Morgunblaðið - 22.02.2000, Page 55

Morgunblaðið - 22.02.2000, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2000 55 Keppni í tvímenningi á Bridshátíðinni var ekki spennandi Glæsilegur sigur Magnúsar og Sævars Morgunblaðið/Amór Sigurvegarar mótsins ásamt sænsku meisturunum í mótslok, en þessi pör mættust í lokaumferðinni þá í 1. og 2. sæti. Talið f.v.: Tommy Gull- berg, Sævar Þorbjörnsson, Magnús E. Magnússon og Lars Anderson. BRIDSHATIÐ H « t e 1 L o f 11 e i ð i r TVÍMENNINGUR 124 pör. 18. til 21. febrúar. Magnús E. Magnússon og Sævar Þorbjörnsson sigruðu af öryggi í tví- menningnum á Bridshátíð sem lauk síðdegis á laugardaginn. Þeir hlutu 814 stig yflr meðalskor og tæplega 200 stigum meira en næstu pör. Mik- il barátta var um næstu sæti og mun- aði aðeins 25 stigum á öðru og sjötta sæti. Magnús og Sævar tylltu sér á toppinn þegar þremur umferðum var ólokið og þaðan varð þeim ekki haggað þrátt fyrir að stórstirni bæði austan og vestan hafs sæktu að þeim. Svíarnir Peter Fredin og Magnus Lindkvist náðu öðru sætinu með góðri skor í síðustu umferðinni en þeir voru í hörkukeppni við Stein Willy Andreasson og Svein Pamas. Guðmundur Páll Arnarson og Þor- lákur Jónsson hrepptu svo fjórða sætið og Tommy Gulberg og Lars Anderson það fimmta, en þeir spil- uðu lokasetuna við Magnús og Sæv- ar og riðu ekki feitum hesti frá þeirri viðureign. Lokastaða efstu para í mótinu varð annars þessi: Magnús Magnúss. - Sævar Þorbjömss. 814 PeterFredin-MagnusLindkvist 628 Stein W. Andreasson - Svein Pamas 616 Guðm. P. Amarson - Þorlákur Jónss. 610 Tommy Gullberg - Lars Anderson 609 Gylfi Baldurss. - Ralph Fisher 603 Ólafur Steinason - Þröstur Ámason 568 George Mittelman - Ralph Katz 538 John K. Schjelderupsen - Dag Jensen 532 Hjördís Eyþórsd. - Curtis Cheek 525 Ágæt útkoma Ólafs Steinasonar og Þrastar Árnasonar vakti athygli, en þeir leiddu mótið nokkrar um- ferðir, eða þar til þeir mættu Magn- úsi og Sævari. Frá þeirri setu stóðu Sævar og Magnús upp með þrjá toppa úr fjórum spilum og tóku for- ustuna sem þeir héldu til loka. Þetta var eitt af spilunum í setunni: Suður gefur, NS á hættu. Svíarnir Peter Fredin og Magn- us Lindkvist náðu öðru sæti í tví- menningnum eftir hörkukeppni. Norður ♦ 84 v K52 ♦ Á9762 + K85 Vestur Austur x K953 * ÁDIO v 9763 v G1084 ♦ KDG4 ♦ 8 * 4 + D10972 Suður A G762 *AD ♦ 1053 + AG63 Ólafur og Þröstur sátu NS. Þröstur opnaði á 1 laufi í suður, Ólafur í norð- ur sagði 1 tígul og Þröstur 1 grand sem passað var til Magnúsar í aust- ur. Það gefur sjaldan vel að spila vörn gegn 1 grandi í tvímenningi og Magnús ákvað að berjast um bútinn, sagði 2 lauf. Þröstur passaði og Sævar taldi víst að Magnús ætti mótttöku í öðr- um hvorum háhtnum. Hann breytti því í 2 hjörtu sem hefðu sennilega unnist. En Ólafur sagði eðlilega 2 grönd með norðurspilin og þar við sat. Sævar spilaði út spaða og Magnús tók ÁD og spilaði tíunni sem hélt slag. Hann skipti þá í hjarta og sagn- hafi stakk upp ás, og spilaði tígli og gaf Sævari á gosann. Sævar tók þá spaðaslaginn og fékk á endanum slag í viðbót á tígul. Spilið var því einn niður, 100 til AV og nánast toppur því við nær öll önnur borð fengu NS að spila 1 grand og vinna víða með yfirslögum. Verðlaun fyrir 15 sæti Til nokkurs var að vinna í mótinu því veitt voru verðlaun fyrir 15 efstu sætin. Fyrstu verðlaun voru 3.400 dalir eða um 250 þúsund kr. Önnur verðlaun, 2.400 dalir, þriðju verðlaun 1.600, fjórðu verðlaun 1.200 dalir og fór síðan lækkandi niður í 100 dali fyrir 12.