Morgunblaðið - 14.03.2000, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2000 27
ið nokk að nú eru hinir sígildu miðlar
orðnir að framúrstefnu sem á mjög í
vök að verjast innan listaskóla en
nýmiðlamir að múgsefjun.
A stundum hefur verið líkast því
sem norrænar þjóðir hafí gleymt
hlutverki sínu og metnaðarfullri sér-
stöðu í hópi þjóðanna, fornri og ein-
stæðri menningararfleifð ásamt for-
ystu í nýsköpun á liðnum öldum.
Framsæknar myndlistarspírur frá
Þýskalandi og víðar leituðu til að
mynda til Kaupmannahafnar til að
hefja nám við listakademíuna við
Kóngsins nýjatorg, vegna þess að
skólinn hafði orð á sér fyrir að vera
frjálslyndari öðrum í Evrópu. Þar á
meðal voru ekki minni bógar í
evrópskri málaralist en Caspar Da-
vid Friedrich og Philipp Otto Runge,
sem stigu þar sín fyrstu skref 1794 og
1799. Höfðu að kennurum þá Jens
Juel og Nicolai Abraham Abildgaard,
föður danska nýklassísmans, enn-
fremur kennarar þeirra C.W.
Eckersbergs og Bertels Thorvalds-
ens. Þessu má ekki gleyma né hlut
gullaldarmálaranna dönsku, Norð-
mannsins Munchs og Svíans Strind-
bergs, mörgum fleiri og svo þeim sem
eru nær okkur eins og Cobra. Engin
ástæða hér að leggjast alfarið á spena
hjá stórþjóðunum til að fá viðurkenn-
andi klapp á öxlina fyrir þokkalegar
eftirgerðir, öllu frekar lyfta eina-
rðlega og af metnaði undir það sem
fyrir er og ber í sér safarík einkenni
norðursins, hina sérsöku djúphygli
og hin tæru birtumögn.
Skýtur þá skökku við varðandi
þessa upphafningu málverksins, að
nær allir meðlimir dómnefndar eru
forstöðumenn núlistasafna, sem eru
þekktari fyrir að halda öðru fram en
málverkinu, þó í mismiklum mæli sé.
I dómnefndinni er enginn fulltrúi
málara en hins vegar lyft ótæpilega
undir vald fræðinga og sýningar-
stjóra, sem um þessar mundir hafa
meiri ítök en í annan tíma varðandi
þróun mála á myndlistarvettvangi.
Of langt mál er að telja upp alla þá
sérfræðinga sem völdu úrtakið, en
þar eru meðal annars mættir til leiks
þrír gagnrýnendur og einn óskil-
greindur listamaður. Af f slands hálfu
voru það hins vegar Pétur Arason,
kaupmaður í Faco, Gunnar J. Ama-
son listheimspekingur og Hrafnhild-
ur Sehram, listsögufræðingur og for-
stöðumaður Listasafns Einars
Jónssonar, hinir tveir fyrmefndu
þekktari fyrir flest annað en ást á
málverki og norrænni málaralist,
þannig stór orð að titla þá sérfræð-
inga í norrænu málverki. Og þótt
maður beri fulla virðingu fyrir sér-
skoðunum dómnefndar og sérfræð-
inganna svonefndu, ber val þeirra í
sumum tilvikum svip af því að heym-
arlausir séu valdir í dómnefndir tón-
listarverðlauna. Þá er nafnleynd á
þeim málurum sem ekki völdust á
farandsýningamar sem má vera um-
deilanlegt, því hér á allt að vera gal-
opið, hlýtur eiga að teljast nokkur
sómi að komast yfírhöfuð á blað, upp-
lýsti að auk betur vinnubrögð dóm-
nefndar. Sóminn er þó tvíbentur í
ljósi þess að í hópi dómnefndar og
hinna 27 nefndarmanna er sem fyrr
segir jafnframt fólk sem vel að
merkja er mun þekktara fyrir að
ganga framhjá málverkinu og
ómerkja það, sumir lýst það úrelt
með öUu. Það er líka áberandi að þau
verk koma helst til álita tU verðlauna
er falla að hugmyndum þeirra og sér-
skoðunum varðandi aðra geira nú-
Usta, einkum hvimndeginum og til-
brigðum við hann. Hið hreina
upphafna og ómengaða málverk á
hér þannig óhjákvæmUega mun síður
upp á pallborðið eins og berlega kem-
ur íram, þótt margur er hjá stendur
kunni að greina í sumum þeirra
ferska nýstrauma, safa og vaxtar-
mögn. Það er barasta ekki „in“ hjá
sýningarstjórunum á augnablikinu
né í takt við hinn alþjóðlega gæsa-
gang, og gjalda íslenzku þátttakend-
umir þess óneitanlega. En einmitt
vegna viðtekinna stefnumarka getur
það ekki talist neinn vansi að vera hér
afskiptur og fyrir utan sjálfa dóm-
nefndina tel ég fáa greina meinta yf-
irburði verðlaunaverkanna, þau
hefðu alveg eins getað faUið í skaut
flestra sýnendanna einkum með full-
tingi orðafimleika. Sömuleiðis má
bera brigður á að þetta sé þverskurð-
ur þess ágætasta sem gert er í nor-
rænni myndUst nú um stundir. Það
má þó segja nefndarmönnum til
hróss, að nokkur fjölbreytni ríkir í
vaU myndverka og að þeir hafa
bersýnilega gengið heilir tU leiks út
frá eigin forsendum, eru trúir upp-
lagi sínu og skoðunum. En eigi sýn-
ingin að gefa hugmynd um hvar
landamæri málaraUstarinnar liggja
megnar hún naumast að svara því,
sem betur fer. Að málverkin mega
ekki vera eldri en tveggja ára kemur
manni einnig spánskt fyrir sjónir,
sýnu nær væri að hafa þau fimm sem
gæfi öUu meira svigrúm.
