Morgunblaðið - 22.02.2000, Síða 64

Morgunblaðið - 22.02.2000, Síða 64
64 ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ H * FÓLK í FRÉTTUM Bandaríska kvikmyndin „Magnolia“ bar sigur úr býtum á kvikmyndahátíðinni í *Berlín. Annars deildu bandarískar og þýsk- ar myndir með sér helstu verðlaununum. Pétur Blöndal fylgdist með verðlauna- afhendingunni og gerir upp hátíðina. KJÓLL og hvítt. Rauður dregill. 3. hæð. Þrjár hæðir í einum og sama bíósalnum! Níu manna hljómsveit nagar á sér neglurnar. Húrrahróp. Kvikmyndastjörnur. Það vantar enn tölu á frakkann minn. En smókings- kyrtan og slaufan standa fyrir sínu. Rautt. Sætin, tjöldin og sálirnar. Aftur húrrahróp. Gong Li. Og hin í dómnefndinni. En þó aðallega Gong Li. Þama er Marisa Paredes, Walt- er Salles, Maria Schrader. Og svo auðvitað Gong Li. Tónlistarmenn rauðir í framan blása í lúðra og trompeta. Sviðið ullar á áhorfendur rauðum dregli. Og fyllingarnar eru gylltir og silfraðir birnir. Gong Li talar kínversku. Sem bet- ur fer er túlkur. Annars hefðu fáir hugmynd um það í Evrópu hvaða mynd hreppti gullbjörninn. Hún segist hafa haft áhyggjur af því í upphafi að dómnefndin myndi ekki 1"*'Tiá saman þar sem meðlimirnir væru frá mörgum heimshornum, töluðu mismunandi tungumál og hefðu ólík- an menningarbakgrunn. „En það gekk fljótt fyrir sig að komast að niðurstöðu," segir hún og brosir. „Enda var dómnefndin eins og ein stór fjölskylda.“ Hún bætir við að þetta hafi verið mikil vinnutörn: „Þegar mig langaði út undh- beran himin hjálpaði til að hann var alltaf grár og það rigndi. Við gátum sem betur fer leitað skjóls í bíóinu á hveijum degi.“ Hver er þessi Lepetit? Þá byrjar að rigna björnum. Jean Rousselot fær gullbjörninn fyrir kostulega stuttmynd Til heiðurs Leptetit eða „Hommage a Alfred Lepetit“. Þetta er heimildarmynd um Lepetit sem er tilbúningur og á meðal þeirra sem fram koma í myndinni eru Charlotte Rampling og Roman Polanski. Allir dásama Lepetit og segist Polanski heldur vilja hafa Lepetit í tökuliðinu en Tom Cruise. Og hver er Lepetit? Jú, hann er vikadrengur á tökustað; sér um að hella upp á fyrir leikarana og fara sendiferðir. Stuttmyndin „Média“ eftir Pavel Koutský fær silfurbjörninn. I fyrsta skipti er veittur silfur- björn fyrir fyrstu mynd leikstjóra. Leikstjórinn Wim Wenders fékk verðlaun dómnefndar fyrir mynd sína Milljón dollara hótelið. Norman Jewison." Tvær þýskar leikkonur fá silfur- björninn fyrir besta leik í kvenhlut- verki. Það sama gerðist í fyrra. Þá voru það aðalleikonur Aimee og Jaguar. Nú eru Bibiana Beglau og Nadja Uhl verðlaunaðar fyrir frammistöðu sína í Goðsögnum Ritu. Einnig fá allar leikkonurnar í þýsku myndinni Paradiso - sjö dagar með sjö konum silfurbjörninn. Þá er komið að leikstjórnai'verðlaununum. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að þau falla í skaut tékkneska leikstjórans Milosar Foremans fyrir myndina Karlinn í tunglinu eða „Man on the Moon“. „Það var mikið um hlátrasköll á tökustað," segir hann. ,Án Jims [Carreys] stæði ég ekki hér; hann gaf sig allan í mynd- ina.