Morgunblaðið - 22.02.2000, Page 20

Morgunblaðið - 22.02.2000, Page 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Hagnaður Eignarhaldsfélagsins Alþýðubankans hf'. og dótturfélaga 617 milljónir Besta afkoma fé- lagsins frá upphafí Markmið að gera EFA að fjárfestingarbanka § Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn hf. Úr ársreikningi 1999 Rekstrarreikningur 1999 1998 Breyting Fjánmunatekjur Milljónir króna 702,4 295,0 +131,8% Fjármagnsgjöld 108,2 101,2 +6,9% Hreinar fjármunatekjur 594,2 193,8 +206,6% Rekstrartekjur 21,6 - Rekstrargjöld 52,2 31,2 +67,3% Reiknaðir skattar 138,0 38,8 +255,7% Innleystur hagnaður 425,6 123,9 +243,5% Breyt. á óinnleystum gengishagnaði 265,3 90,8 +192,2% Breyting á tekjuskattsskuldbindingu 73,6 1.9 Heildarhagn. til hækkunar á eigin fé 617,0 212,7 +190,1% Efnahagsreikningur 31.12.99 31.12.98 Breyling Eignir samtals Milljónir króna 5.348,1 4.886,8 +9,4% Eigið fé 3.124,4 2.453,6 +27,3% Skuldir 676,2 683,7 -8,6% Skuldir og eigið fé samtals 5.348,1 4.886,8 +9,4% Kennitölur og sjóðstreymi 1999 1998 Breyting Raunarðsemi eigin fjár 24,6% 9,5% Eiginfjárhlutfall 58% 50% Morgunblaðið/Jim Smart Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri EFA, á kynningarfundi sem haldinn var í Gerðarsafni í Kópavogi í gær. HEILDARHAGNAÐUR Eignar- haldsfélagsins Alþýðubankans hf., EFA, og dótturfyrirtækja var 828,3 milljónir króna fyrir skatta á síðasta ári. Að teknu tilliti til skatta nam hagnaður til hækkunar á eigin fé 617 milljónum króna. Er þetta besta af- koma félagsins frá upphafi og hafa öll tekjusvið félagsins skilað góðum ár- angri, að því er fram kom á kynning- arfundi á vegum EFA í gær. Þar kom einnig fram að stjórn fé- lagsins mun leggja það til við aðal- fund að samþykktum EFA verði breytt og starfssvið þess verði út- víkkað þannig að það geti starfað sem fjárfestingarbanki, með sérstaka áherslu á áhættufjárfestingar. „Við teljum það nauðsynlegt að hafa heim- ild til að kalla okkur fjárfestingar- banka til að geta starfað sem áhættu- fjárfestingarfélag, hér eftir sem hingað tíl,“ segir Gylfi Ambjömsson, framkvæmdastjóri EFA, í samtali við Morgunblaðið. „Við ætlum hins vegar ekki að taka upp stofnlánasvið eða auka útlán mikið.“ Innleystur söluhagnaður hluta- bréfa meiri en árið áöur Hagnaður EFA skiptist í 425,2 milljóna króna innleystan hagnað á ár- inu og 191,7 milijóna króna óinnleyst- an hagnað vegna hækkunar á markað- svirði hlutabréfaeignar. Til saman- burðar var hagnaður til hækkunar á eigin fé á árinu 1998 212,7 milljónir króna. Hreinar íjármunatekjur á ár- inu voru 594,2 miHjónir króna í stað 193,8 milljóna króna árið áður. Meginskýringin á þessari hækkun er að innleystur söluhagnaður hluta- bréfa er mun meiri en á fyrra ári. Hreinar tekjur af skuldabréfaeign námu 146,3 milljónum króna og hreinar tekjur af hlutabréfaeign námu 447,9 milljónum króna. Á árinu hóf félagið rekstur á tveim- ur nýjum sviðum, ráðgjafarsviði og áhættusjóðasviði, og vom rekstrar- tekjur þessara sviða 21,6 milljónir króna. Rekstrarkostnaður nam 52,2 milljónum króna á árinu í stað 31,1 milljónar króna árið áður. Bókfært eigið fé félagsins í árslok nam 3.124,4 milljónum króna samkvæmt efna- hagsreikningi að meðtöldu hlutafé að fjárhæð 1.198,3 milljónir la-óna og hefur hækkað úr 2.453,6 milljónum árið áður. Arðsemi eigin fjár var 30,7% á árinu og raunávöxtun 24,6% og undanfarin 5 ár hefur raunávöxt- un eigin fjár verið að meðaltali 21,6%. „Öll tekjusvið okkar skila hagnaði, bæði í áhættufjárfestíngum og vaxta- mun. Þetta hefur gerst almennt hjá fjármálafyrirtækjum og við eram engin undantekning. Við höfum breytt félaginu mikið á undanfömum áram og það skilar EFA