Morgunblaðið - 14.03.2000, Page 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Komu frá N oregi til að
kaupa sér efni í bútasaum
Rafíðnaðarmenn
funda með SA
BÚTAS AUMUR er tómstundagam-
an sem margir stunda en af mis-
mikilli alvöru. Óhætt er að segja að
í gær hafi ein mjög svo áhugasöm
bútasaumskona verið í búðinni
Virku í Mörkinni en hún var komin
alla leið frá Noregi til Islands f
þeim eina tilgangi að kaupa sér efni
í bútasaum.
Þegar blaðamaður og Ijósmynd-
ari Morgunblaðsins kíktu inn í
Virku um klukkan fímm síðdegis
var Ástrid Olsvik um það bil að fara
að borga en hún þá var þá búinn að
eyða öllum deginum í búðinni
ásamt vinkonu sinni, Marlenu
Bráthen, og taldist henni til að hún
væri búin að kaupa um 80 metra af
efni. Aðspurð viðurkenndi Astrid
fúslega að svona ævintýri væri
dýrt, en bætti við:
„Þegar maður vill komast til
himnaríkis þá spyr maður ekki
hvað það kostar. Það eru nokkrar
búðir í Noregi sem selja eftii í búta-
saum en þetta er sú langstærsta -
sú stærsta í Evrópu.
Astrid, sem býr í Finnsnes, litlum
bæ rétt suður af Tromso, sagðist á
sfðasta ári hafa rætt um það við vin-
konu að fara til íslands til að kaupa
efni í bútasaum en ekkert hefði orð-
ið úr.
Ákveðið að hefja á ný eftirlit með Iridium-gervihnöttum
Eftirlitsstöðin í
Morgunblaoio/uolli
Ástrid Olsvik (t.h.) kom hingað til lands ásamt vinkonu sinni Marlenu
Bráthen í þeim eina tilgangi að kaupa eftii í bútasaum í versluninni
Virku, en þær vinkonur búa í litlum bæ rétt fyrir sunnan Tromso.
„Ég hringdi sfðan í hana í síðustu
viku og spurði hvort hún væri ekki
tilbúin að skella sér og hún var til
og hér erum við.“
7 til 8 þúsund mismunandi efni
Guðfinna Helgadóttir, eigandi
Virku, sagði það ekki vera eins-
dæmi að útlendingar kæmu f Virku
til að kaupa efni f bútasaum, en að
aldrei áður hefðu þeir komið ein-
göngu til íslands til að kaupa efni í
búðinni. Hún sagði að í Virku væru
um 7 til 8 þúsund mismunandi efni
og að það kynnu viðskiptavinimir
svo sannarlega að meta.
Snj óholti opnuð aftur
NOKKUR óvissa ríkir um starf-
semi gervihnattasímafyrirtækisins
Iridium sem á í miklum fjárhagserf-
iðleikum. Bandaríska fjarskiptafyr-
irtækið Motorola, sem á stóran hlut
í Iridium, hefur sent frá sér tilkynn-
ingu þess efnis að hafi ekki fundist
kaupandi að Iridium fyrir 17. mars
verði kerfinu lokað á miðnætti þess
dags, en hefur á sama tíma ákveðið
að opna aftur gervihnattaeftirlits-
stöð sína að Snjóholti í Eiðaþinghá
eftir tveggja mánaða lokun.
Allt að 80 notendur eru skráðir
hér á landi í Iridium-kerfinu og er
þar einkum um að ræða íslenskar
útgerðir sem hafa að margs konar
öðrum fjarskiptamöguleikum að
hverfa þótt Iridium-kerfinu verði
lokað. Motorola á eftirlitsstöð fyrir
Iridium-gervihnetti sem staðsett er
að Snjóholti, Eiðaþinghá á Austur-
Héraði.
I gildi er samningur Landssím-
ans og Motorola um rekstur stöðv-
arinnar og er rúmlega eitt stöðug-
ildi við stöðina þar sem greitt er
fyrir 56 tíma viðveru starfsmanns á
viku. Um síðustu áramót var tekin
ákvörðun um að slökkva á tækjum
stöðvarinriar og leggja niður vaktir
starfsmanna sem skipta með sér
vöktunum, vegna slæmrar fjárhags-
stöðu Iridium-fyrirtækisins. í síð-
ustu viku ákvað Motorola hins veg-
ar að stöðin skyldi opnuð á ný og
vaktimar mannaðar sem fyrr.
Að sögn Ólafs Þ. Stephensen for-
stöðumanns upplýsinga- og kynn-
ingarmála Landssímans, hafa ekki
verið gefnar skýringar á ákvörðun
Motorola, sem hljóta að vekja
spurningar um hvort betri tíð sé í
vændum hjá Iridium þrátt fyrir allt.
Þótt eftirlitsstöðin hafi verið lokuð
frá áramótum til þessa dags hafa
laun starfsmanna engu að síður ver-
ið greidd allan tímann.
Jóhann H. Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri Radíómiðunar ehf.,
þjónustuaðila Iridium-kerfisins á
Islandi, telur að þótt svo líti út að
Iridium-kerfinu verði lokað eins og
Motorola hefur gefið í skyn, sé
hugsanlegt að þaðverði opnað aftur
fljótlega og styður þá skoðun sína
eftirfarandi rökum.
„Iridium-kerfið hefur sýnt fram á
tæknilega yfirburði og sannað
ágæti sitt, enda er ekkert annað
kerfi í heiminum sem nær að þekja
allan hnöttinn," segir Jóhann.
„Talgæði eru einnig meiri í Irid-
ium-kerfinu en í sambærilegum
kerfum því gervihnettirnir eru mun
nær jörðu en hnettir annarra kerfa.