“ Léttir gagnrýneiula Enn fáum við að heyra kínversku. Að þessu sinni er það Zhang Yimou sem tekur við aðalverðlaunum dómnefndarinnar fyrir myndina Leiðin heim. Hann mætir með hina nýju Gong Li upp á svið. Hún heitir Zhang Ziyi. Hann gefur henni stytt- una. Síðan þakkar hann dómnefnd- spretti úr þýskri menningu. Hann talar líka um kulda og rigningu. „Það blés að vest- an,“ segir hann. „En nú hef- ur borist til mín hlýtt loft frá Kína, Póllandi, Spáni og fleiri löndum,“ bætir hann við og horfir þakklátur til dómnefndarinnar. Heimurinn ástfanginn Denzel Washington fékk silfurbjörninn fyrir besta leik í aðalhlutverki og er það fyrir myndina „Hurricane". Er það Drengjakóiinn eða „Dokur- itsu Shonen Gasshoudan eftir Akira Ogata“. „Ég er snortinn af þeim þróttmiklu myndum sem ég sá hér í Berlín og mun beisla þann kraft í myndum mínum þegar ég sný aftur til Japans," segir Ogata. Þýski leik- stjórinn Volker Schlöndorff fær Bláa engilinn fyrir Goðsagnir Ritu eða „Die stille nach dem Schuss“ sem valin er besta evrópska mynd. Jafnframt fær hann 2 milljónir sem hann gefur kvikmyndaháskólanum í Potsdam og Berlín í þeirri von að nemendurnir geri myndir sem Milljón dollara hótelið fær verðlaun dómnefndar- innar. Leikstjórinn Wim Wenders þakkar handrits- höfundinum Bono fyrir að treysta sér fyrir afsprengi sínu og fyrir yndislega tónlist. Þá þakkar hann Jeremy Davies og Millu Jov- ovich. „Vonandi verða kvikmynda- unnendur um allan heim ástfangnir af ykkur,“ segh- hann. Denzel Wash- ington er næstur á svið. Hann fær silfurbjörninn fyrir besta leik í karl- hlutverki og er það fyrii' myndina „Hurricane". „Ég hef aldrei upplifað aðrar eins viðtökur eins og á frumsýningarkvöldinu," segir hann þakklátur. „Það verður mér ógleym- anlegt og ég naut þess að deila því með vini mínum og leikstjóranum Kvikmyndahátíðinni í Berlín lokið Magnolia hreppti gullbjörninn Þýskar myndir sigursælar á kvikmyndahátíðinni í Berlín Schlöndorff heiðraður fyrir bestu evrópsku myndina Kvikmyndir þriggja þýskra leikstjóra voru í samkeppnisflokki kvikmyndahátíðarinnar í Berlín og unnu þær allar til verðlauna. Goðsagnir Ritu í ieikstjórn Volkers Schlön- dorff var valin besta evrópska kvikmyndin. Rósa Erlingsdóttir var á blaðamannafundi þar sem Schlöndorff sat fyrir svörum. Þýska leikkonan Bibiana Beglau með tvo silfurbirni en hún og Nadja Uhl, sem mætti ekki á verðlaunaafhendinguna, fengu verðlaun fyrir besta leik í kvenhlutverki fyrir leik sinn í myndinni Goðsagnir Ritu. ■n„DIE Stille nach dem Schuss“, eða Goðsagnir Ritu í leikstjórn Volker Schlöndorff valin besta evrópska kvikmyndin á hátíðinni í Berlín en auk þess fengu leikkonur myndar- innar, Bibiana Beglau og Nadja Uhl silfurbirni sem bestu leikkonur í að- alhlutverki. Myndin vakti mikla at- hygli á hátíðinni, ekki síst vegna þess að Inge Viett, fyrrverandi meðlimur Rauðu herdeildarinnar, hefur kært aðstandendur myndar- innar fyrir stuld á ævisögu sinni. Að hennar mati byggist saga aðalpers- ónunnar á hennar eigin ævisögu, en fhún samþykkti aldrei að persóna hennar yrði notuð við gerð myndar- innar. Fyrir mynd sína Blikktrommuna, sem byggist á samnefndri skáldsögu Gúnters Grass, hlaut Volker Schlön- dorff Óskarsverðlaun og verðlaun í Cannes árið 1979. Áður hafði hann unnið til verðlauna með frumraun sinni „Der junge Törless" þegar hún fékk verðlaun alþjóða samtaka kvik- myndagagm-ýnenda í Cannes árið 1966. Með mynd sinni Heiðursmiss- ir Katharina Blum „The Lost Honor of Katharina Blum“ eftir sam- nefndri skáldsögu Heinrichs Bölls hlaut Schlöndorff heimsathygli og er enn þann dag í dag talinn einn fremsti kvikmyndagerðarmaður Þýskalands. Vegna myndar hans um Katarínu Blum og almennum af- skiptum af þýskum stjórnmálum hefur