góðum hagnaði á árinu 1999,“ segir Gylfi. Félagið greiði ekki arð EFA er eitt af þeim félögum á VÞÍ sem hefur haft hæsta arðgreiðslu- hlutfallið að markaðsvirði, að sögn Gylfa. Nú ber svo við að stjóm félags- ins leggur til við aðalfund að ekki verði greiddur arður til hluthafa fé- lagsins. Gylfi segir ástæðuna fyrir þessari tillögu margþætta. „Hluta- bréf EFA era skráð á VÞÍ og við telj- um mikilvægt að arðstefna skráðra hlutafélaga sé fyrirsjáanleg og þekkt og leiði ekki tÖ óvissu við verðlag- ningu hlutabréfanna á markaði," seg- ir Gylfi. Einnig segir hann mikilvægt að verið sé að færa ákvörðunina um að minnka markaðsvirði hvers eign- arhluta í félaginu til einstakra hlut- hafa, sem í stað þess að fá greiddan arð geti selt hluta bréfa sinna á mark- aði. Félagið mun vegna þess setja á fót, í samstarfi við aðra fjármálast- ofnun, virka viðskiptavakt með hluta- bréf félagsins. Gylfi segir ekki ákveð- ið hvaða fjármálastofnun það verði. I þriðja lagi era flestir hluthafar félagsins aðilar sem fjárfesta mun meira en þeir innleysa á ári hverju, að sögn Gylfa. Akvörðun um minnk- un eða stækkun á markaðsvirði eigna í félaginu ræðst því ekki af greiðslu arðs heldur heildarsamsetningu eignasafna þeirra. Breytt fjárfestingarstefna spennandi fréttir Á kynningarfundi EFA í gær kom einnig fram að félagið mun færa sig yfir í enn áhættumeiri fjárfestingar en hingað til, þ.e. leggja fjármagn í þróun fyrirtækja og stofnun þeirra, svokallað íyrsta stig áhættunnar. Fjárfestingar EFA hafa hingað til verið að meginhluta á stigi 2 og 3 þar sem era fjárfestingar í óskráðum og skráðum félögum og verða það áfram, að sögn Gylfa, en við bætast auknar fjárfestingar í fyrirtækjum á þróunarstigi. Þórhildur Einarsdóttir hjá grein- ingardeild Kaupþings, segir afkomu EFA í samræmi við væntingar Kaup- þings að öllu leyti. „EFA nýtur góðs af hækkunum á hlutabréfamarkaði á árinu.“ Þórhildur segir það áhuga- verða breytingu í starfseminni að stjóm áformi að EFA verði fjárfest- ingarbanki. „Félagið mun færa sig enn meira yfir í áhættufjárfestingar sem era spennandi fréttir fyrir þá sem huga að stofnun fyrirtækis." Á kynningarfundi EFA í gær kom fram að félagið hyggst bæta samband við hluthafa með skýrri fjárfestingar- stefnu og aukinni virkni á markaði og Þórhildur segir spennandi að fylgjast með félaginu á þessu ári. NAMSTEFNA STJÓRNUNARFÉLAGS ÍSLANDS FIMMTUDAGINN 24. FEBRÚAR NETVIÐSKIPTI Enn betri markaðsstfórnun - ekki missa af lestinnil Fimmtudagur, 24. febrúar ki. 09:00-12:30 á Hótel Sögu Leiðbeinandi: Alan Melkman Alan Melkman er vel þekktur ráðgjafi á sviöi markaðs- og starfs- þróunarmála. Melkman sem er verkfrœðingur og viöskiptafræðingur aö mennt, er framkvæmdastjórl ráögjafafyrirtækisins Market Dynamics Ltd. í Bretlandi. Hann hefur starfað sem ráögjafi í yfir 30 ér um heim allan og á fjölmörgum markaössvaaðum. Meðal viöskíptavina Melkman eru Unilever, Electrolux.Walt Disney Intemational, BBC, Cap Gemini, Dow Chemicals, London Stock Exchange, Management Centre Europe, Hawksmere og Eimskipafélag (slands. Inntak: Griðarlegur vöxtur er nú á flestum svlöum netviöskipta, allt stefnlr I aö flestar vörutegundir og þjónusta verði innan skamms fáanlegar á netinu. Upplýsingar verða aðgengilegar og markaöir veröa nær „fullkomnir", þ.e. framboð og eftirspum munu stjóma verðmyndun. Milliliöir milli endakaupenda og frumseljenda munu hverfa og beintenging mun komast á. Sem dæmi hefur Ford nú (samstarfi við Oracle hug á aö koma upp rafrænni kauphöll þar sem birgjar þein-a geta boðið hráefni og vörur til framleiöslu og reksturs. Samskonar áform eru uppi hjá General Motors. Ljóst er að þær breytlngar sem að ofan eru nefndar munu