Morgunblaðið - 22.02.2000, Page 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
FYRIRTÆKIOG
ÍSLENZK TUNGA
*
AN ISLENZKRAR tungu og menningar verður ekkert ís-
lenzkt þjóðríki til. Þá höfum vjð horfið í þjóðahafið án
þeirra sérkenna, sem gera okkur að íslendingum. Ábyrgð nú-
tímamanna er því mikil við að tryggja, að komandi kynslóðir
tali og riti íslenzku, sjálft móðurmálið. Það getur þó ekki
gerzt nema því aðeins að allur almenningur skilji málið. Það
er forsendan.
Þetta er tíundað hér, af þeim sökum að í Morgunblaðinu sl.
sunnudag birtist grein um það hrognamál, sem talað er á
virkjunarsvæði Landsvirkjunar við Vatnsfell og starfsmenn
þar nefna sjálfir „fjalla-íslenzku“. Þetta mál er eins konar ís-
lenzkuskotin enska og er notað jöfnum höndum af yfirmönn-
um sem starfsmönnum almennt. Ástæðan er sú, að allar teikn-
ingar og leiðbeiningar eru á ensku, sem önnur útboðsgögn, og
fundargerðir eru ritaðar á ensku. Það merkilega er, að ís-
lenzkt byggingafyrirtæki er verktakinn við Vatnsfell og
starfsmenn nær allir íslenzkir. Verksalinn er Landsvirkjun,
sem er í opinberri eigu. Hvað væri þá eðlilegra en íslenzka
væri þar í heiðri höfð, ekki sízt þar sem yfirmenn hafa lýst því,
að þeim leiðist að hlusta á mörg hundruð landa sína tala þetta
hrognamál, sem minnir einna helzt á „þjóðtunguna" á
Bahamaeyjum! Við unnum bug á prentsmiðjudönskunni, jafn-
vel flámælinu, og megi öll „fjalla-enska“ fara sömu leið.
Það verður að grípa í taumana, svo Islendingar geti talað
eigin tungu í eigin landi í störfum fyrir íslenzkan verktaka hjá
íslenzku fyrirtæki. Skýringar Landsvirkjunar á þessu ástandi
eru ekki fullnægjandi. Nái móðurmálið ekki yfir tækniorð má
ástunda nýyrðasmíð, sem svo vel hefur gefizt undanfarna ára-
tugi. Aðlögunarhæfni tungunnar í þeim efnum er eitt af ein-
kennum hennar.
Hins vegar er ástæða til að taka fram, að fleiri fyrirtæki
eiga við þennan vanda að stríða en Landsvirkjun. Fyrir all-
mörgum árum sagði Morgunblaðið frá því, hvers konar
tungumál væri talað í flugstarfsemi. Á síðustu árum hefur hið
sama gerzt, þar sem tölvur koma við sögu. Mörg tölvuforrit,
sem fyrirtæki og einstaklingar nota, eru á ensku og þá hneigj-
ast starfsmenn til þess að tala tungumál, sem að verulegu
leyti er enskuskotið. Það geta því margir litið í eigin barm og
ástæðulaust að kasta grjóti úr glerhúsi.
fslenzk fyrirtæki þurfa að vera reiðubúin að leggja í kostn-
að við nýyrðasmíð og þýðingar á vinnuplöggum til að tryggja
notkun tungunnar. Það á við öll íslenzk fyrirtæki. Þau þurfa
að leggja metnað sinn í stuðning við móðurmálið, annars miss-
um við tengslin við arfleifðina. Arfinn er rótlítill og fýkur um
allt. Viljum við verða rótlaus þjóð, einkennalaus óþjóð? Eða
vilja menn kannski að tvær þjóðir búi í landinu; að önnur tali
„fjalla-íslenzku“, hin móðurtunguna? Þá yrði stutt í stétta-
skiptinguna margumtöluðu.
HÁSKÓLANÁM
FYRSTA háskólaþingið var haldið sl. laugardag að frumkvæði
menntamálaráðheiTa. Þar kom fram að mikil grózka væri á
sviði háskólamenntunar hérlendis og mikil fjölbreytni í boði fyrir
nemendur. Á skömmum tíma hafí allri aðstöðu til háskólanáms
verið hreytt, horfíð hafí verið frá þröngri háskólastefnu, breiddin
hafí verið stóraukin og dýpt námsins aukizt jafnt og þétt.
