Morgunblaðið - 22.02.2000, Page 50

Morgunblaðið - 22.02.2000, Page 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR \ KRISTJÁN JÓAKIMSSON + Kristján Jóak- imsson fæddist í Hnífsdal 7. mars 1943. Hann lést á líknardeild Land- spítalans 13. febrúar síðastliðinn. Foreldr- ar Kristjáns voru Jóakim Pálsson, skipstjóri og útgerð- armaður í Hnífsdal, f. 20. júní 1915, d. 8. september 1996, og — _> Gabriela Jóhannes- dóttir, húsmóðir, f. 17. júlí 1916, d. 2. október 1975. Systk- ini Kristjáns eru: Gunnar Páll Jóakimsson, f. 27. júní 1936, d. 1. júlí 1997, maki Helga Jóakimsson von Kistowsky, f. 1944; Helga Jóakimsdóttir, f. 13. desember 1940; tvíburasystir Kristjáns er Jóhanna Málfríður Jóakimsdóttir, f. 7. mars 1943, maki Einar Magn- ússon, f. 1939; Aðalbjöm Jóakims- son, f. 12. október 1949, maki Al- dís Höskuldsdóttir, f. 1952, og Hrafnhiidur Jóakimsdóttir, f. 9. júní 1955, maki Birgir Ómar Har- aldsson f. 1955. Kristján kvæntist 25. desember 1964 Gunnþómnni Jónsdóttir, hárgreiðslukonu frá Isafirði, f. 28. janúar 1946, þau skildu. Foreldr- ar Gunnþórunnar em Jón Jóns- son, tónskáld á ísafirði, f. 9 júlí 1910 á Hvanná i Jökuldalshreppi, d. 26. mars 1963 og Rannveig Her- mannsdóttir, f. 12. nóv. 1916 í Málmey, d. 29. júlí 1981. Börn Kristjáns og Gunnþórunnar eru Jón Kristjánsson, f. 4. nóvember 1965, maki Kristín Björgvinsdótt- ir, f. 1967, böm þeirra eru Gunn- þórunn, f. 1987 og Björgvin, f. 1993. Gabriela Krist- jánsdóttir, f. 9. des- ember 1967, maki Páll Magnússon, f. 1968, böm þeirra eru Jóakim Páll, f. 1992 og Margrét Helga, f. 1995. Hinn 24. desember 1976 kvæntist Krist- ján eftirlifandi eigin- konu sinni Sigríði Harðardóttir, sjúkraliða frá Dal- vík, f. 1. nóvember 1950. Foreldrar Sig- ríðar em Hörður Sigfússon, bifvélavirki á Dalvík, f. 2. apríl 1925 og Hermína Þor- valdsdóttir, f. 28. október 1926. Fóstursonur Kristjáns og Sigríðar er Krisiján Einar Guðmundsson f. 5. febrúar 1983. Kristján ólst upp í Hnífsdal. Snemma hélt hann til sjós og lauk meira fiskimannaprófi frá Stýri- mannaskólanum íReylgavík 1965. Sama ár var hann ráðinn sem skipstjóri á Páli Pálssyni ÍS 101 og er þar til 1966. Árið 1966 ræðst Kristján sem stýrimaður á skip Miðfells hf. í Hnífsdal, Guðrúnu Guðleifsdóttur ÍS 102. Starfaði hann óslitið á skipum Miðfells hf. sem skipstjóri og stýrimaður, þó lengst af á skuttogaranum Páli Pálsyni ÍS 102, til ársins 1995. Það ár hætti Kristján sjómennsku og réðst sem útgerðarstjóri Miðfells hf. Því starfi gegndi hann til 1997. Það ár fluttist Kristján til Reykja- vikur og settist að f Miðhúsum 19 í Reykjavík. Utför Kristjáns fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku afi Stjáni. Okkur langar með nokkrum orð- um að minnast þín, þótt að við skilj- um ekki alveg af hverju þú ert farinn frá okkur. Okkur finnst nefnilega svo stutt síðan að þú fluttir til Reykjavík- ur og við vitum að ein af ástæðunum fyrir því var að þú vildir vera nær okkur og meira með okkur, en nú ertu bara farinn. Við viljum samt fá að þakka þér fyrir allan þann tíma sem við áttum með þér, og fyrir allt það sem þú gerðir fyrir okkur. Þótt það væri alltaf gaman að koma og heimsækja þig vestur í Hnífsdal, var miklu skemmtilegra þegar þið amma Sigga og Kristján frændi fluttuð í bæinn, því þá var hægt að koma miklu oftar. Manstu lfka allar ferðimar sem við fórum niður á Reykjavíkurhöfn í bíltúr, þú keyptir ís handa okkur, og við hlust- uðum á hvað skipin hétu á meðan við borðuðum ísinn. Við ætlum ekki að rifja upp allt það skemmtilegasta sem þú gerðir með okkur, núna, heldur seinna og þá hjá ömmu Siggu, en við vitum að þú munt fylgjast með því og okkur í LEGSTEINAR A TILBOÐI 15 - 30% afsláttur ef pantað er í febrúar. 