Morgunblaðið - 14.03.2000, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 14.03.2000, Qupperneq 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ BÓKASALA í febrúar Röð Var Titill/ Höfundur/ Ulgefandi 1 Sagan af bláa hnettinum/ Andri Snær Magnason/ Mál og menning 2 Fitusnautt og freistandi/ Sue Kreitzman og Helga Guðmundsdóttir/ Mál og menning 3 Leggðu rækt við sjálfan þig/ Anna Valdimarsdóttir/ Forlagið 4 Líkami fyrir lífið/ Bill Phillips og Michael D’Orso/ Hvítt og svart 5 Rétt mataræði fyrir þinn blóðflokk/ Peter J. D’Adamo/ Leiðarljós 6 Almanak Háskólans-2000/ / Háskóli íslands 7 Englar alheimsins/ Einar Már Guðmundsson/ Mál og menning 8 Jónas Hallgrímsson/ Páll Valsson/ Mál og menning 9 Ég elska þig/ Lauren White/ Mál og menning 10-11 Almanak Þjóðvinafélagsins/ / Hið íslenska þjóðvinafélag 10-11 Spænsk-ísl./ísl.-spænsk orðabók/ Ritstj. Elísabeth Hangartner/ Orðabókaútgáfan Einstakir fiokkar: ÍSLENSK OG ÞÝDD SKÁLDVERK 1 Englar alheimsins/ Einar Már Guðmundsson/ Mál og menning 2 Afródíta/ Isabel Allende/ Mál og menning 3 Híbýli vindanna/ Böðvar Guðmundsson/ Mál og menning 4 Sjálfstætt fólk/ Halldór Kiljan Laxness/ Vaka-Helgafell 5 Stúlka með fingur/ Þórunn Valdimarsdóttir/ Forlagið 6 Paula/ Isabel Allende/ Mál og menning 7-8 Kona eldhúsguðsins/ Amy Tan/ Vaka-Helgafell 7-8 Saga af stúlku/ Mikael Torfason/ Forlagið 9-10 Dóttir himnanna/ Amy Tan/ Vaka-Helgafell 9-10 Draumar einsteins/Alan P. Lightman/Vaka-Helgafell ÍSLENSK OG ÞÝDD LJÓÐ 1 Sálmabók íslensku þjóðkirkjunnar/ Róbert A. Ottósson valdi/ Skálholtsútgáfan 2 Ljóð úr austri/ Þýð. Helgi Hálfdanarson/ Mál og menning 3 Hávamál-Ýmis tungumál/ / Guðrún 4 Spámaðurinn/ Kahlil Gibran/ Muninn 5 Ljóð Tómasar Guðmundssonar/ Mái og menning 6-7 Gullregn úr Ijóðum Hallgríms Péturssonar/ Þorsteinn frá Hamri valdi/ Forlagið 6-7 Hugarfjallið/ Gyrðir Elíasson/ Mál og menning 8 Eddukvæði/ Gísli Sigurðsson sá um útgáfuna/ Mál og menning 9-10 Perlur úr Ijóðum íslenskra kvenna/ Silja Aðalsteinsdóttir valdi/ Hörpuútgáfan 9-10 Tökum lagið á þorranum/ Mörður Árnas. og Sigurður Svavarss. völdu/ Mál og menning ÍSLENSKAR OG ÞÝDDAR BARNA- OG UNGLINGABÆKUR 1 Sagan af bláa hnettinum/ Andri Snær Magnason/ Mál og menning 2 Tarzan og Kala/ Walt Disney/ Vaka-Helgafell 3 Vísnabók Iðunnar/ Myndskr. Brian Pilkington/ Iðunn 4 Stafakarlarnir/ Bergljót Arnalds/ Virago 5 ísfensku dýrin/ Halldór Pétursson/ Setberg 6-7 Bakkabræður/ Myndskr. Kristín Arngrímsdóttir/ Mál og mynd 6-7 Tarzan og Terka/ Walt Disney/ Vaka-Helgafell 8 Karíus og Baktus/ Thorbjörn Egner/ Thorvaldsensfélagið 9-10 Blómin á þakinu/ Ingibjörg Sigurðardóttir/ Mál og menning 9-10 Vættafundur á Eyjabökkum/ Oddbjörg Sigfússdóttir/ Höfundur ALMENNT EFNI OG HANDBÆKUR 1 Fitusnautt og freistandi/ Sue Kreitzman og Helga Guðmundsdóttir/ Mál