Morgunblaðið - 14.03.2000, Síða 1
STOFNAÐ 1913
62. TBL. 88. ÁRG.
ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Bandaríkin harðorð við Kosovo-Albana
Sprengjuárás
í Teheran
Rússar hafa náð eiinim helsta foringja tsjetsjneskra skæruliða
Djakovica. AP, Reuters.
BANDARÍSK stjórnvöld hafa sett
harðlega ofan í við leiðtoga Kosovo-
Albana og í gær sagði bandarískur
embættismaður að hættu ekki Al-
banar árásum sínum á Serba og aðra
minnihlutahópa í héraðinu myndi
draga verulega úr alþjóðlegum
stuðningi við þá.
„Þið eruð laus við kúgun Belgrad-
stjórnarinnar," sagði James P. Rub-
in, talsmaður bandaríska utanríkis-
ráðuneytisins, á fundi í Kosovo í gær.
„Frelsinu íylgir þó ábyrgð. I hvert
sinn, sem fréttir fara af því, að Kos-
ovo-AIbanar hafi ráðist á einhvern
minnihlutahóp í héraðinu, dregur úr
vilja annarra ríkja til að styðja þá.“
Madeleine Albright, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, sendi Rubin til
Kosovo til að vara hvoratveggju við,
Aibana og Serba, og sérstaklega þá
fyrrnefndu. Á fréttamannafundi við
komuna á sunnudag varaði hann
leiðtoga Albana við áframhaldandi
ofbeldisverkum en ekki er talið víst
að þeir hafi meðtekið boðskapinn.
Vilja alla Serba burt
Hashim Thaei, einn helsti leiðtogi
Kosovo-Aibana, sagði, að Rubin væri
„vinur Kosovo" en hét engu um að
stöðva ofbeldið. Talið er, að það séu
einkum fyrrverandi samherjar
Thacis í Frelsisher Kosovo, sem
standi fyrir flestum ofbeldisverkum
og árásum á Serba í héraðinu. Þeir
og margir aðrir vilja reka alla Serba
burt úr héraðinu og stofna nýtt, alb-
anskt ríki. Ekkert erlent ríki styður
það.
Ofbeldið eyði-
leggur stuðning
Evrópuráðið sakar hvora-
tveggju um stríðsglæpi
Astandinu í Tsjetsjníu verður ekki með orðum lýst,
segir Lára Margrét Ragnarsdóttir þingmaður
Moskvu. AP, AFP, Reuters.
EVRÓPURÁÐIÐ sakaði í gær jafnt Rússa sem Tsjetsjena um stríðsglæpi og
skoraði á rússnesk stjórnvöld að hefja strax viðræður við tsjetsjneska leiðtoga.
Sendinefnd frá Evrópuráðinu, þar á meðal Lára Margrét Ragnarsdóttir al-
þingismaður, hefur verið í Tsjetsjníu síðustu daga. Rússar tilkynntu í gær að
einn helsti leiðtogi skæruliða hefði fallið þeim í hendur.
AP
Vetrarstríðsins minnst
TIU sprengjum var skotið á íbúðar-
hverfi við herstöð í Teheran, höfuð-
borg Irans, í gær. Slösuðust a.m.k.
fjórir. Samtökin Mujahedeen
Khalq, sem berjast gegn Irans-
stjórn, lýstu tilræðinu á hendur sér
og sögðu að skotmarkið hefði verið
Rahim Safavi, yfirmaður íranska
byltingarvarðarins. Tvísýnt var í
gær urn líf Saeed Hajjarians, blaða-
manns og eins helsta hugmynda-
smiðs umbótasinna, en reynt var að
ráða hann af dögum á sunnudag.
Eru harðlínumenn grunaðir um
verknaðinn. Á myndinni er verið að
fjarlægja brunninn bfl eftir
sprengjuárásina í gær.
----------------
Kosningarnar á Spáni
Sósíalistar
í vanda
Madríd. AFP.
SPÆNSKIR sósíalistar eru í mikl-
um vanda eftir að hafa goldið af-
hroð í þingkosningunum á sunnu-
dag og leiðtogi flokksins, Joaquín
Almunia, ætlar að segja af sér.
Sósíalistar fengu aðeins 34,1%
atkvæðanna og tíu prósentustiga
minna fylgi en Þjóðarflokkurinn
sem fékk meirihluta þingsætanna.
Þetta er í fyrsta sinn sem hægri-
menn ná meirihluta frá dauða
Francos fyrir 25 árum.
Sósíalistar töpuðu 16 þingsætum
og misstu tvær millj. atkvæða frá
kosningum árið 1996. Vinstra-
bandalagið, undir forystu komm-
únista, fékk enn verri útreið, tap-
aði 13 sætum og hefur aðeins átta.
Almunia tilkynnti um leið og úr-
slitin lágu fyrir að hann hygðist
segja af sér og sagði að flokkurinn
þyrfti að hefja 21. öldina „með nýj-
um forystumönnum og hugsjón-
um“. Ólíklegt er þó talið að hægt
verði að stokka upp í forystu og
stefnu flokksins án mikilla átaka.