15% afsláttur af letri og skrauti. 15 ARA Qranít Helluhraun 14 Hafnarfjörður Sími: 565 2707 framtíðinni. Þó að þú sért farinn var gott að geta kvatt þig, það er sjaldan sem einhver fær að gera það. Elsku afi Stjáni, Guð geymir þig og passar þig vel, við skulum passa ömmu Siggu. Gunnþórunn, Jóakim Páll, Björgvin og Margrét Helga. Mig langar að þakka fyrir að hafa fengið að vera samferða Stjána tví- burabróður mínum í lífinu, en hann er nú látinn aðeins 56 ára að aldri. Söknuðurinn er ólýsanlegur. Stjáni var góður bróðir, umhyggjan var í fyrirrúmi og bar hann alltaf mikla virðingu fyrir mér, bæði er við vorum börn sem fullorðin. Margs er að minnast frá Stjána bróður. Eg var veik sem bam og þurfti oft suður til lækninga, þá fund- um við alltaf mikið fyrir aðskilnaðin- um, söknuðurinn var mikill því við vorum ekki bara systkin heldur bestu vinir líka. Til að lýsa góðmennsku Stjána langar mig að segja frá nokkrum at- burðum í lífi okkar. Þegar við vorum börn, þá tíðkaðist að senda bömin í sveit. Stjáni fór níu ára norður í Gmnnavík og Helga systir með honum að bæ sem hét Nes og vom þau þar nokkur sumur. Eg fór ári seinna einnig til Grannavíkur í sveit að bæ sem hét Sútarabúðir og var töluverð fjarlægð á milli þessara bæja. Við máttum hittast á sunnu- dögum, og skiptumst við á að fara á milli, þá urðu ævinlega miklir fagn- aðarfundir. Þessi aðskilnaður hefur eflaust átt þátt í þeim kærleik er ríkti á milli okkar systkinanna. 18 ára fór- um við á sjó með pabba á Páli Páls- syni frá Hnífsdal. Ég var ráðin sem kokkur og var Stjáni alltaf að líta eft- ir mér, réttandi mér hjálparhönd. 23 ára missti ég manninn minn Geira, í sjóslysi. Þá sem oftar reynd- ust Stjáni og Gunnþómnn fyrri kona hans mér og börnum mínum ómetan- leg. Góðmennska Stjána var einstök. Það var svo síðar að Stjáni kynnt- ist seinni eiginkonu sinni og áttu þau fallegt heimili, fyrst í Hnífsdal og síð- ar hér fyrir sunnan. A milli þeirra hjóna ríkti gagnkvæm virðing. Sam- an ólu þau upp Kristján Einar, en með fyrri konu sinni átti Stjáni Jón og Gabríelu. Mér finnst það lýsa best kærleika fólksins, Stjána, Siggu, Gunnþórunni og bömunum að þau vom öll miklir vinir, og létu hjónaskilnað ekki hafa áhrif á vinskapinn. Stjáni vildi alltaf vera sáttur við alla. Stjáni hafði mikla frásagnarhæfi- leika og fólk naut þess að vera í ná- vist hans. Þegar Stjáni sagði sögur af einhverjum eða einhveiju þá lék hann alltaf með og kom öllum til að veltast úr hlátri. Elsku besti tvíburabróðir, ég gæti endalaust þakkað þér, þú varst bæði fallegur og góður. Ég kveð þig með söknuði. Elsku Sigga, Jón, Gabríela, Krist- ján Einar og aðrir aðstandendur. Góður guð styrki ykkur í þessari miklu sorg. Jóhanna. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það, semégfæekkibreytt, kjark til að breyta því, seméggetbreyttogvit tíiaðgreina þarámilli. Elskulegurvinur. Almáttugur Guð, okkar æðri mátt- ur, hefúr nú tekið þig í sína arma. Ég dáist að því hve hugprúður og æðra- laus þú gekkst á braut til endaloka þessa jarðlífs, hve vel þér tókst að kveðja alla sem þú unnir. Ég þekkti svo vel þinn góða dreng og veit hve sál þín er falleg og góð. Jafnvel þótt okkar samskipti færa ekki eins og ætlað var í upphafi, tókst okkur alla tíð að halda fjölskyldu- böndin. Við leituðumst við að setja kærleikann til bamanna í fyrirrúm og þér með þinni elskulegu eigin- konu, Sigríði, þakka ég elsku ykkar til þeirra. Ér fjölskyldan öll var saman kom- in um síðustu áramót kvaddir þú mig með þessum orðum, Guð geymi þig og gangi þér alltaf vel, þess hins sama óskaði ég þér. Bömin mín, Jón og Gabríela, tengdabömin Kristín og Páll, bama- bömin Gunnþórann, Jóakim Páll, Björgvin og Margrét Helga, sem nú syrgja þig, föður sinn, tengdafoður og afa, mun ég hugga af allri minni elsku og mætti. Öll munum við sam- an varðveita minninguna um þig og minnast þín með þakklæti og virð- ingu. Elsku Sigríður, ég votta þér og syni ykkar, Kristjáni, mína dýpstu samúð, einnig systkinunum Helgu, Jóhönnu, Aðalbimi og Hrafnhildi, ásamt fjölskyldum þeirra. Guð geymi ykkur öll. Gunnþórunn. „Guð gefi mér æðraleysi.“ Þannig hefst bænin sem okkur þótti svo vænt um, Stjáni minn. Nú þegar þú ert farinn okkur frá til betri og bjart- ari staðar, þá finnst mér svo gott að grípa til bænarinnar sem tengdi okk- ur saman í upphafi, kæri mágur. Ég kynntist þér á Isafírði er ég byrjaði að fara á fundi í AA-húsinu fyrir vestan. Stjáni minn, við vissum bæði að nafnleyndin er hinn andlegi grundvöllur, en hvernig get ég minnst þín án þess að geta um þig sem góðs AA-félaga? Stjáni minn, að lokum langar mig til að minnast hetjulegrar baráttu þinnar við sjúkdóminn sem þú þurft- ir að lokum lúta í lægra haldi fyrir. Það er samt svo margt í okkar lífi sem við ekki stjómum og ekki er um- flúið en ég verð að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt. Elsku Sigga mín og böm, ég sendi ykkur mínar dýpstu samúðarkveðjur og bið um styrk ykkur til handa. Aldis Höskuldsdóttir. Hann Kristján, oftast kallaður Stjáni, kvaddi þennan heim á sunnu- daginn. Mágur, vinur og velunnari er horfinn á braut. Við tekur söknuður og oft endurmat á lífshlaupinu. I stuttri minningargrein sem þessari verður ekki fjallað um störf Stjána heldur verður áherslan á einstök persónueinkenni af mörgum sem einkenndu hann hvar sem hann var. Strax og ég kynntist Kristjáni sá ég að þar fór góð og vönduð persóna sem vildi sinna starfi sínu af dugnaði og trúnaði, fjölskyldu og samferða- fólki af álúð og vináttu. Hann kom hreint til dyranna, sem er mikill mannkostur í okkar samfélagi. Sem hreinskiptin persóna fékk hann að reyna ýmislegt sem án efa hefur oft verið sárt en jákvæðið og hæfileikinn til að sjá hið spaugilega í lífinu hjálp- aði mikið. Eftir að hafa alið sinn aldur í Hnífsdal flutti Stjáni með fjölskyldu sína til Reykjavíkur og tók sér ból- festu í Grafarvoginum, m.a. til að geta verið í nálægð við bömin sín og barnaböm, sem hann unni heitt. I Grafarvoginum hófst nýtt líf þar sem við tók nýtt starf og aðlögun fjöl- skyldunnar að nýju umhverfi. Þessa aðlögun leystu hjónin Stjáni og Sigga saman og af myndarskap. Stjáni komst fljótt í starf sem honum líkaði afar vel en þama var félag sem var að stíga sín fyrstu spor. Nýlega sagði framkvæmdastjóri þess félags að Stjáni hefði létt fyrstu spor félags- ins vegna jákvæðis, glettni og dugn- aðar í starfi. Öllum störfum sinnti Stjáni með sama hætti. Fljótlega eftir flutninginn suður og starf hjá nýju fyrirtæki fór Stjáni að finna til veikinda. An efa hefur hann fundið til veikinda áður, en ekki borið þau á torg heldur borið án orðagjálfurs. Mikið var um að vera og