hann margsinnis verið sagður hliðhollur kommúnisma. I kjölfar al- þjóðlegrar velgengni sinni vann hann í Bandaríkjunum á sjöunda og áttunda áratuginum þar sem hann gerði meðal annars myndina „The Death of a Salesman" með Dustin Hoffman og John Malkovitch í aðal- hlutverkum. Fall Berlínarmúrsins dró Schlöndorff aftur til síns heima þar sem hann einsetti sér að byggja upp gömlu kvikmyndaver UFA/ DÉFA í Babelsberg í útjaðri Berlín- arborgar sem á millistríðsárunum voru vagga kvikmyndaiðnaðar í Þýskalandi. Árin 1992-1995 lagði hann allt sitt fjármagn svo og tíma sinn í fyrrnefnt verkefni. „Kvik- myndir mínar eru litaðar af lífs- hlaupi mínu. Hlykkjóttur vegur með óteljandi sigrum og vonbrigðum, en það sem mestu máli skiptir er að ég sný mér aftur og aftur að þýskri sögu,“ segir Schlöndorff. Hvað varðar persónu Ingu Viett viðurkennir Schlöndorff að myndin hefði aldrei orðið að veruleika hefði hann ekki þekkt sögu hennar. Hins vegar segir hann allar persónur myndarinnar vera uppspuna sem þó eigi sér fyrirmyndir í ákveðnu fólki. Á blaðamannafundinum var hann ekki tilbúinn að tjá sig nánar um lögsókn Ingu Viett þar sem hann vilji bíða málalykta. Hluti af þýskri sögu Hugmyndin að myndinni kviknaði árið 1990 þegar austur-þýska ríkis- stjómin fyrirskipaði handtöku fyrr- verandi vestur-þýskra hryðjuverka- manna sem áður höfðu hlotið pólitískt skjól í Austur-Þýskalandi. Fjölmiðlar áttu greiðan aðgang að upplýsingum um fólkið sem áður hafði undir verndarvæng austur- þýskra einræðisflokksins SED hlot- ið ný nöfn og vernd lögreglunnar þar í landi. Innan örfárra vikna voru um tíu manns handteknir að frum- kvæði austur-þýskra yfirvalda, en þau reyndu að láta líta út fyrir að fólk þetta hefði á sínum tíma kosið að hefja nýtt líf í Austur-Þýskalandi án vitundar flokksins. Mörg þeirra voru eftirlýst af vestur-þýskum yfir- völdum enda átti hreyfingin fjölda morða, meðal annars á háttsettum embættismönnum, að baki. Þanning er bakgrunnur myndar- innar, annars vegar pólitískar erjur Austur- og Vestur-Þýskalands og hins vegar persónuleg örlög þeirra ungmenna sem á örfáum árum breyttust úr rótækum friðarsinnum í vopnaða bankaræningja og seinna hættulega hryðjuverkamenn sem fórnuðu ófáum mannlífum í leit að betri og réttlátari heimi. Þau gáfu skít í auðvaldið og sögðu kapítal- isma Vesturlanda vera beint fram- hald af nasima þriðja ríkisins sem hefði skilað hásettum embættis- mönnum völdum og áhrifum. Kerfi sem að þeirra mati byggðist á arð- ráni hins almenna verkamanns og þróunarlandanna. Schlöndorff og handritshöfundurinn Wolfgang Kohlhaase sem báðir voru viðriðnir stúdentahreyfinguna í Þýskalandi vildu segja sögu þessara ungmenna þar sem hún er allt í senn persónu- leg saga gamallra félaga þeirra og hluti af þýskri sögu. Þeir segja sög- una í raun og veru borna upp á löngu liðnum atburðum. Sögu þriðja ríkisins, heimsstyrjaldarinnar, ósig- urs og skiptingu Þýskalands og síð- ast en ekki síst kalda stríðsins sem Berlínarmúrinn var tákngerving fyrir. Þessi atburðarás þýskrar sögu er bakgrunnur hryðjuverkamann- anna, sem gerði Schlöndorff og Kohlhaase mögulegt að segja hluta af þýskri sögu með afdrifaríkum ör- lögum einstaklinga. Myndin er sam- vinna fólks af ólíkum uppruna þar sem Schlöndorff er Vestur-Þjóð- verji en Kohlhaase Austur-Þjóðverji og leikararnir ólust ýmist upp i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.