Morgunblaðið - 22.02.2000, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2000 41
HESTAR
3. Högni Bæringsson á Gjósta frá
Stykkishólmi, eig.: Högni Bær-
ingsson
4. Benjamín Markússon á Toppi frá
Vesturholti, eig. Benjamín Mark-
ússon
Stigahæsti knapi.: Lárus Á. Hann-
esson.
Vetrarleikar Andvara
á Andvaravöllum
Börn:
1. Bergrún Ingólfsdóttir á Muggi frá
Kálfholti
2. Iris Þorgeirsdóttir á Gusti
3. Unnur G. Ásgeirsdóttir á Dögg
4. Daníel Gunnarsson á Loka
5. Ásta Harðardóttir á Hrannari
Unglingar:
1. Bylgja Gauksdóttir á Kolgrímu frá
Ketilsstöðum
2. Hrönn Gauksdóttir á Hrefnu frá
Þorleifsstöðum
3. Birgir Olsen á Galsa
4. Margrét S. Kristjánsdóttir á
Dreka
5. Hugrún Þorgeirsdóttir á Orku
Ungmenni:
1. Ingunn B. Ingólfsdóttir á Kjarna
frá Kálfholti
2. Theodóra Þorvaldsdóttir á Kjarki
frá Neðra-Bóli
3. Aníta Aradóttir á Valkyrju
Kvennaflokkur:
1. Edda S. Þorsteinsdóttir á Hróki
2. Sigrún Sigurðardóttir á Hryðju
frá Garðabæ
3. Elva Harðardóttir á Axel
4. Sigrún Erlingsdóttir á Fjalari frá
Skeljabrekku
5. Erla G. Gylfadóttir á Hróki
Karlaflokkur:
1. Siguroddur Pétursson á Hyllingu
frá Hjarðarholti
2. Jón Styrmisson á Grána
3. Jón Ó. Guðmundsson á Vakri frá
Ólafsvík
4. Ingimundur Jónsson á Patta
5. Gunnar Hafdal á ísak frá Múla
Töltkeppni í
Blönduóshöllinni
1. Halldór P. Sigurðsson á Reind frá
Efri-Þverá
2. Hjörtur Einarsson á Straumi frá
Vogum
3. Jón Kristófer á Djásni frá Blöndu-
ósi
4. Herdís Einarsdóttir á Glætu frá
Grafarkoti
5. Sigfús Eyjólfsson á Óðni frá
Blönduósi
Fæðingar-
staðirnir
fylgi með
TIL að fríska upp á minni móts-
haldara skal á það minnt að þegar
úrslit móta eru send til birtingar á
hestasíðu er það sett sem skilyrði
að fram komi fæðingarstaður
hrossanna. Venjan þegar um
íþróttamót er að ræða er að birta
nafn knapa, nafn hests, fæðingar-
stað og einkunnir. Fyrst einkunn
úr forkeppni og þá skástrik og ein-
kunn í úrslitakeppni. Atriðin skulu
vera í þessari röð. Ef um gæðinga-
keppni er að ræða skal röðin vera
sem hér segir: Nafn hests, fæðing-
arstaður, nafn eiganda, nafn knapa
og einkunnir á sama hátt og í
íþróttakeppni. Sama á við þegar
um úrslit kappreiða er að ræða en
þá koma tímar í stað einkunna.
Best er að senda úrslitin með
tölvupósti á vakr@mbl.is fyrir
klukkan 18 á sunnudögum.
Omæld síteng-
ing við N etið
Um sítengingu var
fjallað í Mbl. í frétta-
greinum í nóv. og grein
sem ég reit 8. des. Síð-
an hefur hún lítt borið á
góma. Jú, drepið var á
tih-aun með sítengingu
hóps starfsmanna Sím-
ans og að HI ynni að sí-
tengingu stúdenta.
Um símamál er eink-
um fjallað í tengslum
við merkilegar nýjung-
ar í farsímum og furðu-
möguleika þeirra. Ekki
hef ég séð þess getið í
fjölmiðlum að ESB
rannsakar verðlagn-
ingu farsímanotkunar,
einkum vegna hárra farsímagjalda
þegar hringt er frá útlöndum til
heimalands. Samkeppni í farsíma-
notkun hefur leitt til lækkunar sem
fyrirtækin bæta sér þannig vel upp.
Fréttir frá Bretlandi
Kröfur um ómælda tengingu við
Netið sem getið var um í fyrri grein
leiddi furðu fljótt til þess að megin-
símafyrirtækið BT (British Tele-
communications) ákvað að gefa kost
á ómældri sítengingu. Þannig varð
það allt í einu fært sem áður var sagt
tæknilega ógerlegt. Fyrirkomulagið
kallast „BT Surftime" og kostar kr.
