Morgunblaðið - 22.02.2000, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ
NEYTENDUR
ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2000 23
Hagkaup opnar innan skamms matvöruverslun á Netinu
Yöruúrvalið það sama og
í Hag'kaupsbúðunum
Morgunblaðið/Asdís
Jón Björnsson framkvaemdastjóri hjá Hagkaupi segir að í framtíðinni
séu möguleikamir óþrjótandi á Netinu, viðskiptavinir geti séð nær-
ingargildi innkaupakörfunnar, búið til sinn fasta innkaupalista, valið
uppskrift og keypt inn samkvæmt henni og flokkað úr þær vömr sem
þeir vilji sjá þegar þeir ætla að kaupa inn á Netinu
UM MÁNAÐAMÓTIN mars-apr-
íl verður hafín sala á matvörum á
Netinu á slóð Hagkaups sem er
www.hagkaup.is.
Þessi verslunarmáti var reynd-
ur um tíma hjá Hagkaupi árið
1995 en Jón Björnsson, fram-
kvæmdastjóri hjá Hagkaupi, seg-
ir að þá hafi notkun Netsins ekki
verið orðin eins almenn og hún er
í dag og möguleikarnir verið
takmarkaðri.
Að sögn Jóns verður farið
hægt af stað og fyrstu vikurnar
stendur þessi þjónusta íbúum
Kópavogs til boða en vörurnar
verða afgreiddar í gegnum Hag-
kaup á Smáratorgi.
„Við munum taka 8-10 vikna
aðlögunartíma og að þeim tíma
liðnum bjóða upp á þessa þjón-
ustu frá öðrum Hagkaupsversl-
unum.“
Sá háttur verður hafður á að
viðskiptavinir kaupa inn í þeirri
Hagkaupsverslun sem er næst
heimili þeirra og úrvalið endur-
speglar því vöruvalið í viðkom-
andi verslun.
Hægt að fá
heimsent eða sækja
Viðskiptavinir velja á Netinu
hvenær þeir vilja fá vörurnar
heimsendar eða klukkan hvað
þeir ætli að sækja þær í verslun-
ina.
Jón segir að eflaust verði vin-
sælustu afhendingartímarnir eftir
að vinnudegi lýkur og kannski
komist ekki allir að sem vilji með
þann afhendingartíma. Það er því
hægt að velja afhendingartímann
fyrst og kaupa síðan inn.
Jón segir að sömu tilboð verði
á Netinu og í verslununum en
einnig verða sértilboð, eingöngu
á Netinu. Myndir verða af öllum
tilboðum.
Jón segir að þetta sé svipað
fyrirkomulag og er hjá Tesco-
verslununum í Bretlandi með að
vörurnar séu afgreiddar í búðun-
um sem eru næstar heimili við-
skiptavina en ekki af sameigin-
legum lager á einum stað.
Hann telur að um tíu starfs-
menn muni starfa við þessa mat-
vöruverslun á Netinu til að byrja
með en dreifingin verður opin frá
10-21 á kvöldin og hægt er að
panta vörur á Netinu allan sólar-
hringinn.
Enn er ekki komið á hreint
hver kostnaðurinn verður við að
panta matvörur með þessum
hætti en Jón segir stefnuna að
hafa kerfið einfalt til að halda
kostnaði í lágmarki og gera versl-
un með þessum hætti aðgengi-
lega. Einungis verður hægt að
borga fyrir matinn með greiðslu-
korti en í framtíðinni verður leit-
að leiða til að hægt sé að borga
með öðrum hætti líka. Ástæðan
fyrir því að ekki er hægt að taka
beint af debetkorti er að erfitt er
að gefa nákvæmt verð strax við
pöntun, t.d. ef pantaðir eru 5
bananar þá þarf að vikta þá og
reikna út kostnað.
Nákvæm krónutala liggur ekki
fyrir við pöntun. Þegar búið er að
ganga frá pöntuninni fær viðkom-
andi viðskiptavinur á tölvupósti
staðfestingu þar sem fram kemur
verðið á einstökum vöruliðum,
heildarverð og afhendingartími
er staðfestur.
Óþrjótandi
möguleikar
Þegar Jón er inntur eftir fram-
tíðaráformum segir hann þennan
verslunarmáta mjög spennandi.
Hann nefnir sem dæmi að þegar
fram í sækir geti viðskiptavinir
fengið yfirlit um hvað þeir
keyptu síðast og þeir eiga að geta
fest á innkaupalistann sinn vissa
vöruliði sem þeir kaupa alltaf.
Þá er fyrirsjáanlegt að við-
skiptavinir geti valið uppskrift og
beðið síðan um innihald upp-
skriftarinnar á innkaupalistann.
Hann segir að síðar eigi neytend-
ur líka að geta séð næringarinni-
haldið í öllu sem þeir eru að
kaupa, fituinnihald, kolvetni,
prótein og svo framvegis.
Þeir eiga að geta flokkað hvaða
vörur þeir vilja fá upplýsingar
um, hvers konar tilboð þeir vilja
fá að vita um og svo framvegis.
Dreifingarmiðstöðvar
í hverfunum
Jón segir að lokum að ef við-
brögðin verði góð við þessum
verslunarmáta sé ekki úr vegi að
dreifingarmiðstöðvum verði kom-
ið upp í hverfum og þangað ættu
viðskiptavinir síðan að geta sótt
vörurnar á færibandi þegar þeir
fara heim frá vinnu eða eiga leið
fram hjá.
