Morgunblaðið - 14.03.2000, Page 20

Morgunblaðið - 14.03.2000, Page 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Síðasta ár hið glæsilegasta í sög'u Bunaðarbanka Islands hf ■ Morgunblaðiö/Jim Smart Frá aðalfundi Búnaðarbankans. Talið frá vinstri eru Kristinn Zimsen, framkvæmdastjóri útibúasviðs, Stefán Pálsson aðalbankastjóri, Valgerður Sverris- dóttir viðskiptaráðherra og Pálmi Jónsson, formaður bankaráðs. Starfsmenn bankans fá 120 þúsund króna launaauka REKSTRARÁÆTLUN Búnaðar- banka íslands fyrir árið 2000 gerir ráð fyrir að hagnaður fyrir skatta verði 1.900 milljónir króna en 1.400 milljónir króna að teknu tilliti til skattaáhrifa. Er þá gert ráð fyrir því að vaxtamunur lækki enn frekar og verði 3,2% í árslok í stað 3,37% 1999, sem þó var nokkur lækkun frá fyrra ári. Þetta kom fram á aðalfundi Bún- aðarbankans, sem haldinn var síð- astliðinn laugardag. Hagnaður bankans fyrir skatta á árinu 1999 nam 1.704 milljónum króna og að teknu tilliti til reiknaðra skatta var hagnaðurinn 1.221 milljón króna. A fundinum kom fram að í ljósi góðrar afkomu bankans hafi verið tekin sú ákvörðun að allir starfs- menn sem voru í fullu starfi allt síð- astliðið ár fái 120 þúsund króna launaauka og njóti þannig rekstrar- árangurs bankans. Starfsmenn í hlutastarfi og þeir sem byrjuðu á ár- inu fá greitt hlutfallslega. Greiddur verður 10% arður af nafnverði hluta- fjár til hluthafa en þeir eru í dag tæplega 32 þúsund. Glæsilegasta árið í sögu bankans Pálmi Jónsson, formaður banka- ráðs Búnaðarbankans, sagði í ræðu sinni á aðalfundi bankans að síðasta ár hafi verið hið glæsilegasta í sögu bankans til þessa, og nokkrir megin- þættir hafi ráðið mestu um vel- gengni bankans. I fyrsta lagi hafa efnahagsleg skilyrði verið hagstæð á síðustu árum, bjart væri um að litast frá flestum kennileitum efnahags- lífsins og hagur þjóðarbúsins, fyrir- tækja og heimila hefur farið mjög batnandi. „Þetta hefur að sjálfsögðu skapað ákjósanleg skilyrði fyrir vaxandi umsvif og blómlega afkomu Búnað- arbankans. I annan stað er rétt að rifja það upp að þegar er ákveðið var að breyta rekstrarformi bankans í hlutafélag, settí bankinn sér markmið. Bankinn einsetti sér að sækja fram. Hann skyldi standa sig í þeirri samkeppni sem sífellt var að harðna á milli bankastofnana og á fjármálamarkaðnum í heild. Hann skyldi verða í forystu, eða a.m.k. í forystusveit fjármálaíyrirtækja að því er varðar þjónustu og ávöxtun á fé viðskiptavina sinna, ávöxtun á eigin fé, rekstrarafkomu og hag- kvæmni í rekstri. Með þessu skyldi hann sanna tilverurétt sinn. Þetta hefur tekist, sókn að þessum markmiðum hefur heppnast. í þriðja lagi byggist árangurinn af starfsemi bankans framar öðru á því starfi sem unnið er innan veggja hans. Bankinn hefur á að skipa öfl- ugu starfsfólki. Forystusveitin, bankastjórar, framkvæmdastjórar og ýmsir lykilmenn í starfsliði bank- ans starfa vel saman, en hafa þó skýra verkaskiptingu samkvæmt skipuriti. Þessir aðilar búa yfir mik- illi þekkingu og reynslu og hafa sýnt ótvíræða hæfni og frumkvæði til nýjunga í starfi, þar á meðal að nýta þá möguleika sem dag frá degi eru að opnast með nýrri tækni. Starfs- menn allir eiga sinn góða hlut að því hvernig til hefur tekist. Ekkert lofar starfsfólkið betur en sá árangur sem birtist í reikningum bankans og ört vaxandi verðgildi,“ sagði Pálmi. Útlán vaxið mest til sjávarútvegsins I máli hans kom fram að útlán Búnaðarbankans á síðasta ári hefðu aukist verulega en samt drjúgum minna en innlánin. Utlán hefðu vax- ið mest til sjávarútvegsins, en