Morgunblaðið - 22.02.2000, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2000 45
j
UMRÆÐAN
ESB-stuna úr
Alþingi
Evrópusambandið,
ESB, efndi núna í
febrúar til einnar ríkj-
aráðstefnunnar enn.
Ríkjaráðstefnur ESB
eru ígildi stjórnar-
skrárendurskoðunar.
Þær standa jafnan
nokkuð lengi og eru
kenndar við borgirnar
þar sem skrifað er
undir nýjan sáttmála.
A síðustu fjórtán ár-
um hefur í fjórgang
verið boðað til ríkja-
ráðstefnu: Lúxemborg
1986, Maastrict 1992,
Amsterdam 1997 og
Nice 2000.
Þjóðríki sem fjórum
fjórtán árum efndi til
skrárendurskoðunar
kreppu.
Páll
Vilhjálmsson
sinnum a
stjórnar-
væri í
Stjórnarskrár eru grund-
vallarlög sem annað laga- og reglu-
verk byggist á. Þegar endurskoða
þarf grundvöllinn á fárra ára fresti
er það óræk sönnun fyrir djúpristu
ósætti þeirra sem aðild eiga.
Ósætti aðildarríkja ESB um
grundvöll sambandsins á sér
margar skýringar. ESB er ekki
lýðræðislegur vettvangur almenn-
ings 15 aðildarríkja. Sambandið
var stofnað af stjórnmála- og við-
skiptaelítu meginlandsríkjanna í
stríðsþreyttri Vestur-Evrópu fyrir
hálfri öld. Framkvæmdastjórn
ESB hefur séð um daglegan rekst-
ur Evrópuhugmyndarinnar og ver-
ið borgaraleg útgáfa af fulltrúaráði
ítalskrar mafíu þar sem fyrirmenn-
in tilnefna handlangara sína til að
véla um völd og áhrif bakvið luktar
dyr. Vinsældir kaupir fram-
kvæmdastjórnin sér með útdeil-
ingu þurfalingsstyrkja þvers og
kruss um Evrópu. Sundhallir og
félagsmiðstöðvar í krummaskuðum
víða um álfuna eru merktar ESB
og afhjúpa að sannfæring sem ekki
býr í hug og hjarta
þegnanna verður að
grópa í málmskilti á
opinberar byggingar.
Til að koma sér upp
lögmæti tjaslaði ESB
saman Evrópuþingi
sem almenningur kýs
til. Þingið er svotil
valdalaust og kosn-
ingarnar eru regluleg-
ur farsi í aðildarríkj-
unum þar sem trúðar,
fasistar og fífl ná
betri árangri en
hversdaglegir stjórn-
málamenn. Kjörsókn
er eftir því, víðast vel
undir þrjátíu pró-
sentum.
Endrum og sinnum daðra ís-
lenskir stjórnmálamenn við ESB-
aðild, flestir með heimilisfestu í Al-
þýðuflokknum. Nú síðast kemur
stuna frá Þórunni Sveinbjarnar-
dóttur, þingmanni Samfylkingar-
innar, sjá Mbl. 17. feb., sem vill að-
ildarumsókn strax. „Eyrir því eru
augljósar og gildar ástæður sem
frjálslyndir stjórnmálamenn og
kjósendur um alla álfuna hafa fylkt
sér um,“ segir þingmaðurinn eftir
að hafa þulið upp valin atriði úr
regluverki ESB. Með sama lestri
og Þórunn er hægt að finna mann-
réttindum stað í stjórnarskrá
Þriðja ríkisins.
Trúarsannfæring þingmannsins
er óumdeild en hvorki kemur fram
skilningur á tilgangi ESB né á
stöðu Islands í evrópsku samhengi.
Þeir atburðir sem helst eru tengd-
ir stofnun ESB hafa gagnólíka
merkingu hér. Fyrri heimsstyrjöld
færði okkur fullveldi og sú seinni
lýðveldi. Varla er það tilviljun að
því fjær sem þjóðir standa valda-
miðjunni í Brussel landfræðilega,
menningarlega og pólitískt því
tregari eru þær til fylgilags við
ESB? Bretar hafna sameiginlegum
gjaldmiðli, Norðmenn inngöngu og
Islendingar hafa málið ekki á dag-
skrá. Þær þjóðir sem banka upp á
hjá ESB leita að öryggi og efna-
hagslegri velmegun.
Endrum og sinnum,
segir Páll Vilhjálmsson,
daðra íslenskir
stjórnmálamenn við
ESB-aðild.
Undirritaður tók þátt í því að
koma Þórunni á lista Samfylking-
arinnar á Reykjanesi í vetur leið
vitandi um fortíð hennar í íslensk-
evrópskum ungmennasamtökum
um ESB-aðild en taldi að Þórunn
myndi láta af gelgjunni á þingi.
Hvort nú sé fullreynt skal ósagt en
vinsamlegt væri af Þórunni að láta
vita í tæka tíð fyrir næstu kosning-
ar hvar hún stendur. í aðdraganda
síðustu kosninga sagði hún ekki
múkk um ESB.
Höfundur er fulltrúi.
Fjárfestar athugið!
Öll almenn verðbréfaviðskipti með
skráð og óskráð verðbréf.
yáVerðbréfamiðlunin
Annarhf verðbréf
Löggilt óháð fyrirtæki í verðbréfaþjónustu
• Aðili að Verðbréfaþingi íslands •
Suðurlandsbraut 46 • Sími : 568 10 20
www.
