Morgunblaðið - 14.03.2000, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2000 11
FRÉTTIR
Brunamála-
stjóri biðst
lausnar frá
næstu ára-
mótum
BERGSTEINN Gizurarson,
brunamálastjóri ríkisins, hefur
beðist lausnar úr starfi sínu frá og
með næstu áramótum. Fyrir liggur
að gerðar verða viðamiklar breyt-
ingar á Brunamálastofnun, sam-
kvæmt frumvarpi sem umhverfis-
ráðherra kynnti í ríkisstjórninni sl.
föstudag. Ráðgert er að frumvarp-
ið verði að lögum í vor og taki gildi
um næstu áramót. Brunamálastjóri
hefur óskað eftir því að hætta
störfum þegar breytingarnar taka
gildi.
Magnús Jóhannesson, ráðuneyt-
isstjóri í umhverfisráðuneytinu,
segir að breytingarnar felist í því
að styrkja framkvæmd eldvarnar-
eftirlits í landinu, skýra betur hlut-
verkaskipti ríkis og sveitarfélaga
og styrkja menntun og þjálfun
slökkviliðsmanna í Brunamálaskól-
anum. Hann segir að slökkviliðun-
um verði jafnframt faldar með
formlegum hætti hreinsunarað-
gerðir vegna mengunaróhappa úti
á landi. Brunamálastofnun verður
einkum ætlað að hafa eftirlit með
því að framkvæmd brunamála sé
alls staðar með sama hætti í land-
inu. Stofnunin sinnir hins vegar
minna beinum úttektum eins og
verið hefur.
Bergsteinn segir að sér þyki rétt
að hætta um áramótin eftir tæp-
lega fimmtán ár sem brunamála-
stjóri. „Eg verð orðinn 64 ára þeg-
ar ég læt af störfum. Það er
ýmislegt annað sem mig langar til
að gera,“ segir hann.
Hann kveðst vera mjög sáttur
við frumvarp um breytingar á
brunavörnum. „Það er helst það
sem ég öfunda eftirmann minn af
hve hann fær góð lög til að starfa
eftir,“ sagði Bergsteinn.
Vilhjálmur H.
Vilhjálmsson
SAMTÖKIN Ungir jafnaðarmenn
voru stofnuð á laugardag og þar
með varð til formlegt félag ungs
fólks innan Sam-
fylkingarinnar.
Bráðabirgða-
stjórn var skipuð
til sex mánaða, í
henni sitja Vil-
hjálmur H. Vil-
hjálmsson for-
maður, Katrín
Júlíusdóttir vara-
formaður, Hjalti
Már Þórisson,
Guðrún Halla
Sveinsdóttir, Fríða Rós Valdimars-
dóttir, Gestur Páll Reynisson,
Hólmfríður Anna Baldursdóttir,
Ágúst Ágústsson, Einar Einarsson,
Gerður Magnúsdóttir og Björgvin
G. Sigurðsson.
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson segir
í samtali við Morgunblaðið að með
stofnun samtakanna rætist lang-
þráður draumur. „Ungt fólk hefur
lengi haft forgöngu um sameiningu
vinstrimanna og nú þegar verið er
að fara að stofna stóran jafnaðar-
mannaflokk er unga kynslóðin enn
á ný á undan þeim sem eldri eru.“
Nafnið verði Jafnaðarflokkur
eða Jafnaðarmannaflokkur
Vilhjálmur segir tvö meginstef
ríkjandi í hugmyndafræði ungra
jafnaðarmanna, félagslegt réttlæti
og frelsi einstaklingsins, en þetta
tvennt þurfi ekki að vera andstæðir
pólar. Virkja þurfi krafta einstakl-
ingsins til að drífa markaðinn áfram
en jafnframt eigi skattkerfið að út-
deila gæðum og tryggja þeim sem
ekki spjara sig í markaðskerfinu
viðunandi framfærslu.
„Einstaklingar eiga að keppa á
markaði, en þar eiga líka að gilda
mjög skýrar og ákveðnar sam-
Morgunblaðið/Asdís
Ungt fólk innan Samfylkingarinnar stofnaði á laugardag samtökin Ungir jafnaðarmenn á fundi í Iðnd.
keppnisreglur. Sum svið mannlífs-
ins eru líka það mikilvæg að ekki er
hægt að láta óheft markaðslögmál
ráða þar. Þar er helst að nefna
menntakerfið, heilbrigðiskerfið og
einnig verður að vera til félagslegt
öryggisnet."
