Morgunblaðið - 22.02.2000, Síða 26

Morgunblaðið - 22.02.2000, Síða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT - Kona sækir þvottavatn í úthverfi Maputo, höfuðborgar Mósambík. Flóðið var tekið að sjatna. Morgunblaðið/RAX Þjóðvegur að Maputo fór í sundur í flóðunum. Við veginn sést hálft hús. Hópur drengja að leik við skemmdan bfl í úthverfi Maputo eftir fellibyl sem gekk nýlega yfir borgina. var ófremdarástand að algjöru neyðarástandi," segir Þórir. Rauði kross íslands hefur lagt eina milljón króna til hjálparstarfs í Mósambík og Þróunarsamvinnu- stofnun íslands ákveðið að leggja landsfélagi Rauða krossins í Mós- ambík til hálfa milljón króna. Maputo. Reuters. BÚIST var við, að fellibylurinn El- ine kæmi inn yfir Mósambík í dag og hann yki þá enn á hörmungar lands- manna, sem þeir glíma nú við mestu flóð í landinu í 40 ár. Hafa meira en 300.000 manns misst heimili sín af völdum þeirra. Veðurfræðingar í Mósambík segja, að mikil upphitun sjávar í Mósambík-sundi hafi valdið felli- bylnum, og Veðurstofan í Suður- Afríku sagði í gær, að bylurinn væri þá þegar farinn að valda miklu úr- felli með ströndinni, á milli Beira og Vilanculos, og væri að eflast. Um síðustu helgi fór hann yfir Madag- askar þar sem nokkrir menn týndu lífi og þúsundir manna urðu heimil- islausar. Búist var við, að Eline kæmi fyrst inn yfir Inhambane-hérað í Suður- Mósambík og Gaza-héraði og ná síð- ar einnig til Sofala-héraðs um mitt landið. Fór bylurinn yfir með 25 km hraða á klukkustund og vindhraðinn var um 120 km á klst. Hafa verið gefnar viðvaranir til allra skipa og þeim skipað að halda tafarlaust til næstu hafnar. Vatnsflóð og jarðsprengjur Gífurlegar rigningar hafa verið í sumum héruðum Mósambíks síð- asta hálfa mánuðinn. Eins og fyrr segir eru meira en 300.000 manns heimilislaus en ekki er vitað hve margir hafa týnt lífi. I fjölmiðlum segir, að þeir séu að minnsta kosti 67, en trúlega eru þeir miklu fleiri. Hafa flóðin skolað með sér miklu af jarðsprengjum, sem komið var fyrir í borgarastyrjöldinni í landinu, en hún stóð í 16 ár og lauk 1992. Talsmenn Matvælaaðstoðar Sam- einuðu þjóðanna, WFP, sögðu í gær, að verið væri að auka flutninga á hjálpargögnum til landsins. Ætluðu Bam í búðum fyrir flóttamenn af flóðasvæðunum. Flóttafólkið hafðist við í skóla og verksmiðju í Maputo. t.d. Frakkar að senda fleiri og stærri flugvélar á vettvang til að að- stoða herþyrlur frá Suður-Afríku við hjálparstarfíð. Er WFP búið að safna allmiklum matarbirgðum, lyfja og tjalda í borginni Palmeira, sem er 90 km fyrir norðan höfuð- borgina, Maputo. Óttast farsóttir ' Joaquim Chissano, forseti Mós- ambík, var á fundi með ráðherrum ríkisstjómarinnar í fýrradag og var búist við, að hann myndi fara fram á enn meiri aðstoð erlendra ríkja. Ljóst er, að tjón á mannvirkjum, vegum, brúm og íbúðarhúsnæði, er gífurlegt og óttast er, að flóðin valdi farsóttum, t.d. malaríu og kóleru. Þórir Guðmundsson, upplýsinga- fulltrúi Rauða kross Islands, og Ragnar Axelsson, ljósmyndari Morgunblaðsins, eru nýkomnir heim úr leiðangri til Mósambík. Þeir fóru um höfuðborgina Maputo og aðeins út fyrir hana, eða eins langt og færð leyfði, en vegasamgöngur á svæðinu eru meira eða minna í lamasessi vegna flóðanna. Að sögn Þóris hafa um 100.000 íbúar Maputo þurft að flýja heimili sín vegna flóðanna. Margir væru innlyksa og væri nú verið að reyna að bjarga þeim með þyrlum og flytja á öruggari svæði. Þórir segir ástæðu til að óttast farsóttir, þar sem neyzluvatn hefur spillzt. Nú þegar hefðu um 100 manns farizt úr kóleru í Mósambík og nágranna- löndunum. „Ef þessi fellibylur skellur yfir eins og spáð er, þá verður það sem Búist við fellibylnum Eline inn yfír Mósambík í dag I kj ölfar mestu flóða í 40 ár

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.