Morgunblaðið - 22.02.2000, Page 42

Morgunblaðið - 22.02.2000, Page 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Island fyrir Islendinga? MERKILEGT hvernig þessi Slóbódan í Belgrað gat haft svona afgerandi áhrif á líf íslendinga. Alltí einu kom hingað sægur af fátæku flóttafólki. Hann Slóbó bara rak það út úr landinu Kos- ovo þar sem það hafði unað við sitt um aldir. Nú eigum við íslend- ingar að taka við því og ■gefa því hlutdeild í okk- ar landi. Fyrr voru aðrir fyrr- verandi þegnar hins sæla Títós marskálks komnir hingað fyrir at- beina annarra þarlendra mikil- menna. Nú síðast hefur 17 ára ungl- ingur frá Zaire fengið hér hæli sem pólitískur flóttamaður. Þvflíkan ótta hljóta þeir stjórnarherrar í Zaire að hafa haft af þessum snáða, að þeir skyldu elta hann út hingað. Honum er líklega ekki físjað saman. Miðað við fréttir frá Afríku hljóta að vera þar margir sem heldur vilja vera hér en þar. Fjöldi Tútsa og Hútúa í milli neyð. Ætla íslendingar að verða vin- -ir harðstjóra allra landa á þennan hátt? Hver kaus þá? Ég kaus hvorki stjómarherrana í Zaire né þennan Slóbó í Júgóslavíu. Ég á hins vegar að leysa þeirra mannfækkunarvandmál með flótta- mannaviðtöku. Hvers vegna sit ég allt í einu uppi með stjórnarathafnir slíkra höfðingja? Hvaða útlendum skálki eða stríðsherra skyldi ég eiga að þjóna næst með því að afhenda þeim framburðarrétt minn sem Is- 'íendingur? Mér var sagt hér áð- ur fyrr af leiðtogum mínum á tyllidögum að Island væri mitt fóður- land. Síðar ráðstöfuðu sömu menn gögnum þess og gæðum án þess að spyrja mig. Einhver löngu gleymd ríkis- stjórn Islands er sögð hafa ákveðið að við skyldum gefa ótiltekn- um fjölda flóttamanna hluta úr landinu á hverju ári. Það sé meg- instefnan í innflytj- endamálum, alveg án þess að Alþingi hafi verið spurt álits. Land- ið okkar virðist þannig hvað útbær- ast af öllu þvi sem við eigum. Og þjóðernið okkar er þá líklega heldur ekki metið til margra físka lengur. Ráðamenn okkar hverju sinni út- hluta íslandi hiklaust varanlega til annarra þjóða eða þjóðarbrota. Inn- anlands draga menn hins vegar í efa leyfi sömu ráðamanna til að virkja einstök fallvötn. Margir era um þessar mundir uggandi yfir því að á Islandi framtíðarinnar geti orðið til vandamál með vaxandi búsetu er- lendra þjóða. Bent er á að í Dan- mörku glími nú bömin við innflytj- endaráðstafanir foreldra sinna. Afturkræfni Það er illa séð að ræða innflytj- endamál opinskátt eins og Austur- ríkismenn hafa nú fengið að vita. Dálkahöfundur í Morgunblaðinu vill hins vegar að við breytum „sjúkum hugsunarhætti" okkar í innflytj- endamálum og enn annar hvetur okkur til að taka innflytjendur raun- veralega að okkur, - væntanlega þá Þjóðerni Hvers vegna skyldu að- -------7---------------- fluttir Islendingar, spyr Hallddr Jónsson, ekki vera jafn stoltir af ætt- um sínum og siðum eins og við af okkar? með beinum mágsemdum. Það má velta því fyrir sér hvort ákvarðanir í málefnum innflytjenda til íslands í dag geti ekki orðið erfið- ari úrlausnar í framtíðinni en Eyja- bakkar. Það er hægt að sprengja stíflur og endurheimta þurrlendi. En fjöldainnflutningur erlendra þjóða til landsins er óafturkræfur. Og því skyldu framtíðai'kynþáttavandamál hér verða öðravísi en í Bandaríkjun- um, Þýzkalandi eða