Morgunblaðið - 14.03.2000, Síða 28

Morgunblaðið - 14.03.2000, Síða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Ljósmynd/Halldór Bjöm Hluti af veggverki Katrínar Sigurðardóttur á gangi Kjarvalsstaða. Geg’num múrinn Ljósmynd/Halldór Björn Verkið Cosmos eftir Jón Gunnar Árnason í Listasafni íslands. MYNDLIST Kjarvalsstaðir VEGGVERK - KATRÍN SIGURÐARDÓTTIR Til 16. raars. Opið daglega frákl. 10-18. VEG(G)IR halda áfram göngu sinni sem þemasýning á gangi Kjar- valsstaða. Þetta er snjöll leið til að gefa almenningi kost á að sjá verk verða til, og verða til í merkingunni að hverfa, eða deyja. Þannig er hverri sýningu lokið þegar viðkom- andi listamaður er tilbúinn með vegginn sinn, í stað hins venjulega, að sýningin byrji þegar verkið eða verkin eru komin á sinn stað. Katrín Sigurðardóttir vinnur nú á fullu við að klára sína útgáfu af veggnum sem tengir álmur Kjar- valsstaða. Með því að taka bókstaf- lega orðaleikinn Veg(g)ir - sem bæði má túlka sem veggi og vegi - brýtur Katrín sér braut gegnum vegginn yfir í landslagið sem finna má bakvið hann. Þetta gerir hún með módelsmíði þar sem hún býr til allnákvæma götumynd af hverfinu norðan Kjarvalsstaða og leggur of- an á þrjár ferningslaga plötur sem hún sker út úr veggnum og tengir við hann með hjörum svo úr verða fellidyr. Hurðirnar mynda því borðplötur út úr veggnum, en í sárið er settur spegill sem endurkastar módels- míðinni. Smíði Katrínar ofan á hurðinni er öndverð við raunveru- leikann, en spegilmyndin í sárinu á veggnum réttir hana af. Áhorf- andinn verður að horfa í spegilinn til að sjá götumyndina rétta. Með því verður spegilmyndin sem gat gegnum vegginn út til þeirrar áttar sem ekki er sýnileg Oheft tölvu- tjáning MYIVDLIST Listhusið, Laugardal MÁLVERK & TÖLVU- GRAFIK - SISSÚ (SIG- ÞRÚÐUR PÁLSDÓTTIR) TIL 16. mars. Opið á verslunartíma. SISSÚ hefur lengi fengist við myndlist, eða frá ofanverðum áttunda áratugnum. Öðru hvoru dúkkar nafn hennar upp í tengslum við samsýn- ingar, en síðast hélt hún einkasýning- ar í Vestmannaeyjum, vorið 1999, og í Ráðhúsi Reykjavíkur, í hittiiyrra. Nú hefur hún lagt undir sig Veislugallerí- ið og kaffistofuna í Listhúsinu, Laug- fyrir veggnum. Óneitanlega minnir slík hugmyndleg lausn á skugg- sjána í Orfeivi Jean Cocteau, sem leikendur sluppu gegnum eins og yfirborð vatns þegar þeir hurfu á vit Heljar. Við vestanverðan ganginn er módelsmíðin í stærðarhlutföllum sem gefa allskýra mynd af Flóka- götu, Háteigsvegi, Stórholti, Meðal- holti, Einholti og Þverholti. Á miðj- um veggnum eru stærðarhlutföllin með þeim hætti að bakhýsi Kjar- valsstaða - bókasafnið - tekur allt sviðið, en austanmegin eru minnstu hlutföllin, sem sýna allt hverfið norðan Flókagötu út að hafi. Þetta er ekki fyrsta módelsmíð Katrínar og vonandi ekki hennar síðasta. Hún hefur um nokkurra ára skeið unnið smáveraldir sem lýsa undursamlegum heimum í hnotskurn. Smáveraldir hennar eru oftast tengdar raunverulegu um- hverfi, svo sem sjá má í frábæru farandverki hennar The Green Grass of Home, frá 1997. Þar felldi hún módel af einum sextán lysti- görðum, á íslandi og í Bandaríkjun- um, í eina ferðatösku úr krossviði. Hægt er að fella út hin ýmsu hólf töskunnar og þá liggja garðarnir ljósir fyrir í allri sinni dýrð. í Fyrirmynd/Model, frá 1998, byggði Katrín hins vegar á ímynd- uðum þjóðvegum, þó með tilvísun til taugakerfis mannsheilans. Hugmyndin er náskyld skriðuls- kenningu franska heimspekingsins Jacques Deleuze - rhizome - um jafngild tengsl ólíkra þráða í flatri kerfisbyggingu. Þannig leita verk hennar - hugmyndalega og tækni- lega - langt út fyrir mörk hins sýni- lega heims, á vit sértækra miða þótt þau séu ávallt byggð á fullkomlega áþreifanlegum forsendum. ardal, með málverk í stærri salnum, en tölvugrafísk verk í kaffistofunni. Það er mikill undirliggjandi frum- kraftur í verkum Sissú, en hún er skilgetið afkvæmi Pollock í málai’a- listinni. Það sem er heillandi í mál- verkunum er hvernig hún heldur allri aksjóninni - skyndimálverkinu - al- gjörlega á yfirborðinu svo að úr verk- unum verður hlutur sem fremur vísar TU al- heimsins MYIVDLIST Listasafn íslands HÖGGMYND-JÓN GUNNARÁRNASON Til 9. apríl. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 11-17. FÆSTIR gerðu sér grein fyrir stöðu Jóns Gunnars Árnasonar og umfangi listar hans þegar hann lést á vormánuðum 1989, þá enn á besta aldri. Jón Gunnar var sérkennilega samsettur, hranalegur og fráhrind- andi, eða rausnarlegur og nærgæt- inn, og endurspegluðust þessar þver- stæður í list hans. Hann var tilfinningaríkur og afgerandi, og bjó yfir eldmóði sem nýttist honum til að hafa varanleg áhrif á nemendur sína. Þeir smituðust auðveldlega af hug- sjónaglóð hans og afdráttarleysi, og fyrir þeim opnuðust nýir heimar með nýjum víddum og nýjum möguleik- um. Enginn gat verið hlutlaus gagn- vart þessum sérkennilega manni. Tveir heimar sköruðust í list hans; heimur tækni, vélvæðingar og harð- soðinnar járnmenningar; og heimur náttúruafla, goðmagna og sólríkrar bronsmenningar. Að vísu má segja að slíks tvískinnungs gæti í verkum margra myndhöggvara sem risu hvað hæst á tímum módernismans. Má þar nefna Constantin Brancusi, Henry Moore, David Smith og Ás- mund okkar Sveinsson, en í verkum allra þessara listamanna fór saman sérkennilegt næmi fyrir tæknilegum framfórum, nýjum efniviði og verk- fræðilegum úrlausnum annars vegar, og svo áhugi á kosmískum tilvísun- um, forsögulegum átrúnaði og eðlis- fræðilegri kraftafræði. í átt til lágmyndar en málverks með fjarvíddar-legu rými. Þá er í sumum verkum hennar ál, plexi, blikk og bárujárn, sem tengir verk hennar við svo margt sem snerist á árunum áður um SÚM og eftirstöðvar þeirrar hreyfingar. Ef til vill kemst Sissú næst Ólafi Lárussyni að eðli og inntaki. Hins vegar voru það tölvugrafískar Reyndar héldu þessi sömu gildi áfram að elta myndhöggvara eftir mektardaga módernismans. Robert Smithson, Richard Serra, Eva Hesse, Walter de Maria og Alice Aycock voru jafnupptekin af verk- fræðilegum möguleikum nútímans og þau voru hugfangin af stórhug forsögulegra listamanna. Þessum til- finningum deildu þeir Jóhann Eyfells og Jón Gunnar með þeim, um leið og þeir hrifust jafnframt af ómældri orku náttúruaflanna sem hvarvetna blasti við þeim á Islandi, í iðrum þess, veðráttunni og hafinu kringum það. Það er eins og allar þessar marg- víslegu tilvísanir sameinist í verkinu Cosmos, frá 1982. Tuttugu og fjórir speglar, raðað í fjórar raðir, liggja ei- lítið upphækkaðh- frá gólffletinum. Yfir hverjum spegli hangir grjót- hnullungur í gh’ni, næsta ósýnilegum þræði, og virðist þar af leiðandi svífa í lausu lofti. Verkið snýst í senn um sólarspegla - Jón Gunnar sá sólar- speglana sem hitagjafa, mögulega til að endurvarpa geislum hennar til baka og auka með því enn á hitann - og þyngdarleysi, krafta sem lista- manninum voru svo hugleiknir að þeir áttu hug hans allan frá 1974 til 1987. Cosmos var fyrst sett upp í íslandsskálanum í Feneyjum og býr verkið yfir sterkum launhelgiblæ líkt smámyndir hennai’ í kaffistofunni sem báru í sér ftjómagn framtíðar- innar. Sissú hefur einstaklega næmt vald á þessari nýju tegund listar og fer með hana eins og kunnáttusamur heimspekingur. Sumt minnir á heila- börkinn, en stundum eru teikning- amar líkastar hnettinum okkar; reik- istjörnunni jörðinni. Ef til vill er jörðin og heilinn það dýrmætasta sem alheimurinn hefur fætt af sér. Það verður spennandi að fylgjast með framhaldinu á tilraunastarfsemi Sissú við tölvuskjáinn. Hingað til hef- ur h'tið farið fyrir tölvulistamönnum hér á landi, þótt úti í hinum stóra heimi séu málarar í hrönnum að færa sér þessa