og menning 2 Leggðu rækt við sjálfan þig/ Anna Valdimarsdóttir/ Forlagið 3 Líkami fyrir lífið/ Bill Phillips og Michael D’Orso/ Hvítt og svart 4 Rétt mataræði fyrir þinn blóðflokk/ Peter J. D’Adamo/ Leiðarljós 5 Almanak Háskólans - 2000/ / Háskóli íslands 6 Ég elska þig/ Lauren White/ Mál og menning 7-8 Almanak Þjóðvinafélagsins - 2000// Hið íslenska þjóðvinafélag 7-8 Spænsk-ísl./ ísl. spænsk orðabók/ Ritstj. Elísabeth Hangartner/ Orðabókaútgáfan 9 Óðurinn um Evu/ Manuela Dunn Mascetti/ Forlagið 10 Af bestu lyst/ Ritstj. Laufey Steingrímsdóttir/ Vaka-Helgafell ÆVISÖGUR OG ENDURMINNINGAR 1 Jónas Hallgrímsson/ Páll Valsson/ Mál og menning 2 Ég man - 480 glefsur úr gamalli nútíð/ Þórarinn Eldjárn/ Forlagið 3 Einar Benediktsson II/ Guðjón Friðriksson/ iðunn 4 Með fortíðina í farteskinu/ Elín Pálmadóttir/ Vaka-Helgafell 5 Einar Benediktsson I/ Guðjón Friðriksson/ Iðunn Bókabúðir sem tóku þátt í könnuninni Höfuðborgarsvæðið: Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi Bókabúð Máls og menningar, Síðumúla Bókabúðin Hlemmi Bókabúðin Mjódd Bóksala stúdenta, Hringbraut Eymundsson, Kringlunni Penninn-Eymundsson, Austurstræti Penninn, Kringlunni Bókabúðin Hamraborg, Kópavogi Penninn-Eymundsson, Hafnarfirði Utan höfuðborgarsvæðisins: Bókabúð Keflavikur, Keflavík Bókval, Akureyri Kaupfélag héraðsbúa, Egilsstöðum KÁ, Selfossi é XL, V r\ \\~-. j v rv ; \\t -•hU. y \lr* '*.r ''"V 'h % H P'Sn Samantekt Félagsvísindastofnunar á sölu bóka í febrúar 2000. Unnið fyrir Morgunblaðið, Félag íslenskra bókaútgefenda og Félag bóka- og ritfangaverslana. Ekki eru taldar með þær bækur sem seldar hafa verið á mörkuöum ýmiss konar á þessu tímabili, né kennslubækur. Hér þorir fólk að tala um bókmenntir Morgunblaðið/Jón Svavarsson Silje Beite-Leken Ungir rithöfundar á ís- landi og í Noregi eru einir í heiminum og ljóð- skáldin drottna yfír smáatriðum. Silje Beite- Lpken ber saman bók- menntalíf í löndunum tveimur og greinir Sigurbjörgu Þrastar- dóttur hér frá fram- vindu verksins. BÓKMENNTIR eru almennings- eign á Islandi og fólk tekur virkan þátt í umræðu um bækur. I Noregi ber almenningur hins vegar næstum óttablandna virðingu fyrir þessari listgrein og þorir ekki að segja álit sitt nema vera helst með MA-gráðu í fræðunum." Þannig mælist ungri stúlku frá Ósló, Silje Beite-Lpken, sem stödd var hér á landi fyrir skömmu til þess að kynna sér ís- lenskar samtímabókmenntir. Hún vinnur að grein fyrir Bergens Tid- ende þar sem hún hyggst bera sam- an landslagið í íslenskum og norsk- um bókmenntaheimi, auk þess sem hún mun þýða þrjár ritgerðir ís- lenskra höfunda fyrir tímaritið Vinduet sem í apríl mun gefa út sér- rit um íslenskar bókmenntir. Erótík í Njálu „Það sem hefur komið mér hvað skemmtilegast á óvart er að bók- menntaumræða á Islandi er ekki