Danmörku? Schengen Ég spurði formann virts stjórn- málaflokks um það á fundi um dag- inn, hvers vegna hann væri fylgjandi þessu passalausa Schengen-sam- komulagi. Jú, hann vildi ekki til dæmis þurfa að bíða með Asíumönn- um eftir vegabréfaskoðun í Færeyj- um. Nei, nei, auðvitað er blessaður formaðurinn laus við hvers kyns kynþáttafordóma. Sjálfur hef ég, verandi utanþegn EBE, iðulega beð- ið með blámannahópum eftir stimpl- un inn í Evrópu og ekki fúndist það ýkja merkilegt. Mér finnst vega- bréfaskoðun líka alltaf vera traust- vekjandi athöfn og sjálfsögð og skil ekki frekar en Bretar hvers vegna þarf að hætta henni með Schengen. Þegar þetta Schengen-samkomu- lag er orðið fullgert skilst mér að hver sem er megi koma hingað frá Evrópu. Það mun ekki koma okkur frekar við hvernig viðkomandi varð Evrópumaður. Sá, sem er kominn inn um misgripaheld suður- og aust- urlandamæri Evrópubandalagsins, er velkominn til Islands og má hafa hér gögn og gæði, - önnur en kvót- ann að vísu. Hann munu formenn vorir áfram varðveita með útvöldum. Hver er stefnan? Það virðist opinber skoðun að okk- ar Hrafnistukyn geti ekki versnað við hvers kyns blóðblöndun. Má vera satt. En hver sá sem lætur uppi aðra skoðun í þjóðfræðum en þessa við- teknu bláeygðu víðsýni um galopið Island og jafngildi manntegunda er yfirleitt snarlega afhrópaður sem rasisti og nasisti. Því beygja menn hjá. En vilji menn flytja inn erlent kúa- kyn virðist liggja mikið við að vanda sig. Líklega myndi einhver setja sig upp á móti því að flytja inn sænskar geddur og sleppa þeim í Þingvalla- vatn til urriðans. Ég tek fram að mér er persónu- lega ekkert illa við fólk þó að það líti öðruvísi út en ég, tali öðravísi, lesi ekki Sturlungu eða hugsi öðruvísi en ég. Ég sé ekki neinn sérstakan lit eða svip á kurteisum manni, hvort sem hann er aðfluttur íslendingur eða innlendur. Ég met fólk eftir mannkostum en ekki útliti eða þjóð- erni. Innflytjendur hafa fært margt til betri vegar í okkar samfélagi að mínum dómi. Hvorki Einstein, Fleming né Jesús voru Islendingar og ekki Mandela heldur. En ég held að þetta gæti breytzt ef þjóðir þess- Halldór Jónsson ara manna settust að í miklum mæli á íslandi. Okkur gæti hætt að þykja vænt um nágrannann ef hann settist að í svefnherberginu okkar. Hver skyldi því vera stefna stjórn- valda í innflytjendamálum ef einhver er til? Hversu hratt vilja okkar stjórnvöld láta þéttbýliskjarna fólks af framandi kynstofnum myndast í landinu ? Ættir fslendinga Þó að mörgum sé alveg sama þó að þeir eignist afkomendur með tilstyrk annarra kynstofna og hvetji bókstaf- lega til þess á síðum Morgunblaðsins þá era margir aðrir sem kæra sig kollótta. Margt hérlent fólk virðist heldur ekkert skammast sín fyrir sína dýru og kæru Reykjahlíðarætt svo dæmi sé tekið. Hvers vegna skyldu þá okkar eigin ættir, hör- undslitur og langfeðgatöl vera skyndilega einskis virði? Til hvers verður gagnagrannur á heilbrigðis- sviði og hvað verður þá með hluta- bréfin í deCODE? Hvers virði er þessi varðveitta saga okkar og tunga ef sjálfur kyn- stofn landsmanna á að breytast veralega með svo skipulögðum hætti sem nú virðist uppi? Það verður hvorki hægt að neyða aðflutta Is- lendinga framtíðarinnar til að tala ís- lenzku né skipa þeim að hafa Pass- íusálmana