skýr- ingin væri sú að nokkur öflug sjáv- arútvegsfyrirtæki hefðu bæst í hóp viðskiptavina bankans, auk þess sem bankinn hefði í nokkrum tilvik- um getað boðið fyrirtækjum hag- stæðari lán en þau áttu kost á eða höfðu áður fengið erlendis. „Nú eru lánveitingar Búnaðar- bankans til sjávarútvegsins nær þrefalt hærri en til landbúnaðarins. Fyrir fáum árum var þetta hlutfall þveröfugt," sagði Pálmi. Hann sagði reynsluna hafa sýnt að það hafi verið ríkissjóði hagstætt að taka tiltölulega stutt skref í senn við sölu á hlutabréfum í bankanum í stað þess að selja hann í heilu lagi. „Það er skoðun okkar í Búnaðar- bankanum að hyggilegt sé að standa þannig að verki áfram. Markmið rík- isstjórnarinnar um dreifða eign á hlutabréfum í bankanum hefur einn- ig náðst með afgerandi hætti og þó að nokkur hreyfing sé á markaðnum varðandi eignarráð á þessum bréf- um, eru hluthafar í bankanum nú um 33 þúsund talsins. Allt speglar þetta það traust sem til bankans er borið.“ Pálmi vék að því í ræðu sinni að á undanförnum árum hefði annað veif- ið verið efnt til viðræðna við Landsbankann um möguleika á hag- ræðingu í útibúakerfi bankanna. Sá árangur hefði nú orðið að Búnaðar- bankinn og Landsbankinn hafa orð- Svipuð afkoma o g árið áður HAMPIÐJAN hf. hagnaðist um 147,4 milljónir króna árið 1999 og jókst hagnaður um 3,7% frá fyrra ári þegar afgangur ársins nam 142,1 milljón króna. Rekstrartekjur dróg- ust lítillega saman en þær námu 1.494,5 milljónum króna árið 1999 á móti 1.535,7 milljónum árið áður. „Við erum þokkalega sáttir við ár- ið í fyrra. Við lögðum mikla áherslu á vöruþróun og gerum ráð fyrir að það muni skila sér á þessu ári,“ segir Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Hampiðjunnar, í samtali við Morg- unblaðið. „Hampiðjan hefur sterka stöðu, bæði markaðslega og efnahagslega, og við ætlum okkur að nýta þennan styrk til að stækka reksturinn. Við tókum nokkur stór skref í þá átt á síðasta ári og gerum ráð fyrir að at- huga fleiri slík á þessu ári.“ Hjörleifur segir að veltan á sein- asta ári hafi verið um 1.500 milljónir og að áætlanir geri ráð fyrir að hún verði um 2.400 milljónir á þessu ári. „Gert er ráð fyrir aukningu bæði vegna uppkaupa á öðrum fyrirtækj- um sem og vegna aukningar á sölu okkar afurða. Eg tel ekki ólíklegt að veltan verði um 3.000 milljónir árið 2001, sem merkir að okkur takist að ið sammála um að Búnaðarbankinn kaupi útibú Landsbankans í Vík, ásamt afgreiðslu bankans á Kirkju- bæjarklaustri. „I samningnum er kveðið á um yf- irfærslu innstæðna og skuldbind- inga en einnig um þætti er varða hagsmuni starfsfólks. Hér er stigið skref til hagræðingar í bankakerf- inu, sem unnt væri að gera víðar, og ég vænti að verði öllum aðilum til góðs,“ sagði hann. Framfylgja ber þeim reglum sem í gildí eru í ræðu Pálma kom fram að Verð- bréfasvið Búnaðarbankans hefði átt auka veltuna um 100% á tveimur ár- um. Aðalatriðið er hins vegar að það takist að auka hagnaðinn að sama skapi í kjölfarið, en ég tel að það sé fyllilega raunhæft þó að allri stækk- un fylgi vaxtarverkir," segir Hjör- leifur. Teljum fyrirtækið á góðri leið Friðrik Magnússon, deildarstjóri eignastýringar hjá Verðbréfamark- aði íslandsbanka, segir að uppgjör Hampiðjunnar hafi verið nokkurn veginn í samræmi við þeirra vænt- ingar. „Það er reyndar minni fram- legð en árið áður, en á móti kemur betri niðurstaða fjármunatekna og fjármagnsgjalda. drjúgan þátt í góðri afkomu bank- ans. Vegna hinnar öru fjölgunar starfsmanna hefði verið of þröngt um starfsemi Verðbréfasviðsins, sem