Morgunblaðið - 22.02.2000, Page 33

Morgunblaðið - 22.02.2000, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2000 33 Dulúð og stemmning TðlVLIST Langholtskirkja KAMMERTÓNLIST Kammersveit Reykjavíkur, undir forustu Rutar Ingólfsdóttur konsertmeistara, flutti verk eftir Henryk Górecki.Stjórnandi var Bernharður Wilkinson. Sunnu- dagurinn 20. febrúar, 2000 LÆRDÓMUR og kunnátta get- ur verið þeim, sem auðsveipir eru, stýrandi og það sem sagt er satt vera, getur slíku fólki verið óum- breytanlegur átrúnaður visku og alvitrunar. í sama stað, er þeim oft legið á hálsi og kallaðir í besta falli sérvitringar, sem ekki gangast við því sem lærðir vitmenn telja rétt- ast vera. Henryk Górecki er einn þeirra er hóf sinn feril í sátt við þá er best vissu og hlaut að launum verðlaun og viðgang mikinn, mjög snemma. Eitthvað varð þess vald- andi, að hann söðlaði um, lagði frá sér lærdóms reglustikuna, tók að hlusta efttir annarri óman en hinni útspekúleruðu, svo að mörgum þótti nóg um. Slíkar umsöðlanir hafa átt sér stað á öllum sviðum lista, í uppgjörinu við „modern- ismann", sem nú lifir helst sem skólaspeki og hjá nokkrum sem „eftirhreytu-modernismi", aðallega þeim sem telja sig semja „tónlist framtíðarinnar“. Wagner samdi rit- gerð um það efni og eins og vera ber, þá veit enginn hvað morgunda- gurinn kann að bera í skauti sínu og allt eins, að „þeir sem fyrstir fari, verði síðastir“, þá er nýr dag- ur er að kveldi kominn og gert skal að daglaunum hvers og eins. verka- manns“. Tónleikar Kammersveitar Reykjavíkur sl. sunnudag í Lang- holtskirkju, hófust með þremur stuttum þáttum fyrir strengjasveit, sem höfundurinn nefnir þrjú verk í gömlum stíl og eru samin 1963, sem virðast vera eins konar for- könnun fyrir seinni verk og það má heyra eins konar varfærni í með- ferð tónferlis, rétt eins og hann sjálfur trúi ekki sínum eigin eyrum. Þarna getur að hafa hljóðheim, sem er ákaflega auðheyrður, hverjum sem er, og voru þessi litlu lög fal- lega flutt af strengjasveit Kammer- sveitarinnar. Sautján ár eru á milli konserts fyrir sembal og strengja- sveit op. 40 og litlu smáverkanna og auðvitað gildir ein regla um listaverk, að þau spanna sviðið allt frá því stórkostlegasta til þess sem lélegt getur talist og næsta víst, að sembal konsertinn er ekki sérlega áhugaverð tónsmíð sem „sembal- konsert““, þó ýmislegt sé þar skemmtilegt til áheyrnar, aðallega í strengjasveitinni, sem á tíðum var, hvað rithátt snertir, yfirgnæf- andi fyrir sembalinn. Einfalt tónmál verkanna getur oft verið dáleiðandi langdregið og það á sannarlega við um minninga- verkið Good Night op. 63, því að þar ríkir kyrrðin og er verkið eins konar viðnám gegn hraða samtím- ans, þar sem dreymni og óræði ber fyrir eyru í tímalausu rúmi. Falleg hljóðmynd er var vel flutt af Marti- al Nardeau, Önnu Guðnýju Guð- mundsdóttur, Eggert Pálssyni og Mörtu Guðrúnu Halldórsdóttir er söng af látleysi dánarkveðju Hór- asar til Hamlets. Lokaverk tónleikanna var Klein- es Requiem fur eine Polka, op. 