og þjóðsögur Jóns Árnasonar fremur en Kóraninn á náttborðum sínum. Þeir verða frjáls- ir að velja þá siði sem þeim hentar. Hvers vegna skyldu aðfluttir íslend- ingar ekki vera jafn stoltir af ættum sínum og siðum eins og við af okkar? Náði ástin til Islands aðeins til auðlindanna? Var þráin til þorsksins þá þýðingarmeiri en þjóðernið? Var íslenzkt þjóðerni þá innantóm ímynd og úthlutunarfé? Þjóðareign því þversögn í þjóðmálabaráttu? Hvaða ísland fyrir hvaða Islend- inga? Höfundur er verkfræðingur. Hvað verður um okkur? SIÐASTLIÐIÐ ár létust 2,6 milljónir manna í heiminum úr alnæmi og um það bil 85% hinna látnu voru Afríkubúar. Á árinu 1999 smituðust 5,6 milljónir til viðbótar af HlV-veirunni, flest- ir í Afríku. Nú í byrj- >un ársins 2000 hafa um 10,4 milljónir af- rískra barna undir 15 ára aldri misst móður sína eða báða foreldra vegna alnæmis, eða um 90% allra mun- aðarleysingja, af þess- um völdum. íbúar Afríku sem hafa hverjir gengið í gegnum Anna Þrúður Þorkelsdóttir margir grimmi- legar styrjaldir og hörmungar örbirgðar og misréttis þjást nú ennfrekar er alnæmi er að sópa burt heilu kynslóðunum. Fjöl- skyldur leysast upp og fjöldi verkfærra karla og kvenna, fyr- irvinnur heimilanna og þjóðfélaganna, hrynur niður. Veiran hefur breiðst ört út í Afríku af mörgum ástæðum. Vegna fé- lagslegra þátta svo sem örbirgðar og fá- fræði, með farand- verkamönnum, her- mönnum og flóttamönnum og vegna vændis sem oft er eina leið- - Gœðavara J-Gjaíavara - matar- oo kaífistell. Allir verðflokkar. ^ VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versace. I&íbMcsísMss leysir vandann Reflectix er 8 mm þykk endurqeislondi einangrun í rúllum. 7 lög en 2 ytri alúminíum—lög endurgeisla hitann. Breiddir: 61 og 122 mm. Rúllulengdir: 15,38 og 76m. I hóololt, bok við ofno, í fjós, hesthós, ó rör, ó veggi, tjoldbotno, sessur, svefnpoko o.m.fl. Skæri, heftibyssa oa límband einu verkfærin. ÞÞ &CO Þ.ÞORGRÍMSSON & CO ÁRMÚU 29 S: 553 8640 8 568 6100 in fyrir fjölda kvenna til að sjá sér farborða. Vegna menningarlegra þátta og hjátrúar er sums staðar alið á þeirri trú að alnæmissmitað- ir karlar muni læknast ef þeir sængi hjá ósnertum meyjum. Kona barin til bana Ekki er mögulegt að fjalla um þetta hrikalega vandamál í fáum orðum á blaði. Engum getur þó dulist hve stórfelld áhrif þessi sjúkdómur eða faraldur hefur á allt samfélag íbúa Afríku og sér í lagi suðurhluta Afríku. Meðal lífs- líkur lækka í þessum löndum allt niður í 38 ár til dæmis í Mós- ambik, en verða víðast milli 40 og 50 ár eða lækka um 10-20 ár mið- að við lífslíkur án alnæmis. Þjóðfélög sem byggjast upp á börnum og forsjárlausum ungling- um og fólki sem telst aldrað eru ekki sérlega arðvænleg þjóðfélög. Enda minnka þeir litlu möguleikar sem voru til menntunar í alls enga þegar enginn er eftir til að vinna fyrir lífsnauðsynjum hvað þá skólagjöldum. Stjórnvöld í þessum heimshluta hafa ekki beitt sér af afli gegn faraldrinum en virðast þó vera að vakna til vitundar um að ekki er nóg að minnast á þessi mál í ræðum við hátíðleg tækifæri. Menntun og opin umræða er þó lykill að bættum hag, - menntun og fræðsla. Ótrúleg fáfræði og for- dómar ríkja um þennan vágest sem ekki má tala um eða eftir hvaða leiðum hann smitast þó er frjálsyndi í ástum almennt