Morgunblaðið - 22.02.2000, Síða 51

Morgunblaðið - 22.02.2000, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐ JUDAGUR 22. FEBRÚAR 2000 51 Alltaf var tekið vel á móti manni á þeim bæ. Húsið ilmaði af nýbökuðum kanelsnúðum og best var að heyra háu og glaðlegu rödd Stjána kalla á mann. Eg man líka hvað manni leið vel þegar hann faðmaði mann og kreisti, þó að takið hafi oftast verið allfast. Mér þótti sérstaklega vænt um þennan frænda minn því að hann lét mann finna að honum þótti einnig mjög vænt um mann. Stjáni var allt- af glaður og var alltaf að grínast, hann vildi allt íýrir mann gera og maður vissi að ef eitthvað kæmi upp þá væri hann alltaf til staðar. Orð fá því ekki lýst hversu sárt það er að missa þig en ég veit að þér getur liðið vel hvar sem þú ert því að hjarta þitt er fullt gleði og góðvild. Ég fyllist stolti þegar ég hugsa til þess hversu mikil hetja þú varst og hversu vel þú barst þig þrátt fyrir gríðarleg veikindi og erfiða tíma. Vonandi líður þér vel núna og ef til vill ertu í góðum félagsskap, ef svo er þá bið ég að heilsa. Ég geymi minningamar um þig á góðum stað í hjarta mínu, ég gleymi þér aldrei. Vonandi sjáumst við þeg- ar minn tími kemur. Helga Guðrún Friðriksdóttir. í minningunni er glaðvær maður að leika við lítinn dreng, glaðværi maðurinn ert þú, litli drengurinn er ég. Þetta minningarbrot er eitt það fysta sem ég man af æfi minni. Sjálf- sagt man maður frekar skemmtilegu stundirnar í lífinu, þess vegna eru minningarbrotin um þig svona mörg. Ég man þegar þú varst að glíma við okkur strákana uppi á gangi hjá afa Jóa. Ég man þegar þú tókst okkur í bóndabeygju til að sjá hvað við vær- um sterkir. Ég man þegar þú varst alltaf að spyrja hver væri mesti frændi minn. Ég man þegar þú tókst okkur Nonna með í kolatúrinn fræga á Páli Pálssyni. Ég man sérstaklega eftir sumrinu þegar Páil var í slipp og við Denni hjálpuðum ykkui- Siggu að mála húsið á Bakkaveginum. Ekki síst man ég vel öll árin á Páli, allar skemmtilegu sögurnar sem þú sagð- ir okkur og hve fljótt þú varst til- búinn að fyrgefa okkur Denna skammarstrikin, sem voru þó nokk- uð mörg. Manstu þegar við gerðum karla úr öllum pípuhreinsurunum þínum? Þegar við fórum í koju þá varstu búinn að láta einn karl á rúm- stokkinn hjá mér og annan hjá Denna. Minningarbrotin um þig eru svo mörg að ekki er hægt að telja þau öll upp hér, en þau eiga eitt sameig- inlegt, þau eru öll skemmtileg. Þú verður alltaf mesti frændi minn. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt Þig umvefji blessun og bænir, égbiðaðþúsofirrótt Þó svíði sorg mitt hjarta, þásælteraðvitaafþví. Þú laus ert úr veikinda viðjum, þínverölderbjörtáný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þáauðnuaðhafaþig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir, og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku Sigga, Jón, Gabríela, Krist- ján Einar og aðrir aðstandendur, ég og fjölskylda mín sendum ykkur okkar dýpstu samúðarkveðjur. Við munum varðveita minningarnar um elskulegan frænda og erum þakklát fyrir að fá að vera samferða honum. Karl Ásgeirsson. TDifurn flo OTOflt) sjflyn JJÓTÍL flOflC MiTÍIUMIiT (fllí Upplýsingar í s: 551 1247 Mér lék forvitni á að hitta þann vin sem eiginmaður minn, þá tiivonandi, hafði bundist sérstökum vináttu- böndum er þeir um 16 ára aldur bundust fóstbræðraböndum með því að blanda blóði eins og gert var til forna. Mér