30 km
hverfi. Annars vegar Lækirnir sem
afmarkast af Sundlaugavegi,
Sæbraut og Dalbraut, og hins veg-
ar Hlíðar vestan Lönguhlíðar. Ari
síðar voru útbúin tvö hverfi til við-
bótar í þessu skyni; Teigar sem af-
markast af Sundlaugavegi,
Reykjavegi, Sigtúni og Rringlu-
mýrarbraut og síðan Hlíðar austan
Lönguhlíðar og sunnan Miklu-
brautar.
Baldur Grétarsson hjá umferð-
ardeild borgarverkfræðings segir
að samanlagt hafi orðið um 4 um-
ferðarslys að meðaltali innan þess-
ara hverfa síðustu fimm ár fyrir
framkvæmdir og þar af meira en
þriðjungur alvarleg slys. Þá er átt
við umferðaróhapp þar sem ein-
hver slasast, eignatjón eitt og sér
er ekki talið með. Að sögn Baldurs
eru þessar tölur þó aðeins vísbend-
ingar um minnkandi slysatíðni, þar
sem að reynslutíminn eftir breyt-
ingar spannar aðeins fáein ár. Hins
vegar er reynslan á þessum stutta
tíma í samræmi við það sem átt
hefur sér stað í Bretlandi í slíkum
hverfum.
30 km hverfum fjölgað
Þegar hverfum hefur verið
breytt í 30 km hverfi er leyfilegur
hámarkshraði lækkaður í 30 km,
sett eru upp svokölluð „hlið“ við
innakstur í hverfin. í því felast
ýmsar aðgerðir til að minna öku-
menn rækilega á að þeir eru að
fara inn í hverfi með 30 km há-
markshraða og jafnframt því eru
settar hraðahindrandi aðgerðir
inni í hverfunum. Baldur segir að
ekki séu endilega allar hraðahindr-
anir settar upp fyrsta árið, en
menn reyni að læra af reynslunni
og bæta við hindrunum þar sem
þörf krefur.
I fyrstu tveimur hverfunum voru
nokkrar götur hafðar án innri að-
gerða til að meta hvaða lækkun á
hraða mætti ná fram með hliðun-
um eingöngu. Niðurstaðan varð sú
að hraðinn lækkaði og hlutfall
þeirra sem óku á 40 km hraða eða
hægar jókst verulega. Eftir upp-
setningu hverfanna er jafnframt
orðið raunhæft fyrir lögregluna að
taka á hraðakstri, þar sem ekki
þarf lengur að láta ökumenn í friði
þar til 60 km hraða er náð.
Munur á
slysahættu
Talsverður munur er á slysa-
hættu eftir því hvort að ekið er á
30 km hraða eða 50 km hraða. Þeg-
ar ekið er á 30 km hraða eru lík-
urnar 10% á því að gangandi veg-
farandi látist við ákeyrslu, en við
50 km hraða eru líkurnar orðnar
um 85% á því að vegfarandi látist
við ákeyrslu. Þar að auki aukast
möguleikar ökumanna verulega á
því að forða slysi ef ekið er hægar.
Hverfum með 30 km hámarks-
hraða var að tillögu borgarráðs
fjölgað hinn 1. febrúar sl. Þessi
nýju 30 km hverfi eru sex talsins:
Brúnir, Vogar, Gerði austan Rétt-
arholtsvegar, Hörgsland og botn-
langar, Mýrar og Hagar og Melar.
Morgunblaðið/Jim Smart
Sigurður Geirdal bæjarstjóri og Sigurrós Þorgrfmsdóttir, formaður leikskólanefndar, fylgdust með þegar
Bjarki Rúnar, Brynja, Arndís og Sturla á Stubbaseli tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum leikskóla ásamt Ás-
dísi Ólafsdóttur aðstoðarleikskólastjóra og Unni Stefánsdóttur leikskólastjóra.
Bráðum
kemur
nýr leik-
skóli
Kópavogur
BÖRN í leikskólanum Skólatröð
tóku fyrstu skóflustunguna að
nýjum leikskóla á mótum Kópa-
vogsbrautar og Urðarbrautar á
fostudag. Áformað er að nýi leik-
skólinn taki til starfa fyrir árslok.
Að sögn Sesselíu Hauksdóttur,
leikskólafulltrúa í Kópavogi,
verður nýi leikskólinn rúmlega
600 fermetra hús og þar verður
pláss fyrir 86-88 börn samtímis á
fjórum deildum. Leikskólinn mun
rísa á lóðinni þar sem fyrir er
Stubbasel, deild í heilsuleikskól-
anum Skólatröð.
„Þarna er mjög skemmtilegt
umhverfi, mikið af trjám og það
verður reynt að halda því sem
náttúrulegustu og reka þarna
náttúruvænan og vistvænan leik-
skóla,“ sagði Sesselia.
Sesselía sagði að þörf væri fyrir
nýja leikskólann því biðlistar
væru eftir leikskólaplássum í
bænum enda fjölgar fbúum þar
jafnt og þétt.
Nýi leikskólinn verður byggður
eftir sömu teikningu Sveins ívars-
sonar og leikskólinn Núpur í
Núpalind, sem tekinn var í notkun
um áramótin.
Morgunblaðið/Arni Sæberg
Afmælis-
dans
í Folda-
skóla
Reykjavík
MIKIÐ var um dýrðir í Foldaskóla
á föstudaginn á opnu húsi í tilefni
af 15 ára afmæli skólans.
Kennt var samkvæmt stundaskrá
en haldnar ýmsar uppákomur, sýn-
ingar og kynningar á skólastarfinu.
Foreldrar og aðrir velunnarar
skólans komu í heimsókn og fylgd-
ust með starfinu, horfðu á sýningar
bekkjanna og fengu sér kaffisopa.