66, og er það samið fyrir píanó og 13 hljóðfæri. í þessu verki leikur Gór- ecki með andstæður blæbrigða og stefja en tónmálið er ávallt einfalt og gegnsætt, alheyranlegt öllum, þó á stundum sé lopinn einum of langt teygður, svo oft jaðrar við slit hans, þ.e. að formið brotni í parta, þó þegar öllu er á botninn hvolft, skilji allir sáttir og hafi haft af gaman nokkurt. Kammersveitin lék mjög vel undir stjórn Bernharðs Wilkinsonar og náði oft þeirri dul- úð og stemmningu, sem verk þessa sérstæða skálds eru svo Jmungin af. Jón Asgeirsson Þeir kóngar vildu verða KVIKMYNDIR Sambí6in Álfabakka, Kringlubíó, Nýja bfó á Akureyri «g Stjörnubfð ÞRÍR KÓNGAR „THREE KINGS“ ★ ★★ Leiksljórn og handrit: David O. Russell. Aðalhlutverk: George Clooney, Mark Wahlberg Ice Cube, Spike Jonze, Nora Dunn, Jamie Kennedy. Warner Bros. 1999. BANDARÍSKA spennumyndin Þrír kóngar er kannski þetta sjald- gæfa fyrirbrigði frá Hollywood sem einsetur sér að skemmta áhorfendum en hefur jafnframt eitthvað fram að færa. Sögusviðið er Flóabardagi og myndin segir frá nokkrum bandarískum hermönn- um sem ætla að ræna gulli Sadd- ams Husseins í eyðimörkinni en höfundur myndarinnar, David O. Russell, er ekki aðeins að búa til ævintýramynd heldur deilir hann harkalega á framgöngu Banda- ríkjamanna með Bush forseta í far- arbroddi þegar hann lýsir stöðu þeirra íraka sem gerðu uppreisn gegn Saddam fullvissir um að Bush héldi það loforð að þeim yrði komið til aðstoðar. Ekkert varð úr þeim fagurgala og írakarnir fá að gjalda þess. Þannig er myndin bæði pólitísk ádeila og eins konar póstmódern- ísk útgáfa af Hetjum Kellys, sem sýnd var við mikinn fögnuð í Gamla bíói á áttunda áratugnum (sællar minningar). Nokkri áræðnir her- menn komast að því að Saddam geymir gullforða sem hann stal frá Kúveitum. Þeir herja á staðinn og hafa uppi á gullinu en kynnast í leiðinni uppreisnarmönnunum og meðferð íraskra hermanna á þeim og geta ekki annað en skipt sér af þótt búið sé að semja um vopnahlé. Russell segir þessa sögu með miklum bravúr að mestu með handmyndavélum sem gefa yfir- bragð fréttamynda CNN. Hann myndskreytir samræður og jafnvel hugsanir persónanna og munar ekki um að sýna hvað það er ná- kvæmlega sem gerist anatómískt þegar byssukúla skellur á líkaman- um. Hann hefur lært sitthvað að þessu leyti af Oliver Stone og jafn- vel Martin Scorsese en brúkar tæknina myndinni mjög til fram- dráttar. Hún á mjög vel við það leikhús fáránleikans sem rekið er í eyðimörkinni þar sem verður árekstur tveggja menningarheima í fullkominni óreiðu. Russell fellur ekki í þá svart/hvítu Rambógryfju að gera hermenn Saddams skilyrð- islaust að vondu köllunum; það fæðist ákveðinn skilningur á því hvað þeir hafa mátt þola. Hasarinn er gegndarlaus. Það er ekki dauð mínúta í allri myndinni. Russell hefur fengið ágætt lið sér til aðstoðar. George Clooney er reffilegur leiðtogi hópsins, nær al- veg hættur að muldra ofan í bring- una á sér. Mark Wahlberg er einn- ig stórgóður sem sálin í hópnum og Ice Cube fyllir