Bjöm Bjarnason menntamálaráðherra ávarpaði háskólaþing í
upphafi þess. Hann sagði að íslenzkir háskólar kepptu ekki aðeins
innbyrðis, heldur og við erlenda skóla og vinnumarkaðinn um at-
hygli og áhuga fólks á öllum aldri. Æ fleirum yrði ljóst, að mennt-
un væri bezta leiðin til að njóta sín í samtímanum. Flestir væru í
háskóla til þess að þeim vegnaði betur á hinum almenna vinnu-
markaði, hinir væru færri, sem hefðu að markmiði að sinna vís-
inda- og fræðastarfí, en þeim fjölgaði einnig jafnt og þétt. „At-
vinnuleysi meðal háskólamenntaðs fólks er óþekkt hér í landi
okkar um þessar mundir og þörfin fyrir fleira vel menntað fólk er
víða mikil. Skilningur á því að góð menntun eigi að njóta sín í
launaumslaginu fer einnig vaxandi og kjaraviðræður snúast ekki
einungis um beinar launahækkanir, heldur einnig um úrræði til
betri menntunar,“ sagði menntamálaráðherra.
Háskólum hefur fjölgað á undanförnum árum. Sumum fannst
sú þróun íhugunarverð í upphafí og drógu í efa að svo fámennt
þjóðfélag gæti staðið undir fleiri háskólum en Háskóla Islands.
Reynslan hefur hins vegar sýnt, að það var vel ráðið að fjölga há-
skólum. Háskólinn á Akureyri er skýrt dæmi um þau víðtæku
áhrif, sem háskóli getur haft á umhverfí sitt. Starfsemi hans hef-
ur átt ríkan þátt í að efla viðspyrnu Eyjafjarðarsvæðisins gagn-
vart höfuðborgarsvæðinu. Samvinnuháskólinn hefur getið sér
gott orð á því afmarkaða sviði, sem hann starfar, og Háskólinn í
Reykjavík hefur farið vel af stað.
Það er gagnlegt að efna til slíkra umræðna, sem fram fóru á há-
skólaþingi. Þær verða háskólamönnum hvatning til nýrra átaka.
Vonandi.
Meiri hnökrar á íslenskri löggjöf en annars staðar á Norður
stjórnvalda, eftirlit með starfsemi þeirra og viðurlög
Sérstök lagas
fari yfír lagaf
Davíð Oddsson forsætisráðherra gerði þing-
heimi í gær grein fyrir skýrslu um starfs-
skilyrði íslenskra stjórnvalda, eftirlit með
starfsemi þeirra og viðurlög við réttarbrotum í
stjórnsýslu. Davíð Logi Sigurðsson fylgdist
með umræðum á Alþingi.
HUGMYNDIR um lagaráð
eða lagaskrifstofu, sem
hefði það hlutverk að fara
yfir lagafrumvörp áður en
þau eru lögð fyrir Alþingi, í því skyni að
kanna hvort lagatæknilegir hnökrar
séu á þeim og tryggja að þau séu ekki í
andstöðu við ákvæði stjórnarskrár,
fengu góðar undirtektir við umræður á
Alþingi í gær um skýrslu forsætisráð-
herra um starfsskilyrði stjórnvalda,
eftirlit með starfsemi þeirra og viður-
lög við réttarbrotum í stjórnsýslu.
Fram kemur m.a. í skýrslunni að mun
meiri hnökrar séu á íslenskri löggjöf en
á löggjöf annars staðar á Norðurlönd-
unum.
Davíð rakti í upphafi máls síns að-
draganda þess að efnt var til gerðar
þessarar skýrslu en Jóhanna Sigurðar-
dóttir, þingmaður Samfylkingar, flutti
ásamt fleirum þingsályktunartillögu á
sínum tíma um bætt siðferði í opinber-
um rekstri. Tillagan var samþykkt á
Alþingi í júní 1998 með þeirri breyt-
ingu, sem forsætisráðherra beitti sér
fýrir, að úr yrði almenn úttekt á starfs-
skilyrðum stjómvalda, eftirliti með
starfsemi þeirra og viðurlögum við
réttarbrotum í stjórnsýslunni. Engin
tengsl yrðu hins vegar við einstök mál
sem komið hefðu upp. Skipaði forsætis-
ráðherra nefnd þá um haustið til að
vinna skýrsluna, og laut hún forystu
Páls Hreinssonar, dósents við laga-
deild Háskóla Islands.