m.a. hefði valdið erfiðleikum við að koma þar á tilskildum aðskilnaði milli verksviða, svokölluðum Kína- múrum. Nú hefði verið gengið frá kaupum á húsnæði bæði í Hafnar- stræti og Tryggvagötu til þess að leysa þennan vanda. „Verðbréfamarkaðurinn hér á landi hefur verið að ganga í gegnum sitt gelgjuskeið. í öllum þeim um- ræðum sem fram hafa farið um verklagsreglur verðbréfafyrirtækja á undanförnum vikum hefur komið í ljós að samræmdar verklagsreglur hafa ekki enn hlotið staðfestingu, en tillaga að slíkum reglum liggur fyrir hjá Fjármálaeftirlitinu. Fram hefur komið að gildandi reglur eru ekki alls staðar nákvæmlega eins, túlkun þeirra hefur verið mismunandi hjá fyrirtækjunum sjálfum og sum fyr- irtæki hafa ekki sett sér verklags- reglur. Það er því ekki að undra þótt eitthvað hafi farið á mis við fram- kvæmd þessara mála. Það haggar þó ekki því að framfylgja ber þeim reglum sem í gildi eru. Það hefur verið gert afdráttarlaust í Búnaðar- bankanum í samræmi við túlkun Fjármálaeftirlitsins eftir að athuga- semdir þess bárust 31. janúar sl. Eigi að síður væri það hið mesta nauðsynjaverk að koma á skýrum samræmdum reglum fyrir verð- bréfamarkaðinn í heild,“ sagði Pálmi. Kannað með afkomutengd launakjör starfsmanna Á aðalfundi Búnaðarbankans var samþykkt að greiða hluthöfum 10% arð af hlutafé. Hlutafé bankans er 4,1 milljarður króna þannig að arð- greiðslan nemur 410 milljónum. Þá var samþykkt að framlag til Menn- ingar- og styrktarsjóðs Búnaðar- banka íslands hf. yrði 25 milljónir króna í tilefni af 70 ára afmæli bank- ans 1. júlí næstkomandi, og sam- þykkt var tillaga um að beina því til bankastjórnar bankans að kanna hvort koma megi við afkomutengd- um launakjörum alls starfsfólks bankans. Hampiðjan er mjög eignasterk og á fyrirtækið hlutabréf sem hafa markaðsverð langt umfram bókfært verð, en þar munar 823 milljónum króna. Félagið er í talsverðum vexti og ætla þeir að halda því áfram. Eign þeirra í hlutabréfum umfram markaðsvirði merkir að eigið fé er vanmetið um þá upphæð. Eins eru langtímaskuldir félagsins aðeins um 300 milljónir og er eiginfjárhlutfall frekar hátt eða 50%. Þeir ætla sér væntanlega að ná því niður með því að fjárfesta í öðrum fyrirtækjum og auka veltuna. Við teljum fyrirtækið á góðri leið og höfum álitið Hampiðj- una ágætis fjárfestingarkost," segir Friðrik Magnússon. Hef opnað bókhaldsstofu í Súðarvogi 7 í Reykjavík, en ég rak áður bókhaldsstofu á Hvammstanga í 17 ár. Nýir viðskiptavinir velkomnir. Annast m.a. bókhald, gerð ársreikninga og skattskil fyrir einstaklinga og lögaðila. Ábyrg þjónusta — yfir 20 ára starfsreynsla. Bókhaldsstofa Hauks Friðrikssonar, Súðarvogi 7, 104 Reykjavík, símar 553 2440 og 893 4609. hf@simnet.is Hagnaður Hampiðjunnar 147 milljónir árið 1999 Hampiðjan hf Úr ársreikningi 1999 m Rekstrarreikningur 1999 1998 Breyting Rekstrartekjur Milljónir króna 1.495 1.536 -2,7% Rekstrargjöld -1.401 -1.411 -0,8% Fjármunatekjur (fjármagnsgjöld) 16 -27 Tekiu- oq eiqnarskattar -35 -23 +52,2% Hagnaöur af reglulegri starfsemi 75 75 0,0% Söluhagnaður fastafjármuna 72 67 +7,5% Hagnaður ársins 147 142 +3,5% Efnahagsreikningur 31.12.99 31.12.98 Breyting Eignir samtals Milljónir króna 2.484 2.020 +22,9% Eigið fé 1.242 1.101 +72,8% Skuldir 1.241 919 +35,0% Skuldir og eigið fé samtals 2.484 2.020 +22,9% Kennitölur og sjóðstreymi 1999 1998 Breyting Arðsemi eigin fjár 14% 15% Eiginfjárhiutfall 50% 54% Veltufjárhlutfall 1,1 1,7 Veltufé frá rekstri Milljónir króna 156 149 +4,7%

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.