fersku tækni í nyt. Hver man ekki eftir Austurríkismanninum ágæta, Peter Kogler, og alltumlykj- andi umhvei’fismálverkum hans. Þau eru öll unnin á tölvu. Sissú á hvað þessa stefnu varðar íramtíðina bjarta fyiár sér. Hún býr yfír því næmi sem þarf til að stýra hugbúnaðinum án þess að láta hann ná tökum á sér. Ef marka má það sem hangir á skilrúminu ofan við borðin í kaffistofu Listhússins er spennandi hluta að vænta úr prentara og pensh þessarar margslungnu listakonu. Halldór Björn Runólfsson og væri það gjömingur um leið og skipan. Spennan sem „svífandi“ steinamir skapa - ekki þarf að spyrja að leikslokum ef gimið slitnar og hnullungur fellur ofan á spegilinn - er dæmigerð fyrir það hárfína jafn- vægi sem ríkti í flestum verkum Jóns Gunnars milli brothættrar fullkomn- unar ogyfirvofandi hrans og eyðileg- gingar. I list hans var hvergi að finna jafnvægi laust við spennu. Nú þegar við skiljum æ betur kraftana sem stuðla að mótun og við- gangi alheimsins - svartholin, súp- emóvurnar og hvirfillaga stjörnu- þokurnar - hljótum við að skoða þetta hárfína, en viðkvæma jafnvægi sem táknmynd þeirra lögmála sem stjórna tilveranni. Svo virðist sem Jón Gunnar hafi skynjað ofurvel hve brothætt það fjöregg er sem stjómar gangverki náttúrunnar í stóra og smáu. Ef til vill náði hann betur að lýsa þessu dýrmæta fjöreggi í Cosm- os en nokkra öðra verki, því skipanin talar til okkar með sinni spenntu þögn líkt og um völvuspá væri að ræða. Með sýningunni fylgir htill ein- blöðungur með sérlega upplýsandi texta og lífshlaupi hstamannsins frá því hann fæddist 1931, og þar til hann lést tæpum 58 áram síðar. Island með í fyrsta sinn Á MORGUN munu ellefu ballett- nemendur keppa um réttinn til þátt- töku í Norræna ballettmótinu sem haldið verður í Mora í Sviþjóð 1.-3. júní. Þrír keppendur verða valdir úr til þátttöku fyrir íslands hönd og er þetta í fyrsta sinn sem Listdans- kóli íslands tekur þátt iþessari keppni sem nú er haldin i 13. sinn. Að sögn Amar Guðmundssonar, skólastjóra Listdansskólans, eru það eingöngu nemendur ríkis- ballettskólanna á Norðurlöndum sem taka þátt í þessari keppni, þ.e Konunglegi danski ballettskólinn, Norski óperuballettskólinn, Sænski ballettskólinn sem áður var Ríkis- óperuskólinn og fínnski ríkis- ballettskólinn. Aðeins er keppt í klassiskum ballett og eru ald- ursmörk keppenda 15-19 ára. Keppnin um þátttöku verður haldin í Islensku óperunni á morgun mið- vikudag og hefst kl. 20 og miðasala verður við innganginn. Fimm manna dómnefnd velur á milli þátttakenda og er enginn þeirra kennari við Listdansskólann. Einn dómari kemur erlendis frá en síðan mun einn islenskur dómari fylgja islensku keppendunum til Svíþjóðar og taka sæti í fímm manna dómnefnd sem skipuð vcrð- ur einum dómara frá hverju landi. Að sögn Arnar Guðmundssonar gefur keppni sem þessi gott tæki- færi til að sjá hvar islensk ballett- kennsla er stödd og hvort hún standist ekki fyllilega samanburð við það besta á Norðurlöndunum. Þá gefur þetta einnig islensku keppendunum tækifæri til að kynna sig fyrir norrænum ballettsljórum sem fylgjast vel með keppninni á hveiju ári. Verðlaun fyrir þijú efstu sæti í norrænu keppninni eru 10 þúsund sænskar krónur fyrir fyrsta sæti, 5 þúsund fyrir annað sæti og 3 þús- und fyrir þriðja sæti. Halldór Björn Runólfsson Halldór B. Runólfsson Morgunblaðið/Ami Sæberg Þær keppa um þátttökurétt í Norrænu ballettkeppninni. í aftari röð frá vinstri eru: Emilia Gísladóttir, Guðbjörg Halla Arnalds, Kristín Una Friðjónsdóttir, Hjördís Örnólfsdóttir. Fremri röð: Tinna Ágústsdóttir, Guðrún Óskarsdóttir, Sigrún Huld Gunnarsdóttir, María Lovísa Ámundadóttir. Á myndina vantar: Sigríði Wikfeldt, Gyðu Bergs og Unni Elfsabetu Gunnarsdóttur. Verk eftir Sissú í Listhúsinu í Laugardal.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.