Netvers
VasHhuDi
A L H L i O A
VIÐSKIPTAHUGBÚNAÐUR
1 Fjárhagsbókhald
> Sölukerfi
I Víðskiptamanna
kerfi
i Birgðakerfi
I Tilboðskerfi
I Verkefna- og
pantanakerfi
i Launakerfi
I Tollakerfi
Vaskhugi ehf. Síðumúla 15 - Sími 568-2680
Stimpilklukkukerfi
SKERFISÞRÓUN HF.
Fákafeni 11 • Simi 568 8055
http://www. kerf isthroun. is/
visindamonnum?
Vissir þú að fjöldi bóka og vísindagreina hefur veriö skrifaður um
KYOUC kaldþroskuðu hvítlauksafuröina af vísindamönnum sem
hrifist hafa af gagnsemi hennar. Ennfremur hafa yfir 120 staðfestar
vísindarannsóknir á KYOLIC veriö birtarí viðurkenndum tímaritum
f líffræöi, læknisfræði og næringarfræði.
Krabbameinsstofnun Bandarikjanna og Ríkisháskóii Pennsylvaníu
voru styrktaraðilar ab vísindaráðstefnu 15.-17. nóv. 1998 þar
sem kynntar voru nýjustu rannsóknir á KYOLIC.
Skoðaðu rannsóknirnar á netinu:
www.kyolic.com
Bheilsuhúsið
mælir meö KYOUC
Dreifing: Logaland ehf.
i\LLT TIL RAFHITUNA
Fyrír bimiii - siiNierhús - fyrirtehi
ELFA-OSO hitakútar og túbur
Ryðfríir kútar með áratuga frábæra reynslu.
Stærðir á lager: 30—50—80—120—200 og
300 lítra.
Getum útvegað stærðir frá 400—1.000 lítra.
Blöndunar-, öryggis- og aftöppunarlokar
fylgja.
Ennfremur bjóðum við hitatúbur frá 6—1200
kW og elektróníska vatnshitara fyrir vaska og
handþvott.
ELFA-VÖSAB olíufylltir ofnar
Fallegir, einstaklega jafn og þægilegur hiti,
engin rykmengun, lágur yfirborðshiti.
Thermostatstýrðir. Kapall og kló fylgja.
Stærðir á lager: 400-750-800 og 1.000 W.
Hæð: 30 eða 60 sm.
Getum einnig útvegað tvöfalda ofna.
HAGSTÆTT
VERÐ!
Einar
Farestveit&Co.hf.
HdJmörft 50 tíra
Intersport
m jr aik mm jr m -m-
skioagongumotið
fyrir alltt
fiölskyldutiq
Þann 27. febrúar verður haldið skíðagöngumót
fyrir almenning í Heiðmörk. Lagt verður af stað
frá Borgarstjóraplani. Keppt verður í karla- og
kvennaflokki, 16 ára og eldri, og drengja- og
stúlknaflokki, 16 ára og yngri. Mótið hefst ki. 13.30
og þurfa þátttakendur að vera komnir klukkustund
fyrir þann tíma. Mótið er fyrir alia, byrjendur sem
lengra komna.
INTERSPORT mun veita verðlaun fyrir þrjú efstu
sætin í hverjum fiokki. Að auki fá aliir keppendur
þátttökuskjai með skráðum tíma. Markmiðið með
mótinu er að ná til allrar fjölskyldunnar og að
kynna Heiðmörk sem skíðagöngusvæði.
Skráning ferfram í versiuninni VINTERSPORT.
Á staðnum og á netfanginu vignirs@mi.is
Ekkert þátttökugjald.
Boðið verður upp á heitt kakó frá Swiss Miss.
Skógrcektarfélag Reykjavíkur
Innes
Reykjavík menningarborg Evrópu árið 2000
Þín frístund - Okkar fag
VINTERSPORT
Bíldshöfða 20 • 112 Reykjavík • 510 8020 • www.intersport.is
Aöalfundur islenska Hugbúnaöarsjóösins verður haldinn að Hótel
Loftleiðum, Þingsal 1-4, miðvikudaginn 1. mars 2000 og hefst
kl. 14:00.
Dagskrá:
1. Aðalfundarstörf samkvæmt 4.06. gr. samþykkta félagsins.
2. Tillögur til breytinga á samþykktum.
3. Tillaga um kaup félagsins á eigin hlut samkvæmt
55. gr. hlutafélagalaga.
4. Önnur mál sem eru löglega upp borin.
Tillögur frá hluthöfum sem bera á fram á aðalfundi skulu hafa
borist í hendur stjórnar með skriflegum hætti, eigi síðar en sjö
dögum fyrir aðalfund.
Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins ásamt skýrslu
endurskoöenda munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, aö
Laugavegi 77, Reykjavík, hluthöfum til sýnis sjö dögum fyrir aðalfund.
Til þess aö hafa atkvæðisrétt á fundi skal hluthafi hafa veriö skráður
i bækur félagsins í síöasta lagi 8 dögum fyrir fundinn. í byrjun
fundar skal athuga hvort fundarmenn hafi rétt til aö sitja fundinn
og greiða atkvæði, samkvæmt 2. mgr. 4.07. gr. í samþykktum
félagsins.
Atkvæöaseölar og önnur fundargögn veröa afhent viö upphaf
fundarins.
Reykjavík, 21. febrúar 2000
Stjórn íslenska Hugbúnaöarsjóösins hf.
íslenski Hugbúnaöarsjóöurinn hf.
*
jr