LjósmjTidari Morgunblaðsins var
á ferðinni þegar börn úr 1. bekk
sýndu dans undir stjórn Heiðars
Ástvaldssonar.
Borgarstjóri segir höfuðborgarhlutverk borgarinnar birtast í útgjöldum til félagsþjónustu
Reykjavík
Bilið stærra en
það ætti að vera
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir,
borgarstjóri í Reykjavík, segir að höf-
uðborgarhlutverk Reykjavíkur skýri
m.a. mikinn mun á framlögum borg-
arinnar og nálægra sveitarfélaga til
félagsþjónustu. I borginni búi 38%
landsmanna en 47% aldraðra íslend-
inga. Hins vegar fyndist henni að bilið
milli framlaga borgarinnar og ann-
arra sveitarfélaga á svæðinu stærra
en það ætti að jafnmikið og hún segir
að því hafi oft verið haldið fram að
fólk af öllu höfuðborgarsvæðinu leiti
eftir félagsþjónustu til Reykjavíkur.
I Morgunblaðinu nýlega var birtur
samanburður á skatttekjum sveitar-
félaganna á höfuðborgarsvæðinu og
útgjöldum þeirra til nokkurra fjár-
frekustu málaflokka, miðað við út-
gjöld á hvern íbúa.
Sá samanburður leiddi í Ijós að
framlög Reykjavíkur til félagsþjón-
ustu eru mun hærri en framlög ann-
arra sveitarfélaga á svæðinu. Fram-
lögin á hvem borgarbúa nema 41.827
krónum en það sveitarfélag sem næst
stendur, Seltjamarnes ver 27.636 kr.
til málaflokksins á hvem íbúa. Lægst
era framlög Bessastaðahrepps,
14.423 kr. á íbúa, og Garðabæjar,
17.746 kr.áíbúa.
37% íbúa en 47% aldraðra
„Það, sem kemur svo augljóslega
fram ef maður horfir á útgjöldin til fé-
lagsþjónustunnar og menningar-
mála, er þetta höfuðborgarhlutverk
Reykjavíkur. Sem höfuðborg höldum
við uppi miklu fjölbreyttara menning-
arstaríi, sem er þá fyrir landsbyggð-
ina alla, heldur en almennt gerist og
gengur í sveitarfélögum. Sama má
segja um félagsþjónustuna. Við bjóð-
um upp á fjölþættari félagsþjónustu
heldur en almennt gerist og gengur.
Að ýmsu leyti hefur Reykjavík dregið
til sín fólk alls staðar að af landinu,
sem, af heilsufarslegum eða félags-
legum ástæðum, vill vera í námunda
við þessa þjónustu. Til marks um það
má benda á að í Reykjavík búa yfir
38% landsmanna en hér búa 47%
aldraðra. Bara það segir sína sögu og
ég held að það sama eigi við um ýmsa
aðra hópa. Það hefur t.d. verið bent á
það af formanni Félags einstæðra
foreldra að Reykjavíkurborg sé eina
sveitarfélagið sem bjóði einstæðum
mæðram upp á starfsmenntun og
styrki þær í gegnum félagsþjónustu
til þess. Það gerir hugsanlega að
verkum að þær sæki hingað frekar en
þær mundu ella gera,“ segir borgar-
stjóri.
En má álykta sem svo að önnur
sveitarfélög vanræki uppbyggingu
eigin félagsþjónustu og vísi sínu fólki
til Reykjavíkur þegar það þarfnast
slíkrar þjónustu?
„Nú vil ég ekki dæma um það,“
sagði borgarstjóri. „Ég hugsa, að ef
litið er til minni sveitarfélaga úti á
landi, sé fjölskyldunetið þéttriðnara
en hér og samfélagshjálpin meira
fólgin í því að maður hjálpar manni;
það þurfa ekki endilega allir að leita
til opinberra stofnana. Það hugsa ég
að sé skýringin ef horft er á lands-
byggðina í heild. En hins vegar fynd-
ist manni að það ætti ekki að vera
svona mikið bil milli Reykjavíkur
annars vegar og stærri sveitarfélag-
anna á höfuðborgarsvæðinu hins veg-
ar. Þvi hefur svo sem oft verið haldið
fram að fólk af öllu svæðinu leiti dálít-
ið til Reykjavíkur."
Betur skilgreind þjónusta
„Við höfum verið með meira af fé-
lagslegu leiguhúsnæði en önnur
sveitarfélög. Við tókum fyrr upp
húsaleigubætur en önnur sveitarfé-
lög. Við erum með mjög ákveðnar
reglur sem skilgreina rétt fólk til fjár-
hagsaðstoðar, þannig að félagsþjón-
ustan er kannski betur skilgreind hér
en annars staðar. Við leggjum metn-
að í að vera með gott öryggisnet en
um leið passa að það sé ekki misnot-
að,“ sagði Ingibjörg Sólrún.
Borgin veitir líka mun hærri fram-
lög til menningarmála á hvem íbúa
en önnur sveitarfélög og borgarstjóri
rakti að ofan að þar birtist sérstaða
Reykjavíkur sem höfúðborgar. „Við
eram að reka hér söfn, sem þjóna öllu
landinu, við rekum Árbæjarsafnið,
fjölmörg bókasöfn, ljósmyndasafn og
styrkjum Borgarleikhús, sem þjónar
öllum. Við leggjum fram fé til Sinfón-
íuhljómsveitarinnar, sem þjónar líka
landinu öllu, og styrkjum margvís-
lega menningarstarfsemi á vegum
annarra hér í borginni. Þama birtist
höfúðborgarhlutverk Reykjavíkur,"
sagði borgarstjóri.