■ Sigri Aznars/24
GÖMUL kona leggur hér túlfpana
á gröf finnsks hermanns í Hietan-
iemi-kirkjugarðinum í Helsingfors
í gær. Finnar minntust þess með
ýmsu móti að rétt 60 ár voru í gær
liðin frá því að samið var um frið í
Vetrarstríðinu við Sovétríkin.
„Um gervallt Finnland var
flaggað í hálfa stöng þegar friðar-
skilmálarnir eftir Vetrarstríðið
lágu fyrir, hinn 13. marz 1940,“
rifjar Hufvudstadsbladet upp.
Samkvæmt drögum að friðar-
samningi, sem fulltrúar rfkis-
stjórna bæði Finnlands og Ráð-
stjórnarrfkjanna undirrituðu f
Moskvu aðfaranótt þessa dags, bar
Finnlandi að láta af hendi austur-
hluta Kirjálahéraðanna auk
N-Ishafsborgarinnar Petsamo og
sneiðar af Salla-héraði í austri.
Um einn af hverjum tíu íbúum
Finnlands var með þessum samn-
ingum sviptur heimkynnum sínum.
Vetrarstríðið hófst með innrás
Rauða hersins f Finnland hinn 30.
nóvember 1939. Á þeim 105 dög-
um sem strfðið stóð yfir féllu
21.396 finnskir hermenn og á að
gizka 85.000 liðsmenn Rauða hers-
ins féllu, auk um 10.000 sem urðu
úti.
Sendinefndin frá Evrópuráðinu
var í Grosní, höfuðstað Tsjetsjníu, í
tvo daga og kynnti sér m.a. ástandið í
fangabúðum Rússa og í tjaldbúðum
flóttafólksins. Sagði formaður henn-
ar, Judd lávarður, að rætt hefði verið
við vitni, sem annars vegar hefðu lýst
manndrápum Rússa og ógnunum og
hins vegar gi-immd og ofbeldi Tsjet-
sjena, hinum ómannúðlegu sharia-
lögum múslíma og gíslatökum.
Judd lávarður skoraði á Rússa að
taka upp viðræður við Aslan Maskha-
dov, forseta Tsjetsjníu, en Víktor
Kalamanov, mannréttindafulltrúi
Rússlandsstjórnar, sagði, að Rússar
létu vestræn ríki ekki segja sér fyrir
verkum. Þá væru hótanir um að reka
Rússa úr Evrópuráðinu móðgun við
þá enda myndi slíkur brottrekstur
hafa „ófyrirsjáanlegar afleiðingar."
Land í rústum
Lára Margrét sagði í viðtali við
Morgunblaðið í gær að ástandið í
Tsetsjníu væri skelfílegt og eiginlega
ólýsanlegt. Þorp og bæir væru rústir
einar og fólkið, sem hefðist þar enn
við, t.d. í Grosní, hefði lítið sem ekk-
ert haft fyrir sig að leggja dögum og
jafnvel vikum saman.
„Ég ræddi við konu í Grosní, sem
hafði ekki haft neitt sér til viðurværis í
hálfan mánuð, og ömurleikanum,
harminum og óttanum, sem lýstu sér
úr augum hennar, verður ekki með
orðum lýst,“ sagði Lára Margrét.
Sagði hún, að nefndin hefði einnig
skoðað sjúkrahús þar sem flest lyf
vantaði, flóttamannabúðir í Ingúsetíu
og búðir þar sem þeim er haldið, sem
grunaðir eru um samstarf við skæru-
liða. Heíúr aðbúnaður þar nokkuð
verið bættur vegna mikillar gagnrýni.
Vladímír Pútín, settur forseti
Rússlands, sagði í gær að Salman
Radújev, einn helsti foringi tsjet-
sjneskra skæruliða, hefði verið hand-
tekinn og fluttur til Moskvu. Sagði
Níkolaj Patrúshev, yfirmaður rúss-
nesku öryggisþjónustunnar, að Rad-
újev hefði verið handtekinn í tsjet-
sjneska bænum Novogroznínskí þar
sem hann hefði verið í felum. Hafa
Rússar ekki áður náð jafn háttsettum
skæruliðaforingja.
Enskar krár
alltaf opnar
London. Morgunblaðið.
Brezka ríkisstjórnin hyggst
leyfa kráareigendum að hafa
opið lengur en nú er og reyndar
allan sólarhringinn ef þeir vilja.
The Times segir að þetta eigi
að koma til framkvæmda sum-
arið 2001.
The Times segist hafa komizt
yfir plögg þar sem fram komi
að ríkisstjórnin ætli síðar í
mánuðinum að kynna breyting-
arnar, sem ná til Englands og
Wales, en Skotar hafa fyrir all-
löngu liðkað um sínar reglur.
Þar mega krár vera opnar til kl.
þrjú að nóttu. Nú er krám í
Englandi og Wales lokað
klukkan ellefu á kvöldin og má
ekki opna þær fyrr en á hádegi.
MORGUNBLAÐK) 14. MARS 2000