hafa mlkil áhrtf á stjórnsklpulag fyrirtækja, sér í lagi ytri deildir svo sem innkaupa- og markaösdeildir. Hvert veröur hlutverk markaösstjóra og starfsmanna markaös- og söludeilda í þessu nýja umhverfi? Hvernig geta fyrirtæki nýtt netviöskipti til nýrra landvinninga? Alan Melkman mun fjalla um stöðu viöskiptavinarins og tengsl fyrirtækja vlö viösklptavini á tímum netviöskipta. Elnnig hvemig þróa megl vinnuferta sem leiða til spamaðar, veltuaukningar og bættrar samkeppnisstöðu. Efni: • Mælanleiki í viðskiptasamböndum • Viöskiptatengsl og þróun þeirra • Áhrif Internetsins á markaös- og söluferia • Rafræn viðskiptl TAKMARKAÐUR SÆTAFJÖLDI - TRYGGDU ÞÉR SÆTINÚNAI Fyrir hverja: Alla sem koma að sölu og markaösmálum, sölustjóra, markaösstjóra, innkaupastjóra, starfsmannastjóra og alla þá sem hafa áhuga á aö kynna sér þaö nýjasta á sviöi rafrænna viöskipta. SFÍ verö: 15.900.- Almennt verð: 21.900.- Inntfaliö: Námsgögn og léttar kaffiveitingar A Stjórnunarfólag Islands Skráning og nánari upplýsingar: / 533 4567 og www.stjornun.is Íslandssími orðinn hluthafi í Línu.Neti Lagningu ljósleiðara á höfuðborgarsvæðinu lokið í árslok Eiríkur Bragason, framkvæmdastjóri Línu.Nets, og Eyþór Arnalds, framkvæmdastjóri fslandssíma. ÍSLANDSSÍMI hefur keypt 12,3% hlut í Línu.Neti, eða 30 milljónir að nafnverði, og lét í staðinn öll hlutabréf í dóttur- fyrirtæki sínu, Gagnaveitunni. Hlutafé Línu.Nets var aukið um þessa upphæð og er nú tæpar 250 milljónir. Islandssími festi nýverið kaup á Gagnaveitunni sem sér- hæfir sig í örbylgjutengingum fyrir fyrirtæki og stofnanir. Salan á Gagnaveitunni til Línu.Nets felur í sér aukið samstarf fyrirtækjanna tveggja, með skýrri verka- skiptingu og td aukinnar hag- ræðingar fyrir báða aðila, að því er fram kemur í fréttatil- kynningu. Eyþór Arnalds, framkvæmda- stjóri Íslandssíma, segir að með samningi Línu.Nets og Islandssíma sé samstarf fyrirtækjanna innsiglað þar sem Lína.Net sér um tengingar en Íslandssími um þjónustu, bæði á sviði örbylgju- og ljósleiðarasam- bands. Eyþór segir bréf Gagnaveit- unnar, sem Íslandssími greiddi fyrir eignarhlutinn í Línu.Net, 100-200 milljóna króna virði. Islandssími mun áfram bjóða upp á örbylgju- tengingar um gagnaflutningskerfi Línu.Nets. Fyrirtækin hafa frá því í sumar unnið að lagningu Ijósleiðara- nets um höfuðborgarsvæðið sem þau nota til gagnaflutninga. Nú hefur orðið að samkomulagi að hraða henni til muna, m.a. vegna mikillar eftir- spurnar frá fyrirtækjum í Smára- hverfi í Kópavogi. Stefnt er að þvi að ljúka lagningu um höfuðborgar- svæðið í lok þessa árs, ári á undan áætlun, að því er fram kemur í til- kynningu. Að sögn Eiríks Bragasonar, framkvæmdastjóra Línu.Nets, er aðkoma Íslandssíma fyrsti áfanginn í því að stækka hlut- hafahóp fyrirtækisins. Lína.- Net eignast Gagnaveituna að öllu leyti, að meðtöldum við- skiptasamningum hennai'. Gagnaveitan hefur m.a. verið með starfsemi á Akureyri og að sögn Eiríks er það mikill áfangi fyrir Línu.Net að hefja starfsemi utan höfuðborgar- svæðisins. „Það sem við sækj- umst nú eftir er að samkeppn- in við Landssímann verði enn hnitmiðaðri en áður. íslands- sími og Lína.Net eru að taka saman höndum og bjóða víð- tæka þjónustu með örbylgju- og ljós- leiðaratækni." Fram til þessa hefur Orkuveita Reykjavíkur verið eini hluthafinn i Línu.Neti en nýlega var samþykkt að gefa starfsmönnum kost á að fjár- festa í félaginu fyrir 10 milljónir að nafnvirði. Nú er lokið hlutafjárútboði meðal starfsmanna og bárast tilboð frá 281 starfsmanni, alls að upphæð um 40 milljónir króna. Áætlað er að meðalhlutur hvers kaupanda verði 35.587 krónur að nafnvirði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.