út í þrenninguna al- varlegur og valdsmannslegur. Þrír kóngar eru fín skemmtun. Myndin er á margan hátt óþægileg á að horfa einmitt vegna þess að hún er ekki einasta léttmeti heldur vekur mann til umhugsunar um fáránleika stríðsins og þau sak- lausu fórnarlömb sem alltaf verða verst úti. Arnaldur Indriðason Gerrit Schuil Rannveig Fríða Bragadóttir Hádegis- tónleikar í Operunni RANNVEIG Fríða Bragadóttir mezzo-sópran og Gerrit Schuil píanóleikari flytja lög eftir Schubert á hádegistónleikum í Islensku óper- unni á morgun, miðvikudag, kl. 12.15 og standa þeir yfir í 30 mínút- ur. Rannveig Fríða er fastráðin við óperuna í Frankfurt og Gerrit Schu- il stjórnar um þessar mundir óper- unni Lúkretía svívirt eftir Benjamin Britten, sem sýnd er í Islensku óp- erunni. Rannveig Fríða syngur hlutverk Lúkretíu. Aðrir söngvarar eru Finnur Bjarnason, Emma Bell, Ólafur Kjartan Sigurðarson, Sig- urður Skagfjörð Steingrímsson, Jan Opalach, Hrafnhildur Björnsdóttir og Anna Sigríður Helgadóttir. Sýningum fer senn að ljúka og eru tvær sýningar eftir af óperunni. Nyjar plötur • NÝLEGA kom út hljómplata þar sem Halldór Haraldsson leik- ur á píanó sónötur eftir Schubert og Brahms en það eru nú liðin um fimmtán ár frá því að síðast var gefin út hljómplata með leik hans. Á hljómplötunni leikur Halldór Sónötu í B-dúr D960 eftir Franz Schubert og Sónötu í f-moll op. 5 eftir Johannes Brahms. Halldór ritar sjálfur textann í bæklinginn sem íylgir útgáfunni en hann er prentaður á íslensku, dönsku, ensku og þýsku. Halldór stundaði píanónám hér heima og í London við Konung- legu akademíuna. Hann hefur haldið einleikstónleika víða um heim, leikið fjölda konserta með Sinfóníhljómsveit íslands og tekið virkan þátt í kammermúsík, þannig var hann einn stofnenda Tríós Reykja- víkur. Halldór hefur alla tíð verið mjög virkur í fé- lagsmálum tónl- istannanna en hann stofnaði íslandsdeild EPTA (Evrópu- samband píanókennara) og var formaður samtakanna um árabil. Hann var einnig forseti Evrópur- áðsEPTAárið 1985-6. Útgefandi er Polarfonia Class- ics ehf. en Japis sér um dreifing- una. Verð: 2.199 kr. BÓKASALA i januar Böð Var Titill/ Hðfundur/ Utgatandi Almanak Háskólans - 2000/ / Háskóli íslands Líkami fyrir lífið/ Bill Phillips og Michael D’Orso/ Hvítt og svart Englar alheimsins/ Einar Már Guðmundsson/ Mál og menning Leggðu rækt við sjálfan þig/ Anna Valdimarsdóttir/ Forlagið Almanak Þjóðvinafélagsins - 2000// Hið íslenska þjóðvinafélag Rétt mataræði fyrir þinn blóðflokk/ Peter J. D’Adamo/ Leiðarljós Híbýli vindanna/ Böðvar Guðmundsson/ Mál og menning Sjálfstætt fólk/ Halldór Kiljan Laxness/ Vaka-Helgafell Panorama ísland/ Páll Stefánsson/ lceland Review Einstakir flokkar; ÍSLENSK OG ÞÝDD SKÁLDVERK 1 Englar alheimsins/ Einar Már Guðmundsson/ Mál og menning 2 Híbýli vindanna/ Böðvar Guðmundsson/ Mál og menning 3 Sjálfstætt fólk/ Halldór Kiljan Laxness/ Vaka-Helgafell 4 íslandsklukkan/ Halldór Kiljan Laxness/ Vaka-Helgafell 5 Salka Valka/ Halldór Kiljan Laxness/ Vaka-Helgafell 