eins sterklega tengd akademíunni eins og í Noregi. Þetta held ég að sé til góðs fyrir líf bókmenntanna og ættum við Norðmenn að fara að dæmi ykkar í þessu tilliti," segir Silje sem talar undraverða íslensku miðað við fremur óskipuleg kynni af mál- inm Fjórum sinnum hefur hún komið til Islands, lengst til fjögurra mán- aða dvalar en styst í helgarferð. „Fyrsta heimsóknin var sumarið 1996 þegar ég kom á sumamámskeið um þókmenntir á vegum Nordplus. Þá heillaðist ég af landinu, fannst það skemmtilega „exótískt“ og heim- ilislegt í senn. Tungumálið er líkt mínu eigin en um leið ólíkt, fólkið viðkunnanlegt og náttúran stórbrot- in. Ætli það megi ekki segja að ég sé einn af þessum dæmigerðu Islands- vinum,“ segir hún og hlær við. Haustið sem Silje dvaldi hér á landi lengst, í fjóra mánuði, skráði hún sig í íslensku fyrir erlenda stúd: enta í HI en líkaði ekki alls kostar. „I staðinn tók ég skemmtilegt nám- skeið hjá Robert Cook um þýðingar íslenskra fornsagna á ensku og lærði svo íslenskuna bara „á götunni" - á kaffíhúsum og í sjónvarpinu. Annars hef ég lært mest af bókum, því ég hef lesið talsvert af íslend- ingasögunum á fornmálinu. Svo hef ég lesið Laxness sem ég er mjög hrifín af, reyndar mest á norsku en þó íslandsklukkuna á íslensku. Það tók dálítinn tíma en gekk samt bæri- lega.“ Silje lauk í haust MA-gráðu í nor- rænum bókmenntum og eftir hana liggur fjöldi ritgerða og tímarits- greina um íslenskar fornbókmennt- ir. „Einu sinni skrifaði ég grein um erótík í Njálu, sem var alls ekki eins erfitt verkefni og ætla mætti, en lokaritgerðin mín fjallaði um konur í Laxdælu, Njálu og Gísla sögu Súrs- sonar.“ Hversdagslíf og bókmenntir Jafnframt því að rannsaka bók- menntir hefur Silje fengist við að texta íslenskar kvikmyndir fyrir norsk kvikmyndahús, svo sem Stikk- frí og Myrkrahöfðingjann. ,Af mörg- um góðum íslenskum kvikmyndum er ég einna hrifnust af myndum Friðriks Þórs og hlakka til að sjá Engla alheimsins nú í mars. Annars dreymir mig um að fá enn meira að starfa við norsk-íslensk menningar- samskipti og hef augun sífellt opin fyrir slíkum verkefnum,“ segir hún og snýr talinu aftur að verkinu stóra sem á hug hennar um þessar mund- ir. „Greinin sem ég er að skrifa fyrir Bergens Tidende fjallar fyrst og fremst um samtímabókmenntir. Það er góð tilbreyting að hverfa úr heimi fomsagnanna til nútímans, en ef grannt er skoðað má jafnvel sjá lík- indi með þessum tveimur óMku skeiðum. í Noregi sátu menn á sinni tíð í klaustrum og skrifuðu bækur um guðfræðileg málefni en á Islandi skrifuðu starfsbræður þeirra jafnt um guðfræði sem daglegt líf fólks. Strax þai-na kom í ljós þessi tilhneig- ing íslendinga sem ég nefndi áðan, að tengja bókmenntirnar hversdags- legri tilveru." Að svo mæltu dregur Silje úr pússi sínu íslenska bók sem hún