Morgunblaðið - 14.03.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.03.2000, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR íslensk stúlka lenti í 2. sæti á heimsmeistaramóti ungra hundasýnenda Auður Sif ásamt tibet spaniel-hundinum sem hún sýndi. „Varla hægt að gera betura Morgunblaðið/Golli Auður Sif Sigurgeirsdóttir með nokkrum heimilishundum og með skál- ina sem hún fékk í verðlaun fyrir að lenda í 2. sæti á heimsmeistara- keppni ungra hundasýnenda í Birmingham. AUÐUR Sif Sigurgeirsdóttir, 17 ára gamall Kvennaskólanemi úr Breiðholtinu, náði 2. sæti á heims- meistaramóti ungra hundasýnenda (International Junior Handling Fin- al) í Birmingham í fyrradag. Keppnin var hluti af stærstu hunda- sýningu heims, Crufts-sýningunni, og voru keppendurl2 til 18 ára frá 31 landi. Keppandi frá Möltu sigr- aði. „Það er varla hægt að gera betur en þetta,“ sagði Auður Sif, himinlif- andi með árangurinn. „Ég er mjög ánægð með þetta því ég tek þátt í svona 4 keppnum á ári á meðan margir keppinauta minna taka þátt í meira en 100 mótum.“ Auður Sif, sem hóf að sýna hunda 10 ára gömul og hefur verið valin besti ungi hundasýnandinn á Is- SÁTTASEMJARI hefur boðað til fundar milli vinnuveitenda og Verkamannasambands íslands í dag klukkan eitt eftir að fyrirhug- uðum fundi í gær var frestað og hefjast nú viðræður á ný eftir nokk- urra vikna hlé. Sagði Hervar Gunn- arsson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, í gær að hann teldi að VMSÍ væri á leið inn í erfiða samn- ingalotu í kjölfar samninga Flóa- bandalagsins og SA, sem undirrit- aðir voru í gær. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði fyrir helgi að ekki myndi það bæta stöðu landsbyggðarinnar ef þar kæmi til verkfalla á meðan vinnufriður héldist á suðvestur- horni landsins. Björn Grétar Sveinsson, formaður VMSI, sagði að verið gæti að misskilningur lægi að baki þessum orðum Davíðs. „Það getur verið að það sé þetta sem þarf landi siðustu 4 ár, hafði tvisvar áð- ur tekið þátt í heimsmeistaramót- inu, en aldrei náð jafnlangt og nú. I fyrra komst hún í 10 manna úrslit. „Á mótinu er megináherslan ekki lögð á hundinn sjálfan heldur hvernig sýnandinn sýnir hann og þá skiptir miklu máli hvernig sam- band er á milli hunds og sýnanda.“ Á mótinu sýna keppendur ekki sína eigin hunda heldur er þeim út- hlutað hundum. „í upphafi móts biðja keppendur um ákveðna hundategund og síðan er þeim fenginn hundur af þeirri tegund, en oftast eru þetta mjög góðir hund- ar,“ sagði Auður Sif. „Keppendurnir vita því ekki fyr- irfram hvernig hundurinn er, hvort hann er fallegur eða hvernig skap- gerðin er. Maður fær að hitta hund- til að laga stöðu landsbyggðarinnar í staðinn fyrir að gera ekki nokkurn skapaðan hlut eins og hann hefur verið að gera,“ sagði Bjöm Grétar. Hann sagði að afstaða félaga í VMSÍ úti á landi væri engin tilviljun og viðhöfð hefðu verið mjög vönduð vinnubrögð við að móta stefnu og kröfur fyrir samningana. „Það hef- ur verið hlustað á félagana, tekið til- lit til þess sem þeir hafa haft fram að færa, meðal annars varðandi þá þróun sem er að verða í landinu, og niðurstaðan af því eru þessi ósköp eins og menn segja innan gæsa- lappa - þessi 15 þúsund króna hækkun á lægstu laun á mánuði.“ Ríkisstjórnin kynnti á föstudag aðgerðir til þess að greiða fyrir samningum og er þar meðal annars kveðið á um hækkun persónuaf- sláttar og skattleysismarka og af- nám tekjutengingar barnabóta. inn klukkutíma áður en maður byrjar að sýna og þann tima reynir maður að nýta sem best. Maður leyfir hundinum að þefa af sér og reynir að tala sem mest við hann, knúsa hann og hæna hann sem mest að sér.