Morgunblaðið - 14.03.2000, Page 8

Morgunblaðið - 14.03.2000, Page 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SAMNINGAR Svona, segðu honum það, hann verður svo glaður að heyra að þú hafír ekki viljað sjá að fá eins mikla kauphækkun og hann fékk. Sjálfstæðismenn mótmæla ákvörðun borgarstjdra Borgin hættir þátttöku í ráðstefnuskrifstofunni BORGARFULLTRÚAR Sjálf- stæðisflokksins bókuðu mótmæli í borgarráði vegna ákvörðunar borgarstjóra um að segja Reykja- víkurborg úr Ráðstefnuskrifstofu íslands. I svarbókun borgarstjóra er bent á að borgin hafi skuldbund- ið sig til að greiða rekstrarframlag til skrifstofunnar í þrjú ár. I bókun sjálfstæðismanna kemur fram að um einhliða ákvörðun borgarstjóra sé að ræða. Tilkynn- ing um úrsögn hafi verið send stjórn Ráðstefnuskrifstofu í lok desember 1999. í bókuninni segir, „Sú tilkynning styðst ekki við neina samþykkt sem gerð hefur verið á vettvangi borgarinnar.“ Bent er á að aðildin hafi verið stað- fest á fundi borgarráðs 12. maí árið 1992, um leið og borgarráð sam- þykkti samstarfssamning og sam- þykktir fyrir Ráðstefnuskrifstofu Islands. Þá segir, „Breytingar á þeirri samþykkt borgarráðs verða einungis gerðar í borgarráði. Sú gjörð borgarstjóra að segja Reykjavíkurborg úr Ráðstefnu- skrifstofu íslands hlýtur að teljast ólögmæt." I bókun borgarstjóra segir að samstarfssamningurinn, sem borg- RÍKISSAKSÓKNARI, sem tekið hefur stóra fíkniefnamálið til ákæru- meðferðar mun í dag, þriðjudag, og á morgun, miðvikudag, krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds- úrskurðar til 26. apríl yfir öllum níu sakbomingum í málinu. Gæsluvarð- arráð samþykkti árið 1992, feli í sér að borgin skuldbindi sig til að greiða rekstrarframlag í 3 ár. Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar vegna ársins 2000 hafi verið gerð grein fyrir að einungis væri gert ráð fyr- ir framlagi í sex mánuði á árinu. Með því að segja upp aðildinni hafi borgarstjóri verið að framfylgja samþykkt fjárhagsáætlunar. hald sakbominganna rennur út á miðvikudag. Þeir sem lengst hafa setið í gæslu- varðhaldi vegna rannsóknar málsins era fjórir menn á þrítugsaldri, sem hafa verið í gæsluvarðhaldi í sex mánuði. Krafíst gæslu til 26. apríl Leitaðu nánari upplýsinga í síma Viðskiptavinir Verðbréfastofunnar uppskáru vel á árinu sem leið en þá hækkaði Heimssjóður Carnegie í Luxemborg um 56%. Morgan Stanley hlutabréfavísitalan hækkaði um 23,5% og Norðuriandasjóðurinn gaf 44,9% ávöxtun. Carnegie er eitt stærsta og virtasta verðbréfafyrirtæki Norður- landa og annast Verðbréfastofan um málefni sjóða Carnegie á íslandi. . VERÐBREFASTÖFAN Suðurlandsbraut 20, Reykjavík Sími 570-1200 Lyfjatæknum fer fjölgandi Er lyfjatæknir í apótekinu þínu? Sigrún Guðmundsdóttir MIKIL umræða hefur verið í samfélaginu um lyf og lyfjabúðir síðan ný lög um lyfsölu tóku gildi fyrir fjóram áram. Það hefur þó ekki farið hátt í umræðunni að í apótekum fer stöðugt fjölgandi lyfjatæknum sem eru sér- menntuð stétt starfs- manna í lyfjabúðum - en frá Lyfjatækniskóla ís- lands og nú frá Heilbrigð- isskólanum í Ármúla hafa útskrifast hátt í þrjú hundrað lyfjatæknar. Lyfjatæknar hafa sitt fagfélag - Lyfjatæknafé- lag fslands, formaður þess er Sigrún Guð- mundsdóttir lyfjatæknir á Selfossi. En hvert skyldi vera verksvið lyfjatækna? „Það er í rauninni allt sem kemur að lyfjum og lyfja- málum. Flestir lyfjatæknar starfa í apótekum og koma þar að afgreiðslu á lausasölulyfjum og lyfseðlum, ásamt því að veita ráðgjöf í hjúkrunarvörum og ýmsum sérvörum. Það era sífellt að koma á markaðinn flóknari lyf og skiptir því æ meira máli að lyfjaafgreiðsluna annist fagfólk," sagði Sigrún. - Fá lyfjatæknar mikla kennslu í lyfjafræði? „Lyfjatæknar fá kennslu í lyfjafræði en auðvitað ekki nærri því eins umfangsmikla og lyfja- fræðingar enda er þeirra nám á háskólastigi. Lyfjafræðingur bera ábyrgð á afgreiðslu lyfseð- ilsskyldra lyfja en lyfjatæknar geta komið að afgreiðslu þeirra að öðru leyti.