Morgunblaðið - 22.02.2000, Page 58
58 ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Grettir
Hundalíf
Ljóska
Ferdinand
Farðu þér hægt.
/2-2/
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Mengum
meira, göngum
minna!!!!
Frá Þorkeli Ágústi Óttnrssyni:
ÞAÐ mætti halda að einkunnarorð
Reykjavíkurborgar væri: „Mengum
meira, göngum minna!“. Alla vega er
ekki hægt að skilja skilaboðin öðru-
vísi ef litið er á gangstéttir borgar-
innar þessa dagana. Það er segin
saga að um leið og snjóar í borginni
er hafíst handa við að ryðja akbraut-
ir og er raunar ekkert nema gott um
það að segja. Hins vegar er vandinn
sá að gangstéttir reka alltaf lestina
(vegna fárra moksturstækja fyrir
gangstéttir) þannig að þær eru ófær-
ar öllum þeim sem ekki hyggja á
fjallaklifur, þar með taldir aldraðir,
foreldrar með barnavagna, hjól-
reiðafólk og fatlaðir. Þetta væri e.t.v.
ásættanlegt ástand ef ekki bættist
við að snjónum af akbrautunum er
mokað upp á gangstéttimar þannig
að oft þarf maður að velja á milli þess
að klifra hátt í mannhæðar háa
snjóruðninga eða hætta sér út á ak-
braut og eiga þar með á hættu að
verða fyrir bíl. Sem dæmi er enn (16.
feb.) á efsta hluta Nóatúns (milli
Skipholts og Háteigskirkju) tveggja
metra hár ruðningur á gangstétt-
inni,! heilum 5 dögum eftir að hið
mikla fannfergi byrjaði.
Þá loksins þegar gangstéttir eru
mokaðar er því oftast sleppt að þrífa
snjóskafla við gatnamótin þannig að
ef maður vill komast yfir götur þarf
maður að byrja á því að klöngrast yf-
ir mittisháan snjóhrygg áður en
maður getur lagt út á akbrautina.
Þegar yfír akbrautina er komið bíður
manns svo annar eins fjallagarður til
að komast aftur upp á gangstéttina
hinu megin. Ofan á þetta bætist að
yfirleitt er haldið áfram að skafa og
þrífa akbrautimar og er snjórinn af
þeim því samstundis aftrn- kominn á
gangstéttimar. Það segir sig sjálft
að aldraðir, fatlaðir, hjólreiðafólk og
foreldrar með barnavagna geta ekki
komist leiðar sinnar við slíkar að-
stæður.
Lengi vel var ég bíllaus þar sem
ég var staðráðinn í því að vera fyrir-
mynd hvað varðar þær nútímakröfur
samfélagsins um að ferðast á vist-
vænan hátt. Eg fór allar mínar leiðir
Hlustar
barnið
þitt?
Vitinn
Rás 1 • Kl. 19.00
www.ruv.is/vitinn
á hjóli eða gangandi. Stöku sinnum
tók ég strætó en sá ferðamáti var
orðinn svo dýr að ég sparaði mér þau
þægindi. En ég gafst upp og keypti
mér bíl. Astæðan var einföld. Stóran
hluta vetrar vom gangbrautir borg-
arinnar ófærar. Eg gat ekki komist
út með dætur mínar í bamavagni og
ekki gat ég hjólað nema þá með því
að hætta mér út á akbrautimar, en
hver sá sem hefur hjólað í einhvem
tíma veit hve hættulegt það getur
verið. Hraðinn á þeim er mjög mikill
og ef maður dettur af hjólinu (sem
ekld er óalgengt í hálku) þarf ekki að
spyrja að leikslokum. Sjálfur er ég
hvorki fatlaður né aldraður en báða
þjóðfélagshópa hef ég séð í stökustu
vandræðum við umræddar aðstæð-
ur. Hvað eiga t.d. aldraðir að gera
sem era orðnir óökufærir sakir ald-
urs og heilsu? Ekki leyfir efnahagm-
þeirra þeim að taka sér leigubíl og
það er mikil fyrirhöfn að komast í
strætisvagn þegar gangstéttimar
era ófærar.
Ef borgarstjóm vill hvetja til
minni mengunar og bílanotkunar,
verður hún að bjóða upp á raunvera-
legan valkost. Góður vinur minn,
sem bjó um tíma í Svíþjóð, tjáði mér
að þar væri samstundis hafíst handa
við að þrífa gangstéttir, í stað þess að
láta þær reka lestina. Væri ekki
hægt að koma sömu skipan á í borg-
inni, með því að fjölga moksturs-
tækjum fyrir gangstéttir? Ef ekkert
er gert til að auðvelda öðram en ak-
andi vegfarendum að komast leiðar
sínar mun bílafloti borgarbúa halda
áfram að stækka. Það leiðir síðan til
þess að mengunin og umferðarþungi
mun aukast ásamt sliti á vegum. Eg
auglýsi því hér með eftir hinni marg-
lofuðu grænu stefnu borgarstjómar-
innar.
ÞORKELL
ÁGÚST ÓTTARSSON,
Skipholti 30, Reykjavík.
Eigum fyrirliggjandi
Glerperlur - Stálsalla
Jákó sf.
sími 564 1819
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.