hefur hug á að fjalla sérstaklega um í grein sinni. Þar er á ferð Bók í mannhafið, ljóðabók sem þrettán ung skáld gáfu út fyrir skömmu í tilefni árþúsunda- skiptanna og enginn má slá eign sinni á. „Mér finnst hugmyndin á bakvið þessa bók frábær. Henni er dreift í stórmörkuðum og á kaffihús- um, enginn má eiga hana en allir mega lesa hana. Þetta er lýsandi dæmi um hvernig bókmenntir geta verið sýnilegar í daglegu lífi. Um leið er bókin fulltrúi bókmenntalífsins utan akademíunnar,” segir Silje, en Bók í mannhafið kom út í ritstjórn Andra Snæs Magnasonar undir merkjum bókaforlagsins Nykurs, stórmarkaðsins Bónuss og verkefn- isins Reykjavík menningarborg Evrópu 2000. Einmana í heiminum Silje bendir á að Bergen sé ásamt Reykjavík ein af menningarborgum Evrópu og ekki síst þess vegna hafi henni þótt tilvalið að bera saman bókmenntalíf í borgunum tveimur. „Eg er kannski ekki nægilega kunn- ug íslenskum samtímahöfundum, en eins og þetta horfir við mér eru við- fangsefni íslenskra og norskra höf- unda ólík. Ungir, norskir karlmenn skrifa mikið um fjölskylduna, eða öllu heldur um leitina að henni: „Fjölskyldan er horfin, við erum ein- ir, hvar er nú haldreipi tilverunn- ar...?“ Þetta mætti kannski kalla póstmóderníska upplausn, þrá eftir því sem ekki er lengur. Ungar konur skrifa um íjölskylduna líka, en á ann- an máta. Aberandi er umfjöllun um tengslin milli móður og bams, annað hvort of sterk eða of slitrótt tengsl. Ungir Islendingai- sýnast mér aft- ur á móti skrifa meira um einstakl- inginn, kannski einstaklinginn í tengslum við ráðgátur heimsins eins og í Endurkomu Maríu eftir Bjarna Bjarnason," segir Silje, en hún hyggst einmitt taka höfundarverk Bjarna sérstaklega fyrir í grein sinni í Bergens Tidende. „Ég veit ekki hvort Bjarni er hinn dæmigerði, ungi, íslenski höfundur en mér finnst hann athyglisverður, ekki síst fyrir hvernig hann beitir töfraraunsæi.“ Þótt Silje þyki margt ólíkt með efnistökum íslenskra og norskra höf- unda finnur hún þó sitthvað sem skarast, ekki síst á ljóðasviðinu. „Það er sérstaklega norrænt að fjalla ekki um mjög dramatíska atburði í ljóð- um, heldur taka litla hluti og gera úr þeim eitthvað stærra. Sem dæmi get ég nefnt Ijóð eftir Olav H. Hauge, sem Bergsveinn Birgisson hefur þýtt, þar sem stórar og heimspeki- legar vangaveltur búa í texta sem virðist bara vera um lítinn kött. Kannski mætti kalla þetta noi-rænan útdrátt,“ veltir hún fyrir sér. „Annars á þetta eftir að liggja bet- ur fyrir þegar ég er komin á veg með greinina, nú er ég ennþá að safna efni. Ég er ekki einu sinni búin að ákveða fyrirsögn, en vinnutitillinn er: „Hvað geta Norðmenn lært af ís- lenskum bókmenntum?". Að mínu mati er svarið við þeirri spurningu fjölþætt og spennandi."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.