Það er því mín skoðun að nýir fjár-
festar sjái sér hag í því að koma að
íyrirtækinu og það verði opnað aft-
ur nokkrum dögum eða í versta falli
nokkrum vikum eftir lokun. Hins
vegar tel ég að lokunin verði varan-
leg ef ekki hefur ræst úr hjá fyrir-
tækinu innan mánaðar frá lokun
kerfisins."
SAMNINGANEFND Rafiðnaðar-
sambands íslands, RSÍ, fundaði
með fulltrúum SA í húsnæði sátta-
semjara í gær. Áætlað er að við-
ræðurnar haldi áfram í dag.
Guðmundur Gunnarsson, for-
maður RSÍ, sagði við Morgunblaðið
í gær, að ágætur gangur væri í við-
ræðunum og þeim yrði haldið áfram
eitthvað fram eftir vikunni. „Gangi
ekki saman fyrir helgi er ljóst að
viðræðunum verður skotið form-
lega til sáttasemjara," sagði Guð-
mundur.
Hann mat ágætar líkur á samn-
ingum, „sjötíu á móti þrjátíu,“ eins
og hann orðaði það. „Helst getur
brotið á kröfum okkar um hver eigi
að vera lágmarkslaun í stærri fram-
kvæmdum. Við höfum í auknum
mæli horft upp á erlend fyrirtæki
fljóta inn í landið á s.k. lágmarks-
töxtum og íslensk rafverktakafyrir-
tæki horft gjörsamlega bjargarlaus
á.
Við viljum taka inn í samninga nú
með hvaða hætti eigi að finna út
meðallágmarkslaun í stærri fram-
kvæmdum, svo erlendir verktakar
geti ekki komið inn í landið í skjóli
undirborgana, heldur verði þeir að
taka mið af því sem gengur og ger-
ist á vinnumarkaðnum. Þetta er
nýjung sem við leggjum mikið kapp
á eftir miklar deilur í Búrfellslínu
og við Sultartangavirkjun. Við
munum láta brjóta á þessu ef þarf,“
sagði Guðmundur.
Arnar HU slær
enn eitt metið
FRYSTITOGARINN Arnar HU
kemur til heimahafnar á Skaga-
strönd síðdegis í dag með metafla-
verðmæti, um 140 milljónir, eftir
33 daga veiðiferð. Ætla má að há-
setahluturinn eftir túrinn nemi
ríflega 1.300 þúsund krónum.
Arnar HU var að veiðum fyrir
Suðausturlandi í veiðiferðinni og
er aflinn upp úr sjó um 670 tonn.
Uppistaða aflans er þorskur, um
500 tonn, en einnig eru í aflanum
um 150 tonn af grálúðu og um 20
tonn af ýsu. Verðmæti aflans er
um 140 milljónir króna, eða um
4,4 milljónir að meðaltali á dag,
sem er íslandsmet, en eftir því
sem næst verður komist var metið
áður um 126 milljónir króna.
Að sögn Ama Sigurðssonar
skipstjóra var jöfn og góð veiði
alla veiðiferðina. „Það koma nú
ekki margir svona túrar á ári en
við erum engu að síður tiltölulega
vel settir því Skagstrendingur hf.
er með góðan þorskkvóta.
Núna er uppistaða aflans frem-
ur verðmætur fiskur, auk þess
sem aflabrögðin voru góð allan tí-
mann. Þó að veðrið hafi verið leið-
inlegt allan tímann misstum við
aðeins einn dag úr veiðum vegna
brælu. Það hefur líka sitt að segja
að hér er góð og samhent áhöfn
þar sem allir leggja mikið á sig til
að ná góðum árangri. Flestir skip-
verja hafa verið hér lengi og það
vita því allir hvað þeir eru að
gera,“ segir Ami.
250 milljónir í tveimur
veiðiferðum
Aflaverðmæti Amars HU fór á
síðasta ári yfir 1 milljarð króna,
var meðalaflaverðmæti á dag þá
um 3,5 milljónir króna. Þá fór
aflaverðmætið fjómm sinnum yfir
100 milljónir króna. Amar HU er
nú að koma úr sinni annarri veiði-
ferð á þessu ári og var aflaverð-
mætið í þeirri fyrri nærri 110
milljónir króna.
Ingólfur Arnarson
nemur land á ný
FYRSTI landnámsmaður íslands,
Ingólfur Amarson, hefur numið
land á Árbæjarsafni ásamt konu
sinni Hallveigu Fróðadóttur. Sem
kunnugt er hefur lítið borið á Ing-
ólfi í Reykjavík siðustu 1100 árin,
en hann hefur nú verið endur-
vakinn til lífsins og geta Reykvík-
ingar og aðrir landsmenn skoðað
hann á sýningu um sögu Reykjavík-
ur sem verið er að setja upp á Ár-
bæjarsafni. Sýningin verður opnuð
um næstu mánaðamót. Á myndinni
eru safnverðimir Iris Sigurjóns-
dóttir og Helgi M. Sigurðsson að
koma Ingólfi og Hallveigu fyrir í
skála þeirra, sem endurbyggður
hefur verið á safninu.
TVÆR NYJAR
TÖLVUORÐABÆKUR
A GEISLAÐISKUM
Tölvuorðabókin er mjög
hentug námsmönnum,
fyrirtækjum og öðrum, t.d.
tit þýðinga, glósusöfnunar,
villulestrar í Word 97 og
aðstoðar við beygingu orða.
Verð aðeins
5.980 kr.
hvor
Mál og menning
malogmenning.is
m 09
Morgunblaðið/Golli