meðal Afríkubúa og fjölkvæni enn al- gengt hjá þeim sem hafa efni til að sjá fyrir mörgum heimilum. Kona var barin til bana í fátækrahverfi í Suður-Afríku eftir að hafa sagt frá í sjónvarpi að hún væri alnæmis- smituð á alnæmisdeginum síðast- liðið ár og hundruð kennara gengu út af fræðslufundi um alnæmi í Jó- hannesarborg vegna þess að myndir af kynfærum vora sýndar. Alnæmi Til þessarar borgar eru auglýstar lúxus- skemmtiferðir, glæsi- hótel, skemmtisnekkjur, gnægð ávaxta, matar og eðalvína, segir Anna Þrúður Þorkelsdóttir. Fáir minnast á eða vita um gleymdu börnin og ekki eru hreysahverfin höfð til sýnis. Umræðan opnast í hálfa gátt I Suður-Afríku eru stjórnvöld þó að undirbúa 5 ára áætlun um al- næmisvarnir og vonir hafa vaknað vegna nyndarlegrar baráttu stjórnvalda í Úganda. Hún fjallar um almenna fræðslu, smokkadreif- ingu og alnæmisprófanir, stuðning og leiðbeiningar með þeim árangri að nýsmitum hefur fækkað. í Ug- anda er fjöldi munaðarleysinga af völdum alnæmis á aðra milljón. Hvað verður um þessi börn? Hvaða framtíð bíður þeirra, ef nokkur þar sem mörg era þegar smituð? Eins og áður er nefnt hef- ur ríkt þögn um alnæmi í Afríku en fyrsta skilyrði til að ráðast að rótum vandans er að viðurkenna hann og leita leiða gegn honum. Leiðtogar Afríkuríkja eru þó smátt og smátt að viðurkenna al- næmi sem vandamál og opinber umræða að opnast a.m.k. í hálfa gátt. Á meðan þessi grimmilegi sjúkdómur geisar hömlulítið í suð- urhluta Afríku hafa Vesturlanda- búar og aðrir efnaðir jarðarbúar ekki haft stórfelldar áhyggjur af alnæmi á heimaslóðum, - hvað þá í hinni gleymdu Afríku. Allir vita í okkar heimshluta um smitleiðir og varnir og allgóð en dýr lyf eru fá- anleg. Lyf sem eru nær öllum Af- ríkubúum fjárhagslega ofviða eins og læknishjálp og hjúkrun raunar líka. Stuðningur styrktarfélaga Rauða krossins Mannúðarfélög eins og Rauði krossinn og fleiri hafa reynt að halda úti fræðslustarfsemi, heima- hlynningu og barnaheimilum víða í þessum heimshluta vegna alnæm- isfaraldursins og hefur Rauði kross íslands sett sér það háleita markmið að vinna með landsfélög- um í sunnanverðri Afríku í barátt- unni gegn alnæmi og aðhlynningu langveikra og deyjandi. Þegar er hafið samstarf við Rauða kross Suður-Afríku og Mósambik og vonir standa til samstarfs við Mal- awi. Lengi hefur verið unnið að heilsugæslu í Lesótó. Það gleymist engum sem heim- sótt hefur ömurleg fátækrahverfi Afríku, m.a. í Höfðaborg, þar sem ekki er rennandi vatn eða rafmagn í eldfimum kofaskriflum, 10-12 manns hírast í tveimur litlum rök- um herbergjum, flest börn. Faðir- inn dáinn, móðirin átti skammt eftir ólifað. Amman virtist háöldr- uð og börnin með ótta og spurn í augunum: „Hvað verður um okk- ur?“ Til þessarar borgar eru auglýst- ar lúxusskemmtiferðir, glæsihótel, skemmtisnekkjur, gnægð ávaxta, matar og eðalvína. Fáir minnast á eða vita um gleymdu börnin og ekki eru hreysahverfin höfð til sýnis. Fyrir hönd Rauða kross íslands vil ég þakka fjölda styrktarfélaga fyrir framlög þeirra og hvetja fólk til að leggja þessu máli lið. Við er- um íbúar eyju í Norður-Atlants- hafi en við erum ekki ein í heimin- um og þjáning annarra er þjáning okkar allra. Höfundur er formaður Rauða kross íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.