fannst þetta mjög sér- stakt og þessi vinur vestur í Hnífsdal hlyti að vera nokkuð sérstakur. Hann var það, hlýrri og elskulegri mann hef ég ekki hitt. Ég átti eftir að hitta hann og konuna hans Sigríði, Siggu, oft í gegnum árin. Þó að vega- lengdin hefti samgang okkar, þá var síminn til að stytta leiðina. Þegar við komum til Hnífsdals fyrir tæpum þremur árum, tilkynntu þau okkur að þar hefði verið tekin stór ákvörð- un, fiutningur til Reykjavíkur næsta haust. Við dáðumst að þeim fyrir kjarkinn en Stjáni var fæddur og uppalinn í Hnífsdal og hafði búið þar alla tíð. Eftir flutning hófst nýr kafli í vináttusambandi okkar, nú var hægt að skreppa kvöldstund í Miðhús og spjalla. Þau aðlöguðust fljótt og voru mjög ánægð hér. Systkini Stjána voru öll flutt á höfuðborgarsvæðið, börnin hans frá fyrra hjónabandi og barna- börnin eru öll hér. Allt var gott og allir ánægðir, en þá kom skugginn, lasleiki og þreyta ásótti vininn okkar góða. Þá kom dómurinn, krabba- mein, þessi hræðilegi sjúkdómur sem þrátt fyrir alla tækni og vísindi okkar tíma hefur enn ekki fundist lækningvið. Vonh- um bata voru góðar, þar sem fyrsta meðferð lofaði góðu. Við höfðum áformað að fara fjögur til Skotlands í nóvember 1998 og gátum við nú farið þar sem Stjáni var öllu hressari. Þessi ferð verður perlan í minningu okkar. Vikan í Glasgow var yndisleg og nutum við þess að sýna vinum okkar borgina, sem í dag er mjög falleg. Þar sem þetta var fimmta ferð okkar Rúts vorum við flestum hnútum kunnug. Við röltum um götur borgarinnar og skoðuðum mannlífið, borðuðum á góðum veit- ingahúsum, fórum til Edinborgar, Stjáni fataður upp hjá Slater, hittum skoskan vin sem við Rútur höfðum kynnst í fyrri ferðum okkar, og vor- um boðin heim til hans og hittum konu hans og dóttur. Við kynntumst góðu fólki, og okkur leið svo vel sam- an þessa viku. Eitt skondið atvik kemur upp í hugann sem við höfum oft hlegið að. Rútur og Stjáni voru al- veg mállausir, en þegar skoskan á í hlut, þá hlekkist mörgum enskumæl- andi íslendingnum á að skilja og túlka hana. Okkur Siggu langaði í kíkja í verslanir, en við ætluðum að sjá til þess að þeim mundi ekki leið- ast á meðan. Fannst okkur upplagt að senda þá á Samgöngusafnið, lét- um þá fá miða með nafni safnsins, þeir fengju svo leigubíl sem keyrði þá til safnsins, einföld og örugg leið fyrir þá. Þegar til safnsins kom, varð smá vandamál, Bflstjórinn gat ekki skipt 50 punda seðlinum, það var frítt inn á safnið og enga skiptimynt þar að fá. Bflstjórinn vildi allt fyrir þessa mállausu útlendinga gera, keyrði að næsta banka, skrifaði á miða hvemig best væri að skipta seðlinum, þeir félagar réttu miðann að gjaldkera og þurftu ekki að segja eitt einasta orð því bflstjórinn hafði líka skrifað „takk fyrir“ á miðann. Önnur ferð kemur upp í hugann. Svaðilför til Aðalvíkur. Við Rútur vorum á ferð og heimsóttum Stjána og Siggu í Hnífsdal. Þau buðu okkur þá í siglingu til Aðalvíkur á báti sem var kallaður Ella og var í eigu fjöl- skyldunnar fyrir vestan. Til Aðalvík- ur er aðeins hægt að komast sjóleið- ina. Þessi fyrirhugaða ferð spurðist út og fleiri vildu koma með, alls urð- um við sautján, börn og fullorðnir. Siglingin til Aðalvíkur gekk vel, en á heimleið versnaði veður skyndilega og gerði brælu, báturinn bilaði þann- ig að ekki var hægt að lensa, þá þurfti að stoppa og ausa bátinn. Urðu margir sjóveikir og aðrir ótta- slegnir, en