Frábærilega er vandað til allra
umbúða framkvæmdarinnar svo sem
sýningarskrár/bókar, geisladisks
fyrir blaðamenn og annarra upplýs-
inga, þannig að vart verður betur né
skUvirkar staðið að verki.
Bragi Asgeirsson
Tónakvöld fjölskyld-
unnar í Kópavogi
TONAKVOLD fjölskyldunnar verð-
ur í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20, í
félagsheimilinu Gullsmára, Gull-
smára 13, í Kópavogi. Hátíðin er á
vegum Tónlistarklúbbs Hana-nú.
I fréttatilkynningu segir m.a.:
„Gestir að þessu sinni er „tónafjöl-
skylda" með ættföðurinn Vilhjálm
S.V. Sigurjónsson, fyrrverandi
leigubílstjóra og söngvara, í farar-
broddi ásamt eiginkonu sinni, Erlu
Bergmann. Einnig koma fram
söngvarar með margra ára nám og
þjálfun að baki svo og fólk sem við-
heldur alþýðusönglistinni. Barna-
börn Vilhjálms og Erlu, þau Berg-
lind og Hanna Soffía Sverrisdætur,
Rakel Pálmadóttir og Hreimur
Heimisson munu syngja nokkur lög
með afa sínum og ömmu og
mömmu, Soffíu Guðmundsdóttur,
við undirleik Sverris Bergmanns,
sem er sonur Erlu og Vilhjálms.
Einnig munu krakkamir syngja
einsöng og dúetta m.a. lög við ljóð
eftir afa sinn. Þá mun Soffía, sem er
söngkona og söngkennari, syngja
nokkur lög með tengdaföður sínum,
Vilhjálmi. 75 ára aldursmunur er á
flytjendunum sem er í samræmi við
yfirskrift árs aldraðra; „Þjóðfélag
fyrir fólk á öllum aldri“. Að lokum
verður fjöldasöngur."
Aðgangur er ókeypis.
Gleraugnasalan,
Laugavegi 65.
adidas
VÖRN FYRIR AUGUN
Gleraugu fyrir unga fólkið
BEACOCK
barna úlpa/nísfóoruo
með ondunarfilmu
1.990
áður 7.400
Stærðir: 8-12 ára
Litir: 2
0TTER
barnaflís
1.990
áður 7.900
Stærðir: 4-12 ára
Litir: 2
FJ0RD
fullorð.flís
2.990
áður 8.600
Stærðir: S-XL
Litir: 5
DENVER
fullorð.jakhi
3.990
áður 11.200
Stærðir: S-XL
Litir: 6
með öndunarfilmu
Helstu sölustaðir:
Borgarsport, Borgamesi - Heimahornið,
Stykkishólmi - Kaupfélag Húnvetninga, Blönduósi
Blómsturvellir, Hellissandi - Kaupfélag
Skagfirðinga, Sauðárkróki - Siglósport, Siglurfirði
Söluaðili á Akuregri
HÖLDUR hf.
Illlíil
l- töppurCn*v u M'a/íát
n
i
SKEIFUNNI 6 • Sími 53 3 4450
stofnuö 5.júnf 1998
5T
SEGLAQERÐIN
ÆGIR
Eyjarslóð 7 Reykjavík Sími 511 2200
Stofnað 1913