takmarkaður tími til að leita læknis. Eftir skoðun lá þó niðurstað- an fyrir og við tók hetjuleg barátta við illvígan sjúkdóm. En hvernig tók Stjáni á sínum veikindum? Af jákvæði, glettni og dugnaði sem einkenndi hans störf í gegnum árin. Hvemig hefur þú það í dag Stjáni? - Svarið kom um hæl: Ég hef það bara fínt, þakka þér fyrir! A líknardeildinni fyrir um þremur vik- um var ég kvaddur með þessari setn- ingu: Bíddu bara, sjáum nú bara til! Það átti ekki að gefast upp fyrir þessum sjúkdómi fyrr en í fulla hnef- ana! Vinátta og hlýja til tiltekinnar persónu felst í verkum en ekki ein- göngu orðum. Stjáni var einn af þeim sem sýndu hug sinn og vináttu í verkum. Á undanfömum vikum varð ég vitni að verkum sem era mér verðmæt og kær. Eitt þeirra verka er þegar Stjáni kom af líknardeild- inni í afmæli mitt í síðasta mánuði. Það gerði hann þrátt fyrir erfiðan dag sem og erfiða endurkomu. Þetta ásamt öðra sem ég geymi fyrir mig verður mér afar verðmæt minning um góðan vin og mág sem sýndi hug sinn í verki. Sjúkdómur Stjána tók harkalega á honum síðustu daga. í erfiðum veik- indum sameinuðust fjölskylda hans, systkini, makar þeirra o.fl. um að vera honum við hlið ef það gæti auð- veldað honum erfið veikindi. Allir reyndu að gefa honum þann styrk og stuðning sem hann hafði áður þeim gefið. Við vonum að Stjáni hafi skynjað hug okkar á þessum tímum. Að lokum vil ég þakka Stjána fyrir samfylgdina í þessu lífi og eftir stend ég ríkari. Guðs faðmur geymi hann: Hansvegur ervæng haf oggeiminn þérguð gaf um eilífð sem einn dag hansfrelsi erfaðm lag. (Ingimar Erl. Sigurðsson.) Siggu, Kristjáni Einari, Gabríelu, Jóni, Páli, Kristínu og bömum þeirra sem og systkinum Stjána votta ég mína innilegustu samúð og bið Guð að styrkja þau í sorg sinni. Birgir Ómar Haraldsson. Fallinn er frá fyrir aldur fram frændi okkar Kristján Jóakimsson frá Hnífsdal. Og langar okkur að þakka skemmtilegar samverastund- ir sem við áttum saman. Stjáni var einstakur maður, kímnigáfan var svo sannarlega í lagi en kærleikurinn var samt sterkastur í hans fari. Honum þótti vænt um alla, hann gerði ekki mannamun. Böm vora hans bestu vinir, hann hafði alltaf nægan tíma fyrirþau. Samgangur okkar á milli var mik- ill á meðan Stjáni og Sigga bjuggu hér fyrir vestan. Aðfangadagskvöld síðari árin vora sérlega minnistæð. Þá komu þau hingað í Góuholtið með Kristján Einar og var spjallað fram eftir kvöldi. Þessar minningar ylja okkur núna, það var svo gaman að fylgjast með Stjána í leik með strák- unum okkar, enda var hann þeirra besti frændi og vinur. Hann var manna kátastur og hafði þann hátt- inn á að gera alltaf það besta úr öllu. Stjáni átti góða að sem hjálpuðu honum í veikindum hans. Elsku Stjáni okkar, við eigum hlýjar minningar um góðan frænda. Sofðu rótt. Elsku mamma, Bjössi, Helga og Hrabba, stórt skarð er höggvið í samheldinn systkinahóp þar sem ekki era þrjú ár liðin síðan Gunnar Páll bróðir ykkar dó. Elsku Sigga, Kristján Einar, Jón, Gabríela og aðr- ir aðstandendur, guð veri með ykkur og styrki ykkur á erfiðum tímum. Agnes, Snorri, Jóakim og Ásgeir. Kristjáns Jóakimssonar verður sárt saknað af mörgum ástæðum, sérstaklega þó vegna þess hversu yndislegur maður hann var og er enn því hann lifir í hjörtum okkar allra. Ég gleymi seint öllum góðu sumr- unum í Hnífsdal og er ég hugsa þangað kemur mér strax í hug hinar ófáu heimsóknir til Stjána og Siggu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.