812-4000/mán.
Þetta fer í þá átt sem Times krafð-
ist í átakinu „Free the Net“ ásamt
hreyfingunni „CUT“. Vonir Breta
vöknuðu um að þeir færu héðan í frá
sömu leið og Bandaríkjamenn í net-
málum. Án tillits til klukku megi
versla á vefnum, lesa bækur og tím-
arit og taka þátt í upplýsingasam-
félaginu af alefli. Ekki voru þó allir
ánægðir, sögðu að 4000 kr. væri
tvisvar sinnum hærri upphæð en
gerðist í Bandaríkjum NA. Þyrfti því
að herða lokaátakið.
í Bretlandi er samkeppni á þessu
sviði.
Snemma í þessum mánuði bauð
kapalfyrirtækið Telewest þeim 4.5
millj. heimilum er það þjónar upp á
„SurfUnlimited". Það þýðir ómæld-
an netaðgang með mótaldi allan sól-
ai-hringinn, alla daga. Sú takmörkun
er að samband rofnar ef notkun ligg-
ur niðri í meira en 30 mín. Netteng-
ingin kostar kr. 1200/mán.
Þessi ákvörðun virðist hvorki mik-
il né merkileg. Þarna gerði sam-
keppnisaðili nákvæm-
lega það sem almenn-
ingur krafðist og hafði
sýnt fram á að væri
mögulegt. En fleira
gerðist.
BT fellur í verði
Eins og gefur að
skilja er mikið fjallað
um BT, þetta lang-
stærsta símafélag
Bretlands, ekki síst í
sambandi við umræðu
um Netið. I byrjun
mánaðarins féllu hluta-
Eggert bréf fyrirtækisins um
Ásgeirsson 25%. Svo slæmt var það
að fyrirtækið ákvað að
fækka starfsliðinu um 3000, til að
draga úr kostnaði, en þegar hafði því
fækkað úr 241 þús. í 137 þús. frá því
að fyrirtækið fór á markað fyrir 15
árum. Verðmæti þess hafði vaxið
mjög hluthöfum til gleði. En fyrir-
tækið stóð sig ekki sem skyldi, þrátt
fyrir (eða vegna) stærðina. Síma-
málastjórn reyndi, með litlum
árangri þó, að hafa hemil á fyrirtæk-
www.mbl.is
ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR
Innréttingar
Fn' teiknlvinna og tilboösgerö
#Fríform
I HÁTÚNI 6A (i húsn. Fönix) SÍMI: 552 4420
NYTT-NÝTT
Ný sterk
fljótandi
bíótínblanda
flSTunc
FREMSTIR FYRIR GÆÐI
Fjarskipti
Þá fyrst ná þjóðir tökum
á nýrri viðskiptatækni,
segir Eggert Asgeirs-
son, er þeir koma sér
upp samskiptakerfí þar
sem Netið nýtist til
fulls.
inu til að samkeppni fengi notið sín.
Allt kom fyrir ekki. Kapal- og far-
símafyrirtækin tóku sinn toll. Fólk
missti trú á fyrirtækinu. Kvartanir
urðu háværar m.a. vegna mikils
grobbpósts til notenda. Framtíð fyr-
irtækisins er því dökk og þeir eiga
um sárt að binda sem eiga hlutabréf í
fyrirtækinu. „BT Surftime“ bíður
sennilega lægri hlut fyrir tilboði
Telewest. Líklegt er að kapalfyrir-
tækin taki innan tíðar höndum sam-
an. Þau hafa mörg tækni á sínu valdi
sem tekur fram breiðbands- og
ADSL-tækninni, sem BT byggir
framtíð sína á. Fleiri raunir steðja að
fyrirtækinu.
Þýskaland og Japan
Þróunin heldur áfram. Deutsche
Telecom býður nú ómælda síteng-
ingu við Netið fyrir um kr. 3700/mán.
Japanh- virðast líka vera að beygja
sig fyiir ómældri netnotkun. Verð
þein’a mun verða kr. 2700/mán. Var
raunar ekki fyrr en viðskiptaráðu-
neyti og stórfyrirtæki þrýstu á NTT,
meginsímafyrirtæki landsins, að fyr-
irtækið tók sinnaskiptum. Þá hafði
það einnig áhrif að eina ferðina enn
var landið sakað um fyrirkomulag
sem hindraði viðskipti. Þótt NTT
hafí lengi staðið gegn framfórum á
þessu sviði er nú talið að fyrirtækið
sjálft muni fleyta rjómann af við-
skiptunum sem vaxa munu í kjölfar-
ið. Þar eins og annars staðar.