Spurt og svarað um skattamál
Gera á grein fyrir öllum
hlutabréfakaupum
Ef fólk á húsbréf þarf þá að færa
þau upp með verðbólgustuðli á
skattframtalið?
Á það sama við um hlutabréf?
Þarf að færa þau upp með verð-
bólgustuðli?
Svar: „Verðbréfaeign skal telja
til eignar á nafnverði að viðbætt-
um áföllnum vöxtum og verðbót-
um á höfuðstól. Upplýsingar um
margföldunarstuðla sem nota skal
við uppreikning húsbréfa er að
finna á bls. 31 í leiðbeiningum.
Hlutabréf færast til eignar á
nafnverði. Upplýsingar um eign-
færslu hlutabréfa er að finna á
bls. 30 í leiðbeiningum, lið 3.7.“
Er hækkun á gengi hlutabréfa
skattlögð eða kemur hún í Ijós
þegar bréfin eru seld? Hversu
langan tíma hefur maður til að
fjárfesta á ný án þess að sölu-
hagnaður verði skattlagður?
„Hlutabréfin færast til eignar á
nafnverði, en hækkun á gengi
þeirra kemur til skattlagningar
við sölu. Hagnaður af sölu hluta-
bréfa telst mismunur á söluverði
og kaupverði. Hafi hlutabréfin
verið keypt 1997 eða síðar skal við
útreikninginn við kaupverðið
áframreiknað.
Við ákvörðun á kaupverði hluta-
bréfa sem keypt voru 1996 eða
fyrr má velja milli þess að nota
upphaflegt kaupverð, framreiknað
með verðbreytingarstuðli til árs-
loka 1996, eða jöfnunarverðmæti.
Ef söluhagnaður ársins er
hærri en kr. 3.151.875 hjá ein-
staklingi eða kr. 6.303.750 hjá
hjónum, er heimilt að fara fram á
frestun á skattlagningu þess sem
umfram er um tvenn áramót frá
söludegi. Söluhagnaður undir
þessum mörkum kemur strax til
skattlagningar á framtali söluárs
án heimildar til frestunar.
AUar upplýsingar um kaup eða
sölu hlutabréfa er að finna á eyðu-
blaðinu RSK 3.09 og í leiðbeining-
um á bls. 24.“
Þarf að tiunda öll hlutabréfa-
kaup á skattframtali jafnvel þó
þau séu ekki meira virði en um
5.000 krónur?
„Gera skal grein fyi-ir öllum
hlutabréfakaupum á skattfram-
tali. Hægt er að nota eyðublaðið
RSK 3.10.“
• Lesendurgeta komið með fyrir-
spurnir varðandi skattskýrslugerð,
en frestur til að skila skattframtali
er 28. febrúar næstkomandi. Spurn-
ingum lesenda verður svarað hérá
neytendasfðu og það er Hrefna Ein-
arsdóttir starfsmaður hjá ríkis-
skattstjóra sem svarar fyrirspurnum
lesenda.
QQQS
Change is out - Charge is in
k
J2
Á
Ray Jutkins slaer í gegn hvar sem hann kemur. Með ræðusnilld
sinni, orðaleikjum og eldmóði nær hann óskiptri athygli
gesta sinna og veitir þeim innblástur, hvatningu og ómælda
skemmtan.
Á þessum fyrirlestri mun Ray meðal annars fjalla um breyttar
og auknar kröfur markaðsins og markhópanna Change is
out - Charge is in. Hvernig „árásin" eða áhlaupið hefur
tekið við sem aðaláhersla í stað áherslunnar á sífelldar
breytingar. Einnig fræðir hann okkur um gæða- og þjónustu-
stjórnun á 21. öldinni Quality & Service Customer Care into
the 2 Ist Century og margt fleira.
Það verður enginn svikinn af fyrirlestri sem er framreiddur
af Ray Jutkins.
Dagskrá 25. febrúar
9.00-9.30
Afhending ráðstefnugagna
9.30-9.40
Ráðstefnan sett.
Ingólfur Guðmundsson.formaður ÍMARK
9.40-11.30
Ray Jutkins
Quality & Service Customer Care into the 21 st Century
(Gæða- og þjónustustjórnun)
11.30- 13.00
Hádegisverður á Radisson SAS Hótel Sögu.
Gunnar Kristjánsson, forstjóri SÍF,
segir frá markaðsstarfi fyrirtækisins
13.00-16.00
Ray Jutkins
Change is out - Charge is in (Árós 2000).
Albert Benatar President of Nordic Region McCann Erickson
New media, market trends, who profits?
(Framtiðin i gagnvirkri miðlun)
16.30- 18.00
Athyglisverðustu auglýsingar ársins (AAÁ)
18.00-19.00
Léttar veitingar í anddyri
í boðiThule
Fyrirtækjakynning og sýning
◄
Þátttökugjald er 15.900 kr. fyrir félaga (ÍMARK
og 21.900 kr. fyrir aðra.
Innifalinn er hádegisverður, kaffiveitingar og vegleg
fundartaska.
Þátttökugjald má greiða með VISA eða EURO.
Til að fá aðgöngumiða á félagsverði þarf við-
komandi að hafa greitt félagsgjöld (MARK. Unnt
er að greiða félagsgjöld við skráningu eða við
innganginn.
Nánari upplýsingar og skráning á skrifstofu (MARK
I síma 511 4888 og 899 0689. Einnig má tilkynna
þátttöku með því að skrá sig á heimasíðu:
www.imark.is
eða senda tölvupóst:
imark@imark.is
Athugið að tilkynna þátttöku sem fyrst þar sem
sætafjöldi er takmarkaður.