6 Snorra Edda/ Snorri Sturluson/ Mál og menning 7 Afródíta/ Isabel Allende/ Mál og menning 8 Hundarnir í Riga/ Henning Mankell/ Mál og menning 9 Alkemistinn/ Paulo Coelho/ Mál og menning 10-11 Ég heiti Henry Smart/ Roddy Doyle/ Vaka-Helgafell 10-11 Parísarhjól/ Sigurður Pálsson/ Forlagið ÍSLENSK OG ÞÝDD LJÓÐ 1 Eddukvæði/ Gísli Sigurðsson sá um útgáfuna/ Mál og menning 2 Hávamál-Ýmis tungumál/ / Guðrún 3 Spámaðurinn/ Kahlil Gibran/ Muninn 4 Sálmabók isl. þjóðkirkjunnar/ Róbert A. Ottósson valdi/ Skálholtsútgáfan 5 Gimsteinar: Ljóð 16 höfunda/ Ólafur Haukur Árnason valdi/ Hörpuútgáfan ISLENSKAR OG ÞYDDAR BARNA- OG UNGLINGABÆKUR 1 Tarzan og Terka/ Walt Disney/ Vaka-Helgafell 2 Gæsahúð 3: Gula geimskipið/ Helgi Jónsson/ Tindur 3 Allt um tröll/ Brian Pilkington/ Mál og menning 4 HandaGúndavél/ Guðrún Helgadóttir og Freydís Kristjánsdóttir/ Vaka-Helgafell 5 Engan asa Einar Áskell/ Gunilla Bergström/ Mál og menning 6 Landnámsmennirnir okkar/ Stefán Aðalsteinsson/ Mál og menning 7 Ertu skræfa Einar Áskell?/ Gunilla Bergström/ Mál og menning 8 Kleinur og karrí/ Kristín Steinsdóttir/ Vaka-Helgafell 9-10 Ómögulegir foreldrar/ Brian Patten/ Æskan 9-10 Stjarnan hennar Láru/ Klaus Baumgart/ Mál og menning ALMENNT EFNI OG HANDBÆKUR 1 Almanak Háskólans - 2000/ / Háskóli Islands 2 Líkami fyrir lífið/ Bill Phillips og Michael D’Orso/ Hvítt og svart 3 Leggðu rækt við sjálfan þig/ Anna Valdimarsdóttir/ Forlagið 4 Almanak Þjóðvinafélagsins - 2000/ / Hið íslenska þjóðvinafélag 5 Rétt mataræði fyrir þinn blóðflokk/ Peter J. D’Adamo/ Leiðarljós 6 Panorama ísland/ Páll Stefánsson/ lceland Review 7 Síðustu dagar Sókratesar/ Platón/ Hið íslenska bókmenntafélag 8 íslensk matarhefð/ Hallgerður Gísladóttir/ Mál og menning 9 Fólk á fjöllum/ Ari Trausti Guðmundsson og Pétur Þorleifsson/ Ormstunga 10 Heimur kvikmyndanna/ Ritstj. Guðni Elísson/ Forlagið ÆVISÖGUR OG ENDURMINNINGAR 1 Einar Benediktsson-ll/ Guðjón Friðriksson/ Iðunn 2-3 Á hælum löggunnar-Sveinn Þormóðss./ Reynir Traustason/ Islenska bókaútgáfan 2-3 Einar Benediktsson-I/ Guðjón Friðriksson/ Iðunn 4 Sagnaþættir/ Tómas Guðmundsson/ Mál og menning 5 Jónas Hallgrímsson/ Páll Valsson/ Mál og menning Bókabúðir sem tóku þátt í könnuninni Höfuðborgarsvæðið: Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi Bókabúð Máls og menningar, Síðumúla Bókabúðin Hlemmi Bókabúðin Mjódd Bóksala stúdenta, Hringbraut Eymundsson, Kringlunni Penninn-Eymundsson, Austurstræti Penninn, Kringlunni Bókabúðin Hamraborg, Kópavogi Penninn-Eymundsson, Hafnarfirði Utan höfuðborgarsvæðisins: Bókabúð Keflavíkur, Keflavík Bókval, Akureyri Kaupfélag héraðsbúa, Egilsstöðum KÁ, Selfossi p. ,-r\ r\ 1'fC •> .-"X ''y f Jrk 4' Samantekt Félagsvísindastofnunar á sölu bóka í janúar 2000 Unniö fyrir Morgunblaðiö, Félag Islenskra bókaútgefenda og Félag bóka- og ritfangaverslana. Ekki eru taldar meö þær bækur sem seldar hafa verið á mörkuöum ýmiss konar á þessu tímabili, né kennslubækur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.