“ Fyrir helgi vildu formenn lands- byggðarsamtaka innan VMSÍ ekki tjá sig um útspil stjórnarinnar fyrr en eftir fund sinn á laugardag. Björn Grétar sagði í gær að ýmis- legt í yfirlýsingu stjórnarinnar væri gagnrýnivert. „Eg get tekið undir með Grétari Þorsteinssyni, forseta Alþýðusambandsins, að það er and- stætt stefnu hreyfingarinnar að all- ir fái jafnt út úr breytingunum á skattleysismörkunum,“ sagði hann. „En þó er strax í áttina að það skyldi þó allavega vera skráð að þetta fylgi launaþróun," sagði Björn Grétar. „Það er mikið áhyggjuefni að enn einu sinni eru örorka og ellilífeyrir ekki látin taka hækkun lægstu launa,“ sagði hann og bætti við að menn væru tilbúnir að leggja tölu- vert á sig til að þoka málum áfram. Björn Grétar gaf ekkert út á það Auður Sif sagðist hafa valið sér hund af tibet spaniel-tegund. „Ég valdi þá tegundvegna þess að ég þekki hana vel. Ég á þijá svoleiðis hunda og hef verið að sýna þá og það hefur gengið rosalega vel.“ að útspil stjórnarinnar fyrir helgi gerði eftirleikinn auðveldari. Breyt- ing skattleysismarka þýddi 598 krónur fyrir launþega og það breytti ekki heiminum. „Þeir fá þetta líka félagarnir í Fjárfestingarbankanum, en þá munar kannski minna um það,“ sagði Björn Grétar. Forsætisráðherra sagði á föstu- dag að það væri annmarki á því að þegar átt væri við skattleysismörk- in gengi það yfir alla línuna, meira að segja til þeirra sem hefðu yfir tvær milljónir króna í tekjur á mán- uði, og þeir myndu ekki einu sinni bjóða góðan daginn í tilefni dagsins. „Hann var kannski ekki hrifinn af því heldur," sagði Björn Grétar. „En hann hefur tækin og stöðuna til að breyta því, það hef ég ekki. Það er munurinn á mér og Davíð Odds- syni.“ Urvals- vísitalan upp um 2,58% ALLS námu hlutabréfaviðskipti á Verðbréfaþingi íslands 519 milljón- um króna í gær. Mest viðskipti voru með bréf Marels fyrir 102 milljónir króna og hækkaði gengi þeirra um 4,55%, úr 55 í 57,50. 93 milljóna króna viðskipti voru með hlutabréf í íslandsbanka og hækkaði gengi þeirra um 9,09%. Úrvalsvísitala aðal- lista hækkaði um 2,58% í gær og er nú 1.780 stig. Verð 14 hlutafélaga lækkaði á VÞI í gær en 18 hækkaði. 75 milljóna króna viðskipti voru með Opin kerfi og hækkaði gengi bréfanna um 9,62%. Viðskipti með Pharmaco námu 54 milljónum króna og hækk- aði gengi þeirra um 10,94%, en Amb- er Intemational Ltd. heftir keypt 15% hlut í Pharmaco hf. af Búnaðar- banka íslands sem heldur eftir 1,7% hlut í félaginu. Fyrir átti Amber Int- ernational Ltd. engan hlut í Pharm- aco. Forsvarsmenn Amber Inter- national Ltd. em þeir Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor Björgólfsson. Pharmaco hf. og Amb- er International Ltd. em eigendur að Ikonsjóðnum, en hann á ráðandi hlut í lyfjafyrirtækinu Balkan- pharma, sem á þrjár af fjómm stærstu lyfjaverksmiðjum í Búlgar- íu. Skýrr hélt áfram að hækka eða um 7,8%, úr 25,5 í 27,5. Landsbankinn hækkaði um 6,81%, Búnaðarbankinn hækkaði um 6,25% og Nýherji um 6,17%. Mest lækkaði gengi bréfa í Fisk- iðjusamlagi Húsavíkur eða um 15,4% en sáralítil viðskipti vora að baki þeirri lækkun. SR-mjöl lækkaði um 8,6% og SÍF um 4%. Málflutning- ur að hefjast í Yatn- eyrarmáli MÁLFLUTNINGUR í Vatn- eyrarmálinu svokallaða hefst fyrir Hæstarétti á morgun, miðvikudag, í máli ákæravalds- ins gegn Birni Kristjánssyni, Svavari Rúnari Guðnasyni og útgerðarfélaginu Hyrnó ehf. Héraðsdómur Vestfjarða sýknaði í janúar sl. Svavar Rúnar Guðnason, útgerðar- mann Vatneyrar BA frá Pat- reksfirði, af ákæru um að hafa tekið ákvörðun um, hvatt til og stuðlað að því að skipinu var haldið til veiða án aflaheimilda. Málinu var í framhaldinu áfrýj- að til Hæstaréttar. Mest geta liðið fjórar vikur uns dómur fellur í málinu. Verkamannasambandið og atvinnurekendur á fund sáttasemjara í dag A leið inn í erfíða lotu Sérblöð í dag Slft V Á ÞRIÐJUDÖGUM Heimili lASTIK.MH Með Morgun- blaðinu í dag er dreift blaði frá Kringl- unni, „Kringiukast 16.-19. mars“. Grótta/KR vann oddaleikinn gegn Stjörnunni /B2 Lárus Orri með slitin krossbönd /B8 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.