Morgunblaðið - 14.03.2000, Side 4

Morgunblaðið - 14.03.2000, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ b FRÉTTIR Kjarasamningur milli Samtaka atvinnulífsins og Flóabandalagsins undirritaður Forsenda að verð- bólga fari minnkandi Morgunblaðið/Golli Skrifað undir kjarasamning í gær. F.v.: Hallddr Björnsson, formaður Eflingar, Þórir Einarsson ríkissáttasemj- ari leggur samninga fyrir til undirritunar, Finnur Geirsson, formaður SA, og Ari Edwald frainkvæmdastjóri. KJARASAMNINGUR milli Sam- taka atvinnulífsins (SA) og Flóa- bandalags Eflingar - stéttarfélags í Reykjavík, Verkalýðsfélagsins Hlífar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis var undirrit- aður kl. 15 í gær í húsakynnum Ríkis- sáttasemjara við Borgartún. Samn- ingurinn gildir frá 1. mars sl. tii 15. sepýember 2003. Átta fulltrúar SA og fimmtán full- trúar Flóabandalagsins skrifuðu und- ir kjarasamninginn, en um klukku- stundar frestun varð á undirritun hans vegna ágreinings um orðalag í ákvæðum um veikindarétt. Sá ágrein- ingur var þó ekki stórvægilegur og fór vel á með samningsaðilum við undirritunina. Þórir Einarsson ríkissáttasemjari stýrði undirrituninni og óskaði aðilum til hamingju eftir hana. Við það tæki- færi sagði Halldór Bjömsson, for- maður Eflingar, að hann þakkaði góð- um undirbúningi samninganefnda hve vel hefði gengið og án teljandi árekstra að ganga frá samningum. Sagði hann að einhverjir hefðu orðið til þess að gagnrýna samningamenn Flóabandalagsins í ljósi hins góða anda sem einkennt hefði viðræðumar og sagt að með meiri hörku hefði meira áunnist. Kvaðst hann ekki sam- mála því; samninganefnd Flóabanda- lagsins hefði í einu og öllu starfað eft- ir vilja og óskum sinna félagsmanna og náð fram þeim þáttum sem helst var stefnt að, þ.e. hækkun lægstu launa á samningstímanum upp í 91 þúsund krónur og 12-13% hækkun almennra kauptaxta. Hvort tveggja og fleira í samningnum kvaðst Hall- dór ánægður með, þetta væri góður samningur; ástæða væri til að þakka samningamönnum Samtaka atvinnu- lífsins og starfsfólki sáttasemjara fyr- ir samstarfið, nú þegar samningur lægi fyrir. Á fundi Flóabandalagsins með blaðamönnum eftir undirritun samn- ingsins kom fram að samningurinn verður væntanlega sendur félags- mönnum út til kynningar í vikunni og þar með ætti að vera unnt að greiða um hann atkvæði í pósti í næstu viku. Talið verður úr einum sameiginlegum potti félaganna þriggja og þeirra 24 þúsund félaga sem í þeim eru, og það þýðir að félagsmenn í einu félagi geta ekki fellt samninginn. Skv. bjartsýnni spá gætu úrslit legið fyrir um aðra helgi. Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Kefla- víkur, vildi við þetta tækifæri mót- mæla harðlega þeim ummælum Aðal- steins Baldurssonar, verka- lýðsleiðtoga á Húsavík og formanns fískvinnsludeildar VMSÍ, að bónus- kerfið hefði að einhverju leyti verið fært inn í launataxtá. „Það er ekki um slíkt að ræða í þessum samningi. Fólk er ekki sjálft að borga launabreyting- ar sínar eins og skilja má eftir rang- túlkanir Aðalsteins," sagði Kristján. Nefnd til að viðhalda samstiliingu 117. gr. kjarasamningsins, þar sem kveðið er á um forsendur hans, segir að markmið samningsaðila sé að stuðla að áframhaldandi stöðugleika í efnahagslífínu. Samningurinn hvíli á þeirri forsendu að sú launastefna og kostnaðarhækkun sem í honum felst verði almennt stefnumarkandi og verðbólga fari minnkandi. Gangi þessi stefna eftir muni undirstöður kaupmáttar treystast. Fari hins veg- ar svo að á samningstímanum verði marktækt frávik, hvað kostnað varð- ar, geti aðilar að samningnum skotið