í ræðu sinni í gær kvaðst Davíð
hljóta að vekja athygli á því að starfs-
skilyrði stjórnvalda hefðu undanfarin
fimmtán ár tekið stórstígum framför-
um. Nægði þar að vísa til stofnunar
embættis umboðsmanns Alþingis og
setningar stjórnsýslu- og upplýsinga-
laga. Engu að síður hefði hann talið að
með úttekt sem þessari mætti draga
fram þær forsendur, sem nauðsynlegt
væri að lægju fyrir, til að skynsamleg
umræða gæti farið fram um starfsemi
og stjórnkerfi hins opinbera.
Davíð fór því næst yfir helstu efnis-
atriði skýrslunnar en nefndin, sem
hana vann, lauk umfjöllun um hvem
þátt könnunar sinnar með ábendingum
um annmarka, sem hún rakst á í yfir-
ferð sinni, og leiðir sem færar kynnu að
vera til úrbóta. Eru þær af ýmsum
toga, og snerta bæði starfshætti stjórn-
valda og þá umgjörð sem starfsskilyrð-
um þeirra er búin af hálfu Alþingis.
Ýmis vandamál tengjast mats-
kenndum heimildum
Eins og fram kom í máli Davíðs er í
skýrslunni m.a. fjallað um þær laga-
reglur sem stjómvöld móta ákvarðanir
sínar á. Er þar um að ræða fastmótaðar
reglur annars vegar og matskenndar
heimildir hins vegar og sagði Davíð að
ágreiningur hefði eink-
um risið um meðferð
matskenndu heimild-
anna. Réttilega væri
bent á það í skýrslunni
að ýmis vandamál
tengdust beitingu matskenndra heim-
ilda og ekki væri til nein einföld lausn á
þeim.
Hins vegar væri bent á ýmis úrræði í
skýrslunni sem miðuðu að því að draga
úr þeim erfiðleikum sem fylgi mats-
kenndri ákvarðanatöku og auka um
leið réttaröryggi almennings. „Þar er
m.a. bent á ýmis hollráð sem frum-
varpasmiðum og löggjafanum er rétt
að hafa hugföst þegar lagasetning er
undirbúin og eins þegar hún er til með-
ferðar hér á Alþingi," sagði Davíð.
í skýi-slunni er vakin athygli á að ört
vaxandi tilflutningi verkefna til sveitar-
félaga þurfi að fylgja betur eftir, bæði
við undirbúning lagasetningar í því
skyni og af hálfu stjórnvalda. Sagði for-
sætisráðherra að sérstaklega væri
bent á að sveitarstjórnum hefði ekki
gengið sem skyldi að setja og birta eig-
in reglur í þeim tilvikum sem lög mæltu
svo fyrir.
„I því sambandi er fullrar athygli
verð sú tillaga, sem fram kemur, um að
tímabært sé að endurskoða lög um
birtingu laga og stjórnvaldafyrirmæla
með það fyrir augum að gera sveitar-
stjómum kleift að birta slíkar reglur á
sérstökum miðlægum gagnagrunni,
sem væri aðgengilegur öllum að kostn-
aðarlausu," sagði Davíð. Þessi hug-
mynd væri út af fyrir sig m.a. í sam-
ræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um
málefni upplýsingasamfelagsins og það
verkefni að koma upp sérstakri heima-
síðu þar sem hægt verði að nálgast á
einum stað allar skriflegar réttarheim-
ildir.
Fleiri „meinbugir" á lögum en
annars staðar á Norðurlöndum
í skýrslunni er ennfremur bent á að
umboðsmaður Alþingis geri á hverju
ári athugasemdir við svokallaða „mein-
bugi“ á lögum í mun fleiri tilvikum en
þekkist annars staðar á Norðurlönd-
um. Kemur fram að 45 slíkar athuga-
semdir hefðu verið bornar upp vegna
fyrstu tvö þúsund málanna sem hann
fékk til afgreiðslu og þess getið til sam-
anburðar að þetta séu fleiri mál en um-
boðsmaður danska þingsins hefði feng-
ist við og snerta „meinbugi" á lögum
allt frá því að það embætti var stofnað
árið 1954.
