Morgunblaðið - 22.02.2000, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.02.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2000 37 löndum skv. skýrslu um starfsskilyrði • við réttarbrotum í stjórnsýslu krifstofa rumvörp Morgunblaðið/Ásdís víð Oddsson forsætisráðherra í ræðustól í gær. stefnumörkun verði hluti af þeirri end- urskoðun á lögum um Stjórnarráð Is- lands, sem ríkisstjórnin hefði heitið að beita sér fyrir á kjörtímabilinu. Davíð gerði að umtalsefni eftirlits- hlutverk Alþingis, einkanlega með hlið- sjón af stjórnarskrárvörðum fyrir- spurnarétti þingsins. Sagði hann að í skýrslunni væri bent á að æskilegt væri að mörk yrðu dregin um það í þingskaparlögum hvaða upplýsingar ráðherra væri heimilt að undanþiggja í svörum sínum, og vísaði Davíð þar í þau tilvik þegar ágreiningur rís um það hversu langt megi ganga í að knýja fram upplýsingar sem ljóst þætti að háðar væru þagnarskyldu að öðru leyti. Tók hann undir þessa ábendingu og sagðist reyndar telja að ekki mætti draga öllu lengur að draga einhverjar slíkar línur. Loks gerði Davíð grein fyiir þeirri ábendingu, sem fram kæmi í skýrsl- unni, að tímabært væri orðið að taka til endurskoðunar þann kafla almennra hegningarlaga sem fjallaði um brot í opinberu starfi. Sagði hann að sér sýndist næsta sjálfgefið að þessari ábendingu væri vísað til refsiréttar- nefndar dóms- og kirkjumálaráðuneyt- isins. Komið verði á fót lagaskrifstofu eða Iagaráði Við umi’æðurnar í gær var mikið rætt um þá hugmynd, sem skýrsluhöf- undar setja fram, um að komið verði á fót lagaskrifstofu eða lagaráði sem fengi það hlutverk að fara yfír lagafrumvörp. Tóku flestir undir þetta og m.a. tengdi Guðjón A. Krist- jánsson, þingmaður Frjáls- lynda flokksins, þessa um- ræðu við deilur um fiskveiðistjórn- unai’kerfið. Sagði hann ýmsar heim- ildir í lögum þar að lútandi á skjön við það sem eðlilegt þætti, t.d. væri búið að setja 27 bráðabirgðaákvæði við lögin. Þar að auki hefði Hæstiréttur, og nú síðast Héraðsdómur Vestfjarða, álykt- að að hluti laganna stæðist ekki ákvæði stjómarskrár. Sagði Guðjón að laga- skrifstofa væri því afar æskileg, svo tryggja mætti að lög væru almennt ekki slíkur framskógur. Páll Pétursson, félagsmálaráðherra og þingmaður Framsóknarflokks, tók í sama streng og benti á að hann hefði þráfaldlega flutt tillögur til þingsálykt- unar á Alþingi um stofnsetningu laga- ráðs. Þær hefðu ekki náð fram að ganga en hann gæti ekki betur séð en að undir þessa hugmynd væri tekið í skýrslunni. Gerði hann jafnframt að umtalsefni stöðu sveitarstjórna og eft- irlitsskyldu félagsmálaráðuneytisins á þeim vettvangi stjómsýslunnar. Þorgerður K. Gunnarsdóttir, þing- maður Sjálfstæðisflokksins og formað- ur allsherjarnefndar Alþingis, sagði hugmyndina um lagaráð einnig allrar athygli verða og sagði almennt um skýrsluna að hún væri liður í yfirferð á stjórnkerfinu sem þó hefði tekið mikl- um framförum undanfarin ár. Sagði Þorgerður einnig að matskenndai’ ákvarðanir væru að ná yfirhöndinni í stjórnsýslunni og taldi hún það óviðun- andi. Akvarðanir ætti að taka á grund- velli fastmótaðra og lögbundinna reglna. Tók hún ennfremur vel í þá ósk Jóhönnu Sigurðardóttur að skýrslan færi til frekari umfjöllunar í allsherjar- nefnd að lokinni umræðunni. Eins og aðrir þingmenn fagnaði Jóhanna því að þessi skýrsla væri nú komin fram, jafnvel þótt hún hlyti að teljast nokkuð tyrfin - minnti jafnvel stundum á kennslubók í lögfræði. í skýrslunni væri nefnilega að finna gagnmerkar tillögur að því hvernig mætti bæta stjórnsýslukerfið og auka réttaröryggi borgaranna, sem og að bæta eftirlit með starfsemi stjórn- valda, ekki síst þegar um væri að ræða tilvik þegar framkvæmdavaldið tæki ákvarðanir sem byggðust