-15. sæti. Keppnisstjórar voru Sveinn Rún- ar Eiríksson og Eiríkur Hjaltason, reiknimeistari var Steingrímur Gautur Kristjánsson og Stefanía Skarphéðinsdóttir framkvæmda- stjóri Bridssambandsins var móts- stjóri. ArnórG. Ragnarsson GuðmundurSv. Hermannsson V Spilakvöld Varðar Hið árlega áramótaspilakvöld Varðar verður haldið í Súlnasal Hótels Sögu sunnudaginn 27. febrúar kl. 20.30. Glæsilegir spilavinningar að vanda. Meðal annars: Utanlandsferðir, bækur, matarkörfur o.fl. Aðgangseyrir kr. 700. Allir velkomnir, Vörður - Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. FUIMOIR/ MAININFAGNAÐUR Guomundur Runólfssdn hf Aðalfundur Aðalfundur Guðmundar Runóifssonar hf., verður haldinn föstudaginn 3. mars nk. kl. 14.00, í húsakynnum félagsins á Sólvöllum 2, Grundarfirði. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. FELAG ELDEI BORGARA Aðalfundur Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni verður í Ásgarði, Glæsibæ, sunnu- daginn 27. febrúar nk. kl. 14.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. F-E-B Aðalfundur BÍF Aðalfundur Bandalags íslenskra farfugla verður haldinn í Farfuglaheimilinu, Sundlaugavegi 34, 105 Reykjavík, mánudaginn 6. mars kl. 20.00. Venjuleg aðalfundarstörf. AUGLÝSINGA STYHKIR Auglýsing um styrki úr Fræðslusjóði brunamála í samræmi við reglugerð nr. 138/1993, skv. 24. gr. laga nr. 41/1992, er hér með auglýst eftir umsóknum um styrki úr Fræðslusjóði brunamála. Fræðslusjóður brunamála starfar innan Bruna- málastofnunar ríkisins. Markmið sjóðsins er að veita þeim, sem starfa að brunamálum, styrki á sviði brunamála. Sjóðurinn greiðir styrki til rannsókna- og þróunarverkefna, námskeiðsgjöld, ferða- og dvalarkostnað, laun á námsleyfistíma og styrki vegna námskeiða og endurmenntunar. Auk styrkja til stakra verkefna mun sjóðurinn á þessu ári styrkja yfirmenn slökkviliða til að sækja námskeið, sem Brunamálastofnun skipu- leggur í samvinnu við þjálfunarmiðstöðvar slökkviliða erlendis. Styrkirtil námskeiðanna verða veittir viðkomandi slökkviliðum og skulu slökkviliðsstjórar sækja um fyrir hönd þeirra manna, sem þeir hyggjast senda á námskeiðin. Umsóknir um styrki skal senda Brunamála- stofnun ríkisins, Laugavegi 59, 101 Reykjavík, fyrir 10. mars, 2000 merktar: „Fræðslusjóður brunamála." Athygli skal vakin á því, að ef styrkur er ekki nýttur innan tveggja ára frá veitingu hans, fell- ur styrkveitingin úr gildi. Nánari upplýsingar um styrkveitingar og starf- semi sjóðsins veitir Steinar Harðarson verk- fræðingur. Upplýsingar um yfirmannanám- skeiðin veitir Guðmundur Haraldsson, skóla- stjóri. Sími Brunamálastofnunar er 552 5350, fax 552 5413, netfang brs@brs.is. Stjórn Brunamálastofnunar ríkisins. KEIMNSLA Grænmetisnám- skeið Sólveigar Ekkert ger og enginn sykur Framhaldsnámskeið sunnudaginn 5. mars kl. 10—16. Lærið að útbúa lítið hlaðborð. Námskeiðið er einn dagur og kostar 6.000 kr. Tekið er á móti skráningum á skrifstofu Græns kosts í síma 552 2607 frá kl. 8.00—11.30. Almennt námskeið 12. mars kl. 10.00—16.00. IMámskeiðin eru haldin í Matreiðsluskólan- um okkar, Bæjarhrauni 16, Hafnarfirði. Grunnnámskeið: Atferlismeðferð fyrir börn með einhverfu 2. og 3. mars 2000, kl.9-16 í Gerðubergi Ætlað aðstandendum barna með einhverfu og þeim sem með þeim vinna. Gert er ráð fyrir að þátttakendur hafi setið grunnnámskeið um einhverfu eða fengið sambærilega fræðslu. Meðal efnis: Helstu hugtök og aðferðir atferlis- greiningar, rannsóknaniðurstöður á árangri, innihald og framvinda meðferðar. Skráning 21.-25. febúar, kl. 9-12 ísíma 564 1744 Netfang: fraedsla@greining.is Upplýsingar einnig á heimasíðu: www.greining.is KENNSLA Söngnámskeið fyrir unga sem aldna, laglausa sem lagvísa, hóptímar/ einkatímar. Námskeiðin hefjast 9. mars. Símar 699 2676. 568 7111. Söngsetur islhrr Hcslgu BolhoTil «. 165 Revkjavík. FÉLAGSLÍF □ HLÍN 6000022219 IVA/ □EDDA 6000022219 11 - 7 I.O.O.F. Rb. 1 = 1492227- □ FJÖLNIR 6000022219 III Aðaldeild KFUK, Holtavegi Fundur í kvöld kl. 20.30. Kynning á systradögum í um- sjá Ástu Jónsdóttur. Allar konur velkomnar. mbl.is Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.