Notandinn
Því miður er umræðu um Netið
komið svo að notendasjónarmið eru
ekki í hávegum höfð. Lítt er rætt um
verðlag og útgjöld sem þeir verða
fyrir sem nota þurfa Netið í daglegu
lífi sínu, námi og störfum, og greiða
úr eigin vasa. Umræðan kafnar í
tækni og sölumennsku.
Sítenging er vaxandi í landinu. Er
þá ekki aðeins átt við stúdenta HÍ og
starfsmenn Landssímans. Margir
sem nota Netið í fyrirtækjum eru sí-
tengdir. Er undir hælinn lagt hvort
starfsmenn nota tengingar í starfi í
einkaþágu. Vitaskuld er slík notkun
óæskileg, bæði vegna starfsins og
einkalífsins. Það truflar á báða bóga,
kemur engan veginn að fullu gagni.
Kostnaður hindrar því útbreiðslu
Netsins og eflingu viðskipta.
Netið kemur að litlu haldi nema
menn hafí tíma og ró til að afla upp-
lýsinga og vinna úr þeim. Við bóka-
kaup hljóta menn fyrst að leita upp-
lýsinga um hvar bókina er að finna,
hvar verðið er hagstætt, ganga frá
pöntun og fylgjast með henni. Ef
ferðalög eru undirbúin á Netinu tek-
ur það, ef vel á að takast, allmikinn
tíma. Tímaspamaður er tæpast af
slíkum viðskiptum í byrjun en miklir
viðbótarkostir. Um gagnasöfnun og
-vinnslu er öðru máli að gegna, flókin
gestaþraut, sem eðli málsins sam-
kvæmt tekur tíma. Fjölgar þeim við-
fangsefnum sem Netið gerir mögu-
leg og erfitt var eða ómögulegt áður
nema stofna til mikils kostnaðar.
Kannski er það í viðskiptum sem
byltingin á sér stað. Við notum
margvíslega furðutækni til að ganga
frá viðskiptum í nýjustu tegundum
farsíma. Allt er undh’ tölvum og net-
tengingu komið; vinnu sem þar á sér i
stað þótt endahnútinn megi binda í 1
farsíma.
Að lokum
Án þess að ná tökum á viðskiptum
á Netinu verða menn illa staddir.
Bylting er í sjónmáli ef menn hafa
vald á tækninni og fyrirtækin stilla
sína strengi saman. Margar þjóðir
líta þennan þátt sem undirstöðu
efnahagsframfara, jafnaðar og jafn-
réttis.
Þá fyrst ná þjóðir tökum á nýrri
viðskiptatækni er þeir koma sér upp
samskiptakerfi þar sem Netið nýtist >
til fulls.
Forysta þjóðarinnar gerir sér von
um að selja Landssímann háu verði.
Vafalaust reynist það svo ef fyrir-
tækinu auðnast að svara kalli tímans.
Kannski kemur rafmagnskerfið
samkeppninni til bjargar með sí-
tengingu og fleiri framförum í sam-
skiptatækni. Ef svo fer, sakar ekki
þótt útlend fyrirtæki kaupi síma-
kerfið eins og það leggur sig.
Annars ekki.
Höfundur er verkefnastjóri
é
Með pennann að vopni
gegn mannréttindabrot-
um í löndum syðri Afríku
Vertu með - ai3@visir.is
Þvottavélar
fyrir vélahluti
Tilboð í mars
Já simi kó sf. 564 1819
á.
Til hammgju Skagfirðingar
Við óskum skíðadeild Tindastóls og öðrum skíðamönnum
ó landinu til hamingju með nýtt skíðasvæði.
1200 metra löng Leitner spjaldalyfta
tryggir öryggi og þægindi skíðafólks.
Langar brekkur, staðsettar í sunnanverðum
Tindastól með fögru útsýni yfir Skagafjörð,
henta jafnt byrjendum og þeim sem lengra
eru komnir.
Hi ..y.,
. % : >v%.
t *: VV\ V ;
Geisiöflugur Leitner LH500 snjótroðari
með fjöltönn skapar gestum svæðisins
öruggar rastalausar skíðabrekkur.
ístraktor
LEITNER UMBOÐIÐ Á ÍSLANDI
SMIÐSBÚÐ 2 - GARÐABÆ - SlMI 5 400 800