fóstbræðurnir héldu ró sinni og hjálpuðust að við að koma Ellunni og farþegum hennar í höfn. Þó sjóveiki og sjóriða þjakaði fólk var bæði bátur og mannskapur heill. Veikindi Stjána hafa sett mark sitt á síðastliðið ár, sérstaklega seinni hluta þess. Það var sárt að sjá hve sjúkdómurinn rýrði orku og líkams- þrótt hans. Ótrúlegt var hve öllu var tekið með stakri ró. Fyrst sjúkdóms- Sjá næstu síðu. + Faðir okkar, SIGURJÓN JÖRUNDSSON járnsmiður, lést á Hrafnistu Reykjavík að morgni sunnudagsins 20. febrúar. Sigrún Sigurjónsdóttir, Jóna Gréta Sigurjónsdóttir, Hulda Hínriks. t Ástkær móðir okkar, AÐALBJÖRG JÓNSDÓTTIR, Brautarlandi 24, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 25. febrúar kl. 15.00. Jón G. Stefánsson, Sigurjón Stefánsson, Jóhanna E. Stefánsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu sem okkur hefur verið sýnd við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HULDU BJARNADÓTTUR, Tilraun, Aðalgötu 10, Blönduósi. Bjarni Pálsson, Hulda Leifsdóttir, Ingibjörg Ásdís Pálsdóttir, Stefán Pálsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartkær dóttir mín, systir okkar og móður- systir, HRAFNHILDUR ÞÓRÐARDÓTTIR bankastarfsmaður, Miðvangi 4, Hafnarfirði, lést á líknardeild Landspítalans fimmtudaginn 10. febrúar sl. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey. Við þökkum hlýhug og vináttu sem okkur hefur verið sýnd. Starfsfólki líknardeildarinnar þökkum við fyrir fráþæra umönnun. Guð blessi ykkur öll. Valgerður Jóhannesdóttir, Viðar Þórðarson, Bjarni Þórðarson, Jóhannes Þórðarson, Þóra Vala Þórðardóttir, Þórður Alli Aðalbjörnsson, Guðrún Þóra Guðjónsdóttir, Hrafnhildur Vala Aðalbjörnsdóttir, Kristján Aðalbjörnsson, Þórdís Aðalbjörnsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, PÁLLGUÐNASON, Austurströnd 12, Seltjarnanesi, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sunnudaginn 20. febrúar. Paula Andrea Jónsdóttir, Guðni Bergþór Pálsson, Guðríður Tómasdóttir, Þór Elís Pálsson, Jóhanna Bernharðsdóttir, Lfsa Pálsdóttir, Björgúlfur Egilsson, Rannveig Pálsdóttir, Juan Carlos Pardo Pardo og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÞORSTEINN HELGI BJÖRNSSON, Gunnólfsgötu 4, Ólafsfirði, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri mánu- daginn 14. febrúar. Jarðsungið verður frá Akureyrarkirkju miðviku- daginn 23. febrúar kl. 13.30. Hólmfríður Magnúsdóttir, Magnús Þorsteinsson, Erla Bára Gunnarsdóttir, Björn Þorsteinsson, Sylvía Kimwoin, Eiriksína Þorsteinsdóttir, Bessi Skírnisson, Anna Freyja Eðvarðsdóttir, Karl G. Þórleifsson, afabörn og langafabörn. t Elskuleg dóttir, eiginkona, móðir, tengdamóðir og systir, GUÐRÚN SÆMUNDSDÓTTIR, Hverfisgötu 52b, Gerðinu, Hafnarfirði, lést að morgni laugardagsins 19. febrúar á líknardeild Landspítalans. Jarðarförin fer fram frá Landakotskirkju fimmtudaginn 2. mars kl. 13.30. Innilegar þakkir til hjúkrunarfólks Heimahlynningar Krabbameinsfélags- ins, skurðdeildar 12-G Landspítalans og líknardeildar Landspítalans. Sigurveig Guðmundsdóttir, Jón Rafnar Jónsson, Sæmundur Jónsson, Álfheiður Jónsdóttir, Ólafur Ásmundsson, Sigurveig Jónsdóttir, Hinrik Fjeldsted, Margrét Sæmundsdóttir, Þorkell Erlingsson, Gullveig Sæmundsdóttir, Steinar J. Lúðvíksson, Hjalti Sæmundsson, Jenný Einarsdóttir, Frosti Sæmundsson, Dagbjörg Baldursdóttir, Logi Sæmundsson, Jóhanna Gunnarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.