Aðpurður segir Vilhjálmur nafn
nýstofnaðra samtaka gefa til kynna
þá skoðun þeirra að breyta þurfi
nafni Samfylkingarinnar.
„Því er ekki að neita að ástæða
þess að við köllum okkur Unga jafn-
aðarmenn er sú að við viljum að
hinn nýstofnaði flokkur heiti Jafn-
aðarflokkurinn eða Jafnaðarmanna-
flokkurinn. Hugtakið Samfylkingin
var ágætt á meðan þetta var kosn-
ingabandalag, en segir í sjálfu sér
ekki mikið og hefur ekki gildi í
sjálfu sér.“
I stjórnmálayfirlýsingu stofn-
fundar er tekin skýr afstaða í ýms-
um málaflokkum og til dæmis er
lýst yfir vilja til að sækja um aðild
að Evrópusambandinu. Vilhjálmur
segir samtökin treysta sér fullkom-
lega til þess að taka skýra afstöðu
þrátt fyrir að Samfylkingin sem
heild hafi ekki gert það, en eitt af
vandamálum Samfylkingarinnar sé
að hún hafi ekki talað nógu skýrt.
Aðspurður segir Vilhjálmur að
félagar Ungra jafnaðarmanna muni
sækjast eftir áhrifum á landsfundi
Samfylkingarinnar í maí, en ekki sé
tímabært að nefna að hvaða leyti
sóst verður eftir formlegri þátttöku.
Hann segir nýskipaða stjórn ekki
lýsa yfir stuðningi við neitt for-
mannsefna, en segist sjálfur ekki
fara í launkofa með stuðning sinn
við Össur Skarphéðinsson. „Eg tel
að Össur sé heppilegasti maðurinn
og að hann hafi þær skoðanir sem
þarf til þess að flokkurinn fái þann
sess í stjórnmálaflórunni sem hann
á skilið.“
Yilhjálmur H. Vilhjálmsson, formaður nýrra samtaka ungrajafnaðarmanna
Ungt fólk hefur lengi haft for-
göngu um vinstri sameiningu
Allsherjarkosn-
ing í stjórn SFR
Samkomulag um sölu á húseign Sjónvarpsins
Að mestu nýr tækja-
búnaður í Efstaleiti
Morgunblaðið/Ásdís
Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri og Sigurjon Sighvatsson handsala
samninginn. Á milli þeirra stendur Magnús Leopoldsson, fasteignasali.
SIGURJÓN Sighvatsson, kvik-
myndaframleiðandi í Bandaríkjun-
um, og fyrirtækið Ofanleiti ehf.,
hafa komist að samkomulagi við
Sjónvarpið um kaup á húseign
Sjónvarpsins á Laugavegi 176.
Kaupverðið er 280 milljónir kr. sem
greiðast við afhendingu 1. septem-
ber næstkomandi. Húsið var auglýst
til sölu í desember sl. og bárust sex
tilboð í það sem voru metin of lág en
hæsta boð var 220 milljónir kr.
Markús Örn Antonsson útvarps-
stjóri segir að sýnilegt sé að áætlan-
ir um að flutningur Sjónvarpsins í
Efstaleiti júlí-ágúst eigi að geta
staðist. „Það gengur allt samkvæmt
verkáætlun við innréttingar hér í
húsinu og gengið hefur verið frá
samningum við framleiðendur
tækjabúnaðar sem við þurfum að fá
í húsið.“
Markús Örn segir að megninu til
verði nýr tækjabúnaður í nýja hús-
inu. Lítið hafi verið endurnýjað á
síðustu árum því lengi hafi staðið til
að flytja starfsemina og kaupa ný
tæki. Markús Örn segir að stefnt
verði að því að ná sem mestri hag-
ræðingu með flutningunum í Efsta-
leiti, þar á meðal með meiri sam-
ræmingu í verkefnum útvarps og
sjónvarps. Talið er að sparnaður við
ýmsa rekstrarþætti við að flytja
Sjónvarpið í nýja húsið verði um 60
milljónir kr. á ári. Hann segir að til
umræðu sé náin samvinna frétta-
stofa útvarps og sjónvarps og það
geti leitt til samruna vissra verk-
þátta. Svæðisstöðvar úti á landi hafi
verið að fikra sig í þessa átt og í
auknum mæli munu þingfréttaritar-
ar og fréttaritarar í útlöndum í
auknum mæli vinna fyrir báða miðl-
ana.
