Morgunblaðið - 22.02.2000, Síða 27

Morgunblaðið - 22.02.2000, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Kínverjar reyna að hafa áhrif á forsetakosningarnar á Taívan Hóta að beita her- valdi hafni Taív- anar sameiningu Peking, Taipei. AFP. KÍNVERJAR hertu í gær þrýsting- inn á stjómvöld á Taívan og hótuðu í fyrsta sinn að beita hervaldi ef Taív- anar höfnuðu ítrekað tilraunum til að sameina Kína og Taívan með samningum. Fréttaskýrendur sögðu að markmiðið með þessari hótun væri augljóslega að hafa áhrif á for- setakosningarnar á Taívan 18. mars. „Ef yfirvöld á Taívan hafna, án af- láts, friðsamlegri lausn á deilunni um endursameiningu með samning- um þá sér stjórn Kína sig knúna til að grípa til allra hugsanlegra að- gerða, meðal annars valdbeitingar," sagði í skýrslu um Taívan sem kín- verska fréttastofan Xinhua birti í gær. Kínversk stjórnvöld hafa hingað til aðeins hótað valdbeitingu ef Taív- anar lýsa yftr sjálfstæði, ef erlent ríki ræðst á eyjuna eða ef hætta sé talin á „stjórnleysi". I skýrslunni er einnig farið hörð- um orðum um Lee Teng-hui, forseta Taívans, sem er kallaður „skemmd- arverkamaður" og „vandræðageml- ingur“. „Undir forystu Lee Teng-hui hafa yfirvöld á Taívan tekið nokkur skref í átt að fullum aðskilnaði.“ Lee Teng-hui er ekki í framboði í kosningunum. Kínverjar skutu eld- flaugum í tilraunaskyni á siglinga- leiðir við Taívan fyrir forsetakosn- ingarnar árið 1996 og talið var að markmiðið hefði þá verið að hræða kjósendur til að hafna Lee. Sú til- raun mistókst og Lee var kjörinn forseti í fyrstu lýðræðislega forseta- kjörinu á Taívan. Eykur ekki líkur á stríði Fréttaskýrendur og vestrænir stjómarerindrekar í Kína sögðu í gær að hótun Kínverja væri ætlað að hafa áhrif á forsetakosningarnar á Taívan eftir tæpan mánuð. Þeir töldu hana þó ekki auka líkumar á stríði. „Þetta er slóttugur leikur af hálfu kínversku stjórnarinnar þar sem hún eykur þrýstinginn á frambjóð- endurna án þess að segja of mikið. Ólíkt forsetakosningunum 1996 er þetta miklu betri aðferð en að skjóta eldflaugum. Þetta eykur vissulega pólitíska þrýstinginn en alls ekki lík- umar á hernaðaraðgerðum," sagði vestrænn stjómarerindreki í Pek- ing. Þrír helstu frambjóðendumir í forsetakosningunum em Chen Shui- bian, forsetaefni stjórnarandstöðu- flokksins Lýðræðislega framfara- flokksins, sem er hlynntur sjálf- stæði, Lien Chan, varaforseti Taív- ans og forsetaefni stjómarflokksins, Kuomitang, og James Soong, óháður frambjóðandi. Þeir hafa allir sagt að þeir vilji auka samskiptin við Kína en styðja þá afstöðu Lees að líta beri á samningaviðræður milli Kína og Taívans um hugsanlega sameiningu sem viðræður tveggja jafnrétthárra ríkja. „Svo virðist sem Kínveijar vilji senda kjósendum á Taívan þau skila- boð að þeir láti það ekki viðgangast að lýst verði yfir sjálfstæði og vilji ekki að Chen Shui-bian verði kjörinn forseti," Joseph Wu, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Alþjóðamálastofnun- ar Chengchi-háskóla. Hann kvaðst þó telja að tilraunin til að hafa áhrif á kosningarnar myndi misheppnast, líkt og fyrir fjómm áram. Jiang Zemin orðinn óþolinmóður David Zweig, sérfræðingur í mál- efnum Kína við Vísinda- og tæknihá- skóiann í Hong Kong, sagði að Jiang Zemin, forseti Kína, legði mikið kapp á að leysa deiluna og vildi að sín yrði minnst sem leiðtogans er tryggði endursameiningu Kína og Taívans. Hótunin í gær virtist benda til þess að þolinmæði hans væri að bresta og að margir leiðtogar kommúnistaflokksins óttuðust að Taívan væri að renna þeim endan- lega úr greipum. ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2000 27 Nýttu plássið betur Finnurðu allt hinnurou ant 650^-^týnirðu einhverju? UMBOÐS- OG HEILD VERSL UN SUNDABORG 1 SÍMI: 568 3300 I www.straumur.is I TVyggðu fjölskyldunni tvöfalt öryggi - með Lífís líftryggingu og sjúkdómatryggingu Dragðu það ekki að veita þeim sem treysta á þig meira öryggi. Með Lífis Ifftryggingu og sjúkdómatryggingu kemur þú í veg fyrir tekjumissi i kjölfar erfiðra veikinda eða fráfalls sem gæti ella kippt stoðunum undan fjártiagi fjölskyldu þinnar. Þannig vemdar þú betur þá sem þér þykir vænt um og tryggir fjölskyldunni tvöfalt öryggi. Hafðu samband strax í sima 560 5000 og kynntu þér málið. Lifís - fjárhagsvernd fyrir lífið. m**' Líftrygging Sjúkdómatrygging LANDSBRÉF HF. VtonfWnWÉMShA'TO Landsbanki íslands og Vátryggingafólag íslands bjóða fjárhagsvernd fyrir Iffiö Útgofandi Lffls Kftrygginga og sjúkdómatrygginga er Lfftryggingafélag islands hf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.