„Ástæður þessa eru m.a. raktar til
þess að lagafrumvörp eru hér ekki yfir-
farin með samræmdum og skipulegum
hætti með tilliti til ýmissa lagatækni-
legra atriða og hvort valdheimildir
þeirra samræmist ákvæðum stjómar-
skrár. Undir þetta get ég tekið og hef
fyrir mitt leyti fullan hug á að bæta þar
um betur,“ sagði forsætisráðherra í
gær.
Setja skýrsluhöfundar fram þá hug-
mynd í þessu sambandi að komið verði
á fót lagaskrifstofu eða lagaráði sem
fengi það hlutverk að fara yfir laga-
frumvörp og kanna m.a. hvort ein-
hverjir lagatæknilegir hnökrar eru á
þeim, sem og hvort frumvörp séu sam-
rýmanleg ákvæðum stjómarskrár.
í þeim kafla skýrslunnar, þar sem
vikið er að siðareglum fyrir
opinbera starfsmenn, sagði
Davíð þá niðurstöðu athygl-
isverða að slíkai' reglur
kæmu ekki nema að tak-
mörkuðu gagni, nema þær
væru sérstaklega sniðnar að aðstæðum
starfsmanna á hverju sviði stjórnsýsl-
unnar fyrir sig. „Alrnennar siðareglur
fyrir alla opinbera starfsmenn em með
öðram orðum líklegar til að vera of al-
mennar til að nokkurt hald sé í þeim,“
bætti hann við. Ný siðferðisleg álitaefni
Stórstigar fram-
farir undanfarin
fimmtán ár
komi auk þess stöðugt upp og því sé
bent á það í skýrslunni að vænlegra
kunni að vera til árangurs að auka
færni ríkisstarfsmanna til að fást við
vandamál af siðferðilegum toga með
menntun og þjálfun í að takast á við slík
mál, heldur en að setja þeim reglur á
þessu sviði.
Sjálfstæðum stjórnsýslu-
nefndum fjölgað mikið
Davíð kvaðst telja það athyglisverð-
ast við þriðja kafla skýrslunnar, sem
fjallar um stjórnsýslukerfið og eftirlit
með starfsemi stjórnvalda, að hann
sýndi fram á hvemig þingræði og lýð-
ræðislegt stjórnskipulag og stjómar-
hættir væra beinlínis undir því komnir
að stjórnkerfið sé byggt upp á þann
hátt að ráðherrar fari með yfirstjórn
stjórnsýslunnar, hver á sínu sviði.
Fjallaði hann í kjölfarið um þá hefð
að fella tiltekin verkefni eða verksvið
innan stjórnsýslunnar að hluta eða í
heild undan yfirstjórn ráðhema og fela
þau í hendur sjálfstæðra stjórnvalda,
ýmist stofnana með þingkjörnar
stjórnir eða sjálfstæðra nefnda. Fælist
það í sjálfstæði þeirra, að þær væru
undanskildar eftirlits- og boðvaldi ráð-
herra, nema lög heimiluðu annað sér-
staklega. „Því miður er það svo,“ sagði
Davíð, „að reynslan sýnir að ráðherr-
um þykir þægilegt að koma hluta af
valdi sínu til sjálfstæðra nefnda og
úrskurðaraðila til að firra sig óþægileg-
um verkum og ábyrgð. Þingið ætti að
gæta þess að ráðherrar komi sér ekki
undan því að axla til fulls ábyrgð með
því að fella slíkar sjálfstæðar stjórnir
eða ráð inn í þau framvörp sem þeir
flytja."
Davíð sagði ennfremur að skýrslu-
höfundar bentu réttilega á það að sjálf-
stæðum stjórnsýslunefndum hefði síð-
ustu árin fjölgað mikið, án þess að séð
yrði að nein heildarstefnumörkun
byggi þar að baki. Hvettu þeir til að
mótuð yrði framtíðarstefna um þróun
stjómsýslukerfisins. Sagði forsætis-
ráðhema að hann teldi einboðið að slík