Ekki sé þó um það að ræða að
skornai' verði niður fjárveitingar til
frétta heldur sé fremur verið að
ræða um að hægt verði að vinna
hlutina betur og með markvissari
hætti t.d. með því að nýta betur
sérfræðiþekkingu einstakra frétta-
manna sem hingað til hafa ýmist
unnið í útvarpi eða sjónvarpi.
NÚ stendur yfir allsherjarkosning í
stjórn Starfsmannafélags ríkis-
stofnana (SFR) og er gert ráð fyrir
því að niðurstöður verði kynntar á
aðalfundi félagsins hinn 25. mars
nk. Ellefu manns gefa kost á sér í
stjórnina til næstu tveggja ára en
hana skipa tíu manns auk formanns
félagsins.
Fjögur ár eru síðan síðast fóru
fram kosningar í stjórn félagsins en
fyrir tveimur árum var sjálfkjörið í
stjórnina eftir að uppstillingarnefnd
hafði lagt fram tillögu um skipan
stjórnar til trúnaðarmannaráðs fé-
lagsins. Alls um 4.700 manns, hvað-
anæva af landinu, eru í félaginu.
Uppstillingarnefnd lagði fram til-
lögu um nöfn tíu manna í stjórn fé-
lagsins á fundi trúnaðarmannaráðs
félagsins hinn 22. febrúar sl. en áð-
ur en til samþykktar á þeim lista
kom til eins og formaður uppstill-
ingarnefndar, Ingibjörg Óskars-
dóttir, hafði búist við var stungið
upp á Valdimar Leó Friðrikssyni
stuðningsfulltrúa í stjórnina.
Vegna þessa þurfti að efna til at-
kvæðagreiðslu á fundi trúnaðar-
mannaráðs og í henni hlaut Valdi-
mar Leó 50% atkvæða sem nægði
honum ekki til að komast inn á lista
trúnaðarmannaráðs. Ákvað hann þá
að safna ákveðnum fjölda undir-
skrifta félagsmanna sér til stuðn-
ings og gat hann þar með kallað til
allsherjarkosningu í félaginu um
fulltrúa í stjórn félagsins.
Valdimar Leó ritaði um aðdrag-
anda allsherjarkosningarinnar í
Morgunblaðið í síðustu viku og
greindi hann þar m.a. frá því að for-
maður uppstillingarnefndar sem
jafnframt er varaformaður núver-
andi stjórnar hefði á fyrrgreindum
trúnaðarmannaráðsfundi lagst gegn
því að hann byði sig fram í stjórn
félagsins þar sem listi uppstillingar-
nefndar lægi þegar fyrir. Sagði
hann því m.a. að það gæti ekki talist
lýðræði né félaginu til framdráttar
ef fyrirfram væri ákveðið hverjir
mættu gefa kost á sér í stjórn og
hverjir ekki.
Reynt að hafa
stjórnina fjölbreytta
Ingibjörg Óskarsdóttir, formaður
uppstillingarnefndar, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið það ekki rétt
að ekki gætti lýðræðis í félaginu og
benti á að kosning hefði farið fram
á fundi trúnaðarmannaráðs eins og
fyrr var greint frá en að í þeim
hefði Valdimar Leó ekki hlotið
nægilegt fylgi til þess að ná inn á
títtnefndan lista.
Ingibjörg greindi frá því að hún
hefði ekkert á móti Valdimar pers-
ónulega en skýrði frá því að á fund-
inum hefði hún sett sig upp á móti
því að hann færi inn á listann vegna
þess að þar væri fyrir annar félags-
maður sem væri stuðningsfulltrúi.
Hún teldi með öðrum orðum æski-
legt að í stjórn félagsins kæmi fram
þverskurður af félagsmönnum og
að í henni sætu fulltrúar sem flestra
starfstétta innan félagsins. Það
næði hins vegar ekki fram að ganga
væru í stjórninni tveir fulltrúar
stuðningsfulltrúa.