á mats- kenndum lagaheimildum og stjórn- valdsfyrirmælum. Gagnmerkar til- lögur til úrbóta í skýrslunni George W. Bush sigraði örugglega í prófkjöri repúblikana í Suður-Karólínu Reuters George W. Bush veifar stuðningsmönnum sínum eftir að sigur hans í prófkjörinu í Suður-Karólínu var orðinn Ijós á laugardagskvöld. Við hlið hans stendur kona hans, Laura Bush. McCain kennir nei- kvæðum áróðri um Livonia, Travers City. AP, Reuters, The Washington Post. ARÁTTA frambjóðenda um að hljóta útnefningu Repúblikanaflokksins sem frambjóðandi til embættis forseta Bandaríkjanna virðist hafa tekið nýja stefnu eftir prófkjör í Suð- ur-Karólínu sem fram fór á laugar- dag. Menn eru ekki á einu máli um það hvernig skýra beri sigur George W. Bush, ríkisstjóra í Texas, á keppi- nauti sínum, John McCain, öldunga- deildarþingmanni frá Arizona, í rík- inu. I prófkjörinu, sem var opið, hlaut Bush 53% atkvæða en McCain 42%. Aðrir frambjóðendur fengu mun minna fylgi og munu að líkind- um ekki koma frekar við sögu í út- nefningarslagnum. „Ef hann er umbótamaður, er ég geimfari“ Stuðningsmenn McCains hafa sagt að góður árangur Bush í Suður- Karólínu sýni að neikvæður kosn- ingaáróður hans hafi náð til kjós- enda. Bush hefur hafnað þessari skýringu og bent á kannanir sem gerðar voru meðal kjósenda á laug- ardag. Þær leiddu í ljós að fleiri kjós- endur töldu að áróður McCains hefði verið neikvæður en þeir sem álitu að- ferðir Bush hafa verið ódrengilegar. McCain tók fyrir viku þá ákvörðun að beita ekki neikvæðum áróðri í Suður-Karólínu og var meðal annars tekin úr umferð sjónvarpsauglýsing sem stuðningsmenn hans höfðu gert þar sem sagt er að Bush hagræði sannleikanum líkt og Clinton forseti. En í ræðu sem McCain hélt eftir að úrslitin voru orðin ljós á laugardags- kvöld réðst hann á Bush og sagði meðal annars að „skilaboð neikvæðni og ótta“ hefðu fært honum sigur í Suður-Karólínu. í gær leitaðist Mc- Cain við að draga nokkuð úr ummæl- um sínum á laugardagskvöld sem skýrendur eru sammála um að hafi skaðað hann frekar en styrkt. McCain gagnrýndi Bush í gær fyr- ir að gefa sig út fyrir að vera um- bótamann en kannanir meðal kjós- enda í Suður-Karólínu hafa leitt í Ijós að meirihluti þeirra taldi að Bush væri „umbótasinnaði frambjóðand- inn“. McCain hefur lagt mikla áherslu á það í kosningabaráttu sinni að setja þurfi nýjar reglur um fjár- framlög í kosningasjóði frambjóð- enda og Bush hefur upp á síðkastið tekið undir þennan málflutning and- stæðings síns. McCain hélt því fram í gær að Bush væri ekki trúverðugur þegar hann talaði um að gera þyrfti breytingar á reglum um fjármögnun framboða. ,Á fimm ára ferli sem rík- isstjóri í Texas hefur Bush aldrei lagt til breytingar á reglum um fjár- mögnun framboða," sagði McCain. „Ef hann er umbótamaður, er ég geimfari." McCain réðst einnig að Bush fyrir að vera ekki samkvæmur sjálfum sér þegar hann talaði um að gæta þyrfti BUSH virðist hafa tek- ist að tryggja sér sigur í Suður-Karólínu með því að höfða til íhaldsamra kjósenda. Ekki er víst að sams konar aðferðir dugi honum til sigurs í Michigan og Arizona, þar sem prófkjör eru haldin í dag. aðhalds í ríkisútgjöldum. Hann benti á að opinber útgjöld í Texas hefðu vaxið um 35% á þeim tíma sem Bush hefði gegnt embætti ríkisstjóra. Hafa skipt um hlutverk Haft er á orði að Bush og McCain hafi skipt um hlutverk í kosninga- baráttunni eftir úrslitin í Suður- Karólínu. Nú virðist sem Bush vilji einbeita sér að því að kynna stefnu- mál sín og framtíðarsýn í stað þess að ráðast að höfuðkeppinauti sínum. „Mér virðist sem McCain öldunga- deildarþingmaður vilji verja tíman- um í að tala um mig og ég vil verja tímanum í að tala um framtíðina,“ sagði Bush í gær. Þátttaka í prófkjörinu