máli sínu til sérstakrar nefndar sem sett verður á fót til að treysta mark- mið samningsins í sessi. í nefndinni verða fjórii- fulltrúar, tveir frá SA og tveir frá Alþýðusam- bandinu, og er henni ætlað það hlut- verk að fara yfír kostnaðarhækkanir vegna annarra kjarasamninga og þá launastefnu sem þar er fylgt. Skjóta má til hennar málum í byijun febrúar ár hvert á samningstímabilinu. Reyn- ist frávik frá launastefnu samningsins marktæk getur nefndin úrskurðað al- menna hækkun launataxta í samning- num. Náist ekki samkomulag um slíka hækkun, er unnt að segja launa- lið samningsins upp með þriggja mánaða fyrirvara. Nefndinni er einnig ætlað að fjalla um það í febrúar ár hvert hvort for- sendan sem samningurinn hvílir á, að verðbólga hafi farið minnkandi, hafi staðist. Sé svo ekki, er launaliður samningsins uppsegjanlegur með sama fyrirvara. Kostnaðarhækkun fyrirtækja 18,5% í tilkynningu frá SA kemur fram að kostnaðarhækkun fyrirtækja á samningstímanum sé í heild metin á 18,5%, mest á fyrsta ári, eða 5,7%. Hækkun launakostnaðar sé í heild 17,5% á samningstímanum, en sér- stakar aðgerðir til hækkunar á töxt- um undir 90 þúsund kr. og tekju- tryggingar kosti að jafnaði um 1,2% á ári. Samtökin segja að hækkunin komi misjafnlega niður og ljóst sé að mörg- um fyrirtækjum muni reynast afar erfitt að ráða við þá kostnaðarhækk- un sem samningurinn feli í sér og komi af mestum þunga fram á fyrsta ári samningstímans. Heildarhækkun kostnaðar reyni þar að auki mjög á þanþol efnahagslífsins. Engu að síður telja samtökin að takist að halda fast við markmið samningsins gefist tæki- færi til að auka framleiðni og sam- keppnishæfni fyrirtækja þannig að grundvöllur skapist tU kjarabóta. Ari Edwald, framkvæmdastjóri SA, segir algjört grundvallaratriði að samningurinn marki launastefnu fyr- ir vinnumarkaðinn í heUd. „Við erum að teygja okkur eins langt og sam- ræmist stöðugu efnahagslífi og ef ein- hverjir aðrir munu ganga lengra en það er ljóst að þær launahækkanir yrðu aðeins til tjóns fyrir launafólk í landinu. I því eru allir á sama báti og enginn undanskilinn,“ sagði hann. Ari benti á að í yfirlýsingu ríkis- stjómarinnar vegna aðgerða í skatta- málum komi fram að stjómvöld hygg- ist beita áfram hagstjórnartækjum til að verðbólga megi lækka á næstu misserum. Það séu því ekki eingöngu samningsaðilar sem séu aðUar að þessari stefnumörkun, heldur feUst einnig í henni skuldbinding stjóm- valda gagnvart þessu meginmark- miði samningsins. En er hann bjartsýnn á að komandi viðræður við aðra hópa taki mið af nýgerðum samningum? „Ég verð að telja að svo sé. Ég held að fólk vilji almennt frekar fara skynsamlega leið og byggja upp og verja lífskjörin hægt og bítandi frem- ur en að steypa sér einhvem kollhnís. Það er kominn grandvöllur - við meg- um ekki klúðra því tækifæri að ljúka málum í þessum farvegi," sagði Ari. Sam- komulag, bókun og yfírlýsing . SKRIFAÐ var undir yfirlýsingu um blaðbera við undirritun kjarasamn- ingsins í gær, en einnig um sam- komulag um starfsmenntamál, bók- un um Landssíma íslands hf., og sérkjarasamninga um kaup og kjör í fiskimjölsverksmiðjum, annars veg- ar milli Faxamjöls hf. og Eflingar og hins vegar fyrir SR-mjöl hf. og Verkalýðs- og sjómannafélag Kefla- víkur. I yfirlýsingu um blaðburðarfólk segir að aðilar séu sammála um að tryggja réttarstöðu blaðbera og að • nauðsynlegt sé að kynna þeim þann rétt sem þeir eiga skv. lögum. Var m.a. gert samkomulag um nefnd sem skoði gerð sérstaks kjarasamnings vegna blaðbera og skuli þeirri skoð- un lokið fyrir árslok 2000. I samkomulagi um starfsmennta- mál