“ -Hvernig er nám lyfjatækna skipulagt? „Þetta er fjögurra ára nám á framhaldsskólastigi. Fyrst er tveggja ára undirbúningsnám á heilbrigðissviði og síðan er þetta tveggja ára sérnám. Námið fer fram í Heilbrigðisskólanum og svo er tíu mánaða starfsnám í apóteki eða á sambærilegum vinnustað. Þess má geta að End- urmenntunardeild Háskóla Is- lands sér um endurmenntunar- námskeið fyrir lyfjatækna, en mjög mikilvægt er fyrir þá að fylgjast með nýjungum í grein- inni.“ -Á lyfjatækninámið sér hlið- stæðu erlendis? „Já, þetta nám hér er mjög hliðstætt lyfjatækninámi á Norð- urlöndum en þar er þessi stétt mun eldri en hér. íslenskir lyfja- tæknar hafa samstarf við kollega sína á Norðurlöndum, fara á lyfjatæknaþing þar þar sem menn skiptast á skoðunum og greina frá nýjungum í hverju landi fyrir sig.“ - Fylgjast íslenskir lyfjatækn- ar vel með því sem gerist í lyfja- heiminum? „Já, við reynum að gera það. I samþykkt sem gerð var á nor- rænu lyfjatæknaþingi í Noregi á sl. ári segir svo: Ór- uggustu upplýsingar um lyf fást í apótek- um. Upplýsingar um lyf í apótekum eru mikilvægar til að tryggja rétta lyfjan- otkun og era jþýðingarmikill hluti af fyrirbyggjandi heilsu- farsaðgerðum. Upplýsingar um lyf til sjúklinga skulu vera veitt- ar af faglærðu fólki í apótekum, lyfjafræðingum eða lyfjatækn- um. í heimi þar sem aðgangur að lyfjafræðilegum upplýsingum er aukinn er mikilvægt að tryggður sé aðgangur að traustum og ör- ► Sigrún Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 13. ágúst 1960 en úlst upp í Ölfusinu. Hún lauk lyfjatækriaprófi 1982 og stúdentsprófi úr Fjölbrauta- skóla Suðurlands 1993. Hún hefur tekið þátt í félagsmálum, m.a. unnið fyrir Lyfjatæknafé- lag ísiands, þar af setið í stjórn félagsins frá 1996, formaður hefur hún verið 1998. Sigrún starfar í Árnesapóteki á Sel- fossi sem lyfjalæknir. uggum upplýsingum. Það er mikilvægt að það sé skýrt að heildarstefna og hlutverk apót- ekanna á Norðurlöndum er að upplýsingaskyldan er í þágu sjúklings/skjólstæðings apóteks- ins og allt starfsfólk apóteka ber ábyrgð á því að sjúklingurinn fái réttar og öraggar upplýsingar. Þetta er mikilvægur hluti af starfi og markmiði apótekanna.“ -Leitar fólk mikið eftir upp- lýsingum um lyf? „Já, það gerir það. Fólk vill fá upplýsingar um aukaverkanir hugsanlegar og lyfjatæknar geta í mörgum tilvikum gefið slíkar upplýsingar. í auknum mæli er hægt að nálgast upplýsingar á Netinu um hin ýmsu lyf en við í apótekunum teljum að þær upp- lýsingar komi ekki í stað þeirra sem gefnar era augliti til auglit- is, það era svo mörg atriði og spurningar sem koma inn í slíka umfjöllun. T.d. geta verið um að ræða milliverkanir milli lyfja, ýmsir sjúkdómar spilað inn í og margt fleira." - En hvað með allar þær vörur aðrar sem fást í apótekum - eruð þið menntuð í t.d. kremvörum og öðru slíku? „Við höfum menntun hvað snertir almenna húðhirðu og get- um því leiðbeint fólki um val sem á í vanda vegna ýmissa kvilla, svo sem vegna þurrar húðar, flösu og fleira í þeim dúr. í þessu sambandi er líka hægt að nefna val á vítamínum og fæðubótar- efnum, hjúkranarvörum og sjúkragögnum. Lyfja- tæknastarfið er skemmtilegt og fjöl- breytt og þótt það sé ekki sérlega vel launað býður það upp á marga möguleika. At- vinnumöguleikar era góðir í apótekum, á sjúkrahúsum, í heildsölum og á opinberum stofnunum. Okkar framtíðarsýn er að það verði með tímanum eingöngu faglært fólk sem sinnir lyfjaafgreiðslu eins og er víða er- lendis - góð spurning almenn- ings væri: Er lyfjatæknir í apót- ekinu þínu?“ Eingöngu faglært fólk i lyfja- afgreiðslu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.