í Suður- Karólínu var meira en tvöfalt betri en fyrir fjórum árum og fjöldi óflokksbundinna tók þátt. Alls greiddu nálægt 600.000 manns at- kvæði í prófkjörinu. Eins og staðan er nú hefur Bush 61 kjörmann að baki sér en McCain 14. Eftir er að kjósa um 1.975 kjörmenn. Frambjóð- andi þarf að minnsta kosti að hafa 1.034 kjörmenn að baki sér til að hljóta útnefningu flokksins. Stuðningsmenn McCains höfðu spáð því að góð þátttaka í prófkjör- inu kæmi sér vel fyrir McCain en svo reyndist ekki vera. Kjósendur í Suð- ur-Karólínu eru almennt taldir vera íhaldsamir og fastheldnir á kristileg gildi og er Bush sagður hafa gert mikið til að höfða til þeirra. Út- göngukannanir sem gerðar voru meðal kjósenda á laugardag benda til þess að tveir þriðju hlutar þeirra kjósenda sem telja sig kristna hefð- arsinna hafi kosið Bush en einn þriðji þeirra McCain. Fylgi Bush meðal repúblikana var mun meira en fylgi McCains. Kannanir sýna að meira en þrír af hverjum fjórum kjósendum Bush sögðust vera repúblikanar en einungis tveir af hverjum fimm þeirra sem kusu McCain. Óvissa um útkomuna í Michigan og Arizona I dag fara fram prófkjör í tveimur ríkjum, Michigan og Ai’izona. Sam- kvæmt nýrri skoðanakönnun Reut- ers-fréttastofunnar, sem birt var síðla á sunnudag, er mjög mjótt á munum milli Bush og McCains í Michigan en flestir virðast búast við að McCain hafi sigur í Arizona. Sam- kvæmt könnun Reuters hefur Mc- Cain tveggja prósentustiga forskot á Bush í Michigan meðal þeirra kjós- enda sem taka afstöðu. í könnuninni voru óákveðnir kjósendur spurðir um það að hvorum frambjóðendanna þeir hallast. Ef svör þeirra eru tekin með í reikninginn verður útkoman sú að fylgi frambjóðendanna er jafnt. 44%. Talið er að sú áhersla sem Bush lagði á að laða til sín fylgi frá íhald- sömum kjósendum í Suður-Karólínu muni ekki nýtast honum í Michigan. Skýrendur hafa meðal annars bent á að heimsókn Bush í Bob Jones-há- skólann í Suður-Karólínu, sem sagð- ur er fóstra hefðbundin gildi krist- inna mótmælenda og andúð á kaþólskum, verði vart til að auka honum fylgi meðal íbúa í ríkinu. Stór hluti íbúa Michigan eru kaþólskir. Bush hefur varið sig með því að benda á að bróðir hans og ríkisstjóri í - Flórída, Jeb Bush, sé kaþólskur. Stuðningsmenn Bush hafa undan- farna daga lagt hart að sér í kosn- ingabaráttunni í Arizona en almennt’ er talið að McCain muni fara þar með sigur af hólmi, enda í vissum skiln- ingi heimavöllur hans þar sem hann er annar tveggja öldungadeildar- þingmanna ríkisins. Fyrir báða frambjóðendur varðar þó mestu hver útkoma þeirra verður í prófkjörum sem haldin verða 7. mars næstkomandi. Þá verður kosið í 12 ríkjum, þeirra á meðal í fjöl- mennasta ríkinu, Kaliforníu. Forskot Bush minnkar Fylgismenn McCains hafa meðal annars viljað skýra ósigur hans í Suður-Karólínu með vísan til þess hve miklu meiri fjármuni Bush hafi til ráðstöfunar í kosningabaráttunni.'' Hins vegar hefur forskot Bush að þessu leyti minnkað nokkuð síðustu vikur. Bush er sagður hafa varið um 50 milljónum Bandaríkjadollara í kosn- ingabaráttu sína fram til þessa. Það jafngildir rúmlega 3,5 milljörðum ís- lenskra króna. í lok janúar er talið að um 20 milljónir dollara hafi verið í kosningasjóðum Bush, um 1,4 millj- arðar króna, en ljóst er að hann hef- ur varið miklu fé í kosningabarátt- una síðan þá. McCain hafði aðeins um 342.00Q. dollara til ráðstöfunar í upphafi mán- aðarins, jafnvirði um 24 milljóna ís- lenskra króna. En eftir sigur hans í prófkjörinu í New Hamsphire-ríki hefur hann náð að safna gríðarlegum fjármunum og hefur framboð hans nú samkvæmt upplýsingum stuðn- ingsmanna jafnvirði 568 milljóna króna til ráðstöfunar. ,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.