er kveðið á um mikilvægi starfs- menntunar fyrir íslenskt atvinnulíf. Vinna skuli að starfsmenntun ófag- lærðra starfsmanna með það að markmiði að treysta stöðu einstakl- * inga á vinnumarkaði með því að gefa þeim kost á að takast á við ný og breyttverkefni. I samkomulaginu er gert ráð fyrir að verkefninu verði tryggðar 120 milljónir fram til hausts 2003; 90 mil- ljónir frá atvinnurekendum og 30 milljónir frá hlutaðeigandi stéttarfé- lögum. ---------------- Efling ræð- ir við rikis- valdið EFLING - stéttarfélag mun hefja viðræður við ríkisvaldið um kjara- samning á morgun. Samningur sá sem skrifað var undir í gær, tekur aðeins til almenna vinnumarkaðar- ins, en áður hafði Efling gert n.k. p bráðabirgðasamning við Reykjavík- urborg. Halldór Björnsson, formaður Efl- ingar, segist helst vilja sjá svipaðan samning við ríkið eins og gerður var við Reykjavíkurborg, en fulltrúar ríkisvaldsins hafi tekið heldur fálega í þær hugmyndir. Verkakvennafélagið Sókn, sem nú hefur sameinast öðrum félögum í Eflingu, er með samning við ríkið til s 1. okt. nk. Halldór segir að þess vegna vilji Efling helst af öllu semja til eins árs, eins og gert var við borg- ina, en ef það náist ekki fram muni samningar fyrrverandi Sóknar- kvenna verða teknir inn í heildar- myndina. Þjónusta númer eitt! Til só.v. —— bensín, sjálfskiptur, ekinn 2,000, topplúga, álfelgur. Ásett verð 3,390,000. Ath. skipti á ódýrari. Nánari upplýsingar hjá Bíla- þingi Heklu, sími 569 5500. laugardagar kl. 12-16 BÍLAÞING HEKLU Nvmcr e-i-ff í noh)?vM bíhm! Laugavegi 174.105 Reykjavfk, sími 569-5500 vvvvw.tjilathinq.is » wvvw.bilathing.is ' www.hilathing.is F élög Flóabanda- lagsins í festum VERKALÝÐSFÉLÖGIN þrjú sem saman hafa myndað Flóabandalagið í kjaraviðræðunum hafa ekki beinlín- is opinberað trúlofun sína, en til- hugalíf þeirra hefur verið ljómandi gott. Þetta sagði Kristján Gunnars- son, formaður Verkalýðs- og sjó- mannafélags Keflavíkur, eftir undir- ritun kjarasamnings Samtaka atvinnulífsins og Flóabandalagsins í gær. F ormannafundur landsbyggðarfé- laga Verkamannasambandsins, VMSI, lýsti um helgina yfir því að fé- lög innan Flóabandalagsins hafi þeg- ar við upphaf undirbúnings kjara- samninga verið búin að taka þá ákvörðun að fara út úr VMSÍ. Hið eina sem virðist hafa komið í veg fyr- ir þá ákvörðun hafi verið sú stað- reynd að það leiddi af sér úrsögn úr Alþýðusambandinu. Samstarf annað en sameining Sigurður T. Sigurðsson, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar, benti á að samninganefnd Flóabandalagsins hefði fengið í fjölmiðlum ýmsar orð- sendingar vegna samkomulagsins við SA, einkum frá formönnum fé- laga úti á landsbyggðinni. „Þetta er mjög leiðinlegt og ég harma þetta,“ sagði hann og hélt áfram: „Ég legg áherslu á að það er ekki hægt að kenna eða þakka forystumönnum þessara félaga samninginn nú. Hann er byggður upp á ítrekuðum fundum með félagsmönnum, þeir mótuðu kröfurnar sem nú hefur verið náð. Þegar ákveðnir menn era með bein- ar eða óbeinar aðdróttanir í garð samningsins era þeir um leið að kasta skít í verkafólk á svæðinu." Sigurður sagði að samstarf væri annað en sameining. „Framtíðin verður að skera hér úr,“ sagði hann og benti á að flest benti til þess að Efling væri að verða mjög stórt og öflugt félag, enda hefði það vaxið gríðarlega á skömmum tíma, m.a. vegna sameiningar félaga. „Við skulum skoða málin án þess að tala um trúlofun að sinni,“ sagði Sigurður ennfremur. „Við erum bara í festum á meðan,“ bætti þá Halldór Bjömsson, formað- ur Eflingar, við.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.